Morgunblaðið - 31.05.1987, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987
40
Til sölu
slátur og frystihús
Til sölu er húseignin Aðalstræti 100, Patreksfirði, sem
er slátur- og frystihús.
Húsið er á tveimur hæðum, 1.708 fm að gólffleti og
6.891 rúmmetri.
Nánariuppl. um húseignina eru veittaríStofnlánadeild
landbúnaðarins, Laugavegi 120, Reykjavík.
Stofnlánadeild Landbúnaðarins
BLÓMANÆKING
Ný tilbúio áburðarblanda sem hentar öll-
um stofublómum, útiblómum og gróður-
húsajurtum.
Blómanæring gefur kröftugan vöxt og
stuðlar að heilbrigði plantnanna, blómgun
verður betri og útlitið fallegra.
Blómanæring er fáanleg um allt land í
0,5 og 5 lítra brúsum.
Blómanæring er framleidd undir stöð-
ugu gæðaeftirliti eigin rannsóknarstofu.
Prófaðu Blómanæringuna og það rennur
upp nýtt blómaskeið.
ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS
Heildsöludreifing S: 673200
Morgunblaðið/Erling Ólafsson
Bókfinka, karlfugl, lætur g'amminn geisa í tijálundi á Laugar-
vatni sumarið 1985. Þá var ekkert varp staðfest, en það átti
eftir að breytast.
Bókfinka bætist á
varpfuglaskrána
Síðastliðið sumar gerðist það í
fyrsta skipti svo vitað sé, að bók-
finka verpti á íslandi og kom upp
ungum, en frá þessu er greint í
tímaritinu „Blika“ sem er sérrit
um fugla. Er það ein tegundin enn
af mörgum sem reynt hafa varp
á Islandi á seinni árum. Bókfinkan
á hins vegar erfitt um vik með
varp hér á landi eins og margar
af hinum tegundunum sem hafa
reynt en ekki ílenst, því hún kem-
ur hingað til lands aðallega á
haustin og fyrri hluta vetrar og
fyrst þarf að skrimta veturinn,
síðan að huga að varpi. Það fyrr-
nefnda er flestum smáfuglum
erfiður biti að kyngja. Skal nú
aðeins sagt frá varpinu og stuðst
að mestu við grein Kjartans G.
Magnússonar í fyrrgreindu tíma-
riti.
Sumarið 1985 voru syngjandi
bókfinkukarlar á þremur stöðum
á Suðurlandi og því lék grunur á
því að e.t.v. væri einhvers staðar
kvenfugl á eggjum í leyni. En
þrátt fyrir athuganir fundust kon-
umar ekki og því ekkert fullyrt
um hvort þær voru nokkru sinni
til. í fyrrasumar færðist hins veg-
ar fjör í leikinn. Þá sást fyrst
bókfínka í skógræktinni í Foss-
vogi 12. maí. Var það karlfugl
og til engra hluta líklegur einn
síns liðs. Daginn eftir voru fink-
urnar hins vegar orðnar tvær og
var nú loks kominn kvenfugl í
leitimar. Næstu daga fylgdust
áhugamenn með fuglunum, en svo
hurfu þeir og vissi enginn hvað
um þær hafði orðið. Þær sáust
siðast 16. máí og það var ekki
fyrr en um miðjan ágúst, að fugla-
skoðarar sáu bókfinkur aftur í
skógræktinni. Þá varð greindur
einn kvenfugl sem gerði aðsúg
að ketti sem var að laumast um
í leit að fuglasteik. Öðrum fugli
rétt brá fyrir og sást ekki nógu
greinilega til þess að hann yrði
kyngreindur eða aldurs-
ákvarðaður af neinu viti. Þótti
mönnum atferli kvenfuglsins
benda til þess að hún ætti e.t.v.
unga á næstu grösum og jókst
von í brjósti manna um að nýr
varpfugl hefði bæst í hinn vax-
andi hóp íslenskra fugla.
Staðfestingin kom hins vegar
ekki fyrr en 23. ágúst, þá greindu
menn kvenfugl og einn nýlega
fleygan unga. Daginn eftir sáust
tveir ungar með mömmu sinni og
héldu fuglarnir sig með 5—6 fja.ll-
Bókfinka
finkum, pari með ungum sem
komust upp í skógræktinni þetta
sama sumar. Fjallfinkan er önnur
tegund sem hefur þreifað fyrir sér
með varp síðustu árin með góðum
árangri og hefur því verið sér-
kennileg sjón að sjá þær í samfloti
með bókfinkunum í skógræktinni
í fyrrasíðsumar.
Hins vegar telja menn nokkuð
greinilegt, að bókfinkurnar hafi
sjálfar ekki orpið í skógræktinni
þótt þær hafi verið þar með unga
sína í ágúst, því fuglaáhugamenn
fylgjast vel með svæðinu á
varptíma og hefðu trúlega greint
a.m.k. syngjandi karlfuglinn
framan af, en engin leið er að
vita hvenær hann hefur drepist
eða hvemig þótt grunur falli á
hvem og einn af öllum köttum
Fossvogs og Kópavogs. Það er
nóg af ákjósanlegu kjörlendi fyrir
bókfinkur allt í kringum skóg-
ræktina t.d. Kirkjugarðurinn í
Fossvogi eða trjálundirnir í húsa-
görðum við Nýbýlaveg í Kópavogi.
Ætisvon er hins vegar talin meiri
í skógræktinni og því hafa fink-
urnar fært sig þangað þegar
ungarnir voru orðnir færir um að
' flögra hingað og þangað.
Lítið eitt um bókfinkur í lokin:
Um mestalla Evrópu er þessi fugl
algengur varpfugl. Staðfugl í
Vestur-Evrópu, en bókfinkur í
Norður- og Austur-Evrópu flytja
sig sunnar og vestar þegar kólna
tekur og er líklegt að fuglar úr
þeim hópum flækist hingað með
vindum. Þetta er sannkallaður
smáfugl, aðeins minni en snjótittl-
ingur. Karlinn er auðþekktur á
rauðri bringu og bláleitum kolli.
Erfiðara er að greina kvenfuglinn,
hann er allur grábrúnn. Fuglinn
verpir í tijám og mnnum, jafnan
4—5 eggjum. Varptími getur haf-
ist í miðjum apríl og staðið allt
fram í júlí, allt eftir árferði.
- gg