Morgunblaðið - 31.05.1987, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 31.05.1987, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 41 Mungo Jerry til Islands TÓNLISTARMAÐURINN Mungo Jerry er væntanlegur hingað til lands 11. júní næst- komandi og mun hann skemmta í Sjallanum á Akureyri dagana 12. tíl 14. júní og í Hollywood í Reykjavík dagana 16. til 20. júní. Mungo Jerry varð heimsfrægur árið 1970 þegar lagið „In The Summertime“ fór í efsta sæti vinsældarlista víða um heim. Mungo Jerry heitir réttu nafni Ray Dorset og gerðist hann at- vinnumaður í tónlist í kjölfar þeirra vinsælda sem áðumefnt lag hlaut árið 1970, en lagið seldist í yfir 10 milljónum eintaka um allan heim. Af öðrum þekktum lögum með hon- um má nefna Baby Jump, Lady Rose, Open Up, Mighty Man, Wild love, It’s a Secret og mörg fleiri. Öll lögin eru samin af Ray Dorset sjálfum. (Úr fréttatilkynningu.) Mungo Jerry Stofna nor- rænan bóka- klúbb Ósló. Frá Áslaugu Þormódsdóttur, fréttaritara Morgunbladsins. NÝAFSTAÐIN bókaráðstefna á Hanaholmen við Helsinki leiddi til stofnunar norræns bókaklúbbs. Aðalhvatamenn að stofnun klúbbsins voru Svíamir Conny Jacobson og Bertil Falck, en þau stóðu fyrir norrænni bóka- og bókasafns-ráðstefnu í Gautaborg fyrir tveimur árum. Gert er ráð fyrir, að meginviðfangsefni bóka- klúbbsins verði bækur, er hljóta útnefningu til verðlauna Norður- landaráðs á ári hveiju. Að sögn Aftenposten er einnig ætlunin, að öðrum norrænum bókmennta- verkum verði komið á framfæri fyrir tilstuðlan klúbbsins. Stofnun klúbbs þessa vakti óskipa ánægju meðal ráðstefnugesta á Hanaholmen, en þeir voru þar stadd- ir sakir tengsla sinna við norræna bókaútgáfu og bókasöfn. Má þar m.a. nefna úthlutunamefnd bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs, nefnd sem vinnur að þýðingarmálum, rithöfunda og verðlaunahafa. Hingað til hefur útbreiðsla norr- ænna bókmennta verið vandkvæðum bundin, m.a. vegna mikils þýðingar- kostnaðar. Ótvíræð ósk Norðurland- aráðs um að efla og styrkja menningarsamvinnu landanna þótti hins vegar nóg ástæða til að kalla kunnáttufólk saman til ráðstefnu þessarar til skrafs og ráðagerða um, hvemig bæta megi úr fyrmefndum vandkvæðum. Á ráðstefnunni var bæði unnið að gerð beinna framkvæmdatillagna og mótun þróunaráætlunar. Enn fremur var rætt, hvemig best væri að standa að bókakynningu og hvemig koma mætti málum þannig fyrir, að unnt væri að nálgast norrænar bækur á ákveðnum stað í höfuðborgum Norð- urlandanna. Þá var lagt til, að könnuð yrðu innkaup bókasafna á norrænu bókmenntaefni. Salud og Magni hlið við hlið Reykjavíkurhöfn hefur undanfarið haft á leigu hol- lenskan dráttarbát, með það fyrir augum að kaupa hann og annan eins ef reynslan verður góð. Dráttarbátarnir eiga að leysa dráttarbátinn Magna af hólmi en hann er nú kominn til ára sinna. Þessi mynd var tekin af hollenska bátnum Salud og Magna hlið við hlið í Reykjavíkurhöfn. Næsta brottför til Costa del Sol v, < V';X-, ' '' UÁ V ,, * V Við bjóðum þér nýtt og glæsilegt íbúðahótel á Sunset Beach. Eigendur þess og starfsfólk hafa sérstakt dálæti á íslendingum. Þess vegna höfum við fengið verulegan afslátt af gistingu á þessu frábæra hóteli. Við bjóðum þér 3 vikur á Costa del Sol með gistingu á þessu hóteli, fyrir aðeins kr. 26.200 pr. mann*. jat - % v',t, ■■■;~„V N Þeir sem til þekkja, taka Sunset Beach fram yflr aðra staði á Costa del Sol. Og það er ekki að ástæðulausu. Öll aðstaða til að njóta Iífsins er stórglæsileg jafnt fyr- ir börn sem fullorðna. Hótelið er eitt af þrem glæsilegustu íbúðarhótelum á Costa del Sol. Allar íbúðirnar eru smekklega innréttaðar og með sérstakri loftkælingu. Við hótelið eru sundlaugar með hreinsuð- um sjó, fyrsta flokks sólbaðsaðstaða, tingahús, st margt^p-a. Við falleg ba? Á vegum hótelsins er sérstök dagskrá fyr- ir börn og unglinga frá morgni til kvölds. * A kvöldin er einnig sérstök dagskrá fyrir fullorðna fólkið. Skipaðu þér í hóp þeirra fjölmörgu, sem hafa tekið Sunset Beach á Costa del Sol fram yfir aðra staði. Komdu tímanlega og tryggðu þér sæti. * Verðið miðast við 2 fullorðna og 2 börn yngri en 12 ára. Ferðaskrifstofa, Snorrabraut 27-29 Reykjavík. Sími 26100.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.