Morgunblaðið - 31.05.1987, Side 46

Morgunblaðið - 31.05.1987, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vilt þú vera í fararbroddi? SKÝRR, forystufyrirtæki á sviði upplýsinga- tækni, óska eftir að ráða tölvara til fram- tíðarstarfa. Um er að ræða vaktavinnu við stjórn prentara, frágang prentmáls og síðar við stjórn sjálfrar móðurtölvunnar. ★ Hefur þú hug á starfi tengdu háþróuðum tölvubúnaði? ★ Ert þú með stúdentspróf eða sambæri- lega menntun? ★ Hefur þú áhuga á að tileinka þér nýjung- ar og læra meira? Ef þú getur svarað þessum spurningum ját- andi, ættir þú að hafa samband við okkur. Nánari upplýsingar veita Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, og Helgi A. Nielsen, forstöðumaður vinnsludeildar. Umsóknum er greini aldur, menntun og fyrri störf skal skila til SKÝRR ásamt sakavottorði og afriti prófskírteina fyrir 10. júní 1987. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu og hjá starfsmannastjóra. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar, Háaleitisbraut 9. Heildverzlunin Festi hf. vill ráða sölumann til að annast sölu á pappírsvörum frá Apura. Hér er um að ræða vestur-þýskan hágæða- pappír til allra þrifa á verkstæðum, verksmiðj- um, skrifstofum, sjúkrahúsum o.s.frv. Einnig handþurrkur í mjög fallegum veggkössum til notkunar hvar sem er og sérhannaðar rúllur fyrir læknabekki eða nuddbekki. Upplýsingar í síma 672244. Við Tjörnina Veitingahúsið Við Tjörnina óskar eftir starfs- krafti til skrifstofustarfa þrjá morgna í viku. Upplýsingar í síma 18666. Prjónakonur Vantar ykkur aukapening? Prjónakonur ósk- ast til þess að prjóna peysur eftir pöntunum. Mikil vinna. Upplýsingar í síma 15858. Ungir athafnamenn Bílaþvottastöð óskar eftir samstarfi við ungt fólk (pilta og stúlkur) sem vill taka að sér að bóna og þrífa bíla í stöðinni. Greitt verður eftir afköstum. Einnig þarf að selja þjónustuna. Vinsamlegast sendið nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Frjálst —1444“. Ert þú hárgreiðslu- sveinn eða meistari á lausu? Viltu vinna með hressu fólki? Ef svo er vantar okkur þig strax. Upplýsingar í símum 34420 og 688820. Hárgreiðslustofa Sólveigar Leifsdóttur. Meiraprófsbflstjórar Óskum að ráða nú þegar bílstjóra vana „trail- er“-akstri. Um er að ræða afleysingar í 4-8 vikur. Mikil vinna. Upplýsingar í síma 53999. HAGVIRKI HF SfMI 53999 Fínull hf. Okkur vantar starfsmann við flokkun og móttöku á fiðu (angura). Tilvalið starf fyrir eldri mann. Einnig vantar okkur saumakonu, helst vana. Fríar ferðir úr Reykjavík og Kópavogi. Vinnu- tími frá 8.00-16.00. Nánari upplýsingar í síma 666006. Skrifstofustarf Heildverslun í Sundaborg óskar eftir starfs- krafti á skrifstofu. Þekking á tölvu nauðsyn- leg. Æskilegur aldur 28-40 ára. Þarf að geta hafið störf 1.-15. júlí. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „Stundvísi — 2414". Bókarar Óskum eftir að ráða bókara hjá eftirtöldum fyrirtækjum: (a) Innflutningsfyrirtæki í Reykjavík. Starfið er aðallega fólgið í færslu viðskipta- mannabókhalds en einnig mun viðkom- andi sjá um uppsetningu birgðabókhalds. Vinnutími er frá kl. 9.00-17.00. (b) Endurskoðunarskrifstofa í Hafnarfirði. Um er að ræða öll almenn bókhalds- störf, merkingu fylgiskjala, afstemmingar og uppgjör. Vinnutími er frá kl. 8/9-16/17. (c) Opinbert þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Viðkomandi verður aðstoðarmaður aðal- bókara. Starfið felst í almennum bók- haldstörfum auk leiðbeiningarstarfa innan stofnunar. (d) Flugfélag í Reykjavík. Um tvö störf er að ræða, annars vegar við tekjubókhald og hinsvegar við færslu fjárhagsbókhalds og afstemmingar. Starfsmaður í tekju- bókhaldi þarf að hafa reynslu af útgáfu farseðla. Um heilsdagsstörf er að ræða. í öllum tilfellum er nauðsynlegt að umsækj- endur séu með próf frá Verslunarskóla íslands eða hafi sambærilega menntun og/ eða hafi viðtæka reynslu af bókhaldsstörfum. Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 1987. Umsoknareyðulöð og nánari uppýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Skóhivorðustig 1a - W1 Reyk/avik - Simi 621355 Vinnuskóli — starfsvöllur — íþróttanámskeið í Bessastaðahreppi hefjast þriðjudaginn 9. júní. Unglingar fæddir 1973 og eldri mæti á Bjarnastöðum kl. 09.30. Aðrir mæti kl. 12.30. Unglingar fæddir 1974 geta fengið vinnu frá kl. 09.00-12.00. Innritun á skrifstofu Bessa- staðahrepps. Flokksstjóri. Brauðabakstur Óskum að ráða starfsmenn við brauðabakst- ur í verksmiðju okkar Skeifunn 11. Vinnutími frá kl. 12.00 til ca 20.00, sunnudaga til fimmtudaga. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Brauð hf., Skeifunni 11. Störf hjá Hagvangi hf Vegna aukinna umsvifa ætlum við hjá Hag- vangi hf. að bæta við tveimur starfsmönnum í haust. Ráðningarþjónustuna vantar aðstoðarmann til margvíslegra starfa, s.s. ýmissa úrvinnslu- verkefna, ritvinnslu, undirbúningsvinnu vegna viðtala og funda, bréfaskrifta, móttöku og þjónustu við viðskiptavini o.fl. Við leitum að manni með góða reynslu af skrifstofustörfum, sem getur unnið sjálf- stætt og skipulega, hefur ánægju af krefjandi og oft erilsömu þjónustustarfi, er skapgóður og sveigjanlegur og tilbúinn að gæta fyllsta trúnaðar í starfi. Vinnutími samkomulag. Bókhaldsþjónustan vill ráða mann sem get- ur annast skráningu bókhaldsgagna frá fjölmörgum fyrirtækjum. Einnig að geta séð um bókhald, innheimtu og launaútreikning fyrir Hagvang hf. auk annarra starfa á skrif- stofunni. Við leitum að menni með góða bókhalds- kunnáttu og starfsreynslu, sem getur starfað mjög sjálfstætt af fyllsta trúnaði og heiðar- leika. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé þægilegur í daglegri umgengni og hafi áhuga á fjölbreyttu starfi. Vinnutími samkomulag. Starfsemi Hagvangs skiptist í fjögur megin- svið: Rekstrarráðgjöf, markaðskannanir, ráðningarþjónustu og bókhaldsþjónustu. Til að veita viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu leggjum við áherslu á vönduð vinnu- brögð. Því leitum við að þér, sem býrð yfir hæfni og þekkingu til að leysa ofangreind störf, sem átt til að bera ósérhlífni og getu til að starfa sjálfstætt. Nánari upplýsingar um ofangreind störf veit- ir Katrín Óladóttir og Þórir Þorvarðarson hjá Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. Vinsamlegast sendið umsóknir á eyðublöð- um sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „Hagvangur hf“ fyrir 5. júní nk. Hagvangurhf RÁÐNINCARPJÓNUSTA GRENSÁSVEGI 13, 108 REYKJAVÍK Sími: 83666 Atvinnurekendur ath! Notfærið ykkur þjónustu Atvinnumiðlunar námsmanna. Við bjóðum uppá fjölhæft sum- arafleysingafólk með menntun og reynslu á flestum sviðum atvinnulífsins til lengri eða skemmri tíma. Upplýsingar í símum 621080 og 27860. Atvinnumiðlun námsmanna, Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.