Morgunblaðið - 31.05.1987, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 31.05.1987, Qupperneq 64
Gasolía hækkar um 11,5% VERÐLAGSRÁÐ hefur sam- pykkt 11,5% hækkun á gasolíu frá og með morgundeginum, 1. júní. Eftir hækkunina kostar lítrinn af gasolíu 7 krónur og 70 aura en kostaði áður 6 krónur og 90 aura. Verkfall rafeinda- og rafvirkja: Rætt um röð- un í flokka VERKFALL rafvirkja og raf- eindavirkja hjá ríkisfyrirtækjum stóð enn upp úr hádegi á laugar- dag. Fundur hófst klukkan 10 um morguninn og var búizt við langri setu. í upphafi fundarins var lagt fram tilboð frá samninganefnd ríkisins um niðurröðun í launaflokka. Sumir samningsaðila töldu það tilboð geta ráðið úrslitum um það hvort lausn næðist um helgina eða ekki. Týr fer til Danmerkur VARÐSKIPIÐ Týr átti að halda á miðnætti áleiðis til Kaup- mannahafnar. Tilefnið er hátíðahöld danska sjóhersins, en 400 ár eru liðin frá þvi hann hóf eftirlit með fiskveiðum við ísland og Finnmörku. Á heimleið verður komið við í Leith í Skotlandi og þar með end- urgoldnar heimsóknir brezkra varðskipa hingað til lands. Hvor tveggja heimsóknin er óopinber, en Norðmönnum og Bretum hefur wmmmÉm - % * ■ S'S. ■ einnig verið boðið til Kaupmanna- hafnar. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, verður við- staddur hátíðahöldin í Kaup- mannahöfn og fer síðan heim með Tý með viðkomu í Skotlandi. Jón Baldvin o g Svavar ræðast við Forsetinn boðar formennina á sinn fund á morgun BÚAST má við því að einskonar biðstaða verði í stjórnarmyndun- arviðræðum um þessa helgi. Sjálfstæðismenn og alþýðuflokks- menn segja að það byggist nú á Steingrími Hermannssyni, form- anni Framsóknarflokksins, hvort viðræður þessara þriggja flokka verða, en framsóknarmenn eiga ekkert fremur von á því að Steingrímur muni snúa sér til Jóns Baldvins og Þorsteins nú um helgina. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Coldwater: Engin þorskflök til afgreiðslu í júní Birgðastaðan aldrei verið jafn slæm „COLDWATER hefur orðið að tilkynna umboðsmönnum sinum, að fyrirtækið hafi engin þorskflök til afgreiðslu á almennum markaði í júnímánuði. Svo slæm hefur staðan aldrei verið. Þorskflökin hafa verið skömmtuð til viðskiptavina okkar í um það bil ár og hafa þeir þá í flestum tilfellum fengið megnið af því, sem þeir hafa beðið um. Nú fá þeir ekkert. Þorskveiði er nú að glæðast við ísland og íslend- ingar hafa sýnt það, að þeir geta brugðizt hart við á neyðarstundu. ■3%.Þeir gera það eflaust nú eins og áður,“ sagði Magnús Gústafsson, forsljóri Coldwater Seafood í Bandaríkjunum, í samtali við Morgun- blaðið. Þorskveiði hér við land er nú að glæðast, meðal annars vegna þess að veiðum á grálúðu er að ljúka og sókn í þorskinn eykst því nokk- uð. Veiðar á þorski ganga nokkuð -T^vei við Kanada, en fiskvinnsla í Færeyjum hefur legið niðri um þriggja vikna skeið vegna verkfalla. Fiskur af færeyskum skipum hefur því að mestu verið seldur ferskur að undanförnu. Vegna þessa snéri Morgunblaðaið sér til Magnúsar Gústafssonar og spurðist fyrir um birgðastöðu á þorskflökum. Magnús sagði, að birgðastaðan hefði aldrei í sögu fyrirtækisins verið jafnslæm og nú, en umboðs- mönnum hefði verið sagt frá því, að þriggja vikna verkfalli í Færeyj- um væri lokið og með vaxandi þorskveiði við ísland væri það ein- lægur ásetningur íslenzkra fram- leiðenda að bregðast hart við og auka framleiðslu þorskflaka fyrir Bandaríkjamarkaðinn. í þessu til- felli yrðu menn að hafa það í huga, að þorskflök væru meira en helm- ingur af flakasölu Coldwater og þorskflökin væru einkenni fyrirtæk- isins vegna áreiðanleika í gæðum og þjónustu. Magnús sagði, að birgðastaða í öðrum fiski væri að mestu eðlileg. Tii væri venjulegt magn af ýsu, karfa og ufsa. Hins vegar yrði eitthvað af þorskflökum afgreitt upp í samning við Long John Silver’s, en júnímánuður væri sá síðasti af 12, sem sá samningur gilti. íslands hefur boðað formenn stjóm- málaflokkanna á sinn fund á morgun tii þess að ræða stöðuna og heyra afstöðu þeirra. Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að Jón Baldvin og Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins ætli að ræðast við nú um helgina. Svavar Gestsson vildi hvorki játa þessu né neita, og aðspurður hvort hann teldi að nú væri kominn grundvöliur fyrir myndun flögurra flokka ríkisstjómar Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Kvennalista, sagði hann: „Þetta fer allt eftir málefnum, en ég teldi eðlilegt að þessir flokkar töluðu sig saman." Eftir þingflokksfund Framsóknar- fiokksins í fyrradag og þá niðurstöðu sem þar varð, er það mat Sjálfstæð- isflokks og Álþýðuflokks að það sé í hendi Steingríms Hermannssonar, hvort frekari óformlegar viðræður . þessara þriggja flokka eiga sér stað um helgina, en fulltrúar þessara flokka segja að hljóð sé svo þungt í mönnum eftir yfírlýsingar Steingríms í fjölmiðlum, að ólíklegt megi teljast að slíkar viðræður muni eiga sér stað. Framsóknarmenn segja að ekkert hasti. Þeir hyggist ræða við stjóm- málamenn úr öðrum flokkum um helgina, en segjast ekki hafa sett þær viðræður í neina forgangsröð. Þeir útiloka alls ekki samstarf við Alþýðuflokkinn í ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, en segja aftur á móti að ekki komi til greina aðild Fram- sóknarflokks að ríkisstjóm undir forsæti Jóns Baldvins Hannibalsson- ar. Þá eru framsóknarmenn sammála um að reyna beri til þraut- ar myndun þriggja flokka ríkis- stjómar, áður en hugað verði að myndun Qögurra flokka stjórnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.