Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 35
8GI IMTJT, .2 HTIDACITJT.OIÍTcI ,QI0A.TTTI/TTIOHOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 35 Félagar í samtökum, sem beijast gegn útbreiðslu alnæmis, mótmæla þvi, að skylduprófanir verði teknar upp á vegum bandarískra heUbrigð- isyfirvalda. Efnt var til mótmælanna í Washington á sunnudag, eftir að spurðist út, að Ronald Reagan Bandarikjaforseti styddi slíkar pró- fanir, þar sem þeim yrði við komið. Alþjóðleg ráðstefna í Washington: Langt í að lækning* finnist við alnæmi Washington. Reuter. STÆRSTA alþjóðlega ráðstefnan, sem haldin hefur verið um al- næmi, var sett í Washington á sunnudag. Ekki var búist við, að neinna tíðinda væri að vænta um lækningu eða bóluefni við sjúk- dómnum i allra næstu framtið. Um 50.000 manns hafa þegar lát- ist af völdum alnæmis, en talið er, að sjúkdómurinn muni ógna lífi millj- óna manna um miðjan næsta áratug, þegar búast má við því í fyrsta lagi, að bóluefni hafí fundist, en lækning er að öllum líkindum enn lengra undan, að sögn sérfræðinga. En dr. Samuel Broder, sem starfar við alnæmisrannsóknir hjá Banda- rísku krabbameinsstofnuninni, sagði á ráðstefnunni, að hann væri bjart- Rashid Karami hefur dunið. Varla verður dregið í efa, að Kar- ami var slyngur og hugsjónaríkur stjórnmálamaður, þótt ekki tækist honum það sem hann dreymdi um,að koma á friði í landi sínu. Útlitið í stjórnmálalífi Líbanons er skelfilegra en nokkru sinni, nú að Rashid Kar- ami látnum. samantekt:Jóhanna Kristjónsdóttir sýnn um, að það rannsóknarstarf, sem þegar hefði verið innt af hendi, ætti eftir að skila árangri við með- ferð sjúkdómsins og gerð bóluefnis. Um 6000 vísindamenn og sérfræð- ingar á sviði heilbrigðismála frá um 50 löndum sækja ráðstefnuna. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi sínu við setningu ráð- stefnunnar: „Það er kominn tími til, að við gerum okkur rækilega grein fyrir, hvers við megum vænta.“ Hann var því meðmæltari en áður, að viss- um þjóðfélagshópum yrði gert að gangast undir alnæmisprófun, en kvaðst andvígur því, að slíkar ráð- stafanir yrðu látnar ná til alls almennings. Soares vill ekki kommún- ista í stjórn New York, Reuter MARIO Soares, forseti Portúgals, sagði í viðtali við bandaríska tíma- ritið Newsweek, sem kom út um helgina, að óhugsandi væri að kommúnistar kæmust i sam- steypustjórn með Sósialista- flokknum eftir kosningarnar í landinu þann 19.júlí. Soares sagði, að færi svo að Sós- ialistar næðu ekki meirihluta kæmi sá kostur ekki til álita að vinna með kommúnistum. Að vísu eru fáir, sem gera ráð fyrir því, að Sósialistar fái meirihluta. Yfirleitt hefur verið reiknað fremur með því, að Sósial- demókratar kynnu að komast í lykilstöðu eftir kosningarnar, ekki sízt vegna persónulegra vinsælda Cavaco Silva, fráfarandi forsætisráð- herra. Vitor Constancio, sem tók við formennsku í Sósialistaflokknum hefur ekki tekizt að rífa upp fylgi flokksins, eins og var. Þó er flokkn- um spáð fylgisaukningu á kostnað Eanistaflokksins RDP. í viðtalinu við Newsweek ræðir Soares aðild Portúgala að EB og að NATÓ og segir að mikill meirihluti portúgölsku þjóðarinnar styðji þessa samvinnu. Kvikmynda- leikur íbúar Akureyrar og nágrennis Okkur vantar fólk í hópatriði í kvikmyndina „í skugga hrafnsins". Þeir sem hafa áhuga á að vera með og sjá hvernig kvikmyndataka fer fram, eru vinsamlegast beðnir um að koma á Hótel Akureyri þriðjudaginn 2. júní kl. 20.00, og þá verð- ur málið skýrt nánar. CINEMA ART PRODUCTION F.I.L.M. Notfærðu þér sumarfargjöld SAS innan Norðurlandanna. Þau eru 75°/. ódýrari en venjuleg fargjöld. r I sumar býður SAS mjög hagstætt verð á flugferðum milli Norðurlandanna og einnig innanlands í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð. Miðinn gildir í einn mánuð og eina skilyrðið er að viðdvölin sé a.m.k. tvær nætur. Hér eru nokkur dæmi um ódýru SAS sumar- fargjöldin: MILLI LANDA:_______________________________ Kaupmannahöfn - Stokkhólmur .... kr. 3.480,- Kaupmannahöfn — Osló ............kr. 3.480,- Kaupmannahöfn — Bergen ..........kr. 4.060,- Osló — Stokkhólmur ..............kr. 3.510,- INNANLANDS:________________________________ Stokkhólmur — Gautaborg .........kr. 3.110,- Osló — Stavanger ................kr. 2.925,- Kaupmannahöfn — Árósar ..........kr. 2.470,- Þar sem sætafjöldi er takmarkaður er best að bóka strax. Nánari upplýsingar færðu á öllum ferðaskrif- stofum, hjá Flugleiðum og skrifstofu SAS,Laugavegi 3. (Sumarfargjöldin verða í gildi frá 1. júlí til 15. ágúst nema innanlands í Danmörku þar sem þau gilda frá 16. júní til 1. ágúst). * Verð báðar leiðir, miðað við gengi 10. mai 1987. S4S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.