Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 57 Guðmundur Guð- geirsson hárskera- meistari — Minning Fæddur 24. ágúst 1915 Dáinn 24. maí 1987 Kynslóðir koma. Kynslóðir fara. Mannlíf glæðist. Lítur dagsins ljós. Maður er í heiminn borinn. Vex og dafnar. Nýtur umönnunar. Færist í aukana. Verður sjálfstæðari. Eign- ast sinn reynsluheim. Gerist maður að meiri. Tengist ástinni. Eignast sinn maka. Síðan koma bömin. Umhyggja fyrir þeim skapar gleði og áhyggjur. Erja þarf langan dag til að tryggja afkomu sína og sinna. Félagsmálin kreQast og mikils. Vakað skal á verðinum á svo marg- víslegan hátt. Efla skal framtíðar hag. Hús verður að byggja. Það tekur sinn tíma. En vinnusöm hönd, glögg skipulagsgáfa, einbeittur vilji og smekkvísi lætur verkin tala. Húsið á Mosabarði 1, Hafnarfirði, lofar sinn meistara. En einn góðan veðurdag og í þetta sinn í birtu sumarsins og blíðu berst kallið að handan. Nú skal leið lokið og lífsstundin héma megin öll. Og lögmálum ber að lúta. Guðmundur Guðgeirsson, hár- skerameistari, hefur nú safnast til feðra sinna og mæðra. Stigið með sínum hætti fyrir dómara allra tíma og fær litið innri veröld nýja og bjarta. Athyglisverður, sérstæður per- sónuleiki hefur kvatt. Minnisstæður maður. Fagmaður góður. Áhuga- samur um ýmis efni ekki síst kirkjuleg málefni. Vel ritfær. Stíllinn ijörlegur og farið með skýj- um ef svo bar undir. Guðmundur var fæddur í Ólafs- vík á Snæfellsnesi 24. ágúst 1915. Flutti ungur til Hellissands. Hann var af góðu bergi brotinn. Foreldrar hans vom þau Guðgeir Ögmunds- son, húsasmiður, og kona hans, Svava Einarsdóttir. En faðir Svövu var Einar Þorkelsson, skrifstofu- stjóri alþingis og rithöfundur. Guðmundur vann að ýmsu í upp- vexti og lagði gjörva hönd á margt og þótti liðtækur, samviskusamur og duglegur. í byijun árs 1937 hóf hann nám á rakarastofu í Reykjavík. 1941 lauk hann verklega prófinu en iðn- skólaprófi nokkru fyrr. Meistara- bréf fékk hann svo að loknum tilskildum starfstíma. Á þessum vettvangi lá megin starf Guðmund- ar uns þrek þraut og naut vinsæld- ar. 3. júlí 1942 kvæntist Guðmundur Elínu Einarsdóttur frá Höfðaströnd í Skagaijarðarsýslu, mikilli mynd- ar- og gerðarkonu. Þau eignuðust 4 dætur. Þær eru hinar mann- vænlegustu, nú uppkomnar, famar að heiman. Mönnum gefnar og bamabörn Guðmundar em orðin nokkur. Að iðn sinni vann Guðmundur fyrst í Reykjavík en síðar í Keflavík. En árið 1955 fluttu þau hjónin til Hafnarfjarðar og áttu þar heima síðan. Kynni okkar Guðmundar hófust þá þegar, leiðir legið saman og farið vel á með okkur. Guðmundur var vel þekktur mað- ur í Hafnarfírði. Hárskeri eftirsótt- ur. Ræðinn vel og fróður. Hann skrifaði fjölda greina um marg- vísleg efni, enda áhugasamur um skipulags- og félagsmál. Þá skrifaði hann og minningargreinar svo og afmæliskveðjur og fór þá gjaman á kostum. Hann var einkar fróður um sitt- hvað er varðaði kirkjumál og klerka. Var oft til hans leitað í því sam- bandi og var ekki komið að tómum kofunum. Svörin lágu á lausu svo athygli vakti. Um alllangt skeið var Guðmund- ur í sóknamefnd Hafnarfjarðar- sóknar. Þar lá hann ekki á liði sínu. Hvers konar æðmleysi, lausatök og yfirborðsmennska vom honum lítt að skapi og ákvörðunum vildi hann hrinda í framkvæmd. Honum var því brátt falið eftirlit með kirkjunni og Dvergasteini, húsi henni tengt, af hálfu sóknamefndarinnar, að því leyti, sem það féll ekki undir verk- svið meðhjálpara. Þessu starfí gegndi hann af ein- stakri árvekni og vakandi um- hyggju. Vissi gjörla hvar hvers var að leita og hvar bóta væri þörf. Og fylgst var með því að það yrði gert sem skyldi. Því miður var hin allra síðustu árin minna til hans leitað en skyldi enda fór heilsu hans og hrakandi. Tímamir breytast og afstaða til eins og annars. En fyrir störf sín í þágu Hafnar- fjarðarkirkju á Guðmundur mikla þökk skylda. Föstudaginn 22. maí sl. kom ég að rúmi hans á Landakotsspítala. Hann var málhress en þróttlítill. Við ræddum saman stutta stund. Málefni kirkjunnar sinnar í Hafnar- fírði vom honum sem fyrr efst í huga. En hann vissi að hveiju dró og kveið engu. Þó kom fréttin um fráfall hans mér að óvömm. Guðmundur andaðist 24. maí sl. Andi hans leið inn í fegurð sumars- ins á heiðum og björtum sunnudegi. Nú í dag er Guðmundur Guð- geirsson kvaddur síðustu kveðju. Valgerður Bjarna- dóttir — Minniner Nú legg ég aftur augun mín en öndin hvarflar Guð til þín þinn almáttugan ástarvæng lát yfirskyggja mína sæng. (Sálmur.) í dag kveðjum við elsku langömmu okkar, Valgerði Bjarnadóttur, eða öllu heldur Völu ömmu, sem lést eftir erfíð veikindi í Keflavíkursjúkrahúsi þann 25. maí síðastliðinn. Amma hafði náð háum aldri. Hún hefði orðið 91 árs 12. ágúst næstkomandi hefði hún lifað. Síðustu árin bjó hún á Garðvangi þar sem hún naut góðrar umönnun- ar starfsfólksins þar. Við stelpumar fómm að rifja upp þá daga þegar við vomm smá stelpur að fara í bfltúr með foreldmm okkar til Keflavíkur til þess að heimsækja ömmu á Tjamargötuna, þar sem okkur var alltaf tekið opnum örm- um. Alltaf átti hún eitthvað í pokahominu handa litlu ömmuböm- unum sínum, fyrir utan allt annað sem hún bauð upp á. Gestrisnari konu var ekki hægt að hugsa sér og alltaf var jafn yndislegt að koma í litla bæinn hennar. Við munum alltaf muna ömmu eins og hún var, létt og kát. Við þökkum henni fyrir allt og allt og megi góður Guð styrkja börnin og alla ástvini henn- ar. Blessuð veri minning elsku Vöiu ömmu okkar. Minningin um hana lifir. Og seinna þegar mildur morgunn skín á mannheim þar sem sálir stríð sitt heyja, mig skelfa engin sköp sem bíða mín þá skil ég iíka að það er gott að deyja. (Tómas Guðmundsson) Kristín og Hallý Fyrrum sóknarnefndarmenn og fyrrum safnaðarfulltrúi Hafnar- Qarðarsóknar þakkar honum sér- staklega ánægjulega samvinnu og fómfúst og gott starf fyrir Hafnar- fjarðarkirkju um árabil..Þar munaði um manninn. Vilji hans til upp- byggingar og endurbóta var ein- stakur. Þar er því skarð fyrir skildi. Guðmundi er árnað fararheilla inn á lönd nýrrar tilveru. Konu hans, dætrum, mönnum þeirra og bömum er vottuð dýpsta samúð. Eiríkur Pálsson Það mun hafa verið rétt um páska, þegar lífíð skiptir litum og verður allt líkt og ferskt og nýtt, sem fundum okkar Guðmundar Guðgeirssonar bar saman í síðasta sinn. Við hittumst við Hafnarfjarð- arkirkju sem oft áður og ræddumst lengi við í vorblænum þýða. Hann var brosmildur og brattur að sjá, þó svo hann hefði átt við langvarandi veikindi að stríða. Hann gerði þau ekki að umræðu- efni fremur en fyrr. Það var kirkjan og kirkjustarfið, sem athyglin beindist að, einkum fyrirhuguð bygging safnaðarheimilis, stærð þess og staðarval. Þegar hann hafði setið í sóknar- nefnd kirkjunnar, hafði svigrúm ekki gefíst til framkvæmda, en nú væri hægt að hefja hönnun og smíð. Hagur kirkjunnar var honum hjartans mál. Hann hafði lengi sýnt málefnum kirkju og kristni áhuga og var fróður um þau. Hann hafði grannt fylgst með prestum, verið við vígslu þeirra fjölmargra og skrifað blaðagreinar um kirkju og trú og þýðingu hennar fyrir mannlíf hverrar stundar, skrifað jafnan fjör- lega, óragur við að tjá sjónarmið sín enda kappsamur og ákaflyndur. Það mátti á honum skilja, að hefði honum gefíst kostur á langri skólagöngu, þá hefði hann lagt fyr- ir sig guðfraeði, viljað rýna í helga trúarleyndardóma og jafnvel verða prestur. Að vísu sagðist hann oft hafa gegnt eins konar sálusorgarahlut- verki í starfí sínu sem hárskeri. Menn hefðu þá tjáð honum við- kvæm vandamál sín og hann reynt að hlýða á þau með samúð og skiln- ingi. Honum var og fullkunnugt um það, að fleiri eru guðsþjónar en þeir einir sem stíga reglubundið í predikunarstól, þó þýðingarmikið sé, því lífið allt er vettvangur verka Guðs og þjónustu. Hann hafði viljað reynast trúr í öllum sínum verkum, vera vand- virkur og samviskusamur, en viðurkenndi jafnframt og vissi, að það er Kristur einn sem blessað fær vanmáttug mannanna verk, gjört þau hrein og heil í endurlausnar- krafti sínum. Fyrir fáeinum dögum síðan upp- götvaði ég, að allstór askja, sem legið hafði um skeið á bókahillu í skrifstofu sóknarinnar, var ætluð kirkjunni, þó svo ég hefði talið hana tilheyra ákveðnum samtökum, sem þar hafa fundaraðstöðu. í öskjunni stóru reyndist vera nær tugur ár- ganga af kirkjuritinu frá gamalli tíð. Á öskjunni stóð skrifað: „Til Hafnarfjarðarkirkju frá safnaðar- manni“. Skriftin var greinilega Guðmundar. Með þessari góðu gjöf hefur hann nú kvatt kirkju sína og fyrir hana vil ég nú þakka, þó seint sé, og áralanga hollustu Guðmundar við Hafnarfjarðarkirkju og votta jafn- framt ástvinum hans öllum samúð mína við fráfall hans. Það er undarlegt til þess að hugsa og þeirri hugsun fylgir sökn- uður að eiga ekki lengur von á því að hitta Guðmund framan við Hafn- arfjarðarkirkju glaðbeittan og reifan. Hún er nú fögur á að líta umlukt vorsins birtu og skrúða. En fegurð hennar felst þó ávallt í því, sem meira er, því eilífa lífí og þeirri upprisudýrð, sem hún minnir á og vitnar stöðugt um. Gunnþór Ingason Við lát góðs vinar verður manni oftast orða vant, jafnvel þó aðdrag- andinn hafi verið langur og að lokum hafi dauðinn sem óhjá- kvæmilega bíður okkar allra verið eina lausnin frá löngu og þreytandi sjúkdómsstríði. Við Guðmundur vorum lengi ná- grannar, gerðumst fyrir um það bil aldarfjórðungi landnemar á Hval- eyrarholtinu. En á þessari gróður- snauðu jökulöldu vorum við að byggja hús yfir okkur á sama fima og við sömu götuna. Guðmundur var fæddur í Ólafs- vík en flutti með foreldrum sínum til Hellissands er hann var 5 ára gamall. Foreldrar hans voru hjónin Guðgeir Ögmundsson húsasmiður og Svava Einarsdóttir sem var dótt- ir hins þjóðkunna manns, Einars Þorkelssonar rithöfundar. Á þeim tíma var lífsbaráttan hörð hér á landi. I sjávarþorpunum var sjósókn og fískverkun að sjálfsögðu aðal- vinnan. Áhættusöm var sú sjósókn á opnum árabátum og síðar trillum, en lending víðsjárverð á Sandi. Er Guðmundur var 9 ára fórst bátur með 8 mönnum þar í lendingunni. Líkin náðust öll og voru geymd í samkomuhúsi staðarins uns búið var að smíða kistur utan um þau, en það gerði Guðgeir, faðir Guð- mundar. Þessi hörmulegi atburður og sú sorg sem hann olli í þorpinu var Guðmundi ákaflega minnis- stæður. Þó Guðgeir væri lærður húsasmiður varð hann að stunda sjó eins og aðrir í þorpinu, því svo lítið var að gera þar í iðninni að ógerlegt var að lifa á því, hvað þá að taka nema. Að vísu mun Guð- mundur hafa unnið við sjávarútveg sem aðrir unglingar í þorpinu þó ekki yrði það hans framtíðarstarf. Hann dreymdi um það sem ungling að læra einhverja iðn sem hann gæti síðan gert að sínu ævistarfí og þó fá tækifæri væru til slíkra hluta þá rættist samt þessi æsku- draumur hans síðar. Ungur fór Guðmundur til sumar- dvalar í sveit og ræddi hann oft um dvöl sína hjá þeim heiðurs- hjónum Jakobínu Jónsdóttur og Páli Þorleifssyni á Hjarðarbóli í Eyrarsveit. Hjá þeim var hann í 4 sumur og tengdist þeim vináttu- böndum. Ein af mörgum minning- um frá þessum sumardvölum á Hjarðarbóli, sem hann rifjaði upp, var þegar hann ungur drengur fór á sjó á litlum bát með Gisla í Tröð við Hallbjamareyri. Gísli var einn af sægörpum áraskipanna við Breiðafjörðinn, en þá orðinn aldrað- ur og talinn fom í skapi. Gísla þótti fiskurinn tregur og lagði sig smá- stund í bátnum. Veður var gott og strákur með færið úti og setti þá í lúðu sem hann réð ekkert við og kallaði á Gísla sér til hjálpar. Gísli tók þá við færi með sínum æfðu sjómannshöndum og tókst þeim að innbyrða þessa stóm lúðu. Ánægðir vom þeir félagar er þeir komu að landi með þennan happadrátt. Snemma byijaði Guðmundur að klippa menn í þorpinu og þó það gæfí ekki neina peninga í aðra hönd náði hann töluverðri leikni í því starfí og sú æfing varð til þess er hann hafði árangurslaust reynt að komast að sem nemi í rakaraiðn í Reykjavík, að þá fékk hann að sýna hvað hann gæti eins og einn rakar- inn orðaði það. Það varð til þess að hann komst á samning hjá hon- um í febrúar 1937. Ekkert kaup fengu nemar fyrstu 3 mánuðina, var það reynslutími, en kaupið var aðeins 25% af sveinskaupi, en hækkaði örlítið hvert ár og var 45% síðasta árið. Guðmundur lauk verklegu prófi 1941, en hafði lokið iðnskólaprófi nokkm fyrr, og vann sem sveinn í iðninni uns hann fékk sitt meistara- bréf. Þá var nóg atvinna, en mikil húsnæðisvandræði vom í bænum. Þann 3. júlí 1942 giftist Guð- mundur eftirlifandi konu sinni, Elínu Einarsdóttur, frá Hörða- strönd i Skagafjarðarsýslu, hinni mætustu konu. Um það leyti stofn- ar hann rakarastofu í bænum ásamt öðmm manni. Rekstur stofunnar gekk vel, en vegna húsnæðisvand- ræða varð að loka henni 1947. Þá um haustið flutti Guðmundur með sína fjölskyldu til Keflavíkur sem var þá ört vaxandi útgerðarbær. Þar setti hann upp rakarastofu og - var nóg að starfa. Síðar byggði hann þar hús yfir íjölskylduna. Árið 1955 flytja þau hjón til Hafn- arfjarðar og hefur þar í bæ verið heimili þeirra síðan. Þar stundaði Guðmundur sína iðn uns heilsan bilaði fyrir 6—7 ámm og varð þá að hætta störfum og seldi rakara- stofuna. Þó hann væri í raun orðinn ör- yrki og oft á sjúkrahúsum á þessu tímabili hafði hann samt sína rak- araaðstöðu á sínu myndarlega heimili. Þangað fómm við margir , gömlu félagamir sem héldum tryggð við hann. Það var nú orðið nokkurs konar tómstundagaman hjá honum að grípa í þetta þegar gamla vini bar að garði og var þá margt spjallað og veitingar þegnar. Að sjálfsögðu em það mikil við- brigði fyrir mann sem öll sín manndómsár hefur unnið innan um fjöldann af götunni, eins og starf rakarans er, að vera svo fyrirvara- laust dæmdur úr leik og orðinn öryrki. Guðmundur var smekkvís og hagur maður, hann teiknaði nokkur hús að gamni sínu og smíðaði eink- ar smekkleg líkön. Eftir einni af þeim teikningum var húsið á Mosa- barði 1 byggt og er hið myndarleg- asta hús, þangað flutti hann með fjölskyldu sína 1964. Hann vann mikið við byggingu þess sjálfur þó kominn væri af léttasta skeiði og er mér ekki gmnlaust um að stund- um hafi hann ofgert vinnuþrekinu eftir lýjandi starf á rakarastofunni. Þau Elín og Guðmundur eignuð- ust 4 mannvænlegar dætur sem tekið hafa að erfðum hina góðu eiginleika foreldra sinna. Allar em þær giftar dugandi mönnum og eiga efnileg böm. Guðmundur tók mikinn þátt í félagsstarfi sinnar stéttar og fleiri félagsmálum í bænum. Þar á meðal var hann um langt árabil í sóknar- nefnd þjóðkirkjunnar, en hann var mikill áhugamaður um málefni kirkju sinnar. Guðmundur var ákaflega traust- ur maður, áreiðanlegur í öllum viðskiptum og orðheldinn. Þekkti ekki annað en að orð skyldu standa. Vammlaus maður sem sökum eðli og uppeldisáhrifa gerði fyrst og fremst kröfur til sín. Báðir vomm við fæddir í sama þorpinu en höfðum alist upp í ná- grenni þess. Hann var tryggur sínum átthögum og mikill Snæfell- ingur í hugsun. Var oft rætt um átthaga okkar er við vinirnir hitt- umst. Við vomm einhvem veginn ekki sáttir við þessa síðari tíma hreppaskiptingu vestur þar. Vomm miklir einingarmenn, því átthagam- ir vom orðnir í okkar augum stærra svæði en hin fornu hreppamörk vom og töldum við þessa síðari tíma hreppaskiptingu orðna úrelta. Ólík- legt má teljast að nein kynslóð sem á eftir að lifa á þessu landi eigi eftir að lifa jafn miklar breytingar í átt til framfara og bætts efnahags þessarar þjóðar og kynslóð okkar Guðmundar. Sú kynslóð hefír lifað hið mikla ævintýri í lífi þjóðar sinnar, að stiga út úr fátækt kreppuáranna og inn í þá miklu byltingu í atvinnuháttum sem hófst í byijun síðari heimsstyijaldar. Við ævilok þessa vinar míns em að sjálfsögðu margar góðar minn- ingar sem ég á um góðan og tryggan vin. Guðmundur hefur nú lagt á það djúpið sem bíður okkar allra. Sé handan við það þá óskaströnd að finna — land lifenda sem okkur er kennt, þá óska ég honum góðrar ferðar þangað og farsællar heim- komu. Hann var hin síðari ár mikið þjáður af erfíðum sjúkdómi. Góð er hvíld þeim sem þreyttur er og mínar blessunaróskir fylgja honum með þökk fyrir liðin ár. Eiginkonu hans, dætmm og vandamönnum sendi ég mínar sam- úðarkveðjur. () g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.