Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 4 Morgunblaðið/Kristján G. Amgímsson Boeing 737-300 flugvél Lufthansa á Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn. Áæthinarflug- Luft- hansa til Islands hófst á sunnudag ÞÝSKA flugfélagið Lufthansa hóf beint áætlunarflug milli Munchen og Dusseldorf í Þýskalandi og Keflavíkur á sunnudag- inn. Lufthansa er fyrsta erlenda flugfélagið sem tekur upp beint áætlunarflug til íslands og með Boeing 737-300 flugvélum, en líklegt er að Flugleiðir kaupi tvær slikar flugvélar innan tíðar. Keflavík er 162. viðkomustaður Lufthansa víðs vegar í heiminum. Fyrst um sinn mun félagið fljúga hingað einu sinni í viku, á sunnu- dögum, yfir sumarmánuðina en félagið gerir ráð fyrir að áætlun- arferðum íjölgi í framtíðinni. Lufthansa gerir aðallega ráð fyrir að þýskir og íslenskir ferðamenn notfæri sér þessa nýju þjónustu félagsins en að sögn forstjóra fyr- irtækisins er áhugi Þjóðveija á íslandi sífellt að aukast. Tekið var á móti flugáhöfn og fyrstu farþegum Lufthansa til ís- lands með blómum og ámaðarósk- um á sunnudaginn. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða, Kjartan Lárusson formaður ferða- málaráðs og Hans Hermann Haferkamp sendiherra Vestur- Þýskalands á íslandi buðu flugfé- lagið velkomið til íslands en Dr. Ambrosius forstjóri Lufthansa í Evrópu og Jurgen Raps flugstjóri þökkuðu móttökumar. Dr. Ambrosius minntist í ávarpi sínu á að tengsl íslands og Þýska- lands í flugsögunni væru orðin gamalgróin og rifyaði upp að árið 1929 hefði Lufthansa keypt 75% hlut í nýendurreistu Flugfélagi íslands. Sigurður Helgason ri§aði einnig upp að þegar Flugfélag Dr. Ambrosius forstjóri Lufthansa flytur ávarp undir glerlista- verki Leifs Breiðfjörð i Flugstöð Leifs Eirikssonar. íslands var endurreist í seinna úufthansa f ^ )j sameinuðust, yrðu færri en stæiri jgf -jM og samstarf milli þeirra myndi •» < ,jP‘jaukast. Það væri fyrirsjáanlegt Tekið á móti fyrstu flugáhöfn Lufthansa á íslandi með blómum. í framtíðinni. Morgunblaíií/KGA Horst Tappert og eiginkona hans fá afhent blóm við komuna til íslands á sunnudaginn. „Derrick“ á Islandi: Sagði flugstöðina í Keflavík vera þá fallegustu í Evrópu Vitum að þessar ferðir verða vinsælar - segir Dr. Ambrosius forstgóri Lufthansa 1 Evrópu HORST Tappert, sem leikur heimilisvin Islendinga, lögre- gluforingjann Stephan Derrick í samnefndum sjónvarpsþátt- um, var í hópi fyrstu farþeg- anna sem Lufthansa flutti hingað til lands frá Þýskalandi á sunnudaginn. Tappert kom hingað til lands í boði Germ- aníu og flutti erindi á sumar- hátíð félagsins á sunnudags- kvöld. Tappert sagði í stuttu ávarpi við komuna til landsins að hann hefði heyrt mikið um fegurð ís- lands en fyrstu áhrifin af landinu við að sjá flugstöðvarbygginguna væru yfirþyrmandi. „Ég er ákaf- lega undrandi; ég þekki nú tvær gullfallegar flughafnir í Evrópu. Onnur er í Keflavík en hin er í Nizza. Og þetta er mikið hrós,“ sagði Tappert. Tappert sagðist vera mjög án- ægður með að vera kominn hingað til lands þar sem atvinna hans væri metin að verðleikum. Hann sagðist vonast til að svo mætti verða lengi enn og að hann myndi eyða skemmtilegum stundum á íslandi. „VIÐ höfum lagt á það áherslu undanfarín ár að taka upp áætl- unarflug til áhugaverðra staða fyrír ferðamenn, eins og Catan- ia á Ítalíu, Antalya í Tyrklandi og Jersey á Ermarsundi. Beina flugið til Keflavíkur er liður i þessarí áætlun,“ sagði Dr. Am- brosius forstjóri Lufthansa i Evrópu þegar Morgunblaðið spurði hann um ástæður þess að Lufthansa tók upp beint áætlunarflug milli Þýskalands og íslands. Dr. Ambrosius sagði að til að byija með gerði Lufthansa aðeins ráð fyrir að fljúga til íslands á sumrin en reynslan af öðrum áætlunarleiðum hefði sýnt að fljótlega yrði þörf á heilsársþjón- ustu brýn. „Við vitum að Þjóðveij- ar hafa mikinn áhuga á landi ykkar því margir Þjóðveijar hafa komið á alla helstu ferðamanna- staðina og vilja reyna eitthvað nýtt. Við höfum gert markaðs- rannsóknir og vitum að þessar ferðir eiga eftir að verða vinsælar enda hefði Lufthansa aldrei farið af stað með þessa áætlun nema telja að hún myndi bera sig og við erum mjög bjartsýn," sagði Dr. Ambrosius. Dr. Ambrosius var spurður hvort Lufthansa myndi veita íslensku flugfélögunum Amar- flugi og Flugleiðum keppni í flugi milli íslands og Þýskalands. Am- brosius sagði að auðvitað yrði eitthver samkeppni milli félag- anna en Lufthansa teldi að þeirra sambönd minu auka á viðskiptin auk þess sem íslensku félögun fljúga ekki til Munchen eða Duss- eldorf. „Við teljum því að okkar áætlun sé viðbót og og verði til að auka ferðamannastrauminn milli landanna og ég held ekki að við séum með því að taka neitt frá öðrum.“ Dr. Ambrosius var að lokum spurður um álit hans á nýju flug- stöðvarbyggingunni. „Hún er mjög falleg og áhrifamikil og mun vafalaust gegna mikilvægu hlut- verki í uppbyggingu ferðamála á íslandi." Morgunblaðið/KGA Dr. Ambrosius forstjóri Lufthansa í Evrópu og Sigurður Helga- son forstjórí Flugleiða ræðast við í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.