Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 60
Y86I ÍVIUL .2 aU0ACIU(.QI8qt .QIQA.ia(4UOflOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 18 60 t Móðir min og amma okkar, SVAVA SIGURBJÖRNSDÖTTIR, Laugarásvegl 39, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 30. maí. Ulja Huld Sœvars, fna Karlotta Ámadóttir, Svava Kristín Ámadóttir. t SIGURGEIR MAGNUSSON frá Hólavöllum, Fljótum, fyrrv. verkstjóri við Skeiðfossvirkjun, lést 30. maí í Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Jarðarförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 5. júní kl. 2 e.h. F.h. vandamanna, Lfney Bogadóttir, Steinunn Sigurgeirsdóttir. t Eiginmaður minn, ÓSKAR A. SIGURÐSSON bakarameistari, Feilsmúla 4, lést í Vífilsstaðaspítala 31. maí. Jarðarförin ákveðin síðar. Hrefna Pálsdóttir. t Eiginmaður minn, BALDVIN BALDVINSSON, Kleppsvegi 38, Reykjavfk, lést i Borgarspítalanum laugardaginn 30. maí. Þrúður Finnbogadóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR FINNBOGASON járnsmiöur, Grettisgötu 20b, andaðist laugardaginn 30. maí. Útförin auglýst síðar. Dœtur og tengdabörn. t Eiginmaður minn, ÓSKAR ÍSAKSEN bifreiðarstjóri, Ásvallagötu SB, lést í Borgarspítalanum 31. maí. Margrét ísaksen. t Móðir okkar, ÞÓREY PÉTURSDÓTTIR, Laugavegi 70b, Reykjavfk, andaðist í Landspítalanum 31. maí. Börnin. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRDÍS EINARSDÓTTIR STRAND, Stigahlfð 22, verður jarösett frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 3. júní kl. 13.30. Einar Strand, Erla Einarsdóttir Strand, Einar Þór Strand. Unnur Tryggvadóttir frá Völlum — Minning Bróöir okkar og mágur, t GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON frá Bolungarvík, Jaðarsbraut 41, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 4. júní kl. 11.30. Fyrir hönd vandamanna, Guðriður Halldórsdóttir, Halldór Guðmundsson, Margrét Halldórsdóttir, Benedikt Jónsson, Kristin Halldórsdóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Ásta Halldórsdóttir, Ósk Ólafsdóttir. Fædd 27. desember 1907 Dáin 24. maí 1987 Bjartur vormorgunn um Eyja- §örð. Að kvöldi leggur þoku frá hafí, sem byrgir sýn. Þennan dag, 24. maí sl., lagði harmskugga yfir fjölskyldu okkar. Unnur Tryggvadóttir, húsfreyja á Byggðavegi 101A á Akureyri, and- aðist 79 ára að aldri. Hún var fóstursystir mín og náfrænka, ákaf- iega kær öllum vandamönnum og fjölda vina. Davíð skáld Stefánssona segir á einum stað: Hveiju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini, sem aldrei svílg'a. Þessi sannindi óma í minni, er við kveðjum þessa ljúfu konu. Unn- ur Tryggvadóttir fæddist 27. desember 1907, dóttir hjónanna Nönnu Amgrímsdóttur (málara) og Tryggva Kristinssonar, kennara og organista. Hún var yngri dóttir þeirra, sú eldri, Kristím Hólmfríður, dó tvítug að aldri úr berklum. Ekki naut Unnur lengi móður sinnar, því að hún andaðist 10. apríl 1908. Þá tóku foreldrar mínir hana í fóstur, en faðir hennar var föðurbróðir minn. Hjá þeim ólst Unnur upp á Völlum í Svarfaðardal og var hvers manns hugljúfi. Móðir mín hafði eftir Sæmundi bróður mínum á bemskuárum þeirra: „Ekki veit ég hvemig við hefðum farið að, ef við hefðum ekki fengið hana Unni litlu." Unnur var kát, orðheppin, órög til Ieikja og rösk til starfa, er fram liðu stundir. Aðeins eins árs aldurs- munur var á henni og Ingibjörgu systur minni og vom þær alla ævi ákaflega samrýndar og veit ég ekki til að nokkum tíma kæmi upp miss- ætti þeirra á milli. Þær sóttu saman bamaskóla til Dalvíkur, þar sem Tryggvi frændi var kennari og dvöldu þá á heimili móðurbróður Unnar, Angantýs Amgrímssonar, og konu hans, Elínar Tómasdóttur prests á Völlum. Þykist ég vita að sú tilhögun hafi að nokkru ráðist til þess, að styrkja samband Unnar við föður hennar og systur. Unnur sótti einn vetur nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og vissi ég ekki til að hún æskti frek- ari skólagöngu. Dvaldist hún því nær alla æsku sína á Völlum, nema hvað hún fór öðru hverju til föður síns, eftir að hann flutti til Siglu- fjarðar og var þar nokkra mánuði í senn. Þar var líka fyrir mikil frændmennafjöld. Tryggvi byggði sér hús áfast við hús Jóns bróður síns og varð sú fjölskyldugrein því einnig mjög nátengd Unni. Seinna var hún líka á vist með frændkonu okkar, Þóm Jónssdóttur, og manni hennar, Pétri Bjömssyni, kaup- manni á Siglufirði. Unnur hafði ákaflega fallega söngrödd og langaði föður hennar til þess að hún þjálfaði hana og fékk hana til að dveljast vetrartíma á Siglufirði til að njóta handleiðslu Sigurðar Birkis söngmálastjóra. En lengra vildi hún ekki sækja á þeirri braut. Nutum því aðeins við í heima- sveitinni þessarar fögm raddar í kirkjusöng og við fleiri tilefni. Hinn 15. ágúst 1936 giftust þau Unnur og Jakob Tryggvason organ- isti, og stóð brúðkaup þeirra á heimili Þóm og Péturs Bjömssonar. Ekki vom það nein skyndikynni, því Jakob var frá ungum aldri org- anisti í Svarfaðardal, ákaflega handgenginn föður mínum og kær allri fjölskyldunni. Þau bjuggu í Reykjavík til ársins 1941, er þau fluttu til Akureyrar, er Jakob tók við starfi kirkjuorganista þar, ásamt kennslu og mörgum öðmm störfum að tónlistarmennt. Jakob stundaði um skeið framhaldsnám í London og dvaldi Unnur þar hluta af námstímanum, ásamt dætram þeirra ungum. Að öðm leyti hafa þau búið óslitið á Akureyri í rösk- lega 45 ár. Unni og Jakob varð þriggja bama auðið. Elst er Nanna Kristín tónlist- arkennari, gift Gísla G. Kolbeins- syni, þá Soffía Guðrún leikkona, sem gift var Pétri Einarssyni, og yngstur er Tryggvi Kristinn kenn- ari, kvæntur Svanhildi Jóhannes- dóttur leikkonu. Bamaböm eiga þau sex. Ekki er mér gmnlaust að fleiram hafí farið eins og mér af þeim, sem náin kynni höfðu af þeim hjónum báðum, að líta á það sem eitthvert náttúmlögmál að þeirra heimili yrði sem foreldrahús. Þó að ég hafí ekki kunnugleika til að dæma um það, þykir mér ólíklegt að Unnur hafí veirð kröfuhörð við flölskyldu sína sér til handa. Ég held það hafi ver- ið eðlislægur þáttur í skapgerð hennar að vera jafnan veitandi, jafnt við skylda sem vandalausa. Ljúflyndi hennar, hjálpsemi og hlut- tekning í annarra kjömm var svo djúpstæð, að aldrei örlaði á öðm en að heimilið væri þeim opið, sem þangað leituðu, jafnt í gleði sem harmi. Þangað komu nemendur Jakobs, vinir bamanna, bamaböm- in og vinir þeirra. Þar held ég að hafí lítið borið á kynslóðabilinu. Nú fækkar óðum frændum og vinum, sem vom jafnaldrar okkar Vallasystkina, og er það í samræmi við lífsins lögmál, að hveijum er mælt æviskeið, mislangt að vísu. En margt er að þakka þeim, sem með elskusemi gerðu bersku og æsku þannig, að ljúft er að minnast flestra stunda frá því skeiði. Þar í átti hún Unnur okkar sinn stóra hlut og sannari kveðju fínn ég henni ekki en þá, sem felst í vísuorðum Davíðs og ég vitnaði til hér að framan. Blessuð sé minning góðrar konu. Sigríður Thorlacius Systraminning: Steinþóra Grímsdóttir Siglinn Grímsdóttir Steinþóra Fædd 16. apríl 1896 Dáin 17. maí 1987 Siglinn Fædd 15. október 1904 Dáin 13. maí 1987 Okkar ástkæm móðursystur verða í dag lagðar til hinstu hvílu. Löng ævi er að baki og söknuðurinn er mikill en minningin um þær mun aldrei gleymast. Steinþóra Grímsdóttir fæddist í Nikhól í Mýrdal 16. apríl 1896 og var hún því 91 árs þegar hún dó. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 17. maí sl. Þökk til þeirra sem önnuðust hana í erfiðum veik- indum hennar. Siglinn Grímsdóttir var fædd í Nikhól í Mýrdal 15. október 1904 og var hún því 83 ára þegar hún lést. Siglinn andaðist skyndilega 13. maí sl. Það urðu því aðeins 14 dag- ar á milli þeirra. Þær vom saman alla ævi og sam- ferða í síðustu ferðina. Foreldrar þeirra vom Grímur Sigurðsson, bóndi í Nikhól og kona hans Vil- borg Sigurðardóttir.' Grímur og Vilborg eignuðust 13 börn, þau em nú öll látin, nema Vilhjálmur, sem lifir í hárri elli í Kanada. Steinþóra giftist Guðjóni Guð- mundssyni, skipstjóra, en hann fórst með b/v Svíða sem fórst með allri áhöfn í desember 1941 og var það mikið áfall fyrir elsku Þóm. Þóra og Guðjón áttu yndislegt og fallegt myndarheimili. Þau eignuð- ust 3 syni, Steingrím, skrifstofu- mann, kvæntan Hrefnu Karlsdótt- ur, Eyjólf, skipstjóra, kvæntan Sigurrós Guðjónsdóttur og Guðjón, markaðsstjóra, kvæntan Auði Ell- ertsdóttur. Við systumar þökkum þeim móð- ursystmm okkar fyrir allt gott. Þær tóku alltaf vel á móti okkur og einn- ig vom þær okkur mikill styrkur þegar við misstum móður okkar á unglingsámm. Við vitum að það verður vel tekið á móti þeim og biðjum Guð að geyma þær. Við sendum elskulegum frænd- um okkar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Lilla og Adda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.