Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 22

Morgunblaðið - 02.06.1987, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 T Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hluti íslensku þátttakendanna á ráðstefnunni, ásamt vinum, við málverk einhvers hefðarmanns í Brit- ish Museum. F.v. próf. Bjarni Guðnason, Védís Skarphéðinsdóttir, Guðrún Sveinbjamardóttir, próf. ichael Barnes, yfirmaður Skandinavíudeildarinnar í University Colleg’e, próf. Höskuldur Þráinsson, Maureen Thomas og Eiríkur Rögnvaldsson. Islensk fræði á Bretlanclsevjum eftir Guðrúnu Svein- bjarnardóttur Dagana 23.-25. mars var haldin í London 7. ráðstefna kennara í skandinavískum fræðum á Bret- landseyjum. Ráðstefnur þessar hafa verið haldnar annað hvert ár við háskóla þá sem kenna þessi fræði. Árið 1985 fór hún fram við Lampet- er University í Wales, að þessu sinni við University College London, og árið 1989 verður hún haldin Cam- bridge. Er hringnum þá lokið, en alis munu nú 8 háskólar hafa Skandinavíudeild á sínum snærum. Eru þær mjög misjafnar að stærð. Af þessum 8 er t.d. aðeins kennd íslenska í tveimur, og í aðeins einni af þeim til prófs. Hins vegar eru íslensk fræði kennd í fleiri stöðum, og þá í tengslum við enskudeildir. Á ráðstefnu þessari komu saman flestir, ef ekki allir þeir, sem kenna skandinavísk fræði á Bretlandseyj- um og aðrir áhugamenn, alls um 130 manns, til þess að hlusta á kollega sina, og gesti frá Norður- löndunum, flytja fyrirlestra um hin ýmsu efni. Fyrirlestrahaldið stóð yfir í 2 daga, en daginn áður en ráðstefnan hófst fór fram þýðendafundur, þar sem kynnt var það helsta sem er að gerast í þeim málum, bæði á Norðurlöndunum sjálfum og í Bret- landi. Voru þar komnir fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, sem gerðu grein fyrir um- fangi og ijárveitingum til þýðinga á bókmenntum sinna heimalanda. Standa Danir langbest að vígi hvað fjárveitingum viðvíkur, en sárlega saknaði ég íslensks fulltrúa á þess- um fundi. Þama voru einnig staddir tveir fulltrúar útgefenda í Bret- landi, og var m.a. kynnt hugmynd um að koma á fót stöðu þýðanda við Lampeter University, sem veitt yrði til ákveðins tíma í senn, til ákveðins verkefnis, sem yrði síðan gefið út. Fyrirlestrum ráðstefnunr.ar var skipt í flokka: bókmenntir, málví- sindi, sagnfræði og miðaldafræði. Var þetta að öllu leyti mun veiga- meiri ráðstefna en áður hefur verið haldin. Til að byija með voru ráð- stefnur þessar umræðugrundvöllur um framtíð skandinavískra fræða í Bretlandi. Síðan fegust þær mest við bókmenntir, með einstaka málví- sindalegu og sagnfræðilegu fram- lagi en efni stöðu til. I ár var fyrirlesurum í fyrsta skipti boðið frá Norðurlöndunum, og miðaldafræði höfð með, en ástæða þess síðar- nefnda er sú, að University College hefur lengi verið höfuðvígi norr- ænna fræða í Bretlandi. Alls voru fluttir 29 fyrirlestrar á tveimur dögum, en þeim var skipt þannig niður, að fyrri daginn voru fyrir- lestrar í öltum flokkum eftir hádegi, og seinni daginn fyrir hádegi. Á þessum tímum varð því að velja á milli. Fjórir íslendingar héldu fyrir- lestra á ráðstefnuni, þrír frá Háskóla Islands og einn frá Edin- borgarháskóla. Voru það málfræð- ingamir prófessor Höskuldur Þráinsson, sem hélt fyrirlestur sem hann kallaði „Hvað er afturbeygt fomafn?" og Eiríkur Rögnvaldsson, sem talaði um „orðaröðina frumlag — sögn í íslensku“. Í miðalda- fræða-flokknum talaði prófessor Bjami Guðnason um „íslendinga sem ritara sagnfræði Norðurland- anna á miðöldum", og prófessor Hermann Pálsson frá Edinborgar- háskóla hélt fyrirlestur, sem hann kallaði „Notkun latneskra orðatil- tækja í íslendingasögum". Margir aðrir góðir fræðimenn héldu fyrir- lestra í norrænum miðaldafræðum, bæði breskir og skandinvískir, m.a. prófessor Peter Hallberg frá Gauta- borgarháskóla, sem undir lokin gerði grein fyrir nýjum kenningum í fræðunum og velti fyrir sér framtíð þeirra, í fyrirlestri sem ætlaður var öllum ráðstefnugestunum. Ýmsar móttökur voru haldnar í tengslum við ráðstefnuna, þar sem gestum gafst kostur á að hittast óformlega og á breiðara grundvelli en undir ákveðnum fyrirlestrum. Var sú fyrsta í British Museum í boði forstjóra þess Sir David Wil- son. Þá hafði Sænska sendiráðið móttöku, og einnig Íslenska sendi- ráðið fyrir íslensku og færeysku fulltrúana. Ráðstefnuni lauk síðan með móttöku í boði rekstors háskól- ans og hátíðarkvöldverði, þar sem margar ræður voru haldnar. Yfirleitt ríkti ánægja með það hvemig ráðstefnan fór fram og það sem á henni var flutt, en fyrirlestr- amir verða áður en langt um líður gefnir út í bók. Ráðstefnur sem þessar leiða hug- ann að því starfi sem unnið er á sviði íslenskra fræða í Bretlandi. Þegar höfundur þessarar greinar kom fyrst til University College fyrir 14 ámm síðan, sótti fund Víkingafélagsins svonefnda (the Viking Society for Northem Rese- arch), sem þar hefur bækistöð, undraðist hún allt þetta fólk, sem margt hvert kom langt að — jafn- vel alla leið frá St. Andrew-háskól- anum í Skotlandi — og hafði áhuga á, og oft einnig atvinnu af íslensk- um fræðum. Flestir höfðu kynnst þeim í gegnum enskunám, en sú hefð ríkir að bjóða upp á fomís- lensku sem námsgrein í enskudeild- um enskra háskóla. Síðan þetta var hefur mikið vatn mnnið til sjávar, og niðurskurður sá, sem enskir háskólar fóm að finna fyrir á 7. áratugnum, og sem hefur versnað mikið eftir að núverandi ríkisstjóm komst til valda, hefur, og er enn að vega að þessari fræðigrein. Á næsta ári mun prófessor Her- mann Pálsson, sem hefur kennt íslensk fræði við Edinborgarháskóla láta af störfum. Staða hans verður ekki fyllt á ný. Á sama ári mun Ursula Dronke lát af störfum við háskólann í Oxford, en hún hefur undanfarin ár gegnt stöðu þeirri í íslenskum fræðum, semkennd er við íslenska fræðimanninn Guð- brand Vigfússon. Guðbrandur stofnaði þessa stöðu, en hún verður fryst þegar Ursula fer. Árið 1983 Prófessor Peter Hallberg við Gautaborgarháskóla. missti Skandinavíudeildin í Uni- versity College London prófessors- stöðu í íslenskum fræðum, sem afleiðingu aðgerða háskólans til niðurskurðar. Prófessor Peter Foote tók boði háskólans um að fara á eftirlaun fyrr en ákvæði um aldur segja yfirleitt til um. Skandinavíudeildin í University College var stofnuð í enskudeild háskólans árið 1918. Var til að byrja með kennd þar danska, norska og sænska, en árið 1945 var stofnað í henni lektorsembætti í íslensku, sem Peter Foote gegndi frá árinu 1950. Hann byijaði fljót- lega að kenna nútímaíslensku sem valgrein, og síðastliðin 15 ár hefur verið unnt að taka hana sem hluta af BA-gráðu við deildina. Á þessum árum hefur hún verið kennd af stundakennurum, bæði íslenskum og enskum, á lítilli aukafjárveitingu til deildarinar. Er þetta nú eina Skandinavíudeildin á Bretlandseyj- um, sem býður upp á nútímaensku sem hluta af BA-gráðu. Peter Foote varð prófessor árið 1963, og fljótlega eftir það var bætt við stöðu í almennum skand- inavískum málvísindum, sem prófessor Michael Bames gegnir, en hann er nú yfír deildinni, og annarri í íslenskum fræðum, sem dr. Richard Perkins gegnir. Norræn fræði eru enn undirstaða kennslu í deildinni og megnið af þeim rann- sóknum, sem stundaðar hafa verið í deildini á undanfömum 30 ámm hafa verið á sviði fomíslenskra fræða. Á 7. áratugnum stóðu vonir til að unnt væri að stofna fasta stöðu í nútímaensku eins og í hinum Norð- urlandamálunum við deildina, en niðurskurður á fjárveitingum til háskólans kom í veg fyrir það. Sendikennarastöður í íslensku em til við marga háskóla á Norðurlönd- unum, en engin við breskan háskóla. Á þessu ári hafa þau gleði- legu tíðindi borist, að íslensk stjóm- völd vonast til að geta farið að dæmi hinna Norðurlandanna og veitt fjárstyrk til lektorsstöðu í íslensku við deildina. Bretar hafa um langan aldur verið áhugasamir um Island og íslenska menningu. Má þar minnast hinna íjölmörgu bresku leiðangra sem til íslands fóm á 18. og 19. öld og sem um vom skrifaðar marg- ar bækur. Nú er svo komið, að breskir háskólar beijast í bökkum fjárhagslega og eiga erfitt með að halda í fámennar deildir og fræði- greinar. Þess ber að harma, að niðurskurður sá, sem lýst hefur verið hér að framan, skuli þurfa að eiga sér stað. Samtímis er það þó fagnaðarefni, að Skandinavíu- deildin í University College, sem hefur verið höfuðvígi íslenskra fræða í Bretlandi um langan tíma og sem á eitt af tveimur bestu bóka- söfnum íslenskra og skandinavískra bóka sem til em við breskan há- skóla, skuli nú vera gert kleift að viðhalda kennslu í íslenskri tungu. íslenska þjóðin getur verið stolt af því að styrkja slíka starfsemi. Guðrún Sveinbjarnardóttir Ætlar þú að mála fyrir jólin? Málning og lókk o.fl. Allir litir og áferðir á veggi, gólf, glugga, vinnuvélar og skip. Hitaþolinn lakkúði, margir litir. Blakkfemis. BYPCVWB — BYDVÖBM Máluingaráhöld Rúllur, penslar, málningarbakkar og sköfur — og allt annað sem til þarf m.a. áltröppur og stigar, margar stærðir. Fyllingaref ni — Kítti Polyfitla fyllingaref ni og uppleysir. Linolin — Silicon — Seal one — Kítti. 10.000 vöruteg- undir að jafnaði. Ánanaustum, Grandagaröi 2, sími 28855.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.