Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 T Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hluti íslensku þátttakendanna á ráðstefnunni, ásamt vinum, við málverk einhvers hefðarmanns í Brit- ish Museum. F.v. próf. Bjarni Guðnason, Védís Skarphéðinsdóttir, Guðrún Sveinbjamardóttir, próf. ichael Barnes, yfirmaður Skandinavíudeildarinnar í University Colleg’e, próf. Höskuldur Þráinsson, Maureen Thomas og Eiríkur Rögnvaldsson. Islensk fræði á Bretlanclsevjum eftir Guðrúnu Svein- bjarnardóttur Dagana 23.-25. mars var haldin í London 7. ráðstefna kennara í skandinavískum fræðum á Bret- landseyjum. Ráðstefnur þessar hafa verið haldnar annað hvert ár við háskóla þá sem kenna þessi fræði. Árið 1985 fór hún fram við Lampet- er University í Wales, að þessu sinni við University College London, og árið 1989 verður hún haldin Cam- bridge. Er hringnum þá lokið, en alis munu nú 8 háskólar hafa Skandinavíudeild á sínum snærum. Eru þær mjög misjafnar að stærð. Af þessum 8 er t.d. aðeins kennd íslenska í tveimur, og í aðeins einni af þeim til prófs. Hins vegar eru íslensk fræði kennd í fleiri stöðum, og þá í tengslum við enskudeildir. Á ráðstefnu þessari komu saman flestir, ef ekki allir þeir, sem kenna skandinavísk fræði á Bretlandseyj- um og aðrir áhugamenn, alls um 130 manns, til þess að hlusta á kollega sina, og gesti frá Norður- löndunum, flytja fyrirlestra um hin ýmsu efni. Fyrirlestrahaldið stóð yfir í 2 daga, en daginn áður en ráðstefnan hófst fór fram þýðendafundur, þar sem kynnt var það helsta sem er að gerast í þeim málum, bæði á Norðurlöndunum sjálfum og í Bret- landi. Voru þar komnir fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, sem gerðu grein fyrir um- fangi og ijárveitingum til þýðinga á bókmenntum sinna heimalanda. Standa Danir langbest að vígi hvað fjárveitingum viðvíkur, en sárlega saknaði ég íslensks fulltrúa á þess- um fundi. Þama voru einnig staddir tveir fulltrúar útgefenda í Bret- landi, og var m.a. kynnt hugmynd um að koma á fót stöðu þýðanda við Lampeter University, sem veitt yrði til ákveðins tíma í senn, til ákveðins verkefnis, sem yrði síðan gefið út. Fyrirlestrum ráðstefnunr.ar var skipt í flokka: bókmenntir, málví- sindi, sagnfræði og miðaldafræði. Var þetta að öllu leyti mun veiga- meiri ráðstefna en áður hefur verið haldin. Til að byija með voru ráð- stefnur þessar umræðugrundvöllur um framtíð skandinavískra fræða í Bretlandi. Síðan fegust þær mest við bókmenntir, með einstaka málví- sindalegu og sagnfræðilegu fram- lagi en efni stöðu til. I ár var fyrirlesurum í fyrsta skipti boðið frá Norðurlöndunum, og miðaldafræði höfð með, en ástæða þess síðar- nefnda er sú, að University College hefur lengi verið höfuðvígi norr- ænna fræða í Bretlandi. Alls voru fluttir 29 fyrirlestrar á tveimur dögum, en þeim var skipt þannig niður, að fyrri daginn voru fyrir- lestrar í öltum flokkum eftir hádegi, og seinni daginn fyrir hádegi. Á þessum tímum varð því að velja á milli. Fjórir íslendingar héldu fyrir- lestra á ráðstefnuni, þrír frá Háskóla Islands og einn frá Edin- borgarháskóla. Voru það málfræð- ingamir prófessor Höskuldur Þráinsson, sem hélt fyrirlestur sem hann kallaði „Hvað er afturbeygt fomafn?" og Eiríkur Rögnvaldsson, sem talaði um „orðaröðina frumlag — sögn í íslensku“. Í miðalda- fræða-flokknum talaði prófessor Bjami Guðnason um „íslendinga sem ritara sagnfræði Norðurland- anna á miðöldum", og prófessor Hermann Pálsson frá Edinborgar- háskóla hélt fyrirlestur, sem hann kallaði „Notkun latneskra orðatil- tækja í íslendingasögum". Margir aðrir góðir fræðimenn héldu fyrir- lestra í norrænum miðaldafræðum, bæði breskir og skandinvískir, m.a. prófessor Peter Hallberg frá Gauta- borgarháskóla, sem undir lokin gerði grein fyrir nýjum kenningum í fræðunum og velti fyrir sér framtíð þeirra, í fyrirlestri sem ætlaður var öllum ráðstefnugestunum. Ýmsar móttökur voru haldnar í tengslum við ráðstefnuna, þar sem gestum gafst kostur á að hittast óformlega og á breiðara grundvelli en undir ákveðnum fyrirlestrum. Var sú fyrsta í British Museum í boði forstjóra þess Sir David Wil- son. Þá hafði Sænska sendiráðið móttöku, og einnig Íslenska sendi- ráðið fyrir íslensku og færeysku fulltrúana. Ráðstefnuni lauk síðan með móttöku í boði rekstors háskól- ans og hátíðarkvöldverði, þar sem margar ræður voru haldnar. Yfirleitt ríkti ánægja með það hvemig ráðstefnan fór fram og það sem á henni var flutt, en fyrirlestr- amir verða áður en langt um líður gefnir út í bók. Ráðstefnur sem þessar leiða hug- ann að því starfi sem unnið er á sviði íslenskra fræða í Bretlandi. Þegar höfundur þessarar greinar kom fyrst til University College fyrir 14 ámm síðan, sótti fund Víkingafélagsins svonefnda (the Viking Society for Northem Rese- arch), sem þar hefur bækistöð, undraðist hún allt þetta fólk, sem margt hvert kom langt að — jafn- vel alla leið frá St. Andrew-háskól- anum í Skotlandi — og hafði áhuga á, og oft einnig atvinnu af íslensk- um fræðum. Flestir höfðu kynnst þeim í gegnum enskunám, en sú hefð ríkir að bjóða upp á fomís- lensku sem námsgrein í enskudeild- um enskra háskóla. Síðan þetta var hefur mikið vatn mnnið til sjávar, og niðurskurður sá, sem enskir háskólar fóm að finna fyrir á 7. áratugnum, og sem hefur versnað mikið eftir að núverandi ríkisstjóm komst til valda, hefur, og er enn að vega að þessari fræðigrein. Á næsta ári mun prófessor Her- mann Pálsson, sem hefur kennt íslensk fræði við Edinborgarháskóla láta af störfum. Staða hans verður ekki fyllt á ný. Á sama ári mun Ursula Dronke lát af störfum við háskólann í Oxford, en hún hefur undanfarin ár gegnt stöðu þeirri í íslenskum fræðum, semkennd er við íslenska fræðimanninn Guð- brand Vigfússon. Guðbrandur stofnaði þessa stöðu, en hún verður fryst þegar Ursula fer. Árið 1983 Prófessor Peter Hallberg við Gautaborgarháskóla. missti Skandinavíudeildin í Uni- versity College London prófessors- stöðu í íslenskum fræðum, sem afleiðingu aðgerða háskólans til niðurskurðar. Prófessor Peter Foote tók boði háskólans um að fara á eftirlaun fyrr en ákvæði um aldur segja yfirleitt til um. Skandinavíudeildin í University College var stofnuð í enskudeild háskólans árið 1918. Var til að byrja með kennd þar danska, norska og sænska, en árið 1945 var stofnað í henni lektorsembætti í íslensku, sem Peter Foote gegndi frá árinu 1950. Hann byijaði fljót- lega að kenna nútímaíslensku sem valgrein, og síðastliðin 15 ár hefur verið unnt að taka hana sem hluta af BA-gráðu við deildina. Á þessum árum hefur hún verið kennd af stundakennurum, bæði íslenskum og enskum, á lítilli aukafjárveitingu til deildarinar. Er þetta nú eina Skandinavíudeildin á Bretlandseyj- um, sem býður upp á nútímaensku sem hluta af BA-gráðu. Peter Foote varð prófessor árið 1963, og fljótlega eftir það var bætt við stöðu í almennum skand- inavískum málvísindum, sem prófessor Michael Bames gegnir, en hann er nú yfír deildinni, og annarri í íslenskum fræðum, sem dr. Richard Perkins gegnir. Norræn fræði eru enn undirstaða kennslu í deildinni og megnið af þeim rann- sóknum, sem stundaðar hafa verið í deildini á undanfömum 30 ámm hafa verið á sviði fomíslenskra fræða. Á 7. áratugnum stóðu vonir til að unnt væri að stofna fasta stöðu í nútímaensku eins og í hinum Norð- urlandamálunum við deildina, en niðurskurður á fjárveitingum til háskólans kom í veg fyrir það. Sendikennarastöður í íslensku em til við marga háskóla á Norðurlönd- unum, en engin við breskan háskóla. Á þessu ári hafa þau gleði- legu tíðindi borist, að íslensk stjóm- völd vonast til að geta farið að dæmi hinna Norðurlandanna og veitt fjárstyrk til lektorsstöðu í íslensku við deildina. Bretar hafa um langan aldur verið áhugasamir um Island og íslenska menningu. Má þar minnast hinna íjölmörgu bresku leiðangra sem til íslands fóm á 18. og 19. öld og sem um vom skrifaðar marg- ar bækur. Nú er svo komið, að breskir háskólar beijast í bökkum fjárhagslega og eiga erfitt með að halda í fámennar deildir og fræði- greinar. Þess ber að harma, að niðurskurður sá, sem lýst hefur verið hér að framan, skuli þurfa að eiga sér stað. Samtímis er það þó fagnaðarefni, að Skandinavíu- deildin í University College, sem hefur verið höfuðvígi íslenskra fræða í Bretlandi um langan tíma og sem á eitt af tveimur bestu bóka- söfnum íslenskra og skandinavískra bóka sem til em við breskan há- skóla, skuli nú vera gert kleift að viðhalda kennslu í íslenskri tungu. íslenska þjóðin getur verið stolt af því að styrkja slíka starfsemi. Guðrún Sveinbjarnardóttir Ætlar þú að mála fyrir jólin? Málning og lókk o.fl. Allir litir og áferðir á veggi, gólf, glugga, vinnuvélar og skip. Hitaþolinn lakkúði, margir litir. Blakkfemis. BYPCVWB — BYDVÖBM Máluingaráhöld Rúllur, penslar, málningarbakkar og sköfur — og allt annað sem til þarf m.a. áltröppur og stigar, margar stærðir. Fyllingaref ni — Kítti Polyfitla fyllingaref ni og uppleysir. Linolin — Silicon — Seal one — Kítti. 10.000 vöruteg- undir að jafnaði. Ánanaustum, Grandagaröi 2, sími 28855.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.