Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 59 Minning: Guðbjörg Eiríks- dóttirfrá Siglufirði Fædd 30. ágúst 1899 Dáin 22. maí 1987 Guðbjörg Eiríksdóttir frá Siglu- fírði er látin. Hún var Skagfirðingur að uppruna, fædd á Hóli í Lýtings- staðahreppi 30. ágúst 1899. For- eldrar hennar voru hjónin Jóhanna Ivarsdóttir og Eiríkur Eiríksson. Þau áttu fimm böm. Guðbjörg var þeirra yngst. Hún ólst upp hjá for- eldrum sínum, fluttist unglingur til Sauðárkróks að föður sínum látnum og dvaldist síðan um hríð á Akur- eyri þar sem hún lærði að sauma. Ung að árum, 6. maí 1922, gift- ist Guðbjörg Páli S. Jónssyni Snorrasonar, hreppstjóra í Auð- brekku í Hörgárdal. Kona Jóns og móðir Páls var Sigríður Jónsdóttir hreppstjóra á Laugalandi á Þela- mörk Einarssonar. Þegar þau Guðbjörg og Páll giftust var hann trésmíðameistari á Sauðárkróki. Árið 1928 fluttust þau til Siglu- fjarðar. Þar var Páll um langan aldur byggingafulltrúi og bæjar- verkfræðingur. Hann átti dijúgan þátt í ýmsum framfaramálum Sigl- firðinga, stjómaði til að mynda gerð fyrstu steinsteypugatna sem lagðar vom í íslenskum kaupstað. Guðbjörgu og Páli varð fjögurra barna auðið. Stúlku misstu þau í fmmbernsku en hin vom Haraldur, trésmíðameistari og kunnur skíða- kappi og skíðakennari í Reykjavík; Olga, sem starfar í apóteki og er húsmóðir í Hafnarfirði; og Sverrir sem lést fyrir aldur fram. Heimili Guðbjargar og Páls á Siglufirði mun ýmsum minnisstætt. Störf húsbóndans vom þess eðlis að margur átti við hann erindi heima og bömin vom öll vinsæl og vinmörg. Ófáir munu þeir sem áttu þar góðar og glaðar stundir. Guð- björg var myndarleg húsmóðir og þeirrar gerðar að fólki leið vel í návist hennar. Þó að heimilið væri verksviðið og tíðum umfangsmikið gaf hún sér þó tíma til þess á sumr- in „að vera í síld“ eins og títt var um siglfirskar húsmæður á þeim dögum. Frá Siglufirði fluttust þau Guð- björg og Páll árið 1953 til Reykjavíkur og nokkm síðar til Hafnarfjarðar. Páll lést 6. ágúst 1965 og eftir það var Guðbjörg á vegum dóttur sinnar og tengdason- ar, Þorbergs forstjóra Ólafssonar. Guðbjörg Eiríksdóttir var gerð úr því efni sem „bognar aldrei - brotnar i bylnum stóra seinast.“ Ég hef ekki kynnst konum sem þolað hafa meiri harma en hún. Ung missti hún komunga dóttur sem fyrr segir. — Yngri sonur henn- ar, óvenjulega vel gerður drengur og hið besta mannsefni, lést af slys- fömm 16 ára. Það var reiðarslag — ekki einungis fyrir fjölskylduna heldur alla sem höfðu haft einhver kynni af unga, bjartleita dreng- skaparmanninum, Sverri Pálssyni. — Nokkmm ámm síðar ber sorgin enn að dymm. Ungur tengdasonur hennar, Thormod Larsen, dmkknar og lætur eftir sig konu og son. — Þá verður nokkurt stormahlé. Fjöl- skyldan flyst suður, eins og það var kallað á Siglufirði, og hér á hún góð ár. Guðbjörg eignast nýjan tengdason, einstakan öndvegis- mann sem reynist gömlu hjónunum styrkur vinur. En „allir dagar eiga kvöld". Páll Jonsson deyr um miðjan sjöunda áratuginn. — Ekki löngu síðar fellur í valinn sonarsonur hennar og ber sá nafn Sverris heit- ins. — Og enn heggur sá er engum vægir í sama knémnn. Haraldur Pálsson, einn Qölhæfasti skíðamað- ur sem íslendingar hafa átt, verður bráðkvaddur að lokinni hressingar- göngu á skíðum skömmu fyrir jól 1983. Guðbjörg Eiríksdóttir tök örlög- um ástvina sinna sem hetja. Hún bognaði ekki. Hún lagði ekki árar í bát. Hún stutti þá sem eftir lifðu, var fundvís á sólskinsbletti í heiði, naut þess að vera til þó að heilsu- brestur ýmiss konar bagaði hana nokkuð síðustu árin. Nú er hún horfin okkur. En eftir lifa minningar um þrekmikla dugn- aðarkonu. Eftir lifa minningar um fórnfysi og kærleika, gleði og bjart- sýni. Eftir lifa minningar um árin góðu við „fískisæla fjörðinn". í Ijósi þeirra kveðjum við Guðbjörgu Eiríksdóttur með virðingu og þökk og biðjum niðjum hennar og öðrum ástvinum blessunar Guðs. Ólafur Haukur Árnason Kveðja til ömmu Á yndislegum vormorgni kvaddi elskuleg amma okkar, Guðbjörg Eiríksdóttir, jarðneskt líf og hélt til æðri heima. Hún var vel undirbúin fyrir þessi vistaskipti, með staðfasta trú á Guð sinn og líf eftir dauðann. Góða og langa á hún lífssöguna. Hún fæddist á Hóli, Lýtingsstaða- hreppi í Skagafírði, þann 30. ágúst 1899. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna ívarsdóttir og Eiríkur Eiríksson. Þau eignuðust fímm börn og var amma yngst þeirra. Hún tilheyrði aldamótakynslóð- inn svokölluðu og mundi tímana tvenna. Uppvaxtarár hennar voru erfið frá sjónarhomi nútímans. Þá gekk lífíð út á það að hafa í sig og á. Amma var mikil búkona, tamdi sór nákvæmni og nýtni og snyrti- mennsku við öll sín verk, og ekkert verk var svo lítið, að ekki skyldi til þess vandað og í öllu kom til hjálp- ar skarpskyggni hennar og mikil verklagni. Ur höndum hennar spratt, þó háöldruð væri, fínleg handavinna, bæði útsaumur, hekl og pijónavörur, sem ber hagleik hennar fagurt vitni. Mynd hennar er skýr í hugum okkar. Hún var stoltið okkar, glæsi- leg kona og virk fram til hinztu stundar. Hún bar þess ekki merki að vera háöldruð. Hún var kona sem lifði lífínu lifandi, með brennandi áhuga á öllu því er gerðist í kring- um hana, ekki sízt þjóðmálunum. Hún hafði fastmótaðar skoðanir, var rökföst í umræðum og glöggt auga hennar sá eldsnöggt út aðalat- riðin. Amma okkar var hæg í fram- - göngu, en föst fyrir, hún átti þó létta lund sem létti fyrir henni þeg- ar sorgin kvaddi dyra, því hún fór ekki varhluta af henni. Síðustu æviárin dvaldist hún á Hrafnistu í Hafnarfírði og þar leið henni mjög vel. Hún naut þess að geta sótt skemmtanir og dansleiki sem haldnir voru öldruðum. Þá átti hún það til að taka í munnhörpuna sína og leika lag á góðra vina fund- um og á meðal ættingjanna. Við kveðjum ömmu okkar með virðingu og einlægri þökk. Hún var okkur lífsgæfa. Bamabörn Blómmtofa FriÓfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjöröur ab-mjólk er öllum góð! Það skilurðu þegar þú hefur lesið textann á umbúðunum. Hún er kalk- og próteinrík eins og aðrar mjólkurafurðir og kjörin sem morgunverður eða skyndi- máltíð, í hádegi eða að kvöldi, þá ýmist með blöndu af korni og ávöxtum eða ávaxtasafa. ab-mjólk fyrir þinn innri mann!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.