Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 Sambandsstjórnarfundur Verka- mannasambands Islands: Útflutningur á ferskum fiski ógnar atvinnuörygginu Morgunblaðið/Einar Falur Æft fyrir fegurðarkeppni STÚLKURNAR tíu, sem keppa um titilinn Fegurðardrottning íslands 1987, æfa þessa viku fyrir keppnina undir stjórn Sóleyjar Jóhannsdóttur og Katrínar Hafsteinsdóttur. Stúlkurnar tíu verða kynntar i veitingahúsinu Broadway n.k. föstudagskvöld og úrslitin verða tilkynnt i Broadway á annan dag hvítasunnu, n.k. mánudagskvöld. Söltunin greiðir 500 millj- ónir í Verðjöfnunarsjóð Hækkun á markaðsverði fer nær öll í sjóðinn Saltfiskframleiðendur greiddu á síðasta ári 200 milljónir króna í Verðjöfnunarsjóð Fiskiðnaðar- ins. Þá voru greiddar 370 milþ'ónir króna af rækju og 70 miiyónir af hörpudiski. I ár stefnir í að greiðsla af saltfiski verði allt að 500 milþ’ónir króna, en minni breytingar verða á greiðslu af ræig'u. Af botnfiskvinnslu er salt- fiskverkunin eina greinin, sem greiðir í sjóðinn, alls um og yfir 10 krónur af hverju kflói utflutn- ingsverðs, FOB. Fulltrúar fisk- verkenda hafa krafizt þess, að sjóðurinn verði lagður niður, en fulltrúar rflds, útgerðar og sjó- manna í stjórn sjóðsins hafa lagzt gegn því. Helztu rök fiskframleiðenda gegn greiðslum í sjóðinn eru þau, að þær rýri samkeppnisaðstöðu söltunar og rækjuvinnslu gagnvart öðrum vinnslugreinum og útflutningi á ísfiski, þar sem afkoma og greiðslu- geta er skert með greiðslunni í sjóðinn. Ennfremur benda þeir á, að sjóðurinn skekki markaðsstarfsemi. Afurðir fyrir markað, sem ekki er tilbúinn til að greiða samkeppnis- hæft verð, fá greiðslur úr sjóðnum og þar með sé framleiðsla fyrir þá markaði örvuð óverðskuldað. A sama hátt sé dregið úr framleiðslu fyrir markaði, sem vilji og geti greitt hærra, þar sem stór hluti verð- hækkunar sé tekinn í sjóðinn. Sigurður Haraldsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SÍF og fulltrúi saltfiskframleiðenda í saltfískdeild Verðjöfnunarsjóðs, hefur tekið sam- an tilbúið dæmi um áhrif verð- hækkunar á saltfiski. Samkvæmt því færi 15% hækkum markaðsverð framleiðendum 6% hækkun en hækki greiðslu í sjóðinn um 65%. Með þessu móti, segir Sigurður, að hækkun markaðsverðs skili sér ekki nægilega til ffamleiðenda, sem þýði að dregið sé úr hvatanum til að framleiða fyr- ir markaði, sem greiða vel. SAMNINGAR tókust milli Sveinafélags rafeindavirkja og ríkisvaldsins seinnipart laugar- dagsins og hefur verkfalli félagsins verið frestað fram yfir almenna atkvæðagreiðslu um samninganna. Verði samning- arnir felldir tekur verkfallið aftur gildi þriðjudaginn 9. júní. Samningamir eru svipaðir þeim og samist hefur um við félög opin- FUNDUR sambandsstj órnar Verkamannasambands Islands samþykkti einróma á sunnudag að fela framkvæmdastj órn og skipulagsnefnd sambandsins að undirbúa skipulagsbreytingar á sambandinu með það að mark- miði, að því verði deildaskipt og tryggt meðal annars að sérdeild fiskvinnslufólks fari með öll samningamál þess í framtíðinni. Tillögur þessar verði lagðar fyr- ir formannafund VMSÍ 15. september næstkomandi, sem skili fullmótuðum tillögum til 13. þings sambandsins á Akur- eyri í haust. Þá lýsti fundurinn yfir áhyggj- um af þróun í sjávarútvegi, þar sem útflumingur á ferskum físki ógni atvinnuöiyggi fískvinnsiu- fólks í mörgum byggðarlögum. „VMSÍ telur brýnt að snúa þessari þróun við hið allra fyrsta og legg- ur eftirfarandi til: 1. Allur útflutningur á ísuðum físki berra starfsmanna á undanfömum vikum. Almenn skrifleg atkvæða- greiðsla verður um samninginn og er búist við að henni ljúki síðari hluta þessarar viku, en félagsmenn em dreifðir víða um land. Atkvæðis- rétt hafa um 115 félagsmenn, sem starfa hjá Pósti og Síma, Flugmála- stjóm, Vita- og hafnarmálastjóm, Ríkisútvarpinu og Ríkisspítölunum. verði háður leyfi Sjávarútvegs- ráðuneytisins. 2. Við veitingu leyfa verði tekið mið af þjóðhagslegri hagkvæmni útflutnings á ísuðum fiski. 3. Verði kvótaskipting áfram notuð sem tæki til stjómunar fískveiða, skal ekki eingöngu miða kvóta við veiðiskip, heldur verði fullt tillit tekið til fískvinnslunnar í þeim efn- um. 4. Öll sala á óveiddum físki (kvóta) verði bönnuð. Á árinu 1986 jókst útflutningur á ísfiski um 140% og hefur greini- lega stóraukist það sem af er þessu ári og virðist vera að ná til æ fleiri landsvæða. Innanlands og erlendis hefur á undanfömum árum verið varið tugum milljarða króna til upp- byggingar í fískiðnaði og til að vinna markaði. Allt útlit er fyrir að með óheftri þróun missum við markaði okkar erlendis til sam- keppnisþjóða okkar. Þá myndi blasa við byggðaröskun meiri en áður hefur þekkst, fjöldaatvinnu- leysi og gjaldþrot sveitarfélaga. Einnig hefur verið upplýst, að stór hluti þess ísfísks, sem fluttur er út, er keyptur af fískvinnslufyr- irtækjum erlendis, en ekki seldur beint til neytenda eins og haldið hefur verið fram. VMSÍ samþykkir ekki að íslenskir útgerðarmenn eigi físki- miðin við landið. VMSÍ mun fylgjast náið með þróun þessara mála og láta hana til sín taka". Auk sambandsstjórnarmanna sátu fundinn nokkrir forystumenn verkalýðsfélaga, sem ekki eiga sæti í sambandsstjóm. Sveinafélag rafeindavirkja: Samningar tókust og verkfalli frestað Sérdeild sér um samninga fisk- vinnslufólks Burðaþol bygginga á Suðurlandi: Eftirlit með mis- munandi hætti I TILEFNI af umræðum um burðarþol bygginga og jarð- skjálfta á Suðurlandi ræddi Morgunblaðið stuttlega við bygg- ingarfulltrúi víðs vegar á Suðurlandi og innti þá eftir því hvemig eftirliti með burðarþoli væri háttað í þeirra umdæmi. Selfoss „Byggingarfulltrúi hefur hér með höndum eftirlit með burðarþoli bygginga og er í því eftirliti fylli- lega farið eftir reglugerðum," sagði Bárður Guðmundsson byggingar- fulltrúi á Selfossi. „Við göngum hart á eftir burðarþolsteikningum og stærri byggingar látum við kanna sérstaklega, samanber það að við létum kanna Fjölbrautar- skóla Suðurlands sérstaklega með tilliti til jarðskjálfta." Bárður gat þess, að á árinu 1982 hefðu byggingar bæjarins verið kannaðar. „Sú bygging, sem var hvað veikbyggðust var Gagnfræða- skólinn, en ástand hans var þó langt frá því að vera hættuiegt; einungis hætta á eignatjóni en ekki hmni." Bárður sagði enn fremur, að Al- mannavamaráð hefði bent á að æskilegt væri að gera allsheijar úttekt á húsum bæjarins, en slíkt hefði enn ekki verið gert, enda væri þar um viðamikla athugun að ræða og kostnaðarsama. Hella „Almennt séð eru menn orðnir mjög meðvitaðir um hönnun með tilliti til jarðskjálfta á mínu eftirlits- svæði, núorðið að minnsta kosti," sagði Gísli Guðmundsson bygging- arfulltrúi Rangárvallahrepps, en hans svæði er Rangárvallahreppur og hreppamir vestan við á. „Hér fyrirfínnast þó hús frá sjöunda ára- tugnum og jafnvel yngri, sem eru að mestu eða öllu leyti hlaðin úr vikursteini; ójámbent. Ekki vil ég þó kenna viðkomandi hönnuðum um, heldur var það oftar, að hús- byggjendur byggðu sín hús sjálfír í skjóli eftirlitsleysis af opinberri hálfu. Þá þótti einfaldara að hlaða." Að sögn Gísla er nú fylgst bæði með hönnun og framkvæmd. „Þó hafa einstök sveitarfélög ekki stað- ið sig í stykkinu við framkvæmd byggingareftirlits." „I mínu umdæmi eru m.a. þijú íbúðarhús í byggingu: tvö timbur- hús og eitt steinsteypt. Vel byggð timburhús eru almennt talin jarð- skjálfta hvað best. Það steinsteypta var hins vegar hannað sérstaklega með tilliti til jarðskjálfta." Að sögn Gísla er lítið um opin- berar byggingar í hans umdæmi. „Hér er þó verið að byggja eitt dvalarheimili aldraðra, reyndar með hléi núna. Ekki hefur verið gerð sérstök úttekt á jarðskjálftaþoli þess, enda einungis um ein- til tvflyíft hús að ræða.“ Gísli ræddi sérstaklega um land- búnaðarhús. „Jámbinding í steypt- um útihúsum hefur aukist undanfarin ár. Líklega vegna þess að nú em bændur sjálfír famir að sjá gömlu útihúsin, sem steypt vom upp, jafnvel án nokkurrar jám- bindingar springa illa eða jafnvel hrynja." Stokkseyri „Ég get nú ekki sagt að eftirlitið sé hér mjög virkt og byggir það á því, að ég er staðsettur í Reykjavík," sagði Bogi Þórðarson byggingarfulltrúi I Stokkseyrar- hreppi og verkfræðingur á verk- fræðistofunni Hnit. „Það er gengið hart á eftir teikningum, en annað eftirlit er misjafnt; þó er reynt að fylgjast með því að eftir teikningum sé farið. Flest hús á Stokkseyri em einnar hæðar byggingar og flest byggð fyrir mína tíð.“ Bogi gat þess að á staðnum væri gömul skólabygging, en ekki hefði farið fram úttekt á henni. „Einnig má minnast á frystihúsið, sem var endurbyggt að hluta eftir bmnann, en um hana get ég lítið sagt, þar sem ég var ekki viðstadd- ur.“ Hveragerði „Eftirlitið hér er hliðstætt og víðast hvar annars staðar," sagði Guðmundur Baldursson byggingar- fulltrúi í Hveragerði. „Hér er ekki mikið um stórar byggingar og hús yfírleitt þess eðlis, að þau standast snarpa jarðskjálfta." Guðmundur tók til dæmis þijár stórar byggingar: Gmnnskólann, Hótel Örk og Tívolíbygginguna. „Teikningar að gmnnskólanum vom yfírfarnar áður en byggingar hófust og smávægilegar breytingar gerðar áður en þær hófust. Hótel Ork er traust bygging, þar sem herbergi em lítií og allir veggir steyptir. Og um Tívólibygginguna er það að segja, að Almannavamir vom hér með æfingu nýlega og leist þeim mjög vel a'hana." Vík í Mýrdal „Ég held að ástandið hér í hreppnum sé þokkalegt," sagði Sig- urður Ævar Harðarson byggingar- fulltúi á Vík í Mýrdal. Sigurður gat þess þó, að ekki væri tæknimaður í þessu eftirliti, heldur væri hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.