Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 40 ár frá Marshallhjálp: Aætlun sem markaði sögulegustu tíma- hvörf samtímans Washington, Reutcr. FJÖRUTÍU árum eftir að roskinn bandarískur hermaður og stjórn- málamaður Georg Catlett Marshall, kunngerði áætlun sem miðaði að því að reisa Evrópu úr rústum, eftir styijöldina, er þessara hugmynda Marshalls nú minnzt sem gagnlegasta og gjöfulasta atbeina í banda- rískri utanríkisstefnu.Shultz utanríkisráðherra orðaði það svo, að áætlunin hefði markað sögulegustu tímamót í nútímanum. Marshall kynnti áætlun sína þann né kennisetningum né hugmynda- 5-júní 1947 í útskriftarræðu við Har- vard háskólann. Marshall var ut- anríkisráðherra Harry Trumans, Bandaríkjaforseta og ein skærasta stríðshetja Bandaríkjanna Um þessar mundir voru flest Evr- ópulönd í rústum í bókstaflegri merkingu og fæst þeirra sýndust hafa burði til þess að gera skipulegt átak til að snúa þessu við. Alténd ekki á eigin spýtur. Þar við bættist, að fljótlega tók að bera á þvi að ógn- unar kynni að vera að vænta úr austri og samvinna bandamanna gegn Þjóðverjum var að fara veg allr- ar veraldar. Útlitið var sannarlega ekki glæsilegt. í ræðu sinni í Harvard sagði Mars- hall meðal annars:„Það verður að teljast rökrétt að Bandaríkin geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eðlilegur efnahagsbati náist í heimin- um. Ef það lánast ekki, verður engin pólitískur stöðugleiki, enginn raun- verulegur friður." Marshall hafði áhuga á að aðstoð Bandaríkjamanna yrði veitt á hvað uppbyggilegastan máta og reynt yrði að koma í veg fyrir vaxandi togstreitu milli austurs og vesturs. Hann sagði: „ Stefnu okkar er ekki beint gegn neinu landi fræði. Stefnu okkar er beint gegn hungri, fátækt, ringulreið og örvænt- ingu.“ Vonir Marshalls um að unnt yrði að eyða tortryggni stórveldanna brugðust. Sovétríkin neituðu allri samvinnu, þó svo að öll Vestur Evróp- ulöndin sýndu fullan samstarfsvilja. Á árunum 1948 til 1961 vörðu Bandaríkjamenn 13.3 milljörðum dollara til bráðahjálpar og uppbygg- ingar í Vestur Evrópu. Fjármagnið var notað til enduruppbyggingar at- vinnuvega og þróunar nýrra, heilu borgimar voru reistar úr rústum fyr- ir Marshallfé og samgönguleiðir, eins og jámbrautir og vegir sem höfðpu skemmzt í stríðinu lögð upp á nýtt. Og svo mætti lengi telja. Sérfræðing- ar segja að væri Marshallféið fram- reiknað til núvirðis mætti ætla það um 90 milljarða dollara. Það sem þykir hvað merkast við framkvæmd Marshalláætlunarinnar þegar horft er til baka nú, er að fram- lögin urðu til raunhæfari uppbygg- ingar en önnur hjálp sem hefur verið veitt, fyrr og síðar. Og umfram allt reyndist hún hvarvetna hvatning fyr- ir þjóðimar að taka þátt í uppbygg- ingarstarfinu, og hjálpa sér sjálfar. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, kvartaði undan smáþreytu i baki, eftir að hún hafði sýnt til- þrif við múrverk á kosningaferðalagi sinu um Suðaustur-England í gær. Bretland: íhaldsf lokkurinn held- ur hlut sínum og vel það St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÖRYGGIS- og varnarmál voru að- almál annarrar viku kosningabar- áttunnar héma í Bretlandi. Neil Kinnock, leiðtoga Verkamanna- flokksins, tókst illa til við að skýra út stefnu flokksins á þessu sviði, enda er hún mótsagnakennd. íhaldsflokkurinn náði fmmkvæð- inu í kosningabaráttunni. Banda- Samskípti Breta og ír- ana fara hríðversnandi laginu hefur ekki tekist að vekja á sér athygli. Útlit er fyrir, að skólamál og efnahagsmál komist aftur í sviðsljósið. Einnig er ljóst, að sljórnarstfll Margaret Thatcher verður mikið í sviðsljósinu í seinni hluta kosningabaráttunnar, eftir að leiðtogar Verkamannaflokksins réðust harkalega að forsætisráð- herranum í gær og fyrradag. Lokaþáttur íhaldsflokksins London, Reuter. BRETAR hótuðu írönum í gær með refsiaðgerðum ef stjómvöld í Teheran gæfu ekki skýringu á því hvers vegna breskur stjórnarerind- reki var numinn á brott og barinn til óbóta. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði að athæfið væri „hneykslanlegt". íranar hafa hótað því að kæra stjórnarerindrekann, Edward Chaplin, og breska blaðið The Daily Telegraph sagði í gærmorgun að hann ætti dauðadóm yfir höfði sér. Chaplin er næst æðsti stjómarer- indreki Breta í íran. Sex vopnaðir byltingarverðir, sem tengjast íranska innanríkisráðuneytinu, rændu hon- um í síðustu viku, börðu hann til óbóta og héldu honum í einn sólar- hring. Talsmaður utanríkisráðuneytisins í London sagði að Bretar vildu fá útskýringu, afsökunarbeiðni og svar við mótmælabréfí, sem írönum var afhent á sunnudag. í bréfínu var yfirlýsingu írana um að Chaplin yrði sóttur til saka mótmælt. Haft var eftir ónefndum stjómar- erindrekum að einhvers konar aðgerðir virtust óumflýjanlegar. Til greina kæmi að fækka starfsliði íranska sendiráðsins í London, en einnig gæti svo farið að stjómmála- sambandi við írana yrði slitið. Thatcher sagði að stjómin gerði allt, sem í sínu valdi stæði, til að tryggjaöryggi breskra stjómarerind- reka í íran. Talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins sagði að háttsettur starfs- maður sænska sendiráðsins í Teheran, sem gætir hagsmuna Breta í íran, hefði verið kvaddur í íranska utanríkisráðuneytið í gær ásamt Chaplin. „Á fundinum kom skýrt fram hjá íranska embættismanninum að Chaplin yrði ákærður," sagði tals- maðurinn. í The Daily Telegraph sagði að ákæmmar á hendur Chaplin vörðuðu „eiturlyf, spillingu, þjófnað og það að grafa undan efnahagnum á stríðstímum" og ætti hann dauða- refsingu yfir höfði sér. Breska utanríkisráðuneytið hefur ekki viljað staðfesta þessa frétt og sagði einn starfsmaður: „Það er ótrú- legt að þetta skuli hafa verið skrifað því að sem stjómarerindreki nýtur hann friðhelgi og það kemur því ekki til greina að hann svari til saka.“ íranskur stjómarerindreki, sem starfar hjá ræðismanni Irana í Manc- hester, var handtekinn í síðustu viku og sakaður um búðahnupl. íranar hafa mótmælt því hvernig farið var með manninn, Áhmad Ghassemi, og halda fram að breska lögreglan hafí barið hann. Lögreglan ber Ghassemi aftur á móti þeim sökum að hafa stolið úr verslun, keyrt ógætilega og ráðist á lögregluþjón og skemmt úr hans. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði við blaðamenn að íranar spyrtu saman mál Ghas- semis og Chaplins, þótt því hefði verið neitað. Ghassemi var látinn laus gegn tryggingu og á að koma fyrir rétt 11. júní. íranar segja að hann njóti friðhelgi stjómarerind- reka. Bretar segja að friðhelgin einskorðist við ræðismannsstörf hans, en Chaplin njóti aftur á móti algerrar friðhelgi. kosningabaráttu snúast um þátttöku Margaret Thatcher í leið- togafundinum í Feneyjum í næstu viku. Eftir að Neil Kinnock gerði þá skyssu að ræða, hvað gerast mundi eftir innrás Sovétmanna í Bretland án nokkurra kjamorkuvopna, var hann ekki spurður um annað á frétta- mannafundum í síðastliðinni viku. íhaldsmenn með Margaret Thatcher í broddi fylkingar gerðu sér mikinn mat úr þessu. Þeir náðu fmmkvæðinu og fylgisaukning Verkamannaflokks- ins í skoðanakönnunum hefur verið stöðvuð. Leiðtogar Verkamanna- flokksins óttast nú, að þeim takist ekki að ná fylgi frá íhaldsflokknum á síðustu tíu dögum kosningabarátt- unnar eftir mistök Kinnocks í vamarmálum. Framgangur þeirra hefur allur verið á kostnað Bandalags fijálslyndra og jafnaðarmanna, sem tekst illa að ná til kjósenda í þessari baráttu. Leiðtogar þess, David Owen og David Steel, hafa sótt að Verka- mannaflokknum, eftir að hafa ráðist af krafti gegn íhaldsflokknum í upp- hafi. Þessi breyting hefur ekki haft nein áhrif á gengi þeirra, enn sem komið er að minnsta kosti. Skoðanakannanir gefa til kynna styrka stöðu íhaldsflokksins og að sókn Verkamannaflokksins hefur stöðvast. Margar skoðanakannanir hafa birst í síðustu viku og um helg- ina. Meðaltal úr þeim er: íhaldsflokk- urinn 43%, Verkamannaflokkurinn 34% og Bandalagið 21%. Miðað við vikuna á undan hafa íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn bætt við sig einu prósenti, en Bandalagið tap- að tveimur. í lokaþætti kosningabaráttunnar, sem búast má við, að snúist um efna- hagsmál, ætla íhaldsmenn að notfæra sér leiðtogafundinn í Feneyjum. Thatcher hefur nú þegar fengið uppk- ast að sameiginlegri yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna. Ef dæma má af fyrri yfirlýsingum, verður hún stuðn- ingur við stefnu Thatcher í efnahags- málum. Einnig er búist við, að á fundinum komi fram stuðningur við þá stefnu bandarískra stjómvalda að eyða skammdrægum eldflaugum í Evrópu. Slíkur stuðningur mundi slá eina vopnið úr höndum Verkamanna- flokksins í vamarmálum. „Níu lífum Karamis lokið..“ Beirut, Reuter. EINATT var komizt svo að orði, að Rashid Karami væri eins og kött- urinn og hefði níu líf. Og níu sinnum var hann kvaddur til að vera forsætisráðherra Líbanons,og oft þegar mest á reið. Hann glímdi við verk sitt af atorku, lifði af alls konar sviptingar í pólitísku lífi. Varð fyrir aðkasti og slapp lífs í óeiginlegri og eiginlegri merkingu. Þar til nú. „Níunda lífi hans er lokið“ sögðu harmi lostnir landar hans, þegar spurðist út um morðið. Karami var á leið til Beirut í hyrlu, eftir 10 daga veru í heimabæ sínu sínum Miriyta, við Tripoli. Nokkru eftir að þyrlan hóf sig á loft, sprakk sprengja undir sæti ráð- herrans. Flugmaðurinn nauðlenti eins fljótt og unnt var. Innanríkis- ráðherra landsins sem var í þyrlunni svo og stjórnandi hennar slösuðust en munu ekki vera í lífshættu. Rashid Karami var fæddur 30. desember 1921 og var af efnaðri og áhrifamikilli fjölskyldu. Hann nam lögfræði við í Kairó og hann var kjörinn á þing þrítugur. Hann komst fljótt til metorða og þótti harðskeytt- ur og snjall. Hann var sunni múhammeðstrúarmaður og barðist af ákafa fyrir því að efla ítök sunn- ita í stjómkerfi landsins. Hann var skipaður dómsmálaráðherra skömmu eftir að hann var kjörinn á þing, og síðan forsætisráðherra í september 1955 og var yngstur þeirra, sem hafa gegnt starfinu í Líbanon. Hann sagði af sér hálfu ári síðar, vegna deilna við Chamoun, þáver- andi forseta, meðal annars um afstöðuna til Nassers. Karami tók höndum saman við aðra múhamn- meðstrúarmenn í andstöðu og andófí við Chamoun 1958 og leiddi baráttu gegn forsetanum og öðlaðist traust margra og virðingu. Chamoun fór upp úr þessu frá völdum og Fuad Shebab, hershöfðingi, sem tók við af honum skipaði Karami forsætis- ráðherra. Átti það að vera liður í að sameina og sætta þjóðina eftir uppreisnina. Karami studdi umbóta- aðgerðir Shebab af heilum hug. Hann vildi nánara samstarf við Egypta, undir forystu Nassers, en hann taldi hyggilegt að hafa einnig gott samstarf við Bandaríkjamenn. Á næstu árum var Karami fimm sinnum forsætisráðherra, fyrst hjá Shebab, og síðan Charles Helou. Árið 1969 sagði Karami af sér eftir að uppreist stuðningsmanna Pa- lestínumanna hafði verið brotin á bak aftur með valdi. En þegar borg- arastyijöldin í landinu brauzt út fyrir alvöru 1975, sneri Suleiman Franji- eh sér til Karamis og bað hann reyna að sætta stríðandi öfl í landinu. Þeg- ar Elias Sarkis varð svo forseti, sagði Karami af sér. Karami var andvígur íhlutun Sýr- lendinga, síðla árs 1976, þegar þeir björguðu hersveitum kristinna manna frá því að bíða ósigur. En Rashid Karami var þó lengst af hlynntur Sýrlendingum - og stundum svo að mönnum þótti nóg um. Eftir að slit urðu með kristnum og Sýrlendingum náðust fullar sætt- ir við Karami. Allar götur síðan hefur hann stutt þá með oddi og egg og verið afdráttarlaus andstæðingur Arafats, eftir að hann fylkti liði sínu í Tripoli 1983 og réðst gegn Pa- lestínumönnum sem voru hlynntir Sýrlendingum. Enn var svo Rashid Karami kvaddur að taka við árið 1984, þeg- ar komið var á stofn þjóðarsátta- stjórninni fyrir frumkvæði Amins Gemaeyls, forseta, að visu eftir þrýsting frá Sýrlendingum. En Kar- ami tókst ekki ætlunarverk sitt, og sagði af sér vegna ágreinings við Gemaeyel um afstöðuna til Sýrlend- inga. Gemaeyel forseti neitaði að taka afsögn hans til greina, og við það sat. Þrátt fyrir margvíslegan ágreining þeirra í millum var greini- legt að Gemaeyel leit svo á að Karami væri einn fárra, sem hugsan- lega gæti knúið í gegn sættir með stríðandi öflum. Karami var yfirvegaður stjórn- málamaður, hugrakkur og skapstill- ing hans þótti aðdáunarverð. Hann var gæddur óbilandi bjartsýni á framtíð Líbanons og henni varð ekki haggað, þrátt fyrir allt sem yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.