Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 70
T’? 70 ■vr'Tr í nn/rnrrir*- ;3i^;.,nvinrow MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 Flateyrarhreppur: Gatnagerð og um- hverfísmál í fyrirrúmi Mikil atvinna en skortur á húsnæði Flateyri. MEGIN viðfangsefni sveitarfé- lagsins á þessu ári verða á sviði gatnagerðar og umhverfismála að sögn sveitarstjóra og odd- vita Flateyrarhrepps. Eitt einbýlishús er í byggingu i hreppnum á bænum Fremri- Breiðdal. Einnig er unnið við byggingu nýrrar bensínstöðvar á vegum Olíufélagsins hf. við innkeyrsluna inn í þorpið. At- vinna hefur verið afar mikil og mikii eftirspurn eftir húsnæði. Framkvæmdir á vegum fyrir- tækja eru þær helstar að Olíufé- lagið hf. er að leggja síðustu hönd á byggingu nýrrar bensínaf- greiðslu, við innkeyrsluna inn í þorpið. Eldri afgreiðslustaður fé- lagsins var fyrr á þessu árin gefínn slysavamadeildinni á staðnum. Björgunarsveit deildar- innar mun fá þar inni og mun aðstaða hennar verða allt önnur og betri en í núverandi húsnæði. Vorverk hófust hér strax í byrj- un maí. Vorhreinsun er langt á veg komin og þegar eru hafnar framkvæmdir við ræktun og fegr- un þorpsins. Sumarið 1985 var Jón Bjömsson landslagsarkitekt fenginn til þess að skipuleggja útivistarsvæði á tveim stöðum í plássinu. Annars vegar er það hinn gamli „Græni garður", og hins vegar umhverfí kirkjunnar og heilsugæslustöðvarinnar. Nú í sumar verður áfram unnið við að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og er þegar byrjað á síðamefnda svæðinu. Á árinu 1986 voru Flateyrarkirkju gefnar 250 þúsund krónur frá Sparisjóði Önundarfjarðar, til þess að fegra umhverfí hennar og mun sveitar- félagið annast framkvæmdir. Sveitarstjóri er Kristján Jón Jóhannesson og oddviti hrepps- nefndar er Ægir E. Hafberg. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti þá að máli fyrir framan heilsu- gæslustöð og elliheimili staðarins, þar sem þeir fylgdust með jarð- Stærsta verkefni sumarsins er vinna við gatnagerð. Fyrirhugað er .að leggja bundið slitlag á Brimnesveg og Hjallaveg. Ægir E. Hafberg oddviti, Kristján Jón Jóhannesson sveitarstjóri og Þórleifur Ingvarsson verksljóri fylgjast með jarðvegsvinnu vegna fegrunarframkvæmda. vegsvinnu vegna fegmnarfram- kvæmda. Að þeirra sögn verður stærsta verkefri sumarsins vinna við gatnagerð. Fyrirhugað er að leggja bundið slitlag, svokallaða klæðningu, á Brimnesveg, Hjalla- veg og ef til vill víðar. Af öðmm framkvæmdum árs- ins nefndu þeir Kristján og Ægir, að ef framlag fæst úr Ofanflóða- sjóði þá verði áfram unnið að gerð snjóflóðavama í Eyrarfjalli, ofan við íbúðabyggðina. Eins og lesendum Morgunblaðsins er kunngt af fréttum frá í vetur, þá féllu nokkur snjóflóð ofan við efstu húsin á eyrinni á síðastliðn- um vetri. Framlag fékkst á ijár- lögum ríkisins til undirbúnings- framkvæmda við byggingu bamadagheimilis, en núverandi húsnæði er langt frá því að upp- fylla núgildandi kröfur um slíka stofnun. Auk þess er dagheimilið í eigu kvenfélagsins Brynju. íþróttahús er í byggingu, áfast sundlaug sem þegar er í notkun. Útveggir íþróttahússins em vel á veg komnir, en framkvæmdir em ekki hafnar á þessu ári. Að lokum vildu forsvarsmenn sveitarfélagsins taka fram að mik- il atvinna hefði verið allt þetta ár. Eftirspum eftir húsnæði væri mikil og svo virtist sem sókn til búsetu hér væri vaxandi, eftir vemlega fækkun íbúa undanfarin tvö ár. Ekki hefur verið unnt að anna eftirspum eftir leiguhúsnæði á þessu ári. Aðeins er eitt íbúðar- hús í byggingu í hreppnum, á bænum Fremri-Breiðdal og er þar ennfremur verið að byggja stóra vélaskemmu. - EFG Bjarnarfj örður: Endurbætur á skólahúsi og félagsheimilimi á Klúku Þar verður rekið hótel í sumar Laugurhóli, Bjaraarfirði. Hlutfallslega miklar fram- kvæmdir standa nú yfir í Bjarn- arfirði miðað við íbúafjölda þar. Nýlega er lokið við byggingu refahúss í Framnesi, þá er verið að ljúka byggingu sundskýlanna við Gvendarlaug á Laugarhóli, og langt komið byggingu nýs íbúðarhúss á Klúku. Framundan eru svo endurbætur á skólahús- næðinu og félagsheimilinu á Laugarhóli fyrir um hálfa millj- ón króna. Framkvæmdir hér í Bjamarfírði hafa verið mestar í byggingum á undanfömum ámm. Hafa verið byggð ný íbúðarhús á Hóli, sem er einkaelliheimili Ingimundar Ingi- mundarsonar frá Svanshóli, og á jörðinni Klúku, en þar býr Pálmi Sigurðsson. Þá er einnig að ljúka S>yggingu sundskýlanna við Gvend- arlaug, hjá Klúkuskóla. íbúðarhúsið á Hóli og sundskýlin em byggð af Ólafí Ingimundarsyni á Svanshóli. Verktaki með honum við sundskýlabygginguna er Magn- ús Rafnsson á Bakka. Sundskýlin vom vígð til notkunar 9. maí síðast- liðinn en eftir er að ganga frá umhverfí þeirra og sundlaugarinn- ar. Öllum þessum húsum er það sam- eiginlegt að vera timburhús og að notaður er jarðvarminn á staðnum til kyndingar þeirra. Er hann lagður í sérstakt kerfí af slöngum í gólfum húsanna og hefir gefist einstaklega vel. Þá er þessa dagana verið að hefj- ast handa um viðamiklar endurbæt- ur á skólahúsnæði og félagsheimil- inu á Laugarhóli. En þar ætla konur í Bjamarfirði að reka sumarhótel Margir mættu við vígslu sundskýla á Laugarhóli. Lengst til vinstri er Ríkarður Másson sýslumaður. nú í sumar. Em þegar komnar mikl- ar pantanir og virðast því margir ætla að njóta fegurðar og kyrrðar í Bjamarfírði í sumar. Á fjárlögum þessa árs vom veittar krónur 800 þúsund til endurbóta við skólana á Laugarhóli og Drangsnesi. Refabændur í Bjamarfirði, en þeir em þrír, hafa ásamt öðmm komið sér upp fóðurblöndunarstöð á Hólmavík sem rekin er sem hluta- félag. Sendir fóðurblöndunarstöðin svo fóðrið tilbúið heim á bæina. Kom nokkmm sinnum fyrir í vetur, að hún varð að leigja snjómoksturs- tæki til að þetta væri hægt og láta ryðja veginn um Bjamarfjörð og Bessastaðaháls. Þá hefír nýlega verið haldinn fundur á Hólmavík á vegum Orku- stofnunar. Þar fara fram rannsókn- ir á jarðhita og fersku vatni til fískeldis. Meðal ákjósanlegra staða til slíkra hluta er Bjarnarfjörður. Ámi Hjartarson hjá Orkustofnun sagði að unnið verði að rannsóknum varðandi þetta verkefni í sumar. Auk þess verða helstu fram- kvæmdir í sumar við að ganga frá umhverfí sundlaugar og bygginga á Laugarhóli. Þá verður einnig rekstur sumarhótelsins lyftistöng fyrir atvinnu kvenna í Bjamarfírði. - SHÞ. INNLENT Frá framkvæmdum við nýju höfnina í Skipavík. Morgunbiaðið/Ámi Hafnarframkvæmdir í Hólminum: Ymsir horfa kvíðnir á breytingn hafnarinnar Stykkishólmi. SMÆRRI bátunum i Stykkis- hólmi fjölgar jafnt og þétt og á meðan kvótinn nær ekki til þeirra verður sjálfsagt fram- hald á slíku. Annars stunda þeir nú mest grásleppuveiðina sem hefir verið með betra móti um þessar slóðir og ef ekki kemur eitthvað sérstakt fyrir má búast við góðri vertíð, uppbót á vertí- ðina í fyrra, sem var með lakari móti. Allir þessir bátar þurfa svo góða höfn og það hefír verið höfuðverk- urinn undanfarin ár og margir möguleikar til umræðu, því svo fetur farið að ein höfn dugi ekki. vetur hafa verið miklar umræður um hvernig nýting gömlu hafnar- innar yrði sem best. Hefír verið hugað þar að skjólgarði og innan hans gæti svo orðið góð lega fyrir báta. Með þetta í huga hefír verið byrjað á garði í átt til Súgandiseyj- ar. Eru þetta miklar framkvæmdir, sem verða unnar í áfongum og sjálf- sagt ráða þar um fjármunir sem fást til slíks. Ýmsir horfa kvíðnir á breytingu hafnarinnar, sem er bæði hin feg- ursta og eðlilegasta, en þessi framkvæmd hefír verið í athugun lengi og mikil vinna og fyrirhöfn að baki, þar sem sveitarstjórinn okkar, Sturla Böðvarsson, hefír ásamt hafnarnefnd og ekki síst Pétri Ágústssyni formanni hennar, unnið þama mikið starf. Öllum hér um slóðir og þeim sem á þurfa að halda er mikið í mun að vel takist. — Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.