Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.06.1987, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ.IUDAGUR 2. JÚNÍ 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESIBRAGADÓTTUR Stj órnarmy ndunarviðræður: Kratar og- Fram- sókn notuðu helg- ina til hins ýtrasta ÞÓTT enginn fari nú formlega með umboð til stjómarmyndunar verður ekki annað sagt en Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafi notað helgina til hins ýtrasta í óformlegum stjórnarmyndunar- viðræðum. Þannig ræddu kratar við Alþýðubandalag og Kvennalista og Framsókn ræddi m.a. við Borgaraflokk. Framsóknarflokkurinn hefur útilokað stjóraarsamstarf við Borgaraflokk eftir þessar við- ræður, þar sem Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins hefur kynnt sér sjónarmið Sjálfstæðisflokksins hvað varðar samstarf við Borgaraflokkinn. Mun hann, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins hafa komist að þeirri niðurstöðu, að sjálfstæðis- menn útiloki með öllu samstarf við Borgaraflokk, að svo komnu máli og þar með komi samstarf Framsóknarflokks ekki til greina við Borgaraflokk. Neikvæð viðbrögð Al- þýðubandalags og Kvennalista Engin niðurstaða fékkst í þess- um viðræðum, en Alþýðuflokkur sendi Alþýðubandalagi og Kvenna- lista drög að málefnasamningi og æskti svara frá Kvennalista fyrir miðnætti í gær og frá Alþýðu- bandalagi á hádegi í dag. Síður er búist við að svör þessara flokka verði jákvæð, og þar með eru þeir út úr myndinni að mati alþýðu- flokksmanna. Eini kosturinn sem eftir er, að mati þeirra, er því myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks, þar sem þeir hafna þátttöku í fjögurra flokka ríkis- stjóm. Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokks sagði er hann kom af fundi forseta í gær: „Ég hef sagt það að við ætlum ekki að gerast þriðja hjól undir vagni frá- farandi ríkisstjómar og ræðum við þá flokka því aðeins að það sé undirskilið að þar sé allt til um- ræðu: málefnasamningur, verka- skipting og stjómarforysta." „Nei, það myndi aldrei verða á vetur setjandi og aldrei endast," svarað Jón Baldvin er hann var spurður hvort hann teldi fjögurra flokka ríkisstjóm líklegri úr þessu. Hann bætti við: „Það er ekkert annað en pólitískur uppboðsmark- aður.“ Hann var spurður hvort hann útilokaði fjögurra flokka stjóm: „Ég nenni ekki einu sinni að hugsa um þann kost,“ sagði Jón Baldvin. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er þetta erindi Alþýðu- flokksins einskonar aðdragandi að viðræðum við Framsóknarflokk, því fæstir reikna með jákvæðum svörum Kvennalista eða Alþýðu- bandalags við málefnadrögum Alþýðuflokks. Andstaða í röðum framsóknarmanna við viðræðum við krata Heimildir Morgunblaðsins úr forystu Framsóknar herma aftur á móti að vilji til viðræðna við Al- þýðuflokk fari enn minnkandi í Framsóknarflokki, ef svo má að orði komast um vilja sem nánast enginn er. Sömu heimildir herma að forysta Framsóknar sé nú kom- in á þá skoðun, nánast einróma, að eina stjómin sem myndanleg er sé samstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks með stuðningi Stefáns Valgeirssonar. Steingrím- ur Hermannsson hefur þegar spurt Stefán Valgeirsson hvort hann væri reiðubúinn til samstarfs, en svör Stefáns hafa ekki verið af- dráttarlaus, þar sem hann sagði að hann þyrfti að ræða við sína menn fyrir norðan. Hann mun þó ekki hafa tekið málaleitan Steingríms fjarri, en sagt að allt færi þetta jú eftir málefnum. Slík stjóm myndi hafa stuðning 32 þingmanna, sem myndi nægja til þess að fá fjárlög samþykkt og veijast vantrausti. Framsóknar- menn myndu að sögn samþykkja Þorstein Pálsson sem forsætisráð- herra í slíkri stjóm en sjálfstæðis- menn munu ekki ýkja ginnkeyptir fyrir slíku stjómarmynstri og telja það allt of veika stjóm. Framsókn- armenn segja aftur á móti að samstarf við Alþýðuflokk sé nánast út úr myndinni, þar sem ágreining- ur flokkanna sé geysilega mikill og persónuleg andúð í garð Jóns Baldvins svo mikil og almenn að hún verði ekki þögguð niður. Aðrir framsóknarmenn segja þó að and- úðin sé að mestu leyti til í nösunum á flokksforystunni, og hún risti ekki ýkja djúpt. Hún sé eiginlega blásin upp og mögnuð til þess að friðþægja svokallaða „landbúnað- armafíu" Framsóknarflokksins. Forseti Islands, frú Vigdís Finn- bogadóttir á nú um þijá kosti að velja, samkvæmt mati viðmælenda minna. Hún getur falið Jóni Bald- vin umboð til stjómarmyndunar, gefið lengri frest til óformlegra viðræðna eða tekið formenn þeirra þriggja flokka, sem nú er talið líklegast að geti myndað ríkis- stjóm, þ.e. Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, á eintal og gefið þeim óformleg fyrirmæli um að setjast nú á rökstóla og reyna að mynda ríkisstjóm. Líklegast talið að Jón Baldvin fái um- boðið næstur Líklegast er nú talið að forsetinn afhendi Jóni Baldvin Hannibals- syni, formanni Alþýðuflokksins umboð til stjómarmyndunar og hallast flestir að því að það verði þegar í dag. A hinn bóginn telja menn að hann muni ekki eiga ýkja árangursríkar viðræður við aðra flokka, þar sem hann mun einung- is stefna að myndun þriggja flokka ríkisstjómar. Sjálfur hefur Jón Baldvin sagt að fjögurra flokka ríkisstjórn væri ekkert annað en pólitískur uppboðsmarkaður og hann nennti ekki einu sinni að hugleiða þann möguleika. Fari svo að Alþýðubandalag og Kvennalisti svari honum neitandi, (reyndar benda fyrstu viðbrögð Kvennalista til þess að svarið verði neikvætt, samkvæmt mínum heimildum), þá á hann engra kosta völ. Hann verð- ur að snúa sér til Framsóknar, og þar mun hann fá óblíðar viðtökur. Því er ekki við því að búast að Jón Baldvin muni halda umboði til stjómarmyndunar lengi. Framkvæmdastjóm Alþýðu- bandalagsins kom saman til fundar kl. 18 í gær og stóð fundur hennar í tæpa þrjá tíma. A fundinum fóru fram ýtarlegar umræður um drög þau að málefnagrundvelli, sem Al- þýðuflokkur sendi Alþýðubanda- lagi til samþykktar eða höfnunar. Samkvæmt heimildum Morgnn- blaðsins varð niðurstaða fundarins sú að Svavari Gestssyni var falið að ræða við Jón Baldvin og skýra honum frá þeirri niðurstöðu fram- kvæmdastjómar að Alþýðubanda- lagið væri reiðubúið til þess að ræða við Alþýðuflokkinn um mál- efni, en flokkurinn væri ekki tilbúinn til þess að samþykkja að því væri slegið fyrirfram föstu, að slíkar viðræður væru undirbúning- ur að myndun tiltekinnar ríkis- stjómar. Með öðmm orðum hafnar Alþýðubandalagið því að slíkar við- ræður við Jón Baldvin séu undir- búningur að myndun ríkisstjómar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Má því líta þann- ig á að þessi tilraun Jóns Baldvins fari út um þúfur, en Svavar og hann munu eiga fund fyrir hádegi nú í dag, þar sem Svavar greinir honum frá þessari niðurstöðu. Langvinnar stjórnar- myndunarviðræður framundan Að vísu eru ákveðnir menn í Alþýðuflokki sem eru ekki sann- færðir um að svör Kvennalista og Alþýðubandalags verði með öllu neikvæð. Benda þeir á að Jón Bald- vin hafi ekki fengið tækifæri til þess að ræða við þessa fiokka, með umboð í höndum og hann hafi talið að ekki væri fullreynt með mögu- leika á samstarfí við Kvennalista þegar Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins sleit formleg- um stjómarmyndunarviðræðum við Kvennalista og Alþýðuflokk sl. miðvikudagskvöld. Sömu aðilar segjast þó ekki ýlq'a bjartsýnir, þar sem lögbindingar- leið lágmarkslauna, sem er „ófrávíkjanlegt skilyrði" Kvenna- lista komi ekki til greina af hálfu Alþýðuflokks. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur farið sér hægt um helgina og ekki staðið í óformlegum við- ræðum við fulltrúa annarra flokka. Það sjónarmið er enn rílqandi hjá forystu Sjálfstæðisflokksins að eini kosturinn til þess að mynda sterka ríkisstjóm sé samstjóm Sjálfstæð- isflokks, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, en þar á bæ, sem annars staðar, gera menn sér vissu- lega grein fyrir örðugleikum á myndun slíkrar ríkisstjómar. Það er þvl ekki við því að búast að mikil breyting verði á stjómar- myndunarviðræðum þó að einhver einn stjómmálaforingjanna fái formlegt umboð í hendur og fátt bendir til þess að þjóðin fái starf- hæfa ríkisstjóm á allra næstu vikum. Minning: Guðrún Jóhanns- dóttir, Stóru-Tungu Fædd i.júlí 1897 Dáin 21. maí 1987 í dag fer fram að Staðarfelli í dölum vestur útför mikillar heiðurs- konu, Guðrúnar Jóhannsdóttur, sem um margra ára bil bjó með manni sínum, Pétri Ólafssyni, að Stóru-Tungu á Fellsströnd í Dölum. Guðrún var fædd 1. júlí 1897 á Þórkötlustöðum í Grindavík. Faðir hennar, Jóhann Eyjólfur Brynjólfs- son, var sjómaður og fórst í róðri 1. nóvember 1900, en móðir var Agnes Ámadóttir, ættuð úr Grindavík. Fljótlega eftir þetta hörmulega slys flutti móðirin með bam sitt frá Þórkötlustöðum vestur í Staðar- hverfi í Grindavík og bjó þar að Móum til ársins 1908. Um það leyti fluttist Guðrún, komung _að aldri, á heimili foreldra minna, Ólafíu og Einars, sem bjuggu í Garðhúsum í Jámgerðarstaðarhverfi. Afi minn, Einar Jónsson, og amma, Guðrún Sigurðardóttir, voru þá enn á lífi og var unga telpan mjög hænd að þeim. Ég man eftir afa mínum frá 1916 til 1918 og tók vel eftir hve blíður hann var við þessa fallegu ungu stúlku. Það sama hefur mér verið sagt um ömmu mína, en eftir henni man ég svo að segja ekki. Það gladdi mig, þegar ég fyrir einum til tveim áratugum varð þess vísari, eftir áreiðanlegum heimild- um, að afi minn, sem var nokkuð vel efnum búinn, hafði eftir að hann var orðinn rúmfastur sent ungu stúlkuna, Guðrúnu, með leyndustu skilaboð til nærliggjandi bæja. Sýn- ir það best hve vel hann treysti henni. Árin liðu og heimilið stækkaði og alltaf var Guðrún Jóhannsdóttir á sínum stað. Menn halda kannski að það sé hægðarleikur að starfa og vera Skógræktarferð Kvenfé- lagasambands Kópavogs nokkurs ráðandi á stóru heimili, þegar að heimilisfólkið er farið að skipta tugum, nei, svo er alls ekki. í Garðhúsum voru oft um og yfir 30 manns og því í mörgu að snú- ast. Að vísu var móðir mín kven- skörungur, en hún þurfti að sjálfsögðu aðstoðar við og ég held að varla hafi verið betra samstarf millum neinna en hennar og Guð- rúnar. Auðvitað var á hveijum tíma mikið af afbragðsfólki í Garðhúsum, því ber ekki að neita, en mér finnst Guðrún ævinlega bera af. Þegar að Guðrún Jóhannsdóttir fór loks alfarin frá Garðhúsum, ásamt manni sínum, Pétri Ólafs- syni, sem hún kynntist þar á heimilinu, og hélt áleiðis til síns nýja heimilis vestur á Fellsströnd held ég að margir hafi saknað henn- ar, en allir óskað henni gæfu og gengis. Þess sem ég minnist ekki síst í fari frú Guðrúnar er hve nærgætin og góð hún var við okkur börnin á heimilinu og það fannst mér hald- ast alla hennar löngu ævi. Varla kom hún svo í heimsókn hér suður, eftir að hún flutti vestur, að hún ekki liti inn til okkar bamanna, glöð og skemmtileg að vanda. Þar sem að lífsskoðun mín er sú, að þótt líkami okkar hverfi af yfir- borði jarðar við andlát deyji lífið sjálft ekki gæti því farið svo, að einhvem tímann í framtíðinni ætt- um við eftir að hittast á ný á allt. öðmm vettvangi. Fjölskyldan frá Garðhúsum send- ir heimilisfólkinu í Stóm-Tungu á Fellsströnd dýpstu samúðarkveðjur. Ólafur E. Einarsson Á AÐALFUNDI Kvenfélagasam- bands Kópavogs 28. mars sl. var samþykkt að tilnefna þrjár konur í Skógræktarnefnd, eina frá hverju aðildarfélagi en aðildar- félögin eru Kvenfélag Kópavogs, Kvenfélagið Freyja og Kvenfé- lagið Edda. Nefnd þessi, sem skipuð er þeim Soffíu Eygló Jónsdóttur, Jónínu Þ. Stefánsdóttur og Maríu Magnús- dóttur, biður konur að fjölmenna að Einbúa í Kópavogi fimmtudag- inn 4. júní kl. 20.00 til að hlúa að og gefa áburð þeim tijáplöntum sem gróðursettar vom vorið 1985. Einar Sæmundsson landslags- arkitekt bæjarins verður einnig á svæðinu. Hlúð að tijáplöntunum við Einbúann vorið 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.