Morgunblaðið - 11.06.1987, Side 2

Morgunblaðið - 11.06.1987, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Olíuverð hækkaði ekki í 10 mánuði Verðið stendur nú í stað á mörkuðum ytra Olíuverðhækkunin sem varð 1. júní, úr 6,90 krónum lítrinn í 7,70 krónur lftrinn eða 11,5%, var sú fyrsta hér á landi frá ágúst 1986. Þá lækkaði olfan úr 7,60 krónum og þar áður lækkaði olí- an f maf 1986 úr 8,40 krónum. Verð á jarðolíu hefur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verið nokkuð stöðugt á mörkuðum und- anfarið eða í kringum 18 dalir tunnan. Miklar verðsveiflur hafa orðið á olíu undanfarin ár; þannig var verð á jarðolíu um 28-30 dalir tunnan í desember 1985 og komst niður fyrir 10 dali tunnan fyrri hluta ársins 1986 en hefur sfðan farið hækkandi. Verð á unninni olíu á mörkuðum í Evrópu hefur verið nokkuð stöð- ugt frá áramótum. Verðið hækkaði þá vegna kuldanna miklu í Evrópu og aukinnar eftirspumar í fram- haldi af þeim. Við það lækkaði birgðastaða margra landa sem nú undanfarið hafa verið að lagfæra hana og því hefur eftirspumin hald- ist og verðið staðið í stað. Ekki er búist við að verð á olíu lækki aftur úr því sem nú er þar sem samtök olíuframleiðsluríkja hafa náð samstöðu um framieiðslu en þau stefndu að því að halda verði á jarðolíu í 18 dölum á tunnu. Mokveiði í Laxá í Þing — Þrír 20—21 punda laxar veiddust í gær LAXVEIÐI á stöng hófst í þrem- ur ám í gær, Laxá í Aðaldal, Laxá í Kjós og Elliðaánum og gekk á ýmsu. Þannig veiddist ekkert á fyrstu vaktinni f Elliða- Vegavinnu- menn boða verkfall TVÖ verkalýðsfélag á Suður- landi, Þór á Selfossi og Rangæ- ingur í Rangárvallasýslu, hafa boðað verkfall hjá starfsmönn- um Vegagerðar ríkisins á svæðinu frá og með 19. júní. Nýlega slitnaði upp úr samn- ingaviðræðum ýmissa verka- lýðsfélaga og ríkisins vegna starfsmanna Vegagerðarinnar um allt land. Verkalýðsfélögin Þór og Rangæingur hafa jafnframt vísað samningum starfsmanna Skóg- ræktar ríkisins og ríkisins til ríkissáttasemjara og óskað eftir að mál þeirra verði rætt samhliða kjaradeilu starfsmanna Vegagerð- arinnar. ánum, prýðilega aflaðist f Kjósinni og mokveiði var f Aðal- dalnum. Stórlaxar veiddust bæði f igós og Þingeyjarsýslu. I Laxá í Aðaldal var sérstaklega flörugt; Húsvíkingar með þijár stangir og veiddu fyrir neðan Æðarfossa mættu í hús á hádegi með fullan kvóta, 30 iaxa, 10—20 punda, og ein dagstöng í „efri ánni“ skilaði 5 löxum af fyrri vakt- inni, en missti fjóra til viðbótar. Allt var það einnig stór og góður lax. Að sögn Orra Vigfússonar formanns Laxárfélagsins sem hef- ur mikinn hluta Laxár á leigu, var áin „blá af laxi“ fyrir neðan Fossa og mikill lax einnig genginn upp. Helgi Bjamason á Húsavík veiddi stærsta laxinn, 20 punda hæng. Veiði var einnig góð í Laxá í Kjós, en þar bar þó helst til tíðinda að tveir mjög stórir laxar veiddust fyrsta morguninn. Jón Bjami Þórð- arson veiddi 21 punda hæng í Klingenberg og Ámi Þorvaldsson fékk 20 punda hæng á Laxfoss- breiðu. Báðir laxamir tóku maðk. í Elliðaánum voru rólegheitin alls ráðandi og í fyrsta skipti í mörg ár veiddist þar enginn lax í opnun. Þó er eitthvað af laxi gengið í ána. Sjá „Eru þeir að fá’ann?" á bls. 43. Unnið við útskipun freðfisks f Hofsjökul í Keflavfkurhöfn síðdegis f gær. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Verðmætasti farmur sem farið hefur frá landinu HOFSJÖKULL fór í gærkvöldi frá Keflavfk áleiðis til Banda- ríkjanna með frosinn fisk á vegum Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Verðmæd farmsins er nm 450 milljónir kr. og er talið að þetta sé verð- mætastí farmur sem fluttur hefur verið frá landinu f einni ferð. Hofsjökull hefur að undanfömu farið hringinn í kring um landið og lestað frosinn físk fyrir Banda- ríkin. Endaði hann hringferðina í Keflavík í gær og hélt í gær- kvöldi með fullfermi, eða 2.500 tonn af frosnum sjávarafurðum, til Bandaríkjanna. Verðmæti farmsins er 11,5 milljónir dollara, sem samsvarar 450 milljónum kr. Að sögn Bjama Lúðvíkssonar hjá SH er þetta lang verðmætasti farmur sem farið hefur frá landinu í einni ferð. Lætur nærri að í þessum eina farmi séu um 5% af útflutningsverðmæti SH á árínu. Verðmætaaukningin er vegna verðhækkunar í Banda- ríkjunum og vegna þess að óvenju mikið er af humri í þessum farmi. Húsnæðisstofnun hætt- ir útgáfu lánslof orða „Hækka þarf útlánsvexti,“ segir Sigurður E. Guðmundsson EKKI verða gefin fleiri lánslof- orð vegna fasteignakaupa frá Húsnæðisstofnun rikisins fyrr en vaxtasstefna ríkisstjómarinnar liggur fyrir og samningar hafa verið gerðir við lífeyrissjóðina um kaup á skuldabréfum rikis- sjóðs í samræmi við hana. Þetta kom fram á blaðamannafundi, sem stjóm húsnæðisstofnunar boðaði tíl í gær. Það kom fram hjá Sigurði E. Guðmundssyni á þessum fundi, að um þessar mundir standa yfír samn- ingaviðræður milli stofnunarinnar, fulltrúa lífeyrissjóðanna og ríkisins um kaup sjóðanna á skuldabréfum ríkissjóðs til þess að ^ármagna ián á árínu 1989. Forsenda niðurstaðna þeirra viðræðna væri þó að hreinar línur lægju fyrir frá hendi stjóm- valda um vaxtastefnu. „Ljóst er að samræma þarf inn- og útlánsvexti," sagði Sigurður og taldi að í því hlyti að felast að vextir á húsnæðismála- lánum hækkuðu til samræmis við vexti á lánum lífeyrissjóðanna í húsnæðiskerfíð. Ársvextir á hús- næðismálaiánum em nú 3,5% en 6,25% á lánum lífeyrissjóðanna. Sjá frásögn af húsnæðiskönn- un Félagsvísindastofnunar á bls. 13. Hvammur í Reyðarfirði: Ibúðarhús eyði- leggst í eldi Þriggja milljóna króna tjón Eskifirði. ELDUR kom upp í íbúðarhús- inu á bænum Hvammi í Helgu- staðahreppi við Reyðarfjörð laust fyrir kl. 10.30 í gær, mið- vikudag, og er húsið talið gjörónýtt af völdum eldsins. Slökkviliðið á Eskifirði var kvatt á vettvang og var húsið alelda er það kom á staðinn. Enginn var i húsinu er eldurinn kom upp en eigandi þess, Hörð- ur Sverrisson, var staddur í fjörunni beint neðan af bænum er hann varð eldsins var. Að sögn Harðar hafði hann gengið niður í ijöruna og aðeins verið þar um 20 mínútur er hann varð þess var að reyk lagði frá glugga í kjallara hússins. Hljóp hann þegar heim að bænum og reyndi inngöngu þar og hann ætlaði að komast í síma, en varð frá að hverfa sökum mikils reyks í húsinu. Fór hann því heim að næsta bæ, sem er Sellátrar, og var hringt þaðan í slökkviliðið á Eskifírði. Að sögn Ásbjöms Guðjónsson- ar, slökkviliðsstjóra á Eskifírði, var siökkviliðið kvatt út um kl. 10.40 og var það komið á vett- vang laust fyrir kl. 11.00. íbúðar- húsið í Hvammi, sem er tvílyft steinhús logaði þá gafla á milli og stóð eldur út um alla glugga. Siökkvistörf tóku um það bii eina Morgunblaðið/IngóUur Friðgeirsaon íbúðarhúsið í Hvammi eyði- lagðist af völdum elds í gærmorgun. klukkustund, en þá var húsið orð- ið mikið bmnnið og stórskemmt ef ekki ónýtt af völdum eldsins. Aðspurður um upptök eldsins sagði Ásbjöm að um þau væri ekki vitað þó telja mætti líklegt að kviknað hefði í út frá gömlum kolaofni í kjallara hússins. Tjónið er metið á þijár milljón- ir króna. — Ingólfur Skákmótið á Egilsstöðum: Gulko vann SOVÉSKA skákkonan Anna Gulko sigraði á Opna Austur- landsmótinu, sem lauk á Hotel Valaskjálf á Egilsstöðum í gær. Hlaut Anna 7 vinninga af 9 mögulegum. Anna bar sigur úr býtum eftir langa og spennandi skák í lokaum- ferðinni gegn Þresti Þórhallssyni. Skákinni lauk eftir 80 leiki og sjö og hálfs tíma setu með sigri Önnu. í öðm sæti með 6,5 vinning var Finninn Antti Pyhálá, Sævar Bjamason í þriðja sæti með 6 vinn- inga og í flórða til sjötta sæti með 5 vinninga vom Þröstur Ámason, Hrafn Loftsson og Charles Adel- man. Vinningsverðlaunin em 12.000 dollarar eða rúmlega 450 þúsund krónur og skiptast þau á milli sex efstu keppendanna. í fyrstu verð- laun em 6.000 dollarar eða um 230 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.