Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Morgunblaðið/Einar Falur Verkfallsverðir stéttarfélags verkfræðmga við Verkfræðiskrifstofu Sigurður Thoroddsen við Armúla í gær. Fundað í verkfræðingadeilunni SAMNINGANEFNDIR verk- fræðinga og verkfræðistofanna voru á samningafundi hjá ríkis- sáttasemjara fram eftir kvöldi í gær. Þegar Morgunblaðið hafði síðast spurnir af fundinum var jákvæður andi í viðræðunum, en ekki vitað hvort samnmgur væn í augsýn. Töluverð harka hefur verið í verkfalli verkfræðinga undanfama daga. í gær stóðu verkfallsverðir vörð við tvær verkfræðistofur í Reykjavík og meinuðu verkfræðing- um sem þar vinna og jafnframt eru hluthafar að komast til vinnu. Síðan varð samkomulag á milli aðila um að fresta aðgerðum á meðan samn- ingafundurinn, sem hófst klukkan 17 í gær, stæði. VEÐURHORFUR í DAG, 11.06.87: YFIRLIT á hádegi I g»r: Yfir Grænlandshafi og hafinu norður af (slandi er 1027 millibara hæðarsvæði sem þokast heldur austur. Minnkandi 995 millibara djúp lægð er yfir Skandinaviu. SPÁ: Hæg breytileg átt og víðast léttskýjað nema helst austast á landinu. Hiti é bilinu 12 tiM6 stig sunnan- og vestanlands en 8 til 10 stig noröan lands og austan. VEBURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR: Norðan- og norðvestan gola, víða skýjað um norð- anvert landið en víðast bjartviðri í öðrum landshlutum. LAUGARDAGUR: Vestanátt, gola eða kaldi (3-5 vindstig). Skýjað og ef til vill smá skúrir á vestur- og suðvesturlandi en annars stað- ar bjartviðri. Hiti á bilinu 7 til 8 stig noröan- og vestanlands en 10 til 14 stig víða annars staðar. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: *' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / ■* ■# * * * * * Snjókoma * * * 1 o Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur _j. Skafrenningur p7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma Akureyri hltl 7 vttður léttskýjafi Raykjavfk 10 lóttskýjafi Bergen 11 skúr Helsinki 18 lóttskýjað Jan Mayen 0 alskýjað Kaupmannah. 16 skýjafi Narssarssuaq 6 rignlng Nuuk 4 rigning Osló 13 skýjað Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 8 akýjað Algarve 21 lóttskýjað Amsterdam 16 hitfskýjað Aþena 28 heiðskfrt Barcelona 21 skýjað Berlfn 18 skúr Chicago 12 skýjað Feneyjar 23 heiðskfrt Frankfurt 17 skýjað Hamborg 17 skýjað LasPalmas London 16 vantar skýjað Los Angeles 15 þokumóða Lúxemborg 16 skýjað Madrfd 19 Mttskýjað Malaga 26 heiðskírt Mallorca 21 skýjað Miaml 27 skýjað Montreal 13 lóttskýjað NewYork 16 heiðskfrt Parfs 16 skýjað Róm 23 lóttskýjað Vfn 18 skýjað Washington Winnipeg 14 vantar Skýjað Fiskmarkaðurinn í Bremerhaven Verð á karfa hærra en nokkru sinni fyrr Bremerhaven, frá Hirtí Gíslasyni, blaðamanni Morgimblaðsins. VERÐ á karfa var á þriðjudag hærra en nokkru sinni fyrr á upp- boðsmarkaðnum í Bremerhaven í Þýskalandi. Þýskur togari fékk þá fjögur þýsk mörk fyrir hvert kíló, 85 krónur rúmar. Astæðan er fyrst og fremst mjög lítið framboð og skortur á karfa. Stjórnend- ur fiskmarkaðsins telja að þetta háa verð muni stórlega draga úr eftirspurn en jafnframt sé hætta á auknu framboði í kjölfar þessa, offramboði og mjög lágu verði. Reinhard Meiners, framkvæmda- stjóri fiskmarkaðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta háa verð myndi valda verðlækkun mjög fljótlega. Næsta vika gæti hins vegar orðið varasöm fyrir út- flytjendur á fiski ef þeir gættu sín ekki og seldu of mikið inn á markað- inn. Hann sagði menn verða að fara eftir upplýsingum um framboð og eftirspum, en boð og bönn, eins og hugmyndir um útflutningsstopp, kæmu tæpast til greina. Ari Halldórsson, einn þeirra sem sjá um fisksölu í Þýskalandi, segir að stjóma verði magninu inn á markaðinn hveiju sinni í samræmi við aðstæður þannig að engin „slys“ verði eins og því miður hafi komið fyrir hvað eftir annað. „Það er ábyrgðarhluti séu menn hvattir til of mikils útflutnings, en það felst ekki minni ábyrgð í því fari útflytj- endur ekki eftir ráðleggingum og upplýsingum um markaðsstöðuna, og geti með því, eins og dæmin sanna, valdið sér og öðrum verulegu fjártjóni," sagði Ari Halldórsson. Þórarinn Guðbergsson, sem einn- ig annast fisksölu í Þýskalandi, tekur í svipaðan streng og Rainer og Ari. Hann segir að stöðugt og jafnt framboð sé forsenda þess að útflutningur á ferskum fiski gangi eðlilega fyrir sig, og hvorki kaup- endur né seljendur verði fyrir skakkaföllum, framboð megi hvorki verða of mikið né of lítið, og haga verði veiðum íslenskra fiskiskipa þannig að tekið sé tillit til vinnslu- getu í landi og markaðsaðstæðna erlendis. Ríkið og flugumf erðarstj órar: Samningar náðust í gær SAMNINGAR náðust í gær í deilu samning með fyrirvara um sam- flugumferðastjóra og ríkisvalds þykki félagsmanna. og undirrituðu fulltrúar aðila INNLENT Hafskipsmál: Fundað hefur verið stíft síðustu tvær vikur og náðist að lokum sam- komulag, með því að mikilvægustu kröfu flugumferðarstjóra var full- nægt. Að sögn Jón Ama Þórissonar varaformanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra fólst þessi krafa í því, að hluti fastra aukagreiðslna var viðurkenndur til fastra launa, þannig að kæmi til tekna við greiðslu eftirlauna. Að öðru leyti vildi Jón Ami ekki tjá sig um efnis- atriði samningsins, enda væri félagsfundur annað kvöld. Urskurður umfrávís- unarkröfuí júlímánuði KRAFA veijenda fjögurra fyrr- um forsvarsmanna Hafskips hf., um að máli ákæruvaldins gegn þeim verði vísað frá dómi, verður ekki tekin fyrir hjá sakadómi Reykjavíkur fyrr en i júlL Er það vegna sumarleyfis dómarans. Þegar málið var þingfest í saka- dómi hinn 5. maí síðastliðinn, kröfðust veijendur þess að málinu jirði vísað frá, þar sem ríkissak- sóknari hefði átt að víkja sæti vegna tengsla sinna við málið. Áður en frávísunarkrafan var tekin fyrir kröfðust veijendumir þess að ríkis- saksóknari og Albert Guðmundsson yrðu kallaðir fyrir sem vitni og að aflað yrði upplýsinga um lántökur ríkissaksóknara. Sakadómur hafn- aði þessum kröfum og Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð 4. júní sl. Úrskurður um frávísunarkröfu veij- endanna verður að öllum líkindum kveðinn upp fljótlega eftir að Har- aldur Henrysson, sakadómari, kemur aftur til starfa 1. júlí, að loknu sumarfríi. Kristján Jakobsson Pilturinn sem lést í Vaglaskógi UNGI pilturinn, sem lést í Vagla- skógi aðfaranótt sl. laugardags, hét Kristján Jakobsson, til heim- ilis að Vanabyggð 8c á Akureyri. Kristján heitinn var fæddur þann 5. júlí árið 1971 og var því 15 ára er hann lést.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.