Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987
&
ÚTVARP / SJÓNVARP
undirstaða
Enskan sækir stöðugt á í ljósvaka-
miðlunum. Dæmi: Senn siglir sænska
hljómsveitin Europe uppað íslands-
ströndum að lemja húðir og þenja
raddbönd. Að undanfömu hefír einn
hljómsveitarstrákurinn sent kveðju til
hlustenda Bylgjunnar — nú hugsa
víst flestir með sér að kveðjan hafí
hljómað á sænsku — nei, aldeilis ekki,
hún hljómar á því ástkæra ylhýra
alþjóðamáli er ENSKA nefnist og
auðvitað dettur ekki nokkrum lifandi
manni í huga að þýða kveðjuna, er
nokkur ástæða til þess þegar hlustir
eru stútfylltar af engilsaxnesku poppi
og bandarískar kvikmyndir og sjón-
varpsþættir prýða sjónsteina bróður-
part hvfldartímans?
Ég óttast satt að segja að vamað-
arorð íslenskumanna er hefir borið
fyrir augu lesenda Morgunblaðsins
að undanfömu eigi við rök að styðj-
ast, eða tóku menn eftir því að
kynning Gunnars Larsen á tískusýn-
ingunni á fegurðarhófínu í Broadway
var á ensku. Smásmygli máski en
margt smátt gerir eitt stórt og hvað
um allar sjónvarpsauglýsingamar þar
sem enskan sækir stöðugt á — að
mér virðist. En hvað sem líður hinum
óheillavænlegu áhrifum poppiðnaðar-
ins, hins engilsaxneska kvikmynda-
iðnaðar og auglýsingafársins á
bijóstvöm þjóemis vors þá eru sýnu
alvarlegust áhrif hins enskuskotna
bamaefnis.
Power GrayskullH
Undirritaður var staddur á hvíta-
sunnudag útí garði að reyta arfa, að
sjálfsögðu með í það minnsta eitt
viðtæki í gangi, samt bárust dular-
full hljóð frá drengjunum á efri
hæðinni og byijuðu þau öll á orðinu
POWER. Það er ekki að orðlengja
að undirritaður hverfur úr arfabeðinu
og læðist uppí bamaálmuna. Skýrð-
ust nú hin undarlegu hljóð er fjöl-
miðlaskríbentinn komst að því að
smáfólkið var tekið til við að ræða
saman á ensku setningamar hrifsað-
ar beint úr uppáhaldsþáttunum á
Stöð 2; MASTERS OF THE UNI-
VERSE og POWER EXTREME, að
sjálfsögðu samhengislausar en samt
voru drengimir standandi hissa á
gamla manninum er hann spurði: Af
hveiju taliði ekki saman á íslensku,
strákar? HE-MAN og SKELETOR
tala ekki saman á íslensku, pabbi,
veistu þetta ekki?
Brestur stíflan?
Forsvarsmenn Stöðvar 2 hafa
löngum lofað að lesið yrði inná bama-
efni en ekki hafa þeir staðið við þau
loforð. Ég vil minna yfirmenn Stöðv-
ar 2 á þá staðreynd að bamaefnið á
laugardags- og sunnudagmorgnum
réði mestu um söluna á myndlyklun-
um á úrslitastundu. En haldiði, ágætu
dagskrárstjórar, að fólk uni því til
lengdar að bömunum sé boðið uppá
myndir með ensku tali, ég læt vera
unglingamyndimar er bef fyrir augu
áhorfenda þá líður að hádegi.
Umsjónarmenn bamaefnis ríkis-
sjónvarpsins hafa lagt sig fram um
að fínna snjalla upplesara úr leikara-
stétt er hafa oft auðgað bamamynd-
imar og nefni ég af handahófi hinn
fjallhressa Karl Agúst Úlfsson. Hafí
umsjónarmenn bamaefnis ríkissjón-
varpsins sæmd af en betur má ef
duga skal. Það hlýtur að vera frum-
krafa íslenskra foreldra og bama
þeirra að allt baraaefni í sjónvarpi
beri lesinn íslenskan texta. Það er
raunar móðgun við smáfólkið er á
að erfa landið að bjóða því uppá að
hlýða stöðugt á erlent tal og senni-
lega þekkjast slík vinnubrögð hvergi
nema hjá vanþróuðum þjóðum er
kremjast því miður svo alltof oft und-
ir hæl hins alþjóðlega vitundariðnað-
ar. Ef ekki verður hér gerð bragarbót
sé ég ekki annað til ráða en setja lög
um að lesið verði inná allt íslenskt
bamaefni. En það mál er að sjálf-
sögðu í höndum væntanlegs mennta-
málaráðherra er stendur i stafni þess
fleys er ber okkur um hringiðusvelg
ljósvakaelfunnar.
Ólafur Mv
Jóhannesson
Ríkissj ónvarpið:
Góði granninn
Sam
Góði granninn
Ol 35 Sam, bandarísk
^ -1- gamanmynd frá
árinu 1964, er á dagskrá
sjónvarps í kvöld. Sam
nokkrum Bissell er falið
mikilvægt verkefni á aug-
lýsingastofu þar sem hann
starfar. Samtímis býðst
honum mikið fé fyrir að
leika eiginmann miljóna-
erfíngja í nokkra daga.
Hann hyggur gott til glóð-
arinnar en ekki gengur
vandræðalaust að sameina
þessi hlutverk. Leikstjóri
er David Swift en mað að-
alhlutverk fara Jack
Lemmon, Romy Schneider,
Dorothy Provine og Ed-
ward G. Robinson.
'V'r nmr
Gamanmyndin Góði granninn Sam er á dagskrá sjónvarps í kvöld.
UTVARP
©
FIMMTUDAGUR
11. júní
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir
7.03 Morgunvaktin. Hjördís
Finnbogadóttir og Óðinn
Jónsson. Fréttir eru sagðar
kl. 8.00 og veðurfregnir kl.
8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og
síðan lesiö úr forustugrein-
um dagblaðanna. Tilkynn-
ingar eru lesnar kl. 7.25,
7.55 og 8.25. Guömundur
Sæmundsson talar um dag-
legt mál kl. 7.20. Fréttir á
ensku sagðar kl. 8.30.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.05 Morgunstund barn-
anna. Gunnvör Braga les
fyrri hluta þýðingar Theó-
dors Árnasonar á ævintýr-
inu „Litla klárnum" úr
bókinni „Gömul ævintýri".
9.20 Morguntrimm. Tónleik-
ar.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir
10.30 Ég man þá tfð. Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón:
Anna Ingólfsdóttir. (Þáttur-
inn veröur endurtekinn að
loknum fréttum á miðnætti).
11.65 Útvarpiö í dag.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 ( dagsins önn — Við-
talið. Umsjón: Ásdís Skúla-
dóttir. (Þátturinn verður
endurtekinn nk. mánudags-
kvöld kl. 20.40.)
14.00 „Davíð", smásaga eftir
Le Clécio. Þórhildur Ólafs-
dóttir þýddi og flytur for-
málsorö. Silja Aðalsteins-
dóttir les síöari hluta.
14.35 Dægurlög á milli stríða.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Sumar í sveit. Umsjón:
Hilda Torfadóttir. (Frá Akur-
eyri.) (Endurtekinn þáttur frá
kvöldinu áður.)
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.05 Dagbókin
Dagskrá
16.15 Veðurfregnir
16.20 Barnaútvarpið
17.00 Fréttir. Tilkynningar.
17.05 Síödegistónleikar.
a. Hornkonsert nr. 2 í Es-
dúr K. 417 eftir Wolfgang
Amadeus Mozart. Barry
Tuckwell og St. Martin-in-
the-Fields-hljómsveitin
leika; Neville Marriner
stjórnar.
b. Sinfónía nr. 28 í C-dúr
K. 200 eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart. Fílharmoníu-
sveitin i Berlín leikur; Karl
Böhm stjórnar.
17.40 Torgið
Umsjón: Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torgið, framhald.
Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar
Daglegt mál. Endurtekinn
þáttur frá morgni sem Guð-
mundur Sæmundsson
flytur.
19.40 Aö utan. Fréttaþáttur
um erlend málefni.
20.00 Vegryk. Þáttur í umsjá
Jóns Hjartarsonar.
20.40 Tónleikar i útvarþssal.
a. Elísabet Erlingsdóttir
syngur lög eftir Charles Ives
og Þorkel Sigurbjörnsson.
Kristinn Gestsson leikur
með á píanó.
b. Margrét Gunnarsdóttir
leikur píanósónötu í g-moll
SJÓNVARP
FIMMTUDAGUR
11. júní
20.00 Fréttir.
20.40 Auglýsingar og dag-
skrá.
20.45 Ráðherrafundur í
Reykjavík.
Þáttur á vegum fréttastofu
sjónvarpsins um fund ut-
anríkisráöherra Atlantshafs-
bandalagsríkja I Reykjavík.
21.35 Góði granninn Sam
(Good Neighbour Sam).
Bandarísk gamanmynd frá
1964. Leikstjóri: David
Swift. Aöalhlutverk: Jack
Lemmon, Romy Schneider,
Dorothy Provine og Edward
Q. Robinsoo. Sam Bissel
er faliö mikilvægt verkefni á
auglýsingastofunni þar sem
hann starfar. Um leið býðst
honum of fjár fyrir að leika
eiginmann milljónaerfingja í
nokkra daga. Sam hyggur
gott til glóðarinnar en ekki
gengur það árekstralaust
að sameina þessi hlutverk.
Þýðandi: Reynir Harðarson.
23.45 Dagskrárlok.
6
0:
STOD-2
FIMMTUDAGUR
11. júní
i 16.45 Ástargyöjan Rita Hay-
worth (Rita Hayworth. Love
Goddess). Bandarísk bíó-
mynd frá 1983 um leikkon-
una Ritu Hayworth sem lést
í maímánuði sl. [ aðalhlut-
verkum eru Lynda Carter,
Michael Lerner, John
Considine og Alejandro
Rey. Leikstjóri: James
Goldstone.
Á fimmta áratugnum lagði
kyntáknið Rita Hayworth
Hollywood að fótum sér.
Hún var sú sem allir menn
vildu eiga og allar konur
líkjast. En þrátt fyrir frægð
og frama — eða kannski
vegna þess — mætti Rita
andstreymi í sínu eigin lífi.
i 18.30 Ljóti andarunginn eftir
H.C. Andersen. Teikni-
mynd.
19.00 Kattanóru-sveiflu-
bandið. Teiknimynd.
19.30 Fréttir.
20.00 Bresku kosningarnar.
Þórir Guðmundsson frétta-
maöur ræðir við breska
stjórnmálaskýrendur og
kynnir jafnframt frambjóð-
endur bresku þingkosning-
anna sem fara fram í dag,
11. júní.
20.30 Sumarliðir. Hrefna
Haraldsdóttir kynnir helstu
dagskrárliði Stöðvar 2
næstu vikuna, virðir fyrir sér
mannlífið og stiklar á menn-
ingarviöburðum. Stjórn
upptöku: Hilmar Oddsson.
21.05 Dagar og nætur Molly
Dodd (The Days and Nights
of Molly Dodd).
Nýr bandarískur gaman-
myndaflokkur með Blair
Brown, William Converse-
Robberts, Allyn Ann
McLerie og James Greene
í aðalhlutverkum. Gaman-
samir þættir um fasteigna-
salann Molly Dodd og
samskipti hennar við fyrrver-
andi eiginmann, móður,
yfirmann og lyftuvörð.
§ 21.35 Dagbók Lyttons (Lytt-
on’s Diary).
Breskur sakamálaþáttur
með Peter Bowles og Ralph
Bates f aðalhlutverkum.
Neville Lytton er sá slúður-
dálkahöfundur sem á hvað
mestri velgengni að fagna á
Fléet-stræti. Hann kemst þó
oft í hann krappan þegar
hann leitar uppi heimildar-
menn sína. í þessum þætti
kemst Lytton að því að ekki
er allt með felldu f einkalífi
ástralsks auðjöfurs nokk-
urs.
§ 22.25 Faðerni (Paternity).
Bandarísk gamanmynd frá
árinu 1981. í aðalhlutverk-
um eru Burt Reynolds,
Beverly D'Angelo, Norman
Fell, Paul Dooley og Lauren
Hutton. Leikstjóri: David
Steinberg.
Piparsveini nokkrum finnst
líf sitt orðið innantómt og til
að ráða bót á því ákveöur
hann að fá barn á heimilið
— en án móður. Hann ræð-
ur unga þjónustustúlku til
þess að ganga með og ala
barnið. Hún flytur inn til
hans svo hann geti fylgst
með meðgöngunni. En hon-
um reynist erfitt að gefa
piparsveinalífið upp á bát-
inn.
§ 23.65 Flugumenn (I Spy).
Bandarískur njósnamynda-
flokkur með Bill Cosby og
Robert Culp í aöalhlutverk-
um.
Tveir þrekmiklir og dugandi
bandarískir alþjóðanjósnar-
ar fela sitt rétta andlit á bak
við tennisíþróttina.
00.45 Dagskrárlok
op. 22 eftir Robert Schu-
mann.
21.30 Skáld á Akureyri. Annar
þáttur. Umsjón: Þröstur Ás-
mundsson. (Frá Akureyri).
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir
22.20 Meistararnir miklu. Fjall-
að um stórmenni tónbók-
menntanna, og list þeirra
borin saman við tónlist nú-
tímans. Umsjón: Sigmar B.
Hauksson.
23.00 Kvöldtónleikar
a. Fiðlukonsert I a-moll eftir
Johann Sebastian Bach.
Henry Szeryng og „Colleg-
ium Musicum“-kammer-
sveitin í Winterthur leika.
b. Píanósónata í Es-dúr eftir
Joseph Haydn. Anrej Gawri-
low leikur.
c. Sinfónfa nr. 5 f B-dúr eft-
ir Franz Schubert. Filharm-
oníusveitin f Vínarborg
leikur; Karl Böhm stjórnar.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljomur. Umsjón:
Anna Ingólfsdóttir. (Endur-
tekinn þáttur frá morgni.)
01.00 Veðurfregnir.
Næturútvarp á samtengd-
um rásum til morguns.
&
FIMMTUDAGUR
11. júní
00.10 Næturvakt útvarpsins.
Magnús Einarsson stendur
vaktina.
6.00 í bítiö. Snorri Már Skúla-
son léttir mönnum morgun-
verkin, segir frá veðri, færð
og samgöngum og kynnir
notalega tónlist í morguns-
árið. Fréttir á ensku sagöar
kl. 8.30.
9.05 Morgunþáttur í umsjá
Kolbrúnar Halldórsdóttur og
Skúla Helgasonar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.46 Á milli mála. Umsjón:
Leifur Hauksson, Guðrún
Gunnarsdóttir og Gunnar
Svanbergsson.
16.06 Hringiðan. Umsjón:
Broddi Broddason og Erla
B. Skúladóttir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Vinsældalisti rásar 2.
Gunnar Svanbergsson og
Georg Magnússon kynna
og leika 30 vinsælustu lög-
in.
22.05 Tfska. Umsjón: Katrfn
Pálsdóttir.
23.00 Kvöldspjall. Haraldur
Ingi Haraldsson sér um
þáttinn að þessu sinni. (Frá
Akureyri.)
00.10 Næturútvarp. Magnús
Einarsson stendur vaktina
til morguns.
Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 15.00,
16.00, 17.00, 18.00, 19.00,
22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
18.03—19.00 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5
M.a. er leitaö svara við
spurningum hlustenda og
efnt til markaðar á Markað-
storgi svæöisútvarpsins.
FIMMTUDAGUR
11. júní
07.00—09.00 Pétur Steinn og
morgunbylgjan. Pétur kem-
ur okkur réttu megin framúr
með tilheyrandi tónlist og
lítur yfir blöðin. Bylgjumenn
verða á ferð um bæinn og
kanna mannlíf og umferö.
Fréttir kl. 7.00, 8.00 og
9.00.
09.00—12.00 Valdís Gunnars-
dóttir á léttum nótum.
Sumarpoppið allsráðandi,
afmæliskveðjur og spjall til
hádegis. Fjölskyldan á Brá-
vallagötunni lætur í sér
heyra. Fréttir kl. 10.00 og
11.00.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson á hádegi. Þor-
steinn spjallar við fólkiö sem
ekki er í fréttum og leikur
létta hádegistónlist. Fréttir
kl. 13.00.
14.00—17.00 Ásgeir Tómas-
son og síðdegispoppið.
Gömlu uppáhaldslögin og
vinsældalistapopp i réttum
hlutföllum. Fjallað um tón-
leika komandi helgar.
Fréttir kl. 14.00, 15.00,
16.00.
17.00—19.00 Ásta R. Jóhann-
esdóttir í Reykjavík síðdeg-
is. Ásta leikur tónlist, lítur
yfir fréttirnar og spjallar við
fólk sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 17.00.
18.00-18.10 Fréttir.
19.00—21.00 Anna Björk
Birgisdóttir á flóamarkaöi
Bylgjunnar. Flóamarkaður
og tónlist.
21.00—24.00 Sumarkvöld á
Bylgjunni.
24.00—07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar — Valdfs
Óskarsdóttir. Tónlist og
upplýsingar um veður og
flugsamgöngur.
ALFA
KHMlUa >nn>.illl,
FM 102,9
FIMMTUDAGUR
11. júní
8.00 Morgunstund: Guðs
orð og bæn.
8.15 Tónlist.
12.00 Hlé
13.00 Tónlistarþáttur með
lestri úr Ritningunni.
16.00 Hlé.
20.00 Biblíulestur í umsjón
Gunnars Þorsteinssonar
21.00 Logos. Stjórnandi:
Þröstur Steinþórsson.
22.00 Fagnaðarerindið flutt f
tali og tónum. Miracle. Flytj-
„^ndi: Aril Edvardsen
22.15 Síðustu tímar. Flytjandi:
Jimmy Swaggart
1