Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 20

Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Hjálparsveitiii LómfeU eignast björgunarbát HJÁLPARSVEIT var stofnuð á Barðaströnd síðastliðið vor. Ber hún nafnið Lómfell. í sveitinni starfa 26 félagar og hefur hún eignast bíl, talstöð og farsíma en á næstunni mun henni berast björgunarbátur. Sveitin gerðist aðili að Landssambandi hjálpar- sveita skáta á aðalfundi þess á Akureyri nýverið. í frétt hjálparsveitarinnar segir að hún hafi verið stofnuð fyrir til- stuðlan Samúels Bjamasonar í Hvammi sem fékk Nínu Hjaltadótt- ur frá Landsambandi hjálparsveita skáta til þess að kenna hjálp í viðlög- um á Barðaströnd. Á næstunni fara þrír menn á vegum sveitarinnar til Skotlands þar sem þeir læra björgun úr sjó og notkun nýja björgunar- bátsins. Hann verður búinn tveimur 70 hestafla utanborðsvélum og á að geta gegnið 40 mílur á klukku- stund. Þrír aðilar í hreppnum hafa styrkt hjálparsveitina til þess að senda björgunarmennina þijá utan. Eru það Flóki hf. og útgerðir bátanna Halldórs Sigurðssonar og Glaðs. Átta enn eftir að mÁra og mála? Hefur þú hugleitt verðmuninn á hefðbundnum frágangi með pússningu og málningu og sléttri yfirborðsmeðhöndlun með Thoro efnum? Þeir hjá Hagvangi hf. sýndu fram á 40% verðmun Thoro í vil og til eru húsbyggjendur sem náð hafa 60% sparnaði með því að nota Thoro efni Ertu að byggja og enn x vafa? Þeír sem önnuðust frágang, fegrun og vatnsþéttingu á Hugvísíndahúsí Háskólans, Fjölbraataskóla Saðurlands Selfossí, Laugardalshöll og fjölda eínbýlíshúsa vissu að þeir völdu fljótlegasta og endingarbesta fráganginn. Peír völdu Thoro. Ættir þú ekkí að slást í hópinn? Gerðu verðsamanburð steinprýði Stangarhyl 7. s. 672777 Útsölustaðir: BYKO B.B. BYGGIN GAVÖRUR HÚSASMIÐJAN Björgunarbátur sömu gerðar og hjálparsveitin Lómfell er að eignast. Veitt gráða frá háskólanum í Vestur-Ontario Húsavík. í DESEMBER síðastliðnum var Gísla G. Auðunssyni, lækni á Húsavík, veitt gráðan: „Master of Clinical Science" við háskól- ann í Vestur-Ontario (Univers- ity of Western Ontario) í Kanada. Forsaga málsins er sú, að Gísla var veittur styrkur frá Kellogg- sjóðnum til tveggja ára fram- haldsnáms f heimilislækningum við þennan háskóla á árunum 1983—85. Á þeim tfma lauk hann tilskyldu námi fýrir titilinn „Mast- er of Clinical Science“ að undan- skilinni rannsóknar-ritgerð, sem hann sfðan lauk við seinni hluta árs 1986. Opinber vöm fór síðan fram við háskólann í Vestur- Ontario hinn 15. desember síðast- liðinn. Ritgerð Gísla hefur nú verið gefin út hér á landi í bókarformi og er um 120 bls. Hún er á ensku og heiti hennar „Preventive Infra- structure in Family Practice", sem lauslega mætti þýða: Heilsuvemd í heimilislækningum. Gísli viðaði að sér efni í ritgerð- ina úti í Kanada. Annarsvegar fjallar hún um könnun hans á því, með hvaða hætti heimilis- læknar geta best tryggt heilsu- vemdar- eða forvamarstarf í daglegri önnun sjúklinga, þ.e. hvaða fýrirkomulag á læknamót- töku stuðli helst að öflugu for- vamastarfí. Hins vegar fjallar riterðin um samanburð, sem Gísli gerði á tveim hópum lækna í Ontario í Kanada. Þar var annars- vegar um að ræða heimilislækna án sérmenntunar og hinsvegar sérfræðinga í heimilislækningum. Gerður var samanburður á „pre- ventive infrastracture" hjá þess- um hópum, það er hversu mikla áherslu hvor hópurinn um sig lagði á uppbyggingu forvamar- starfs í daglegri önnun sjúklinga. Gísli G. Auðunsson læknir. Niðurstaðan leiddi í ljós marktæk- an mun milli hópanna hinum sérmenntuðu í vil. Áhugi heilbrigðisyfirvalda á forvömum í heilsugæslu hefur aukist víða um heim á undanföm- um ámm og er ísland þar engin undantekning. Til að vekja áhuga lækna og annarra á þessu máli hefur heilbrigðismálaráðuneytið staðið að útgáfu á ritgerð Gísla og er bókin nú nýlega komin út. Ritgerðin er fáanleg í ráðuneytinu og hjá höfundi. Gísli læknir, ásamt starfsfélaga sínum Ingimar Hjálmarssyni, lækni, setti á stofn svokallaða læknamiðstöð á Húsavík fýrir rúmum 20 ámm, sem síðar varð að heilsugæslustöð á Húsavík, og var það jafnframt fyrsta heilsu- gæslustöðin hér á landi. Á Húsavík hefur Gísli læknir starfað í rúm 20 ár, ásamt konu sinni Katrínu Eymundsdóttur, núverandi forseta bæjarstjómar Húsavíkur, og eiga þau þrjú upp- komin böm. — Fréttaritari RÝMINGARSALA Ungbarnaföt, barnaföt, tækifærisfatnaður og skór fást nú með 40—50% afslætti Þetta er tækifæri til að gera góð kaup, sem enginn má láta fram hjá sér fara. Ath. Mothercare er nú á neðri hæðinni í Habitat. Genqið inn frá Smiðjustíg. mothercare

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.