Morgunblaðið - 11.06.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 11.06.1987, Síða 28
Skemmtilegasti, hagkvæmasti og oft fljótlegasti ferðamátinn I HoU- andi er án efa hjólandi. Þarna er greinarhöfundur ásamt „systur“ sinni, Pien Bus. Þessi mynd var tekin í júlí 1986 í Fríslandi, þar sem hópurinn kom fyrst aUur saman og lærði fyrstu orðin í hoUensku. Orri er í aftari röð, annar frá vinstri. Fyrir utan að læra hoUensku voru nýnemarnir undir- búnir undir árið, sem i vændum var, af fyrrverandi skiptinemum. Ár í öðru landi eftir Orra Steinarsson Ég ætla að reyna að lýsa reynslu minni sem skiptinema, en ég hef dvalið hér í Hollandi með alþjóða- skiptinemasamtökunum AFS (American Field Service) undan- fama mánuði. Þegar ég rifja upp fimmtudaginn 17. júlí 1986 streyma fram ferskar minningar í huga mér, því það var nákvæmlega dagurinn sem ég lenti á Schiphol-flugvelli f Hollandi ásamt öðrum skiptinema, Grétu Guðmundsdóttur. Þá fyrst fór ég að trúa því sjálf- ur að þetta væri virkilega byijað. Nú varð ekki aftur snúið heldur að takast á við árið sem í vændum var. Fáeinum klukkustundum áður hafði ég kvatt alla Qölskylduna úti á tröppum heima með kossum og faðmlögum án nokkurs trega því satt best að segja gerði ég mér ekki grein fyrir því út í hvað ég væri að fara, heldur leið mér eins og ég væri að fara í venjulegt sum- arfrí. Tilgangurinn með þessari ferð var hins vegar ekki sumarfrí, heldur að koma inn í hollenska ijölskyldu, ganga í hollenskan menntaskóla, kynnast nýju fólki, menningu þess og lífsháttum. Mig grunar að margir haldi að svona ár sé bara eins og hvert ann- að sumarfrí í útlandi en þeir sem hafa reynsluna vita að svo er ekki. Hver og einn skiptinemi öðlast nefnilega einstaka reynslu og hann ræður hvað hann ætlar að leggja mikla vinnu í árið. Þetta er nefni- lega geysileg vinna og maður verður að vera reiðubúinn að gefa mikið af sér. í leiðinni er svona ár þroskandi og spennandi og maður lærir mikið á því, ekki síst að þekkja sjájfan sig. í fyrsta lagi tók ég eftir því að maður er háður sjálfum sér og ef eitthvað kemur upp á, hvort sem það er heimþrá eða bara venjuleg vandamál á miili skiptinemans og „En það er spennandi að fást við eitthvað sem maður þekkir ekki og svona ár getur boðið upp á allt milli himins og jarðar. Þetta er ástæðan fyrir því að árlega fara um 60 íslensk ungmenni út í heim, til ókunnugs lands, og dvelja þar í eitt ár.“ fjölskyldunnar, þá verður maður að læra að treysta á sjálfan sig. Bakgrunnur, lífsfyrirkomulag og eiginlega almennur hugsanagangur §ölskyldunnar getur oft á tíðum verið mjög frábrugðinn því sem skiptineminn er vanur heima fyrir og stundum þarf ekki mikið til að valda misskilningi sem síðar breyt- ist í vandamál og á endanum er allt komið í hund og kött. Jafnvel munur á íslendingum og Hollend- ingum er meiri en margur heldur. En það er spennandi að fást við eitthvað sem maður þekkir ekki og svona ár getur boðið upp á allt milli himins og jarðar. Þetta er ástæðan fyrir því að árlega fara um 60 íslensk ungmenni út í heim, til ókunnugs lands, og dvelja þar í eitt ár. Hér í Hollandi eru um 70 skipti- nemar, tveir frá íslandi, um 20 frá Bandaríkjunum og Kanada, aðrir frá Ítalíu, Finnlandi, Portúgal, Spáni, Svíþjóð, Afríku, Grænlandi, Noregi, Venezuela, Ecuador, Hond- uras, Englandi og Danmörku. Þetta eru allt hressir krakkar á aldrínum 16—19 ára og reglulega Ríkisstjórn á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar eftir Sigurbjörn Magnússon Eftir alþingiskosningamar ríkir mikil óvissa um stjómarmyndun. Fyrstu tilrau'nimar ganga erfiðlega og margt bendir til þess að nokkur stjómarkreppa verði áður en tekst að mynda starfhæfa ríkisstjóm. Að undanfömu hefur mikið verið talað um hvaða skilyrði Kvennalistinn setti fram fyrir þátttöku í ríkis- stjóm. Það hefur nú komið í ljós að Kvennalistinn er óffávíkjanlegur kröfu um lögbindingu lágmarks- launa sem þýðir í raun afnám frjáls samningsréttar. Kvennalistakonur voru ekki tilbúnar til þess að láta aðila vinnumarkaðarins semja um kaup og kjör í frjálsum samningum. Nú er kominn sá tími í stjómar- myndunarviðræðumar að rétt er að ræða hvaða skilyrði Sjálfstæðis- flokkurinn setur fyrir næstu stjóm- armyndun. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjómmálaflokkurinn og verður að axla ábyrgð samkvæmt því. Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki fellt sig við tillögur Kvennalistans sem hefðu Ieitt til margfalds ríkis- sjóðshalla og að verðbólgu yrði aftur komið á það stig sem hún var þegar núverandi ríkisstjóm tók við. Eitt af meginloforðum Sjálfstæðis- fiokksins f kosningabaráttunni var að stöðugleikanum yrði viðhaldið og verðbólgunni yrði ekki hleypt af stað á ný. En það era ýmis önnur skil- yrði sem Sjálfstæðisflokkurinn verður að setja fyrir þátttöku í ríkis- stjóm. Óbreytt stefna í ut- anríkismálum í utanríkismálum hlýtur Sjálf- stæðisflokkurinn að leggja áherslu á að vamir iandsins og öryggi íslensku þjóðarinnar sé tryggt. Um það er ekki hægt að semja. Við íslendingar verðum áfram að hafa sérfræðiþekkingu á herfræði- legum og tæknilegum málum og taka virkan þátt í umræðum um öryggismál Norður-Atlantshafs- svæðisins. Á síðustu. áram hefur aftur á móti verið lögð aukin áhersla á þann þátt utanríkismálanna er lýtur að kynningu íslenskrar framleiðslu, vöra og þjónustu á erlendri grand. Halda þarf áfram á þeirri braut og semja um hvort sameina megi ut- anríkis- og viðskiptaráðuneyti. Standa vörð um skattalækkanir í skattamálum hefur Sjálfstæðis- flokkurinn þá sérstöðu frá öðrum flokkum að vilja lækka sem mest álögur á borgarana. Það er því mik- ilvægt að standa vörð um þann árangur og þær skattalækkanir sem náðust fram með samþykkt laga um staðgreiðslukerfi skatta. Þar var hæsti jaðarskattur færður niður í 35% og þá prósentu má ekki hækka. Ennfremur mun Sjálfstæðisflokkur- inn ekki samþykkja aukna skatt- lagningu eigna eða eignatekna frá því sem nú er því ekki má eyði- leggja þann hvata til spamaðar sem felst í skattfrelsi vaxta. Hins vegar á Sjálfstæðisflokkurinn að vera til samninga og umræðu um endur- skoðun laga um óbeina skatta, upptöku virðisaukaskatts, breytingu á tollalögum og ýmislegt í þeim dúr. En þess verður að gæta að skattbyrði aukist ekki frá því sem nú er. Sjálfstæðisflokurinn verður að hafa forystu um það að leiða okkur frá þeirri ógnarskattheimtu sem margar ríkisstjómir á Norðurl- öndum hafa leitt þjóðir sínar í. Fjármögnun ríkis sjóðshallans Sjálfstæðisflokkurinn á að bjóða til samninga um stjómarmyndun á grandvelii þess hvemigþeim tekjum sem að ríkið hefur nú verði ráðstaf- að á sem bestan hátt og hvemig rikissjóðshallanum verði eytt á næstu áram. Til þess eru ýmsar leiðir. Þær sem sjálfstæðisstefnan hefur lagt mesta áherslu á era inn- lendur spamaður, ráðdeild í ríkis- rekstri og sala ríkisfyrirtækja. Þetta ætti að verða grundvöllur sjálfstæð- ismanna í komandi stjómarmyndun- arviðræðum. Sala ríkisfyrirtækja Sala ríkisfyrirtækja hefur verið eitt af helstu baráttumálum ungra sjálfstæðismanna og er mönnum í fersku minni slagorð ungra sjálf- stæðismanna um „báknið burt“. Nú kemur þetta upp aftur þar sem slík skipulögð sala ríkisfyrirtækja gæti verið liður í ijármögnun fjárlaga- hallans jafnframt sem mögulegt væri að viðhalda því frelsi í atvinn- ulífi og stöðugleika f efnahagsmál- um sem nú ríkir. Og síðast en ekki síst að komið verði í veg fyrir stór- felldar skattahækkanir. Sala ríkisfyrirtækja hefur tekist vel bæði á íslandi og erlendis. Við þekkjum dæmið um Granda hf. Hver man ekki eftir því þegar Reyk- víkingar greiddu 1,0 millj. kr. á viku með Bæjarútgerð Reykjavíkur. Nú er Grandi vel rekið hlutafélag og hlutabréf Reykjavíkurborgar verða vonandi seld innan tíðar þeim sem óska eftir að gerast þátttakendur í þessum atvinnurekstri. í tíð núver- andi ríkisstjómar hafa ennfremur verið seld Landssmiðjan og Siglósíld og hlutabréf ríkisins í Eimskip og Flugleiðum. Þessi sala hefur tekist vel. En ríkisfyrirtæki era ekki ein- ungis seld til þess að draga úr ríkisútgjöldum og minnka halla ríkissjóðs. Fyrirtækin era miklu fremur seld til þess að þau lúti að- haldi markaðarins og komist í hendur þeirra manna sem best era til þess fallnir að reka þau. Enn, fremur greiða vel rekin einkafyrir- tæki að jafnaði hærri laun en ríkisfyrirtæki. í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er vikið að nokkram ríkisfyrirtækj- um sem ástæða væri til að losa um eignaraðild ríkisins á. Kveðið er skýrt á um að viðskiptabönkum í eigu ríkisins verði breytt í hlutafélög og þeir síðan smám saman seldir. Sagt er að kanna skuli sérstaklega hvort selja beri einhveija þætti sem nú heyra undir Póst og síma. Sú könnun gæti leitt það í ljós að heppi- legast væri að gera Póst og síma að almenningshlutafélagi líkt og gert hefur verið í Bretlandi og Jap- an og gefist vel. Ennfremur er rætt um að selja fyrirtæki eins og Ferða- Sigurbjöm Magnússon „Eittaf meginloforðum Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttimni var að stöðugleikanum yrði viðhaldið og verðbólg- unni yrði ekki hleypt af stað á ný. En það eru ýmis önnur skilyrði sem Sjálfstæðisflokkurinn verður að setja fyrir þátttöku í ríkisstjórn.“ skrifstofu ríkisins. Fleiri fyrirtæki mætti nefna en um þessi fyrirtæki hafa sjálfstæðismenn náð sam- komulagi á landsfundi og á þeim mætti byija. í umræðum um stjómarmyndanir er stundum meira talað um hvort mynda eigi þriggja eða fjögurra flokka stjóm en minna rætt um málefni, en ríkisstjóm verður að mynda á grandvelli málefna. Sala ríkisfyrirtækja er eitt þeirra mála sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að leggja áherslu á og í viðræðunum á næstu dögum og vikum verður spurt um skilyrði Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er varaformaður Sam- banda ungra sjálfstæðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.