Morgunblaðið - 11.06.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 11.06.1987, Síða 30
30 MORGðNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Hayeks „Serfdom“ revisited Nokkrar ritgerðir hagfræðing'a, heimspekinga og stjórnmálafræðinga um „Leiðina til ánauðar“ eftir ast ber Þó að (lra8'a af Þessu Þ& aí\ ' t - j. r „ . . . x , ^ . ályktun, að þessar hættur séu úr 40 ar Instltute of Economic Affairs, London 1984 sögunni. Þær eru enn fyrir hendi, Árið 1984 voru 40 ár liðin frá því að bók austurríska hagfræðipró- fessorsins FViedrichs Hayek kom út í Bretlandi. Titill þeirrar bókar hefir verið þýddur á íslenzku „Leið- in til ánauðar" og kom heildar- þýðing á bókinni eftir dr. Hannes H. Gissurarson einmitt út um það leyti. Bók þessi varð þegar mjög umrædd og umdeild meðal þjóð- félagsfræðinga og jafnvel allvíða í almennum stjórnmálaumræðum og var því mjög við hæfi að stofnunin Institute of Economic Affairs fékk 6 unga fræðimenn úr ýmsum grein- um þjóðfélagsvísinda til þess að minnast þessarar athyglisverðu bókar í tilefni þess að 40 ár voru liðin frá því að hún fyrst kom út. Af þessum 6 þjóðfélagsfræðing- um, sem allir voru fæddir eftir það að Leiðin til ánauðar kom fyrst út 1944, eru tveir stjómmálafræðing- ar, þeir Hannes H. Gissurarson, sem þá stundaði nám í stjómmálafræði í Oxford, en þaðan lauk hann dokt- orsprófi í árslok 1985 og Breti að nafni Norman Barry, sem nú mun gegna prófessorsembætti í stjóm- málafræði við Buckhingham-há- skóla. Fulltrúar heimspekinga eru tveir, báðir Bretar, þeir John Gray og Jeremy Shearmur, en fulltrúar hagfræðinnar em þau John Burton, brezkur, er í nokkur ár kenndi hag- fræði við háskólann í Birmingham, en stundaði um það leyti er bók þessi kom út rannsóknir við stofnun þá, er hana gaf út, og Karen J. Vaughn, bandarísk, en hún er pró- fessor í hagfræði við Fairfax-há- skóla í Virgininu. Hér verður ekki rakið efni einstakra greina þessara höfunda en látnar nægja nokkrar almennar hugleiðingar í tilefni af- mælis bókar Hayeks á gmndvelli ritgerða þeirra sexmenninganna með tilvitnunum í einstakar greinar þeirra, þar sem ástæða er til. Hafa „hrakspár“ þeirra Hayeks og Orwells ræzt? Það er e.t.v. ekki með öllu tilvilj- un, að ártal það, sem hinn frægi brezki rithöfundur George Orwell valdi sem titil bókar sinnar „1984“ fellur saman við 40 ára afmæli bókar Hayeks. Bók Orwells kom út árið 1948 eða 4 ámm síðar en Leiðin til ánauðar. Prófessor Karen J. Vaughn, ein sexmenninganna, túlkar Hayek þannig, að eftir 30-40 ár verði, ef engar gagnráðstafanir verði gerðar gegn slíku, hætta á því, að alræði ríkisvaldsins í Bret- landi verði komið á það stig að hið brezka þjóðfélag verði orðið svipað því sem þá var í Sovétríkjunum og Þýzkalandi nazismans og er sú túlk- un engan veginn úr lausu lofti gripin. Orwell, sem m.a. skrifaði ritdóm um bók Hayeks, skömmu eftir að hún kom út, hefir því þekkt hana vel og kann það að hafa átt sinn þátt í því að hann velur árið 1984, eða 40 ára afmæli bókar Hayeks, sem tímasetningu alræðis Stóra bróður. Nú er það vissulega svo, að al- ræði það, sem þeir Hayek og Orwell lýsa á svo ógnvekjandi hátt, hver með sínu móti, hefir ekki mtt sér til rúms annars staðar en í löndum þeim, sem í lok síðariheimsstyijald- ar vom hemumin af Sovétríkjunum á þeim um það bil 40 ámm sem liðin em frá því að umrædd rit þeirra birtust. Báðir mundu líka telja það mistúlkun að tala um spá- dóma af þeirra hálfu, heldur aðeins viðvaranir við þeirri hættu, sem hið alráða ríkisvald, hvort sem það er nefnt sósíalismi eða annað, geti haft í för með sér, ef ekki sé við því spomað. Sá mikilvægi munur er þó á skoðunum þessara höfunda, að Hayek telur, að alræði ríkisvalds- ins í efnahagsmálum hljóti ávallt að leiða til alræðis á öðmm sviðum og afnám lýðræðislegra mannrétt- inda, en Orwell telur hinsvegar, að þrátt fyrir þá miklu hættu, sem á því sé, að þróunin verði slík, þá sé hún ekki óumflýjanleg og þrátt fyr- ir þá mjög neikvæðu afstöðu til þjóðfélags, sem byggt er á þjóðnýt- ingu og áætlunarbúskap, sem fram kemur { bókum hans „1984“ og “Félagi Napóelon", þá mun hann áfram hafa talið sig sósialista þau fáu ár, sem hann átti ólifað eftir útkomu þessarra verka. En hver hefir þróunin orðið á þeim rúmum 40 ámm sem liðin em frá því að Leiðin til ánauðar fyrst kom út? Vissulega hefir víðast hvar verið um að ræða tilhneigingu til aukinna áhrifa ríkisvaldsins í efna- hagsmálum og þar með einnig á öðmm sviðum þjóðfélagsins. Þó hefir þetta ekki, ef við höldum okk- ur að hinum vestrænu lýðræðisríkj- um, nema að mjög takmörkuðu leyti komið fram í aukinni þjóðnýtingu eða því að hinn opinberi geiri at- vinnulífsins hafi vaxið á kostnað einkageirans. Á óbeinan hátt hefír ríkisvaldið þó með víðtækum tekju- tilfærslum gegnum skattakerfið og margvíslegum almennum hömlum á athafnafrelsi einstaklinga aukið umsvif sín í þeim mæli að áfram- haldandi þróun í þá átt getur leitt til óæskilegrar skerðingar frelsis og jafnvel mannréttinda, sbr. það sem Hannes Gissurarson segir um velferðarríkið í grein sinni r ritinu (bls. 19-21) þar sem hann ber sam- an allsheijarhjúkrunarheimilið Svíþjóð og allsheijarfangabúðirnar Sovétríkin. En hvað sem því Iíður þá fer því fjarri að sósíalisma í merkingunni áætlunarbúskapur á grundvelli alls- heijarþjóðnýtingar hafí annars staðar en þar sem slíku þjóðskipu- lagi hefir verið komið á með hervaldi, vaxið svo fískur um hrygg, að lýðræði og almennum mannrétt- indum sé stofnað í hættu. Ber af þessu að draga þá ályktun, að skoð- anir þær, er Hayek heldur fram í Leiðinni til ánauðar, séu í rauninni aðeins barátta við vindmyllur og á sama hátt séu þeir Stóri bróðir og Félagi Napóleon aðeins grýlur eða hugarfóstur Orwells. Höfundar bókar þeirrar, sem hér er til um- fjöllunar, eru allir sammála um það að þessu fari ijarri og gildi þeirra skoðana, sem Hayek setti fram í bók sinni 1944, sé sízt minna nú en þá var. Én hvað hefir forðað því að svip- uð þróun og átti sér stað í Þýzka- landi á fyrstu áratugnum þessarar aldar og endaði í alræði nazista ætti sér stað í öðrum vestrænum lýðræðisríkjum jafnhliða því að þótt flokkar, er haft hafa sósíalisma á stefnuskrá sinni, hafa farið með völdin um skemmri eða lengri tíma í ýmsum löndum Norður- og Vest- ur-Evrópu, án þess að þróunin yrði í átt til alræðis, svipað því sem gerzt hefir í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra? Er þetta að þakka viðvörunum þeirra Hayeks og Orwells? Sennilega hefir annað verið hér þyngra á metunum, þótt umræður þær, sem víða í þeim lönd- um þar sem tjáningarfrelsi ríkir, hafa átt sér stað í kjölfar rita þeirra Hayeks og Orwells hafi án efa haft hér áhrif, sem ekki má vanmeta. En tvær ástæður aðrar munu þó valda mestu um það, að þróunin í átt til fasisma eða alræðissósíalisma hefir orðið mun hægari en Hayek taldi hættu á og í sumum tilvikum, svo sem á sviði milliríkjaviðskipta, jafnvel öfug við þá sem hann óttað- ist. Önnur er sú, að þjóðnýting sú, sem jafnaðarmannaflokkar hafa sumstaðar, svo sem í Bretlandi eft- ir sigur Verlqamannaflokksins í kosningunum 1945, beitt sér fyrir, hefír ekki gefið góða raun. Af þeim Ólafur Björnsson hefir bæði leitt það, að flokkar þeir, sem beitt hafa sér fyrir þjóðnýtingu hafa þá ekki fengið umboð sitt end- umýjað og þó að þeir síðar hafí komizt til valda, þá hafa áform um frekari þjóðnýtingu verið lögð að meira eða minna leyti á hilluna. Sem dæmi má hér nefna þróun brezkra stjómmála eftir síðari heimsstyij- öld. Óvinsældir þeirrar haftastefnu, sem rekin var svo víða í löndum á kreppuárunum fyrir síðari heims- styijöld, hefir einnig án efa átt mikinn þátt í því að efla alþjóðlegt samstarf um fijáls viðskipti eftir lok styijaldarinnar. En önnur höfuðástæða þess, að stjómmálaflokkar, sem haft hafa víðtæka þjóðnýtingu á stefnuskrá sinni, hafa yfirleitt lagt minni áherzlu en áður á framkvæmd hennar, er vafalaust sú, að meiri þekking er nú fyrir hendi en áður var á stjómarfari þeirra ríkja er við sósíalíska framleiðsluhætti búa. Fyrir seinni heimsstyijöld voru Sov- étríkin nánast lokað land. Engar fregnir bárust þaðan nema frá áróð- ursmeisturum einræðisstjómarinn- ar og fámennum sendinefndum sem þangað voru boðnar og ferðuðust þar um undir ströngu eftirliti gest- gjafanna sem gættu þess vandlega að þeir sæju þar ekki annað en stoftianir og fyrirtæki sem beinlínis hafði verið komið á fót í því skyni að sýna þær erlendum gestum, í trausti þess að þegar heim kæmi myndu þeir alhæfa á grundvelli þess sem þeim hafði verið sýnt og lofa hástöfum fyrirmyndarríkið í austri. Mun þetta oftast hafa geng- ið eftir. Má þar sem dæmi nefna, að skömmu eftir 1930 fór nokkurra manna sendinefnd íslenzkra verka- manna til Sovétríkjanna í boði þarlendra stjómvalda. Var nefndin m.a. þannig valin, að allir starfandi stjómmálaflokkar ættu þar fulltrúa og var þar ekki gengið fram hjá Sjálfstæðisflokknum. Þegar heim kom sungu menn þessir allir gest- gjöfum sínum mikið lof í einum kór, sammála um það að kjör rússn- eskra verkamanna væru ólíkt betri en íslenzkra og hefir sjálfstæðis- maðurinn í hópnum sennilega hætt að kjósa þann flokk, a.m.k. í bili. En löngu síðar varð það heyrum kunnugt að einmitt um það leyti sem íslenzka sendinefndin var á ferð í Sovétríkjunum stóðu sem hæst átökin milli Stalíns og rússn- eskra bænda "uíft eignarrétt yfir jarðnæðinu sem leiddi til hungurs- neyðar í landinu árin 1932-33. Stundum komu þó óvart glufur í jámtjaldið, sem svo var nefnt síðar. Ég minnist þess frá stúd- entsárum mínum í Kaupmannahöfn skömmu fyrir síðari heimsstyijöld að róttækir verkalýðssinnar eftidu þar til verkalýðsmálaráðstefnu, þangað sem boðnir voru m.a. full- trúar sovézkra verkalýðssamtaka, þótt slík samtök hafi að vísu ávallt verið ríkisrekin, sem er annað mál. Danskur kommúnisti, sem stóð framarlega í danskri verkalýðs- hreyfíngu, bauð þá heim til sín einum sovésku fulltrúanna, sem hann hafði kynnzt á ráðstefnunni. íbúð Danans var lítil en snotur með þokkalegum húsgögnum og mynd- um á veggjum eins og gerðist á þeim tíma meðal danskra verka- manna sem ekki voru atvinnulausir. En þegar Rússinn hafði heilsað og litast um í íbúðinni rauk hann þeg- ar á dyr og sagði við gestgjafa sinn: Þú ert kapítalisti en ekki verkamað- ur! Ekki veit ég hvaða áhrif þessi upplifun hefir haft á stjómmála- skoðanir danska verkamannsins, sem án efa hefir lengi verið búinn að lifa í þeirri trú, að rússneskir verkamenn lifðu í vellystingum praktuglega samanborið við danska stéttarbræður sína. En á þessum tíma, fyrir um það bil hálfri öld, urðu glufumar í jám- tjaldinu ekki stærri en svo, að varla mun hafa verið til sú þjóð á Vestur- löndum að ekki væri þar til a.m.k. eitt stórskáld og víða fleiri en eitt, sem óspör væm á það að syngja Stalín og fyrirmyndarríki hans í austri lof og dýrð. Nær allstaðar vom starfandi kommúnistaflokkar, sem vemlegu og jafnvel vaxandi fylgi áttu að fagna og sumstaðar, eins og { Frakklandi, urðu þeir stundum stærsti stjómmálaflokkur landsins. Þessir flokkar fylgdu jafn- an opinskátt „línunni frá Moskvu" þ.e. tóku við fyrirskipunum þaðan um það hver stefna þeirra skyldi vera í höfuðdráttum. En nú er öldin önnur í þessu efni. Glufumar í jámtjaldinu em nú orðnar svo stórar að almenningur á Vesturlöndum veit nú ólíkt meira en áður var um líf fólksins þar eystra þótt enn sé þeirri þekkingu áJfátt og sá er þetta skrifar játar fúslega takmörkun sinnar þekking- ar á þjóðfélagsháttum þar. Mín skoðun er þó sú, að þrátt fyrir allt líði fólkinu í Sovétríkjunum þó skár í dag en fyrir 50 ámm. Þótt áreiðan- legar upplýsingar um lífskjör þar séu af skomum skammti, þá fer tæpast hjá því, að aukin viðskipti við önnur lönd og friður í meira en 40 ár hafi eitthvað bætt lífskjörin, þrátt fyrir ágalla efnahagskerfisins. Einræði kommúnistaflokksins er að vísu hið sama og á Stalíntímanum, en þó hefír verið um viðleitni að ræða hjá einstaka mönnum er komizt hafa þar til æðstu valda, svo sem þeim Kmschev og Gorbachov, til þess að slaka eitthvað á klónni í mannréttindamálum og er full ástæða til þess að veita athygli við- leitni hins síðamefnda í þá átt. En engin skáld, sem einhvers em virt, em lengur til á Vesturlöndum sem lofsyngja þá Kmschev og Gorbachov á sama hátt og Stalín forðum. Og kommúnistaflokkar sem fylgja Moskvulínunni era ann- að hvort ekki lengur til á Vestur- löndum eða þá áhrifalausir með öllu. Þetta tvennt, sem nú hefír verið rakið, annars vegar slæm reynsla á heimavettvangi af þjóðnýtingu og opinberri stjómun einstakra þátta efnahagsmála, svo sem gjaldeyris- mála og hins vegar meiri vitneskja um sorglega reynslu þeirra þjóða sem tekið hafa upp allsheijarþjóð- nýtingu, em án efa meginástæður fyrir því að sú þróun, sem þeir Hayek og Orwell vömðu við fyrir 40 ámm, hefir ekki að neinu marki átt sér stað á Vesturlöndum. Forð- þótt tekið hafi á sig aðrar myndir en fyrir 40 ámm. Skal þetta nú rakið í stærstu dráttum á gmnd- velli rits þeirra sexmenninganna. Hvers vegna leiðir Gosplan til Guiags? Kjami þeirra kenninga, sem Hay- ek setti fram í Leiðinni til ánauðar var sá, að opinber miðstýring efna- hagslífsins og afnám hins ftjálsa markaðar hlyti, ef hinn opinberi áætlunarbúskapur ætti að vera framkvæmanlegur, að leiða til opin- berrar stjómunar á öðmm sviðum þjóðlífsins og afnáms lýðræðis og mannréttinda. Þessi kjami kenn- inga Hayeks er enn óhaggaður, þó að efling ríkisvaldsins á Vesturlönd- um hafi ekki átt sér stað með þeim hraða, sem þeir Hayek og Orwell óttuðust að gæti orðið. Áherzla skal lögð á það, að sú miðstýring, sem Hayek varaði við, var ekki bundin við víðtæka þjóðnýtingu framleiðslutækjanna, svo sem þá er átt hefir sér stað austan jám- tjalds. Hayek ræðir í þessu sam- bandi ítarlega tengslin milli stjómar nazista á efnahagsmálum og alræð- is þeirra á öðmm sviðum þjóðlífsins, þó að þeir hefðu ekki nema að mjög takmörkuðu leyti þjóðnýtt fram- leiðslutækin. Lítill munur var að dómi Hayeks á 4 ára áætlun Gör- ings og 5 ára áætlunum Stalíns, þótt sú fyrmefnda byggðist ekki nema að litlu leyti á því að ríkið slægi eign sinni á framleiðslutækin. Formið á hinni opinbem miðstýr- ingu skiptir i þessu sambandi engu höfuðmáli. Miðstýring ákveðinna mikilvægra þátta efnahagslífsins getur leitt til mjög vemlegrar skerð- ingar frelsis einstaklinga og jafnvel almennra mannréttinda, þótt engin eignatilfærsla hafí átt sér stað frá einstaklingum til hins opinbera. Gott dæmi um þetta em gjaldeyris- og innflutningshöftin, sem hér var beitt á flórða áratug aldarinnar, einkum seinni hluta hans og aftur fyrstu árin eftir lok seinni heims- styijaldar eftir það að nýsköpunin hafði endurreist gjaldeyrisskort kreppuáranna. Menn gátu þá ekki ferðazt til útlanda með löglegu móti án lejrfis nefndar þeirrar, er hafði með höndum úthlutun gjald- eyris- og innflutningsleyfa. Nefndin réði því einnig í raun hveijir máttu stunda viðskipti og hvers konar og án hennar fulltingis varð ekki ráð- ist í framkvæmdir af neinu tagi né annan atvinnurekstur. Heildsalam- ir vom í skjóli þessa kerfis gerðir að eins konar opinbemn starfs- mönnum, þeim vom skömmtuð leyfi til innflutnings og álagning á inn- fluttar vömr, en hins vegar losnuðu þeir við alla þá áhættu, sem fylgir samkeppni í fijálsri verzlun, því öraggt var jafnan að allt, sem flutt var inn myndi seljast. Orweil og hinn mikilsvirti hagfræðingur J.M. Keynes skrifuðu báðir ritdóma um bók Hayeks skömmu eftir að hún kom út (sbr. hér að framan og grein Hannesar í því riti, sem hér er um fjallað). Báðir bera lof á bókina og telja viðvöran Hayeks við þeim hættum, sem fylgi alráðu ríkis- valdi, orð í tlma töluð. En hjá báðum gætir misskilnings á röksemda- færslu Hayeks, sem telja má reyndar furðulegan, þegar svo gáf- aðir og fjölhæfir menn eiga í hlut. Þeir viðurkenna hættuna á því að menn eins og Hitler, Stalín og aðr- ir slíkir komist til valda í þjóðfélagi, sem byggist á miðstýrðum áætlun- arbúskap. En takist með einhveiju móti að tryggja það, að völdin verði í höndum manna með nægri sið- gæðisvitund, þá geti slíkt kerfi gegnt því hlutverki sínu að fyrir- byggja kreppur og atvinnuleysi, sem báðir telja hættu á í óheftum markaðasbúskap. Misskilningur þeirra Orwells og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.