Morgunblaðið - 11.06.1987, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.06.1987, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 UTANRIKISRAÐHERRAFUNDUR ATLANTSHAFSB ANDALAGSINSIREYKJAVIK uTÍWBlMg Morgunblaðið/Einar Falur Carrington hjá utanríkisráðherra Carrington lávarður, framkvaemdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, gekk á fund Matthíasar Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, siðdegis í gær. Á meðan blaðamaður Morgunblaðsins og ljós- myndari dvöldust í skrifstofu ráðherrans, lýsti lávarðurinn yfir mikilli hrifningu vegna útsýnarinnar yfir sundin úr skrifstofu ráðherrans á efstu hæð lögreglustöðvarinnar f Reykjavík. afstöðu vestur-þýsku ríkisstjómar- innar. Taldi hann mestu varða að í samkomulagi um upprætingu Evr- ópuflauganna væri að finna skýlaus ákvæði um eftirlit og bætti við að það yrði vitaskuld auðveldara að framkvæma ef samið yrði um algera upprætingu flauganna. Varðandi efnavopn kvaðst Carr- ington lávarður sjá ýmiss teikn á lofti um að Sovétmenn væru reiðu- búnir til að semja um takmarkanir á framleiðslu þeirra. Ríkjum Atlants- hafsbandalagsins væri að sjálfsögðu einnig umhugað um að slíkt sam- komulag næðist. Hann bætti við að eftirlit með því að ákvæði slíks sam- komulags væru virt væri mun erfíð- ara en eftirlit með ákvæðum afvopnunarsáttmála. Vopnin væru þess eðlis að tilteknum skaðlausum efnum væri unnt að blanda saman á þann veg að úr yrði eitruð efna- blanda og því væri erfíðleikum bundið að fylgjast með framleiðslu þeirra. Morgunblaðið/Einar Falur Frá blaðamannafundinum í Háskólabíói. Frá vinstri: Marcello Guidi, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO, Carrington lávarður, framkvæmda stjóri NATO, Henning Wegener, yfirmaður stjórnmáladeildar NATO, og Robin Stafford, blaðafulltrúi NATO Carringfton lávarður á blaðamannafundi í Háskólabíói: Stórir hóp- ar frétta- manna komu í gærkvöldi AÐEINS rúmur helming- ur þeirra fréttamanna sem væntanlegur er vegna fundar utanríkisráðherra Atlantshaf sbandalagsins var kominn til landsins í gærmorgun þegar Carr- ington lávarður, fram- kvæmdastjóri NATO, hélt blaðamannafund sinn í Háskólabíói. Heldur tómlegt var því um að litast í fréttamannamið- stöðinni í Hagaskóla, en margir notuðu daginn til þess að skoða höfuðborgina áður en formleg dagskrá fundarins hefst. Að sögn starfsmanna utanríkisráðuneytisins er nú búist við að allt að 250 erlend- ir fréttamenn verði viðstaddir fundinn. Stórir hópar voru væntanlegir í fylgdarliði þýska, ítalska og bandaríska utanríkisráðherrans í gær- kvöldi. Fundarstaður ráðher- ranna, Hótel Saga er algjör- lega lokaður fréttamönnum. í Hagaskóla hafa hinsvegar verið fráteknar stofur þar sem ráðherrar eða talsmenn þeirra geta haldið stutta blaðamannafundi fyrir frétta- menn og er viðbúið að þessir fundir verði ein helsta upplýs- ingalind þeirra. Mikill skriður á afvopmm- arviðræðum risaveldanna - eftir leiðtogafundinn í Reykjavík CARRINGTON lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, boðaði til blaðamannafundar í Háskólabíói á hádegi í gær skömmu eftir komu hans til landsins. Á fundinum tæpti Carrington lávarður á þeim málum sem hann taldi að hæst myndi bera á fundi utanríkisráð- herra Atlantshafsbandalagsins í Reykjavík. Lávarðurinn minnti í upphafí máls síns á fund ráðherranna í Reykjavík árið 1968 og óvæntan fund þeirra Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbachev, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins á síðasta ári. „Frá leiðtogafundinum í Reykjavík hefur komist mikill skriður á afvopnunarviðræður risaveld- anna," sagði hann. Kvað hann ríki Atlantshafsbandalagsins sammála því að stefna bæri að útrýmingu meðaldrægra og skammdrægra kjamorkuflauga í Evrópu. Sagði hann að afvopnunarviðræður risa- veldanna og sameiginleg stefnumót- un aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins til þeirra myndu vafalaust bera hæst á Reykjavíkurfundi ráð- herranna. Hann kvaðst jafnframt telja að ræddir yrðu yfírburðir Sov- étríkjanna á sviði hefðbundins vígbúnaðar og minnti á mikilvægi þess að jafnframt yrði gengið til samninga um niðurskurð á því sviði. „Slíkt samkomulag myndi treysta mjög öryggishagsmuni ríkja Vestur- Evrópu", sagði Carrington lávarður. Aðspurður um önnur umræðuefni ráðherranna nefndi lávarðurinn sam- skipti austurs og vesturs og tiltók sérstaklega veru sovésks innrásarliðs í Afganistan og mannréttindamál samkvæmt ákvæðum Helsinki- samþykktarinnar. Þá taldi hann einnig líklegt að rætt yrði um ástand- ið á Persaflóa og ráðagerðir Banda- ríkjamanna um aukna flotavemd þar. Lávarðurinn var spurður um þá kröfu vestur-þýsku ríkisstjómarinn- ar að 72 skammdrægar flaugar af gerðinni Pershing la , sem staðsett- ar eru í Vestur-Þýskalandi, verði undanskildar í hugsanlegu sam- komulagi risaveldanna. Hann minnti á að flaugar þessar hefðu ævinlega verið undanskildar þegar samninga- nefndir hefðu rætt niðurskurð kjamorkuvopna í Evrópu. Kvaðst hann því telja kröfuna eðlilega og minnti á að Bandaríkjastjóm, sem stæði í þessum samningaviðræðum við Sovétmenn, hefði fagnað þessari Á Kjarvalsstöðum: Reykjavík tekur á móti okkur með sól og hlýju - sagði Carrington þegar hann þakkaði borgarsljóra móttökurnar „ÉG hef heyrt sagt, að leiðtoga- fundurinn í Reykjavík í október síðastliðnum hafi verið best heppn- aði fundurinn af öllum þeim fundum, sem eru taldir misheppn- aðir. Ég er ekki sammála þeim, sem telja, að fundurinn hafi mis- heppnast og rétt er að minnast þess, að flestir töldu, að um undir- búningsfund undir leiðtogafund væri að ræða. Allt annað og meira gerðist hér í Reykjavík. Ég leyfi mér að vitna til eins af heiðurs- gestum okkar hér i dag, Carringt- ons lávarðar, sem segir í Morgunblaðinu í dag, að leiðtoga- fundurinn hafi veríð einhver merkasti stjómmálaviðburðurinn í sögu eftirstríðsáranna." Þannig komst Davíð Oddsson, borgar- stjórí, að orði í ræðu á Kjarvals- stöðum í gær, þegar hann bauð þátttakendur i utanrikisráðherra- fundi Atlantshafsbandalagsins velkomna til Reykjavíkur. Það var fyöldi manna í móttöku Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, á Kjarvalsstöðum síðdegis í gær. Ut- anríkisráðherrar, embættismenn Atlantshafsbandalagsis, stjómarer- indrekar, ræðismenn og blaðamenn nutu þess að vera utan dyra i veður- blíðunni. Þegar Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, þakkaði móttökur og viðurgjöming hafði hann orð á því, að í öllum höfuðborgum á meginlandi Evrópu og í London leituðu menn Ljósmynd Bjöm R. Einarsson Carríngton lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og Davíð Oddsson, borgarstjórí, í sólskininu á Kjarvalsstöðum i gær. skjóls innan dyra vegna úrkomu og slagveðurs, en í Reykjavík væri eins og fyrri daginn tekið á móti fulltrúum þjóða Atlantshafsbandalagsins með sól og hlýju í orðsins fyllstu merk- ingu. I ávarpi sínu sagði Davíð Oddsson, að síðastliðið haust, þegar leiðtoga- fundurinn var haldinn hér með 10 daga fyrirvara, hefðu ýmsir talið, að um alltof skamman tíma til undirbún- ings væri að ræða. Annað hefði komið á daginn í Reylq'avík og síðan einnig hitt, að þessi fyrirvari væri alls ekki of skammur, þar sem í ljós hefði komið, að unnt væri að fljúga inn í hjarta höfuðborgar annars ríkis án nokkurs fyrirvara. Undir lok máls síns sagði borgar- stjóri, að íslendingar væru stoltir af því að vera í hópi stofnþjóða Atlants- hafsbandalagsins. Fýrir fámenna og herlausa þjóð væri NATO öflugasta friðarhreyfmgin. Spenna í okkar heimshluta yrði hvorki minnkuð né dregið úr vígbúnaði nema bandalagið héldi vöku sinni og væri öflugt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.