Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 38

Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Grænland: Stjórnsömu flokka og fyrir kosningar Kaupmannahöfn. Frá Niis Jörgen Bruun, LANDSÞING Grænlendinga var sett í fyrradag og fór kjör land- stjórnarinnar fram í samræmi við samkomulag vinstriflok- kanna, Siumut og Inuit Ataqat- igiit, í undangengnum stjórnar- myndunarviðræðum. Voru landstjórnarmenn kjörnir með öllum 15 atkvæðum flokkanna tveggja, en þingmenn Atassut og Polar-flokksins, 12 að tölu, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. í stjóminni, sem sömu flokkar standa að og hinni fyrri, sitja sjö fulltrúar. Fimm sæti koma í hlut flokks Jonathans Motzfeldts, Sium- ut, en Inuit Ataqatigiit fær tvö sætin, sem eftir eru. í stjómar- myndunarviðræðunum fór I.A. fram á að stjómardeildum yrði fjölgað í átta og þar af fengi hann fréttaritara Morgvnblaösins. Jonathan Motzfeld, formaður landsstjórnar. þtjár. Flokkamir náðu málamiðlun- arsamkomulagi um þetta atriði og felur það í sér, að áttunda stjómar- deildin, sem fjalla á um fjölskyldu- og heilbrigðismál, verður sett á Finnskir kratar skipta um skoðun Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara FINNSKIR jafnaðarmenn komu saman á flokksþingi um síðustu helgi og samþykktu nýja stefnu- skrá flokksins og stjórnarsam- starf hans við hægri menn. Búist var við hörðum deilum innan flokksins vegna stjórnarsam- starfsins, en þegar þinginu lauk á sunnudag gat flokksforystan andað léttar: Flokkurinn var nær einhuga. Harðlínukratar komu að vísu með gagnrýni en það virt- ist í raun aðeins formannsins vegna. Fréttaskýrendur í Helsinki telja að Jafnaðarmannaflokkurinn hafi skipt um gmndvallarskoðun á rúm- um mánuði. Áratugum saman var Hægri flokkurinn, Kokoomus, tal- inn aðalóvinur jafnaðarmanna. Þótti það koma í ljós í lok apríl hjá almennum flokksmönnum, þegar flokksforystan fór í stjómarsam- starf við Kokoomus. Á þinginu kom hins vegar í ljós að flokksmenn hafa sætt sig við samstarfið. Á flokksþinginu var kosinn ný flokksforysta. Pertti Paasio var kjörinn formaður, en hann hefur hingað til verið formaður þingflokks jafnaðarmanna. Hann er sonur Rafaels Paasio, sem var formaður flokksins á undan Kalevi Sorsa, frá- farandi formanni, sem var kjörinn í upphafí áttunda áratugarins. Þá var Uipu Iivari kjörin ritari flokks- ins. Hún er frekar lítt þekkt meðal almennings, þótt hún hafi starfað í flokknum um margra ára skeið, m.a. sem ritari þingflokksins. Morgunblaðsins. Á þinginu var samþykkt að hætta við smíði kjamorkuvera í Finnlandi og ósk um bann á útflutningi vopna. Fyrr á ámm vom það ríkisstjómir þar sem jafnaðarmenn fóra með orkumál, sem ákváðu að reisa skyldi fjögur kjamorkuver í Finnlandi. Þá undirbjó stjómin, sem sat fyrir kosningar í vor smíði fimmta kjam- orkuversins á landinu. Nú hafa jafnaðarmenn hins vegar kúvent í þessu máli. laggimar á árinu 1989 og fellur þá I.A. í skaut. Gerist það um leið og heimastjómin tekur við heil- brigðismálum landsins úr höndum danska ríkisins. I.A. bætti stöðu sína í kosningunum og fær af þeirri ástæðu í sinn hlut formannsemb- ætti í tveimur mikilvægum nefnd- um, skatta- og efnahagsmálanefnd, auk formanns stjómar Grænlenska útvarpsins. Þessum þremur emb- ættum gegndu fulltrúar Siumut fyrir kosningamar. Eftirtalin landstjómarsæti komu í hlut Siumut: Jonathan Motzfeldt gegnir áfram embætti formanns landstjómarinnar, auk þess sem hann sinnir kirkju- og menningar- málum. Moses Olsen fer með málefni sjávarútvegs og iðnaðar, framleiðslu og útflutnings. Það kemur svolítið á óvart. Búist var við, að honum yrði gert að halda sig baksviðs í embætti forseta landsþingsins, en ákveðið hefur verið að fresta stofnun þess emb- ættis. Hans Pavia Rosing fer áfram með efnahagsmál, og Kaj Egede, sem nú tekur sæti í landstjóminni í fyrsta sinn, mun sinna byggða- og jaðarsvæðamálum. Jens Ly- berth, formaður grænlensku laun- þegasamtakanna, SIK, fer með menntunar- og atvinnumál. Hann segir jafnframt af sér formennsku í SIK. Af hálfu I. A. sér formaðurinn, Arkaluk Lynge, áfram um félags-, húsnæðis- og heilbrigðismál, auk áætlanagerðar. Josef Motzfeldt fer með viðskipta-, samgöngu- og póst- mál. Kosningarnar í Ástralíu: Reuter Einn á báti Timoci Bavadra, fyrrverandi forsætisráðherra Fiji-eyja, á ekki sjö dagana sæla sem stendur. Eftir stjórnarbyltinguna þar í siðasta mánuði hefur hann leitað stuðnings Bretakrúnu, en lítt orðið ágengt. Nú um helgina kom hann til Lundúna og æskti áheyrnar drottningar. Hún synjaði honum þess eftir að hafa ráðfært sig við Sir Penaia Ganilau landshöfðingja á Fiji-eyjum, en þess i stað var honum boðið að ræða við ráðgjafa hennar. Það vildi hann hins vegar ekki og óvíst hvað hann tekur til bragðs. Verkamannaflokkur Bobs Hawke með um 5% forskot Frjálslyndir leggja fram róttæka stefnuskrá Sidney, Reuter. ÁSTRALIR ganga til kosninga eftir mánuð og samkvæmt skoð- anakönnunum mun Verka- mannaflokkur Bobs Hawke, forsætisráðherra, halda velli með 5-10% meirihluta. Stjórnar- andstaðan, með John Howard í broddi fylkingar, freistar þess nú að vinna sér traust kjósenda með því að kynna efnahagsáætl- un sem meðal annars gerir ráð fyrir stórfelldum skattalækkun- um. Samkvæmt þeim myndi visitölufjölskylda þeirra Ástrala halda eftir 26 Ástralíudölum á viku (um 750 islenskar krónur) umfram það sem nú er. Jafn- framt segja stjórnarandstöðu- menn að slíkar ráðstafanir yrðu áströlskum iðnaði sú lyftistöng, sem hann þarf á að halda. Howard Jones, formaður Frjáls- lynda flokksins, sagði að lækkun skatta, aukin einkavæðing og sam- dráttur ríkisins væm efst á blaði hjá flokki sínum og taldi það vera einu leiðina út úr efnahagsógöngum landsins. Ástralía hefur átt í erfið- leikum vegna erlendra skulda, innlendra vaxtagreiðslna og fjár- lagahalla. Hawke og Paul Keating, flár- málaráðherra, vömðu mjög við þessari stefnu og kölluðu hana „efnahagskukl". Félag ástralskra iðnrekanda fagnaði henni mjög á hinn bóginn og sagði talsmaður hennar að menn í viðskiptalífínu hlytu að taka áætluninni vel. Kappsigling* víkinga- skipa um sumarsólstöður Hróarskelda, Reuter. UM SUMARSÓLSTÖÐUR, að kvöldi 23. júní, munu tíu skip, eftirlíkingar skipa frá timum víkinga, taka þátt í kappsiglingu á Hróarskeldufirði f Danmörku. Kappsiglingin er háð í tilefni þess að 25 ár eru liðin síðan flök fimm víkingaskipa náðust af botni fjarðarins. Flökin em til sýnis á Víkinga- skipasafninu i Hróarskeldu. Þau munu smíðuð um árið 1000 eftir Krists burð, og sagnfræðingar álíta að þau hafi verið fyllt stein- um og sökkt í mynni fjarðarins til að hindra árás óvinaskipa á Hróarskeldu, sem þá var höfuð- borg og helsta höfn Danmerkur. Um er að ræða tvö langskip, tvo knerri og eina fiskifleytu. Oll hafa þau verið endurbyggð nema annað langskipið, en vonir standa til að viðgerð þess verði lokið á næsta ári. Annar knörrinn, sem er 16.5 metra langur og smíðaður úr fum, er talinn dæmigerður fyrir skipin, sem norrænir land- námsmenn sigldu á til Islands og síðar til Grænlands og Vínlands. Tvær skurfur eftir stríðsörvar á efra byrði skipsins vitna um stormasama fortíð þess. Jan Skamby Madsen, safn- vörður á Hróarskeldusafninu, segir að fomleifafræðingar, sem hafa skip að sérsviði, séu fullir aðdáunar á hæfileikum mann- anna, sem smíðuðu þessi skip fyrir nærri 1000 ámm. Hann segir að skip víkinganna hafi ekki verið háð byr aftan frá, heldur hafi þau getað beitt upp í vindinn. Einnig hafi seglabúnaðurinn verið þeim eiginleikum búinn að skipsbógur- inn lyftist í sjónum og skipin “skautuðu" yfir hafflötinn. Að sögn Madsens hefur smíði eftirlík- inga á borð við þær sem taka þátt í kappsiglingunni um sumarsól- stöður fært fomleifafræðingunum mikla þekkingu á siglingaeigin- munu í kappsiglingunni. leikum skipanna og smíðaaðferð- um fommanna, en við smíðina hafi eingöngu verið notuð verk- færi frá tímum víkinga. #1% * rm 4 ' w* í Reuter Bob Hawke á kosningafundi í Sidney á þriðjudag. Meðal fyrirhugaðara breytinga em niðurskurður á aðstoð og niður- greiðslum til þurfandi iðnaðar, róttæk endurskipulagning á heil- brigðis- og velferðarmálum, og síðast en ekki síst á að leggja fjög- ur ráðuneyti niður. Stjómarandstaðan þarf þó að herða róðurinn ætli hún að hrinda þessum áætlunum í framkvæmd, því sé eitthvað að marka skoðana- kannanir hefur Verkamannaflokk- urinn a.m.k. 5% meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn og Þjóðar- flokkurinn, sumir segja 12%. v Kosningarnar verða hinn 11. júlí, en Bob Hawke boðaði til þeirra átta mánuðum fyrr en honum bar, því þriggja ára kjörtímabili hans líkur ekki fyrr en á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.