Morgunblaðið - 11.06.1987, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innantands. f lausasölu 50 kr. eintakiö.
Erþetta
forsvaranlegt?
Baráttan gegpn alnæmi:
Sömu vanda-
málin alls stað-
ar í veröldinni
Umræðumar um íslenskt
mál halda áfram á síðum
Morgunblaðsins og ber að
fagna því. Aldrei verður sú
góða vísa of oft kveðin, að
leggja beri mikla rækt við
tunguna, varðveislu hennar
og rétta notkun. í grein hér
í blaðinu í gær ræðir Baldur
Ragnarsson, kennari, um
íslensku í skólum og fjölmiðl-
um og segir meðal annars:
„Unglingar lesa dagblöðin
engu síður en þeir sem full-
orðnir eru. Mikilvægt er því
að málfar og stafsetning í
dagblöðum sé til fyrirmyndar.
Með því móti má vinna gegn
fábreyttum orðaforða og
rangri málnotkun unglinga og
raunar alls almennings. Eitt
af því sem dagblöð verða að
forðast eins og heitan eldinn
eru stafsetningarvillur. Út-
varp og sjónvarp byggja fyrst
og fremst á töluðu máli, en
ekki rituðu, og hafa því tak-
markaða möguleika til að
rækta þennan mikilvæga þátt
móðurmálsins. Öðru máli
gegnir hins vegar um dag-
blöðin og því hljóta þau að
gegna veigamiklu hlutverki á
þessu sviði. Reyndir íslensku-
kennarar hafa ymprað á því
við undirritaðan að stafsetn-
ingarkunnáttu grunnskóla-
nemenda hafí hrakað nokkuð
við tilkomu Dagblaðsins á
sínum tíma. Telja þeir að sam-
keppni dagblaðanna hafí leitt
til fljótfæmislegri vinnu-
bragða þeirra. Ekki skal dæmt
um það hér hvort dagblöð
geta þannig haft bein áhrif á
réttritunarkunnáttu bama og
unglinga, en vissulega hafa
ólíklegri tilgátur verið settar
fram.“
Eftir þessar athyglisverðu
hugleiðingar víkur Baldur
Ragnarsson að Morgunblað-
inu og sérstaklega íþrótta-
fréttum í því. Bendir hann
réttilega á, að á íþróttasíðum
hafa stafsetningarvillur verið
tíðar og þar hefur mátt líta
bæði y-villur og n-villur. Telur
Baldur ekki unnt að afsaka
þetta sem prentvillur. Og
hann spyr síðan: „Er þetta
forsvaranlegt í stærsta dag-
blaði þjóðarinnar?" Svarið er
einfalt: Nei!
Með hinni nýju tölvutækni
hefur leiðin frá blaðamanni til
lesanda styst. Ekki er nóg
með að málglöggir setjarar
hafí horfíð úr sögunni heldur
heyrir það nú til undantekn-
inga hér á Morgunblaðinu, að
prófarkalesarar lesi yfír fréttir
eða annað efni blaðamanna.
Þessi nýbreytni gerir auknar
kröfur til blaðamanna meðal
annars þær, að þeir hafí ís-
lenskar stafsetningarreglur
þannig á valdi sínu, að þeir
geti í flýti og dagsins önn
skilað frá sér skammlausum
texta. Auðvitað hafa íslenskir
blaðamenn alltaf átt að vera
færir í íslenskri réttritun. Til
þessa hafa þeir haft öryggis-
net, sem nú er víða úr sögunni.
I meðferð tungunnar eins
og endranær skilar það best-
um árangri að byggja á góðri
kunnáttu og viðhalda henni
með skynsamlegri þjálfun
samhliða daglegum störfum.
Blaðamenn öðlast ekki hæfni
í íslensku máli nema þeir lesi
góðan texta á íslensku og til-
einki sér stafsetningarregl-
umar. Hvaða menntunarkröf-
ur á dagblað að gera til
starfsmanna sinna? Morgun-
blaðið hefur fylgt þeirri
meginstefnu að ráða enga til
starfa sem blaðamenn nema
þá, sem lokið hafa stúdents-
prófí. Um svipað leyti og
prófarkalestur á texta blaða-
manna var afnuminn efndi
blaðið til íslenskunámskeiðs
fyrir starfsmenn sína og fékk
reynda kennara til að leið-
beina þeim. Þá hefur sú regla
verið tekin upp, að sumar-
starfsfólk ritstjómar og aðrir,
sem ráðast til starfa hjá Morg-
unblaðinu sem blaðamenn og
hafa ekki öðlast starfsreynslu
annars staðar, verða að ganga
undir sérstakt próf á vegum
blaðsins, þar sem reynir á
íslenskukunnáttu. Loks er það
sífellt og eilíft baráttumál
þeirra, sem bera ábyrgð á efni
blaðsins, að fækka þar villum,
hveiju nafni sem nefnast.
Villur í dagblaði em eins
og sjúkdómar í mannfólkinu,
allir berjast gegn þeim en erf-
itt er að uppræta óvininn. Eins
og áður áíigði er ekki forsvar-
anlegt að þeir, sem vinna við
að rita fréttir, kunni ekki þær
grunnreglur íslenskrar réttrit-
unar, sem reglumar um y og
n em. Er grein Baldurs Ragn-
arssonar því þörf áminning til
okkar allra, sem í blöð ritum.
Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara
Morgunblaðsins í Bandaríkjunum.
Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seti beindi orðum sínum í fyrsta
sinn að alnæmisfaraldrinum í
ræðu sem hann hélt 31. maí síðast-
liðinn. Hann mælti með blóðpróf-
um til að kanna smit þeirra sem
hyggjast ganga i hjónaband eða
koma til meðferðar vegna kyn-
sjúkdóma. Reagan gekk ekki svo
langt að krefjast að mönnum
verði skylt að gangast undir blóð-
próf enda telja ýmsir að slík
stefna sé dæmd til að misheppn-
ast.
George Bush varaforseti hélt
einnig sína fyrstu ræðu um alnæmi
í síðustu viku, er hann ávarpaði
þriéju alþjóðlegu ráðstefnuna um
alnæmi, sem var haldin í Washing-
ton, DC. Ræður forsetans og vara-
forsetans eru til marks um það, að
stjómmálamenn einbeita sér sífellt
meir að þessu erfiða og vaxandi
vandamáli.
Á síðustu þremur árum hafa
vísindamenn komið saman árlega á
alþjóðlegum ráðstefnum, til að fjalla
um alnæmi. Sú fyrsta var haldin í
Atlanta í Georgia-fylki í Banda-
rílqunum árið 1985, sú næsta í París
í fyrra og þeirri þriðju lauk nú fyrir
hvítasunnuna í Washington. Reglan
er sú að halda ráðstefnuna annað-
hvort ár í Ameríku, en þar er
sjúkdómurinn einna útbreiddastur.
Þátttaka í þessum ráðstefnum
hefur aukist gífurlega, í Atlanta
voru þátttakendur 2.200, í París
2.800 og það var búist við 3.500
manns í Washington, en þátttakend-
ur voru 6.500, þar á meðal um það
bil 1.000 fréttamenn. Áhugi fjöl-
miðla hefur stóraukist, enda eru
menn að gera sér grein fyrir því
hversu alvarlegt vandamál alnæmi
er. Þrír íslendingar sóttu ráðstefn-
una í Washington, þau Margrét
Guðnadóttir prófessor í veirufræði
við Háskóla Islands, Björg Rafnar
veirufræðingur og Kristján Erlends-
son lyflæknir og ónæmisfræðingur
á Landspítalanum. Fréttaritari
Morgunblaðsins hitti Kristján að
máli í New Haven.
— Hvað er helst tíðinda af ráð-
stefnunni í Washington?
Margir ráðstefnugesta bentu á að
- segir Kristján
Erlendsson,
lyflæknir, sem sat
þriðju alþjóð-
legu ráðstefn-
una um alnæmi
í Washington
stóraukinn áhugi á eyðni hefur gert
vart við sig meðal stjómmálamanna
upp á síðkastið. Það er athyglisvert
að við heima á íslandi höfum verið
að velkjast í svipuðum vanda og
aðrar þjóðir, hommar gagnrýna heil-
brigðisyfirvöld, og þau svarað því
til að það skorti peninga. Svo er
kvartað yfír því að heilbrigðisyfír-
völd skilji málið ekki . . . þetta eru
sömu vandamálin alls staðar í heim-
inum.
Mér fannst áberandi á ráðstefn-
unni í Washington að menn kvörtuðu
yfír sambandsleysi milli þeirra
þriggja hópa sem aðallega hafa með
alnæmi að gera. Þetta eru í fyrsta
lagi stjómmálamenn, ennfremur
vísindamenn sem fjalla um viðbrögð
líkamans við veirunni eða tengdum
sýkingum, og loks læknar, félags-
ráðgjafar og aðrir þeir sem veita
sjúklingunum aðstoð í einhverri
mynd. Þessir þrír hópar tala of lítið
saman, og ég held að stærsta bilið
sé milli stjómmálamanna og hinna
hópanna.
— Á þetta við um ísland eins
og önnur lönd?
Við höfum náttúrlega ekki þann
hóp sem vinnur við vísindarannsókn-
ir á veimnni sjálfri, en samstarf
lækna við landlæknisembættið er
með ágætum. Hinsvegar fínnst mér
vanta á því skilning hjá heilbrigðis-
ráðuneytinu, hvað þetta er dýrt
verkefni — þetta virðist raunar regl-
an í öðrum löndum.
Mér þótti mjög athyglisvert að
hlýða á erindi bandaríska landlækn-
isins C. Everett Koop, sem talaði á
undan George Bush. Viðstaddir
stóðu upp þegar Koop birtist í saln-
um og það var klappað einhver
reiðinnar býsn fyrir orðum hans.
Síðan kom Bush, sem hafði látið
6.500 manns bíða eftir sér í háiftfma
og hlaut ekki góðar viðtökur. Ráð-
stefnugestir bauluðu meira að segja
unnvörpum, þegar Bush minntist á
hugmyndir ríkisstjómarinnar um
eyðnipróf.
Samstarf landlæknis í Banda-
ríkjunum og forsetaembættisins
virðist vera lélegt hvað þetta mál
varðar. Koop landlæknir er algjör-
lega á öndverðum meiði að því er
snertir eyðniprófín. Ráðstafanir þær
sem Reagan hyggst grípa til hafa á
sér efnahagslegt yfírbragð.
- Nú?
Það á að skylda alla innflytjendur
til að gangast undir eyðnipróf og
stjómvöld segja sem svo, að ef öllu
þessu fólki sé veitt landvistarleyfí,
þá geti það orðið dýrt spaug að kosta
heilbrigðisþjónustu vegna þeirra sem
veikjast af alnæmi. Það vekur hins
vegar furðu að Bandaríkjamenn
hyggist eyðniprófa aðkomumenn,
þegar veiran er útbreiddust í Banda-
ríkjunum sjálfum! Á ráðstefnunni
var lögð fram tillaga um að hvetja
stjómmálamenn til að samþykkja
ekki reglur og ráðstafanir án þess
að eiga náið samráð við vísindamenn
og aðra þá sem starfa að þessum
málum.
— Nú er talað um félagslega
útskúfun . . .
Þessi útskúfun hefur alltaf verið
fyrir hendi, en ég held að fjölmiðla-
menn og pólitíkusar hafí ekki gert
sér grein fyrir henni. Eyðni fannst
fyrst f hommum og eiturlytjaneyt-
endum, og það eru hópar sem eiga
sko ekki upp á pallborðið hjá fólki
almennt. Hræðslan og fordómamir
gagnvart þessum hópum eru alveg
gífurlegir — ekkert síður á íslandi
en annars staðar.
Ráðstefnan í Washington var frá-
brugðin þeirri í París í fyrra að því
leyti, að sérstakir umræðuhópar fjöl-
luðu sérstaklega um þessi félagslegu
viðhorf og fordómana. Þar var rætt
um siðferðileg, lagaleg og félagsleg
vandamál sem fylgja útbreiðslu al-
næmisfaraldursins. Umræðum
þessum stjómuðu einatt hommar
sem hafa unnið í hópum sem veita
neyðarhjálp.
Raunar hafa hommar hér í Banda-
ríkjunum verið tveimur til þremur
árum á undan stjómvöldum í for-
Norrænir álframleið
sameinast um kynning
SAMTÖK norrænna álframleið-
enda, SkanaJuminium, hófu á
síðasta ári mikið átak til kynning-
ar á eiginleikum áls og mögulegri
nýtingu þess. Þetta kynningará-
tak mun standa til ársins 1988
og hafa Iðntæknistofnun íslands,
Háskóli íslands, og íslenska álfé-
lagið hf. tekið höndum saman um
þetta verk hér á Iandi undir verk-
efnaheitinu íslenskt áltak. Sfðast-
liðin miðvikudag kynntu þessir
aðilar þetta verkefni fjölmiðlum
og ýmsum forsvarsmönnum úr
atvinnu lífinu. Við það tækifæri
afhenti Ragnar HaUdórsson, for-
stjóri ísals, fyrir hönd Skana-
luminium, Ragnari Þorsteinssyni,
formanni flugsögufélagsins,
20.000 norskar krónur sem viður-
kenningu fyrir að félagið hefði á
árinu 1979 bjargað norsku flug-
vélinni Nordtrop úr Þjórsá, en
þar hafði hún legið síðan 1943.
Ragnar Halldórsson sagði kveikj-
una að þessu samnorræna átaki til
kynningar á áli hafa verið könnun
sem framkvæmd var í norrænum
háskóium árið 1986 og sýndi að
þekking á áli og notkun þess væri
nokkuð ábótavant. Ákveðið hefði
verið að skipuleggja þetta þriggja
ára kynningarátak og er kostnaður
við það áætlaður 15 milljónir nor-
skra króna eða um 90 milljónir
íslenskra króna.
Þeir Ivar Walseth og Tor Zett-
erström frá Skanaluminium gerðu
gestum stuttlega grein fyrir því
hvað fælist í þessu norræna átaki.
Sögðu þeir markhópana sem reynt
væri að ná til vera annars vegar