Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 42
42 V8SÍ ÍVÍÚT. .11 ÍIUOAaiTTMMrí .aiOAjaMUDHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Melstaður í Miðfirði: Hátíðarmessa á 40 ára vígsluafmæli kirkjunnar Staðarbakka, Miðfirði. HÁTÍÐARMESSA var haldin á Melstað á annan í hvítasunnu í tilefni af 40 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Sóknarpresturinn, séra Guðni Þór Ólafsson, messaði og kirkjukórinn söng undir stjórn Ólafar Pálsdóttur. Guð- mundur Þorbergsson söng einsöng. Kirkja sú sem stóð á Melstað á undan þessari var timburkirkja en fauk í ofviðri 15. febrúar 1942. Núverandi kirkja er steinsteypt, byggð á sama stað og var vígð 8. júní 1947. Að messu lokinni bauð sóknar- nefndin kirkjugestum til_ kaffí- drykkju í félagsheimilinu Ásbyrgi. Nefndina skipa Lilja Steindórsdótt- ir, Böðvar Sigvaldason og Theodór Pálsson. Séra Guðni talaði þar og minntist á þær umbætur sem gerð- ar hafa verið nú að undanfömu og standa enn yfir, á kirkjunni sjálfri, umhverfí og kirkjugarði. Kirkjunni voru færðar góðar gjafír. 40 ára fermingarböm gáfu peningagjöf til fegrunar á kirkjugarðinum og burt- fluttir eldri sóknarmeðlimir gáfu peningagjafírtil styrktar kirkjunni. Benedikt Nýja hljómsveitin Batterí, sem tekur til starfa á neðri hæðinni í Þórscafé nú um helgina, frá vinstri: Jón Ólafsson, Helga Völundar- dóttir, Sigurður Helgason og Axel Einarsson. Breytingar í Þórscafé: Karlakórinn Heimir. Karlakórinn Heimir 1 söngferð KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði fer í söngferð um Suðurland og til Hornafjarðar um miðjan júnímánuð. Áætlað er að halda fimm tónleika í ferðinni. Fyrstu tónleikar kórs- ins verða i félagsheimilinu Logalandi í Borgarfirði mánu- daginn 15. júní kl. 21.00. Aðrir tónleikamir verða í Lang- holtskirkju í Reykjavík þriðjudag- inn 16. júní kl. 20.30. í Njálsbúð í Vestur-Landeyjum miðvikudag- inn 17. júní kl. 21.00. í kirkjunni á Höfn í Homafírði fímmtudaginn 18. júní kl. 21.00 og lokatónleikar verða í félagsheimilinu á Flúðum í Ámessýslu 19. júní kl. 21.00. Söngstjóri er Stefán R. Gísla- son, undirleikari er Katharine L. Seedell. Einsöngvarar með kórn- um eru Páll Jóhannesson tenór- söngvari, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson, sem eru kórfé- lagar. Félagar em um 40 talsins. í vetur hefur kórinn haldið sjö tón- leika frá áramótum annaðhvort einn sér eða með öðmm kómm. Karlakórinn á 60 ára starfsaf- mæli á þessu ári en hann var stofnaður í desember 1927. Reykjavík: 17. júní-hátíðahöld með hefðbundnu sníðí Lifandi tónlist á báðum hæðum MIKLAR breytingar eru fyrir- hugaðar á skemmtanahaldi í Þórscafé nú í sumar. Ber þar helst að nefna lifandi tónlist á báðum hæðum, en fram til þessa hefur verið diskótek á neðri hæð- inni. Þá munu þekktir söngvarar koma fram á miðnætursviði á efri hæð. Nú um helgina mun ný hljómsveit taka til starfa á neðri hæðinni í Þórsc- afé. Það er hljómsveitin Batterí, en hana skipa Axel Einarsson gítarleik- ari, Jón Ólafsson bassaleikari, Sigurður Helgason trommari og söngkonan Helga Völundardóttir. Hljómsveitin Pónik leikur fyrir dansi á efri hæðinni nú í júnímán- uði. Þeir félagar hafa leikið saman um langt árabil, en um mánaðamótin skilja leiðir. Fyrirhugað er að þekktir hljómlistarmenn, sem leikið hafa með Pónik í gegnum árin, komi fram með hljómsveitinni á miðnætursviði nú í júní. Um helgina verður það söngvar- inn Sverrir Guðjónsson, sem var liðsmaður í Pónik hér í eina tíð. Að sögn Ragnars Björgvinssonar, framkvæmdastjóra í Þórscafé, verður lögð áhersla á fjölbreytni í tóplistar- flutningi á báðum hæðum. Á neðri hæðinni verður þó frekar höfðað til yngra fólks, en á efri hæðinni verður sem fyrr leikin tónlist fyrir fólk á öllum aldri. BORGARYFIRVÖLD hafa falið íþrótta- og tómstundaráði að sjá um undirbúning hátfðahaldanna á 17. júní. Dagskrá þjóðhátíðarinnar í Reykjavík verður með hefðbundn- um hætti fram að hádegi. Forseti borgarstjómar leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sig- urðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu og hefst athöfnin kl. 10.00. Síðan verður dagskrá við Austurvöll kl. 10.40. Júlíus Haf- stein, borgarfulltrúi, setur hátíðina. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráð- herra flytur ávarp. Þá verður ávarp fjallkonunnar. Karlakór Reykjavík- ur syngur og Lúðrasveit Reykjavík- ur leikur. Kl. 11.15 verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Sr. Frank M. Halldórsson prédikar og dómkórinn syngur undir stjórn Gamlir meistar- ar í Gallerí Borg Um hvítasunnuna var opnuð sýning á verkum „gamalla meistara", sem Gallerí Borg er með til sölu. Má þar nefna gamla vatnslita- mynd frá Borgarfírði eystra, teikninguna „Vættir á Þingvöll- um“ eftir Kjarval, glæsilega Húsafellsmynd eftir Ásgrím, Bátsmynd, Snæfellsjökul og hlóðaeldhús eftir Gunnlaug Blöndal, Strút í Borgarfírði eftir Jón Stefánsson, Hvítá og Búrfell eftir Júlíönu Sveinsdóttur, tvær blómamyndir eftir Kristínu Jóns- dóttur, tvær vatnslitamyndir eftir Scheving og mynd frá Hafnarfírði eftir Jón Þorleifsson. Ýmsar fágætar myndir og höf- unda mætti nefna þessu til viðbótar, ómerkt mynd frá Skaga- strönd eftir Snorra Arinbjamar, en augljóst hvað höfund snertir, og ómerkt mynd eftir Magnús Jónsson dósent. Mynd úr Mýrdal eftir Einar Jónsson frá Fossi, merkt, máluð 1910. Mynd frá „Sundunum" og önnur frá Dyr- hólaey eftir Gísla Jónsson frá Búrfellskoti. I nýja salnum í Austurstræti 10 hefíjr nú verið komið fyrír upphengi með myndum margra starfandi listamanna. Má þar nefna nokkrar nýlegar myndir eftir Hring, Magnús Kjartansson, Vigni, Hauk Dór, Eyjólf Einars- son, Tryggva Ólafsson og Kristján Davíðsson. Einnig stór olíumynd frá Rauðhólum eftir Jóhannes Geir, þrjár abstrakt myndir eftir Eirík Smith. Tvær klippimyndir eftir Björgu Þorsteinsdóttur. Hestar eftir Pétur Behrens og húsamyndir eftir Ágúst Petersen. Loks er kominn til sölu fjöldi nýrra olíu- og vatnslitamynda eft- ir Karólínu Lárusdóttur. Þær myndir má sjá í Pósthússtræti 9. Marteins H. Friðrikssonar, ein- söngvari er Sólrún Bragadóttir. Skrúðgöngur verða frá Hall- grímskirkju og Hagatorgi og leggja þær af stað kl. 13.45. Skemmtidag- skráin hefst kl. 14.00 í miðbænum á þremur leiksviðum: Á Lækjar- torgi, í Hallargarði og í Hljómskála- garði. í Hljómskálagarði verða skátar með trönuhlaup samkvæmt venju, einnig verður glímusýning, sýning á fuglum, sýning á ijaður- bretti ásamt minigolfi, mini-tívolí, leikjum og þrautum. Á Tjörninni verða róðrabátar. Á útitafli verður teflt með lifandi skákmönnum, fombflasýning í Kolaporti, dagskrá fyrir eldri borgara verður í Sigtúni og VR-húsinu. Sundmót verður í Laugardalslauginni. Tennismót á íþróttasvæði Víkings í Fossvogi og Knattspymuhátíð á Laugardals- velli. Halla Margrét Ámadóttir mun heimsæka bamadeildir Landspítala og Landakotsspítala. Kvöldskemmtun verður á Lækj- artorgi. Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur ásamt fleimm. í Laugardalshölll verða hljómleikar. Sérstök athygli er vakin á götuleik- húsi, sem mun starfa um allan miðbæinn og verður Tjamarbrúin lokuð milli 14.00 og 16.15 vegna sýningar þess. Sjómannadagurinn á Siglufirði: Guðsþjónusta um borð í skuttogara Siglufirði. NÚ á 50 ára afmæli sjómanna- dagsins, næstkomandi sunnudag, verður fjölbreytt dagskrá að venju við Siglufjarðarhöfn. Að morgninum verður skemmtisigl- ing um fjörðinn og að henni lokinni verður guðsþjónusta um borð í skuttogara. A sjómanna- daginn í fyrra var messað um borð i skuttogara hér á Siglu- firði, i fyrsta skipti hér á landi. Guðsþjónustan hefst klukkan 11, en þar mun sóknarpresturinn, séra Vigfús Þór Ámason, prédika. Kirkjukórinn og lúðrasveit flytja sálma, undir stjóm Tony Raleys. Á Hafnarbryggjunni verður sæti fyrir eldri borgara. Eftir hádegið verður að vanda fjölbreytt dagskrá. Björg- unarsveitin Strákar hefur umsjón með hátíðahöldunum. Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hér á landið árið 1937. Kvennadeildin Vöm, verður með kaffísölu í Alþýðuhúsinu eftir há- degið. Nú er unnið að því að koma upp minnismerki um dmkknaða sjó- menn hér á staðnum. Verkið er eftir Ragnar Kjartansson mynd- höggvara og verður því komið fyrir við Sparisjóð Sigluíjarðar. Það er von manna að það verði vígt á sjó- mannadaginn að ári. Opnaður hefur verið reikningur til minningar um Finn Hauksson sjómann, sem dmkknaði af skipi frá Siglufírði á síðasta ári. Matthías Mótmælafund- ur á Hagatorgi SAMTÖK herstöðvaandstæðinga efna til útifundar á Hagatorgi fimmtudaginn ll.júníkl. 18.00. Fundarstjóri verður Hjördís Hjartardóttir. Ávörp flytja Margrét Bjömsdóttir frá Neistastöðum og Eiríkur Hjálmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.