Morgunblaðið

Date
  • previous monthJune 1987next month
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 45

Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 45 Verðlagsráð sjávarútvegsins: til 30. september í ár SAMKOMULAG varð um það á fundi Yerðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær að gefa almennt fiskverð fijálst og einnig verð á kola frá 15. júní til 30 septem- ber næstkomandi. Einnig varð samkomulag um það að verð sem í gildi var frá 1. janúar til 31. mai framlengdist til 14. júní. Það sem varð til að liðka fyrir þessu samkomulagi var ákvörð- un sljórnar verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins í gær um breyt- ingu á greiðslum í sjóðinn sem þýðir í raun að fiskvinnslan hættir að greiða í sjóðinn og einnig dregur úr greiðslum saltfiskvinnslunnar. Ftjálst fískverð hefur legið í loftinu um nokkurn tíma, sérstak- lega eftir að farið var að undirbúa fiskmarkaði hér á landi. Svo virt- ist sem Verðlagsráð sjávarútvegs- ins myndi ná samkomulagi um þetta fyrir síðustu mánaðamót en þegar til kom náðist ekki sam- staða um það hjá kaupendum að stíga skrefíð til fulls nema til kæmi breyting á verðjöfnunar- sjóði. Ákvörðun um fiskverð var þá vísað til yfimefndar Verðlags- ráðsins. Á fundi í stjóm verðjöfnunar- sjóðs á þriðjudag lá síðan fyrir að fulltrúar sjómanna og útvegs- manna voru tilbúnir til að breyta verðbili fyrir frystan fisk og setja viðmiðunarverðið það hátt að frystingin hætti í raun að greiða í sjóðinn nema freðfiskverð hækki þeim mun meira. Einnig var verð- bilum fyrir saltfísk breytt þannig að fiskverkendur þurfa að greiða mun minna í sjóðinn en verið hef- ur. Að þessari tillögu fenginni var ljóst að gengið hafði verið mjög langt til móts við vilja fískvinnsl- unnar sem viljað hefur leggja verðjöfnunarsjóð niður. í fram- haldi af þessu var ákveðið að rétt væri að gefa fískverðið fijálst. Á fundi í verðjöfnunarsjóði í gærmorgun var áðumefnd tillaga samþykkt. Fulltrúar ríkisins í stjóm sjóðsins sátu hjá og að sögn Bolla Þórs Bollasonar, fulltrúa ríkisins í stjóm sjóðsins og odda- manns yfimefndar, var aðal- ástæðan sú að við ríkjandi markaðsaðstæður væri verðlag mjög hátt á freðfískafurðum og saltfískafurðum og því hefðu þeir talið það eðlilegra að greitt verði í sjóðinn. Þeir hefðu hinsvegar setið hjá frekar en vera á móti ákvörðuninni vegna þess að þetta hefði verið eitt skilyrði þess að fískverð yrði gefíð frjálst. Bolli sagðist ekki meta það svo að með þessu væri verið að leggja verðjöfnunarsjóðinn niður þótt koma kynni að þvi að endurskoða þyrfti lögin um verðjöfnunarsjóð. Og verðjöfnun hefði ekki verið aflögð að fullu með þessari ákvörðun í sjóðnum því enn væri nokkur inngreiðsla af saltfíski þannig að líta mætti á þetta sem biðleik meðan menn væru að átta sig á hvemig taka eigi á verðjöfn- un á gámafíski. Bolli sagðist búast við að þessi ákvörðun þýddi að sjóðurinn missti af um 3-400 milljónum króna úr frystingunni miðað við heilt ár og um 100 milljónir út saltfískverkuninni. Morgunblaðið/Júlíus Verðlagsráð sjávarútvegsins á fundi þar sem samþykkt var fijálst fiskverð. Frá vinstri eru Kristján Ragnarsson, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Helgi Laxdal, Óskar Vigfússon, Árni Benediktsson formaður ráðsins, Friðrik Páisson, Bjarni Lúðvíksson og Gunnar Tómasson. Sjómenn geta nú betur gætt sinna hagsmuna - segir Oskar Vigfússon formaður Sjómannasambands Islands „ÞAÐ kom mér algerlega á óvart að fiskkaupendur skuli hafa snúið svona við blaðinu þó svo það sé gert 15 dögum eftir að verðlagning átti að liggja fyrir. Að minu mati var þessi staða uppi þá þegar, en allt er gott sem endar vel þó að sjálfsögðu eigi eftir að reyna á það hjá sjómannastéttinni hvemig þetta tekst til,“ sagði Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambands íslands og fulltrúi sjómanna í Verðlags- ráði sjávarútvegsins. —Nú hafa verið viðurkenndar yfirborganir á fískverð undanfar- ið. Áttu von á að rétta verðið komi strax í ljós? „Ég á fastlega von á því. Það sem við höfum fundið því til for- áttu að vera með verð sem í raun er ekki í gildi, er að það verð hafa sjómenn samt fengið til skipta og mér liggur við að segja að margir útvegsmenn hafi beinlínis sagt við sjómenn að þeir eigi ekki kröfu á öðru verði en ákveðið er í Verðlagsráði. Með þessari fijálsu verðlagningu telj- um við að sjómenn geti frekar gætt sinna hagsmuna og spomað gegn slíkum undirborðsgreiðslum, með því að fylgjast sjálfir með hvaða verð myndast víðsvegar um land og á fískmörkuðunum." —Áttu von á að þetta leiði til hækkunar fískverðs frá því sem nú er í raun? „Miðað við það verð sem nú virðist vera á markaðnum og það að fískneysla í heiminum er sífellt að aukast á ég von á að mínir menn njóti góðs af því.“ —Og ekkert öryggisnet, svosem lágmarksverð, sé nauðsynlegt? „Sjómenn sem siglt hafa með afla erlendis hafa orðið að taka því gegnum tíðina þegar markaðs- verð fellur á erlendum mörkuðum. „VIÐ gerum okkur grein fyrir því að þetta er meiriháttar ákvörðun sem getur stofnað til ákveðinna erfiðleika f sam- skiptum útgerðarmanna, lækkun á einhveijum tegundum og á einhveijum svæðum ef við miðum við það verð sem hefur verið í gildi á síðustu vikum. —Áttu von á að þetta verði til þess að spoma við gámafískút- flutningsþróuninni? „Það era margir trúaðir á að svo verði þótt ég sé ekki endilega einn af þeim. Vonandi gerir verð- ur þetta þó til þess með einhveij- um hætti. Ég á þó von á að breytingin á hlutaskiptum sjó- manna erlendis sem tók gildi 1. júní, um að kostnaður sé dreginn frá fyrir skipti, eigi eftir að hafa talsverð áhrif auk þess sem verð- ið erlendis er frekar lágt og því er ekki vafi á að fískvinnslan hef- ur mikinn hag af því að vinna fískinn hér ef hún fær til þess afla og fólk,“ sagði Friðrik Páls- son. Eins er í þessu tilfelli. Þetta er spuming um framboð og eftir- spum og eftir því verða sjómenn og útvegsmenn að haga sér,“ sagði Óskar Vigfússon. sjómanna og fiskvinnslufyrir- tækja,“ sagði Kristján Ragnars- son, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, um ákvörðun verðlagsráðs um fijálst fiskverð. „En ákvörðunin gildir í tiltölu- lega stuttan tíma og er að þvi leyti til reynslu og þá sjáum við hvemig þessum aðilum gengur að semja sín á milli á frjálsum markaði," sagði Kristján. Kristján sagði að þessi ákvörð- un væri gerð í kjölfar samkomu- lags sem fæli í sér minnkun á greiðslum fískvinnslunnar í verð- jöfnunarsjóð. „Við það batnar staða fískvinnslunnar í samkeppn- inni um hráefnið sem vonandi leiðir til þess að þeir fá meira af físki til vinnslu hér heima en minna verði flutt út af ferskfiski. Nú verður fiskverðið breytilegt, og þó það hækki eitthvað á ég ekki von á því að tekjur sjómanna og útgerðarmanna aukist, því tekjumar minnka eitthvað á móti með minni ferskfískútflutningi,“ sagði Kristján. Sannfæring okkar segir að nú sé lag að reyna - segir Friðrik Pálsson forstjóri SH „VIÐ sem tökum þessa ákvörð- un í Verðlagsráði erum fulltrú- ar fyrir mjög stóran hóp manna, sjómanna, útvegs- manna og fiskvinnslunnar og vafalítið hefur enginn þessara aðila fullan stuðning á bak við sig. Og það hafa ekki orðið neinar meginbreytingar á af- stöðu okkar umbjóðenda heldur fyrst og fremst aðstöðu- breytingar og okkar eigin sannfæring sem segir að nú sé lag að reyna," sagði Friðrik Pálsson forstjóri Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna og einn fulltrúa i Verðlagsráði sjávar- útvegsins í samtali við Morgun- blaðið eftir að fiskverðið hafði verið gefið fijálst. „Það sem mér fínnst þó skipta mestu máli við þessa ákvörðun," sagði Friðrik, „er að ef við hættum bítast í Verðlagsráði, eins og menn hafa gert gegnum árin, gti það orðið til þess að sætta ólík sjónarmið I sjávarútveginum og menn snúi frekar bökum saman til að vinna þessari atvinnugrein betra gengi til frambúðar." —Hvemig má búast við að þró- unin fiskverðsins verði nú þegar það er orðið fijálst? „Það er alveg ljóst að nokkuð langur tími þarf að líða áður en menn hafa áttað sig á til hvers þetta leiðir. Þó held ég að þetta hljóti að virka beinna á markaðs- verðið, hvenær dagsins, vikunnar eða ársins fiskurinn berst á land, ef þetta verður til langs tíma. Og ég býst við því að við eigum eftir að sjá bæði fiskverðshækkun og A ekki von á því að tekjumar aukist - segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 129. tölublað (11.06.1987)
https://timarit.is/issue/121220

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

129. tölublað (11.06.1987)

Actions: