Morgunblaðið - 11.06.1987, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 11.06.1987, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Rúmenar komust áfram á jafntefli Skák Margeir Pétursson Úrslit í viðureign Taflfélags Reykjavíkur og Politekhnika frá Búkarest í Evrópubikar- keppni taflfélaga urðu þau að liðin skildu jöfn, hlutu bæði sex vinninga. Var þá gripið til sti- ^aútreiknings til að úrskurða hvort liðið kæmist áfram í keppninni og varð niðurstaðan sú að TR féll út. Keppnin fór fram á heimavelli Rúmenanna í Búkarést um síðustu helgi. Þessi sigur þeirra var óvæntur, sérstaklega eftir fyrri dag keppninnar en þá hafði TR yfir, 3'/2-2>/2, en seinni daginn gekk Rúmenunum allt í haginn, þeir náðu að jafna metin og vinna á stigum. Þetta eru að sjálfsögðu mikil vonbrigði fyrir okkur Taflfélags- menn og það er erfítt að skýra þennan slaka árangur. Rúmenam- ir áttu sigurinn hins vegar fyllilega skilinn, þeir höfðu stuttu áður varið titil sinn í rúmensku deildar- keppninni og voru greinilega mjög vel undirbúnir fyrir keppnina. Við vorum heldur ekki öfundsverðir af því að þurfa sækja þá heim og eru menn nú orðnir langeygir eft- ir heimaleik í þessari keppni. 1985 varð Skákfélag Búnaðarbankans að fara til Spánar og laut í lægra haldi fyrir Vulca frá Barcelona. Úrslit fyrri umferðar: Helgi Ólafsson — Ghinda 1—0 JóhannHjartarson — Stoica '/2 Jón L. Ámason — Ghitescu '/2 Margeir Pétursson — Marin 0—1 Guðm. Siguij. — Dumitrache 1—0 Karl Þorsteins — Stanciu V2 Úrslit seinni umferðar: Helgi Ólafsson — Ghinda 0—1 Jóhann Hjartarson — Stoica V2 Jón L. Amason — Ghitescu V* Margeir Pétursson — Marin 0—1 Guðm. Siguijónsson — Berechet V2 Karl Þorsteins — Stanciu 1—0 Á fjórum efstu borðunum tefldu menn úr landsliði Rúmena og á því fjórða var ný stjama, Mihai Marin, sem í febrúar vann það afrek að komast áfram úr svæða- móti Austur-Evrópu, ásamt tveimur Ungveijum og einum Búlgara. Hann náði að vinna und- irritaðan í báðum skákunum og skipti það sköpum fyrir Rúmen- ana. Karl og Guðmundur unnu sína skákina hvor, en á þremur efstu borðunum urðu úrslit alls staðar jöfn. Enginn okkar náði sér virkilega vel á strik og þar sem ég var alveg heillum horfinn urðu þessi klaufalegu úrslit að vem- leika. Auk þeirra sex sem tefldu, vom með í förinni Jón Briem, formaður Taflfélags Reykjavíkur, og Þröst- ur Þórhallsson, sem var varamað- ur. Það var ekki sízt fyrir atbeina Jóns Briem að stjóm TR ákvað að senda lið í keppnina í fyrsta sinn og var hann að vonum nokk- uð sleginn yfír því að sveit hans skyldi falla úr keppni á jöfnu. Hann var þó ákveðinn í að TR verði einnig með næsta ár, enda menn nú reynslunni ríkari. Það vom Reykjavíkurborg og nokkur fyrirtæki sem gerðu Tafl- félaginu kleift að takast þátttök- una á hendur. Fyrirtækin vom Almennar tiyggingar hf., Flug- leiðir hf., Hampiðjan hf., Sjóvá- tryggingafélag íslands hf. og Tryggingamiðstöðin hf. Það er best að fjölyrða ekki frekar um úrslitin og heldur ekki það hvort réttlátt sé að heimalið komist áfram á jafntefli, en lítum í staðinn á skemmtilega vinnings- skák Guðmundar úr fyrri umferð- inni. Framan af er skákin í jámum, en í 33. leik hirðir Rúmeninn peð sem honum verður nokkuð bumb- ult af. í tímaþröng leikur hann síðan af sér og Guðmundur nær að ljúka skákinni á laglegan hátt. Hvítt: Guðmundur Siguijóns- son. Svart: Dumitrache (Rúmeníu). Sikileyjarvöm I. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - e5 Lasker-afbrigðið, sem sovézki stórmeistarinn Sveschnikov gerði aftur vinsælt á síðasta áratug. 6. Rdb5 - d6, 7. Bg5 - a6, 8. Ra3 - b5, 9. Bxf6 - gxf6, 10. Rd5 - Bg7 Hér er mun oftar leikið 10. — f5. Guðmundur reynir ekki að færa sér þessa óvenjulegu leikja- röð svarts í nyt, en það tókst hvítum í skákinni Jón L. Árnason - Haukur Angantýsson, Grindavík 1984. Þar varð fram- haldið eftir 10. — Bg7: 11. Dd3!? - Re7, 12. 0-0-0 - Rxd5, 13. Dxd5 — Be6, 14. Dxd6 — Dxd6, 15. Hxd6 - Bf8, 16. Hxa6 og hvítur vann endataflið. II. c3 — f5, 12. exf5 — Bxf5, 13. Rc2 0-0, 14. Rce3 - Be6, 15. g3 - Hb8 Hér er 15. — Re7 vafalaust nákvæmara. 16. Bg2 - f5, 17. 0-0 - Kh8, 18. f4 - Dd7, 19. Dd2 - a5, 20. Khl - b4, 21. Hadl - bxc3, 22. bxc3 - Hb5?! Nú nær hvítur að veikja svörtu peðastöðuna. Vel til greina kom einfaldlega 22. — e4. 23. De2! - Hfb8, 24. fxe5 - Rxe5, 25. Rf4 - Bf7, 26. Hd2 - Rg4, 27. Red5 - He8, 28. Dd3 - Re5, 29. Dc2 - Rc4, 30. Hdf2 - Re3, 31. Rxe3 — Hxe3, 32. Hf3 - De8, 33. h3 - Bxc3 Síðustu leikir hvíts virðast ekki hafa verið sérlega markvissir og það er því skiljanlegt að svartur hirði peð sem liggur á glámbekk. En við þetta opnast staðan hvíti í hag. 34. Hxe3 - Dxe3, 35. Hf3 - Del+, 36. Kh2 - Bd4, 37. Dc8+ - Kh7, 38. Hfl - De3? Nauðsynlegt var 38. — De7 og framhald gæti orðið 39. Hcl — Hc5, 40. Hxc5 — dxc5, 41. Dxf5 og staðan virðist vera u.þ.b. í jafn- vægi. Nú nær hvítur hins vegar hættulegri sókn: 39. Dd7! - He5, 40. Rh5+ - Kg6,41. Dxd6+! - Be6,42. De7! Þótt Rúmeninn hugsaði sig nú um í 45 mínútur fann hann ekk- ert betra framhald en að gleypa við tálbeitunni á h5. Lokin eru þvinguð. 42. - Kxh5, 43. Dxh7+ - Kg5, 44. Dg7+ - Kh5, 45. Bf3+ - Dxf3, 46. Dh7+ - Kg5, 47. h4+ - Kf6, 48. Hxf3 - Bd5, 49. Hxf5+! - Hxf5, 50. Dh8+ - Ke6, 51. Dxd4 — Bxa2, 52. g4 — He5, 53. Db6+ og svartur gafst upp. ★ Skákþing Norðurlanda í Færeyjum í sumar Það fer nú hver að verða síðastur að tilkynna þátttöku í Skákþingi Norðurlanda í Færeyjum, sem fram Frá keppninni í Búkarest. + Lögmál Murphys gild- ir líka um bridsspilara Brids Guðmundur Sv. Hermannsson FYRIR þá svartsýnu hefur verið búið til máltækið: Ef eitthvað getur farið úrskeiðis þá fer það i úrskeiðis. Á þessu máltæki, sem kennt er við einhvem Murphy, heftur verið byggð heil heim- spekistefna og sem dæmi um kennisetningar þeirrar heim- speki má nefna: hin biðröðin fer alltaf hraðar; brauð sem dettur kemur alltaf niður á smurðu hlið- ina, og svo framvegis. Þessi stefna á sér fylgjendur meðal iðkenda bridsíþróttarinn- ar eins og annarsstaðar. Alltaf öðru hvoru heyrist einhver segja: ég finn aldrei drottningar ef ég get svínað í báðar áttir; eða: allt sem ég reyndi var dæmt til að mistakast þvi andstæðingarnir grisuðu sig máttlausa. Þessi heimspeki á örugglega við um eftirfarandi spil. Það kom fyrir i sterku móti í Bandaríkjun- um og í vestur sat kanadíski spilarinn Allan Graves, sem kom- ið hefur hingað einum tvisvar sinnum til að spila á bridshátið- um. í suður sat margfaldur heimsmeistari kvenna og stiga- hæsti kvenspilari heims, Jacqui Mitchell. Norður 4 ÁKD9876 ¥32 ♦ Á ♦ 765 Vestur ♦ G104 ¥ G10987 ♦ K6532 ♦ - Austur ♦ 32 ¥54 ♦ G98 ♦ KG9843 Suður ♦ 5 ¥ AKD6 ♦ D1074 ♦ AD102 Norður opnaði á 4 tíglum til að sína góða 4ra spaða opnun, suður spurði á 4 gröndum um ása, fékk upp 2 ása með 5 hjörtum og stökk þá í 6 spaða. Þetta spil kom fyrir í lok mótsins eftir stífa spilamennsku og spilar- amir voru því orðnir þreyttir. Graves vissi að norður átti spaðalit- inn og honum fannst endilega að hann væri því sagnhafi. Og Graves doblaði því 6 spaða til að benda austri á að spila út í hans lengsta lit. Eftir að sögnum lauk biðu allir eftir útspilinu í nokkum tíma, uns það rann skyndilega upp fyrir Gra- ves að hann átti sjálfur út. Honum tókst þó að láta sem ekkert væri og spilaði út tígli. Blindur kom niður og Jacqui leit grunsemdaraugum á Graves. Á hvað var maðurinn eiginlega að dobla? Það eina sem hann gat átt var öll trompin fimm sem úti voru — eða hvað? Svo í stað þess að taka þtjá efstu í spaða, svína laufinu og renna heim 13 slögum, spilaði Jacqui spaðafim- munni og þegar vestur setti fjar- kann var sexunni svlnað í blindum! Hún hélt slag og Jacqui fékk eftir sem áður 13 slagi. En Allan Graves sat lamaður á eftir og tuldraði lögmál Murphys fyrir munni sér. Það var ekki nóg með að hann ruglaðist í ríminu og útspilsdoblaði þegar hann átti sjálf- ur út, heldur hafði hann einnig fengið of góð spil á hendina. Því ef austur hefði átt annaðhvort Glen Grötheim og Ulf Tundal spila á Bridshátíð 1987 við Stefán Pálsson og Rúnar Magnússon. spaðatíu eða gosa hefði spilið farið niður: austur hefði komist inn og gefið vestri laufastunguna til baka! Garozzo flytur til Ameríku ítalinn frægi, Benito Garozzo, sem til skamms tíma var nær óum- deilanlega besti spilari heims, íhugar nú að flytjast til Ameríku, enda hefur hann undanfarin ár ver- ið I slagtogi við bandaríska konu, Lea Dupont sem er glúrinn brids- spilari auk þess að vera loðin um lófana. Garozzo er farjnn að taka þátt I bandarískum meistaramótum og um síðustu helgi vann hann Reisin- ger útsláttarsveitakeppnina ásamt öðrum gömlum meistara, Sam Stayman, sem allir bridspilarar ættu að kannast við af samnefndri sagnvenju. Lea Dupont var einnig I sveitinni og George Tomay, Ric- hard Reisig og Saul Bronstein, allt kunnir spilarar I Bandarfkjunum. Bridgesambandssilf - rið skilar sér Rannsóknarlögreglan fann fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.