Morgunblaðið - 11.06.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 11.06.1987, Síða 51
t 1 f._______________________________________ fer dagana 12. til 23. júlí í sumar. Teflt verður í fimm flokkum, lands- liðsflokki þar sem tefla aðeins tólf skákmenn, meistaraflokki sem er opinn öllum með 2.000 stig og yfir, almennum flokki A fyrir þá sem hafa 1.500 til 1.999 stig, almennum flokki B fyrir þá sem hafa 1.499 stig og minna og einnig er flokkur fyrir 15 ára og yngri. Keppni í öðr- um flokkum en landsliðsflokki hefst þriðjudaginn 14. júlí og lýkur fimmtudaginn 23. júlí. Skáksamband fslands veitir allar upplýsingar um mótið á skrifstof- unni á Laugavegi 51, 3. hæð, eða í síma 27570, á virkum dögum milli kl. 13 og 16. Þar er einnig tekið við þátttökutilkynningum. Ætlast er til þess að væntanlegir þátttakendur skrái sig til leiks fyrir 15. júní. Svo sem að framan grein- ir er mótið opið fyrir alla, en þátttakendum er raðað í flokka eft- ir stigum. Húnversk mær mennt- ar Barð- strendinga á tónlist- arsviðinu Stað Í Hrútafirði. ELÍNBORG Sigurgeirsdóttir kennari við Tónlistarskólann á Blönduósi er á eigin vegum með námskeið í hljóðfæraleik á Reyk- hólum. Námskeiðið stendur í einn mán- uð. Eigin tónlistarkennsla er starf- rækt við skólann á Reykhólum. Nemendur Elínborgar eru þijátíu talsins og eru að hennar sögn áhugasamir. í viðtali við fréttarit- ara Morgunblaðsins sagði Elínborg að hugmyndin að námskeiðinu hefði fæðst þegar hún á síðastliðnum vetri hefði verið að leika fyrir vest- an á dansleikjum með hljómsveit- inni Lexíu, en Elínborg er ein af meðlimum hennar. - M.G. síðustu helgi verðlaunagripi þá sem stolið var úr skrifstofu Bridgesam- bands ísladns fyrir tæpum fimm árum. Gripimir fundust í skúr við hús í Þingholtunum. Þama á meðal var tréskjöldur útskorinn af Ríkarði Jónssyni, og var skjöldurinn farandverðlaun í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni á 7. áratugnum. Einnig var þama silfurslegið víkingaskip, og farand- gripur sem keppt var um í lands- keppnum íslendinga og Skota fyrir 20 árum auk fleiri bikara. Ungir Noregs- meistarar Glen Grötheim og Ulf Tundal hétu tveir ungir norskir keppendur á bridshátíðinni í vetur. Sjálfsagt muna ekki margir eftir þeim enda gerðu þeir engar rósir þá og eru hvorugur mikið fyrir mann að sjá. Landsmenn þeirra hafa þó fengið að kenna á þeim við spilaborðið undanfarið því þeir unnu Noregs- mótið í sveitakeppni með yfirburð- um ásamt bræðrunum Aa sem einnig eru ungir menn. Átta sveitir kepptu í úrslitunum eins og hér á íslandi og sigursveit- in, Studentens BK frá Þrándheimi, uppskar 155 stig sem gerir 22 stig í leik að meðaltali! Til samanburðar má nefna að sveit Polaris vann ís- landsmótið með 146 stigum sem er hæsta skor frá því núverandi stigakerfi var tekið upp. Næstu sveitir, Akademisk BK og Bergens BK fengu 111 stig. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 51 Bankamannaskólinn: Breytt skipulag NÝLIÐANÁMI Bankamannaskól- ans var slitið 22. maí og luku þá 42 bankamenn námi. Um nokkurra ára bil hafa um 100 nýliðar útskrif- ast á hveijum vetri, samkvæmt eldra skipulagi. Þessi hópur var sá siðasti samkvæmt þessu skipu- lagi, þar eð nýtt skipulag verður tekið upp á næsta hausti. Samkvæmt hinu nýja skipulagi fer öll kennsla fram samfellt á fjórum til þremur vikum, í stað þess að kennt hefur verið í tvær eða fjórar stundir á dag í 10 vikur. Einnig taka bank- amr virkari þátt í verklegri þjálfun nýliða sinna, m. a. með því að láta þá ganga á milli deilda fyrsta starfsá- rið. Til viðbótar nýliðanámi býður skól- inn upp á framhaldsnám fyrir eldri bankamenn, eins konar fullorðins- fræðslu í viðskipta- og bankagrein- um. Nýmæli í starfi skólans er svonefnd fulltrúafræðsla, þar sem ungum fulltrúm er sagt til í verk- stjómarhlutverki sínu. Þá heldur skólinn ýmis konar önnur styttri nám- skeið, svo og ráðstefnur úti á landi. Vorráðstefna skólans er nýafstaðin og var hún haldin á Borgamesi að þessu sinni. Onnur ráðstefna er fyrir- huguð í haust. Bankamannaskolinn er rekinn í samvinnu banka og sparisjóða annars vegar og Sambands íslenskra banka- manna hins vegar. Sex nemendur, sem sköruðu fram úr í nýliðanámi Bankamannaskól- ans á vorönn 1987. Efri röð frá vinstri: Guðleif Jónsdóttir, Þorsteinn Magnússon skólastjóri og Margrét Sigurðardóttir. Neðri röð frá vinstri: Oddný Helgadóttir, Halldóra Þórarinsdóttir, Margrét Braga- dóttir og Marsibil Benjamínsdóttir. ú lœtur þig reymaum framandi lönd undir stýri... .áttu mikla möguleika á að draumarnir roetist! VAKNAÐU MADUR! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi öku- manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöppin, mestu meiðslin og flest dauðsföllin veröa þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend- um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niöurstaða úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umterðarslysa). 5AMVINNU TRYGGINGAR -gegn gáleysi i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.