Morgunblaðið - 11.06.1987, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 11.06.1987, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 KÓPAR Skátar Kópamót verður næstu helgi (12.-14. júní) í Borgarvík við Úlfljótsvatn. Brottför frá skátaheimilinu Borgarholtsbraut 7, Kópavogi, kl. 20.00 föstudagskvöld. Nánari upplýsingar hjá sveitarforingjum. Gamlir skátar og foreldrar velkomnir á varð- eld á laugardagskvöld. Stjórnln. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI T rjáhlífar Söluaðilar: Skógrækt ríkisins á Mógilsá, Skógræktarfélag Reykjavíkur Fossvogsbletti, Blómaval Sigtúni. Heildsölubirgðir, Skógrækni sf, sími 98-1500. UM FORMANNSKJORI SUS AÐ GEFNU TILEFNI eftirEvu Georgsdóttur Undanfarið hafa orðið nokkur blaðaskrif um það að í haust fari fram formannskosningar í Sam- bandi ungra sjálfstæðismanna. Það eru 10 ár síðan síðast var kosið um formann í SUS og því nokkur tíðindi að tveir ágætir menn hafa lýst yfír framboði sínu. Það er mikilvægt fýrir unga sjálfstæðismenn að kosn- ingabaráttan fari fram á sem drengilegastan hátt og menn geri upp á milli manna og þeirra mál- efna sem þeir leggja áherslu á, en láti kosningabaráttuna ekki snúast um aukaatriði. En mönnum hættir til þess í hita leiksins eins og grein Sveins Andra Sveinssonar í Morg- unblaðinu 27. maí sl. ber glöggt vitni um. Þar gerir hann aukaatriði í málinu að aðalatriði. Skrif Þjóðvilj- ans skipta ekki máli þegar ungir sjálfstæðismenn gera upp hug sinn um hvem þeir velja fyrir formann í sínum samtökum. Þjóðviljinn er bara blað úti í bæ og ungir sjálf- stæðismenn láta sér í léttu rúmi liggja hvað því blaði þykir um for- mannskosningar í SUF. Sveinn Andri kýs einnig að hnýta örlítið í fráfarandi formann SUS, Vilhjálm Egilsson. Sveinn Andri segir: „Hins vegar má á það benda að lengi hefur verið ljóst að veljast yrði nýr formaður SUS þar sem Vilhjálmur er kominn yfír aldurs- mörkin." Hér er réttu máli hallað. Vil- hjálmur Egilsson verður 35 ára á þessu ári, en félagar eru fullgildir félagar þar til þeir hafa náð 36 ára aldri. í 7. gr. laga SUS segir: „Kjör- gengir í stjóm sambandsins eru allir félagar samtaka þeirra sem í sambandinu eru.“ Eva Georgsdóttir „Vilhjálmur Egilsson hefur sérstaklega hvatt varaformann SUS, Sig- urbjörn Magnússon, til þess að gefa kost á sér til formanns.“ Það er því ekki „löngu ljóst“ að Vilhjálmur muni vera kominn á ald- ur, hann er kjörgengur til formanns jafnvel þó að hann fari yfír aldurs- mörkin á kjörtímabilinu. Vilhjálmur tók hins vegar þá ákvörðun að það væri rétt og í samræmi við tíðarand- ann að yngja upp í forystu SUS. A síðustu 2 árum hafa þeir sem orðnir eru 18 ára tekið þátt í tvenn- um kosningum, sveitarstjómar- kosningum vorið 1986 og alþingis- kosningum nú í vor. Það er því orðið enn mikilvægara fyrir ungl- ingahreyfíngu stjómmálaflokks að höfða til þessara ungu lqósenda. Innan SUS hefur verið rætt um að lækka hámarksaldur félaga úr 35 ámm í 30 ár. Það er tímabært að taka upp þessa umræðu á næsta SUS-þingi þegar rætt verður um það hvemig ná eigi sem breiðustum hópi ungs fólks til fylgis við sjálf- stæðismenn. Ég vil ennfremur nota þetta tækifæri til þess að þakka Vilhjálmi Egilssyni fyrir að hafa veitt ungum sjálfstæðismönnum trausta forystu á síðustu tveimur árum. Hann hefur sýnt það í verki að Samband ungra sjálfstæðismanna getur verið vett- vangur ungs fólks með nýjar hugmyndir, ungs fólks sem leggur áherslu á grandvallarhugsjónir sjálfstæðisstefnunnar og lætur í sér heyra þegar því fínnst Sjálfstæðis- flokkurinn í pólitísku samninga- makki gerast fráhverfur grandvall- arstefnunni. SUS hefur varað við villigötum velferðarríkisins, hvatt til ráðdeildar í ríkisrekstri, barist gegn erlendri skuldasöfnun og síðast en ekki síst skapað ungu sjálfstæðisfólki fótfestu á lands- byggðinni með byggðastefnu unga fólksins sem Viihjálmur var aðal- höfundur að. Vilhjálmur Egilsson hefur sér- staklega hvatt varaformann SUS, Sigurbjöm Magnússon, til þess að gefa kost á sér til formanns. Við höfum hingað til treyst farsælli leið- sögn Vilhjálms og við skulum því treysta því að Sigurbjöm geti áfram haldið því merki sem Vilhjálmur hefur hafíð á loft. Höfundur er stjórnarmaður í Heimdalli. N Ý J U N G A R Ðf V Nýtt og öðruvísi GOÐA gómsæti. Þú opnar umbúðirnar, skellir frosnu innihaldinu á pönnuna og á örfáum mínútum verður til dýrindis máltíð!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.