Morgunblaðið - 11.06.1987, Síða 66

Morgunblaðið - 11.06.1987, Síða 66
CIUTMMTC ,GI(1A 66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Minning: Oskar Isaksen bifreiðarstfóri Fæddur 14. október 1923 Dáinn 31. maí 1987 Á haustdegi var hann fæddur þeg- ar björkin fellir bliknuð lauf og umhverfið býr sig undir komu vetrar- ins, sumarið er að baki og veldi veturs konungs er á næsta leiti. En rétt í því er bjartasti mánuður ársins, júní- mánuður, var að hefja göngu sína, var það hönd dauðans sem vaggaði honum til svefns og værðar. Á björtu og fögru vorkvöldi var jarðnesku lífi lokið, lífsbókinni lokað. Vinsæll og góður drengur horfinn af sjónarsviðinu, saknað af öllum sem þekktu hann best. Hógvær og prúður og hvers manns hugljúfi, og átti hann létt með að helga sér leið með sam- ferðafólkinu án þess að verða of fyrirferðarmikill í röðum þess, en halda þó göngu sinni til jafns við aðra. Öskar var hár og grannur, prýðilega bjartur yfirlitum með fal- legt hár sem bylgjaði sig í fastmótuð- um liðum eftir kollinum, ávallt vel greitt og snyrt. Óskar var fæddur í Tromvik í Noregi, skammt frá Tromsö, elstur af átta bömum þeirra hjóna, Mar- grétar Markúsdóttur frá Kirkjulækj- akoti í Fljótshlíð og Hagerup ísaksen, sem var fæddur og uppalinn Norð- maður, en fyrstu kynni þeirra hjóna hófust hér á landi. Fimm af systkin- unum em á lífi, eitt dó í bemsku í Noregi, en þar voru þijú þeirra elstu fædd. Óskar er annar í röðinni af tveim bræðrum sem látist hafa langt fyrir aldur fram. Mjög mikil fátækt var í Noregi á þeim árum sem foreldrar Óskars bjuggu þar, en hingað heim fluttu þau þegar hann var fjögurra ára gamall. Hér var einnig fátækt á þess- um árum en þó betra að bjarga sér en í Tromvik. Föðurfólk þeirra systk- ina er allt í Noregi og hafa þau haft lítið af því að segja, þó heimsóknir þeirra á milli hvers til annars hafi orðið öðru hvoru. Fjölskyldan stækkaði ört og mikils þurfti með að fæða og klæða þennan stóra hóp, en móðirin var mjög dug- leg, hyggin og hagsýn og kom það sér vel í harðri lífsbaráttunni. Stuttu eftir 1930 eignuðust for- eldrar Óskars íbúð í nýbyggðum verkamannabústöðum á Ásvallagötu 63, og bjuggu þar til dauðadags, og í þessari íbúð ólst bamahópurinn upp. Foreldramir unnu sigur á erfið- leikunum og komu upp sínum stóra bamahóp. Á unglingsárum sínum vann Óskar ýmis algeng störf m.a. í vélsmiðju, en eftir 23 ára aldur var bílstjóra- starfið hans aðalatvinna. Án efa hefur Óskar stigið sitt stærsta gæfu- spor þegar hann á afmælisdaginn sinn 1945 giftist eftirlifandi eigin- Jónas S. Jóns- son — Kveðjuorð Margt kemur upp í hugann, þegar ég lít til baka og hugsa um Jónas Sigurð Jónsson, garðyrkjumann og framkvæmdastjóra. Leiðir okkar Jón- asar lágu fyrst saman á árunum 1935—36 er ég dvaldi í Reykjavík. Það var í gegnum skátastarfið en Jónas var áhugasamur skáti allt frá unga aldri. Og enn lágu leiðir okkar saman í Danmörku 1938 er við vorum þar við framhaldsnám. Þar stofnuðu sex íslenskir skátar skátafélagið „ís- land“, sem starfaði þar um tíma og tók þátt í einu stóm skátamóti á Bellahöj. Jónas var einn af þessum skátum. Jónas fæddist á Eystra-Miðfelli á Hvalijarðarströnd 9. júlí 1917, sonur hjónanna Ingveldar Jónsdóttur og Jóns Jónassonar. Foreldra sína missti hann 18 mánaða gamall. Var hann þá tekinn í fóstur af Ingveldi Jó- hannsdóttur og Magnúsi Bjömssyni, er bjuggu á Klapparstíg 13 í Reykjavík, og ólst hann upp hjá þeim. Snemma hóf Jónas nám í garð- yrkju í Hveragerði, sem þá var lítið þorp. Að því námi loknu hélt hann til framhaldsnáms í Danmörku. Kom hann heim 1939 í stríðsbyijun og hóf fljótlega störf hjá Reykjavíkurborg. Árið 1944 hóf hann sjálfstæðan at- vinnurekstur, er hann stofnaði garðyrkjustöðina Sólvang í Fossvogi. Þessa stöð rak Jónas í mörg ár, eða þar til nýi Hafnaifyarðarvegurinn var lagður. „Ég varð að hætta," sagði Jónas, „því þeir lögðu veginn í gegn- um svefnherbergið rnitt". Þá sneri Jónas sér að verslunarrekstri og stofnaði blómabúðina Dögg, sem hann stjómaði til dauðadags. Hann flutti einnig inn ýmislegt tilheyrandi faginu. Þá rak Jónas og blómabúð á Akranesi og í Suðurveri í Reykjavík um skeið. I félagi við Ásmund son sinn rak hann um tíma blómabúðina Dögg í Hafnarfirði. Ég er ekki vel kunnugur störfum Jónasar á vegum garðyrlq'ubænda, en hann mun hafa verið þar mjög liðtækur sem annars staðar. Jónas var í stjóm Félags blómaverslana árum saman og einnig formaður. Þá hefir hann og verið í stjóm Félags skrúðgarðyrkjumeistara. Er Stofnlánasjóður Kaupmanna- samtaka íslands, ASKÍ, var stofnaður árið 1973 var Jónas kosinn formað- ur. Því starfi gegndi hann til dauða- dags, var endurkosinn til tveggja ára í vikunni áður en hann lést. Þama lágu leiðir okkar Jónasar enn saman. Mér er þvi vel kunnugt um það mikla starf, er hann hefír innt af hendi fyrir ASKÍ. Aðalfundi Kaupmannasamtaka ís- lands sat Jónas sem fulltrúi Félags blómaverslana og átti sæti árum sam- an í fulltrúaráði KÍ. Þar sem annars staðar vann hann mikið starf. Er ég nýlega ræddi við fyrrverandi formann KÍ, Sigurð Haraldsson, minntist hann sérstaklega á dugnað Jónasar á ferðalögum, er þeir fóru saman á vegum KÍ. Jónas hefði orðið 70 ára 9. júlí nk., ef honum hefði enst aldur til. í tilefni þessara tímamóta samþykkti stjóm KÍ nokkrum dögum fyrir andl- át hans að sæma hann gullmerki samtakanna fyrir mikið og óeigin- gjamt starf í þágu KÍ. Jónas var einn af þeim er stofnaði skátafélagið „Kópar“ árið 1948 og var hann félagsforingi þeirra fyrstu árin. Er hafinn var undirbúningur og stofnsett samtök eldri skáta, St. Ge- orgsgildin, lágu leiðir okkar Jónasar enn saman. Hann vann mikið að ýmsum undirbúningsstörfum og var gildismeistari (formaður) um skeið. Ymis nefndarstörf vann hann f þágu gildisins og skátahreyfingarinnar. Mjög gott var að leita til Jónasar. Hann hafði áhuga og vilja til að leysa verkefnin og hann fómaði oft miklum tíma fyrir aðra. Hann átti sæti í stjóm Landssamtaka eldri skáta „Sct. Ge- orgsgildanna á íslandi" í mörg ár. Það sem einkenndi Jónas mjög var hans létta lund. Hann hafði ávallt spaugsyrði á vörum og aldrei særði hann aðra með spaugi sínu. Hann gerði óspart grín að sjálfum sér. Stjómarfiindir í' ASKÍ verða varla með eins léttum blæ framvegis er formaðurinn er nú allur. Munum við sakna hans. Jónas var tryggur vinur sem gott var að eiga að. Ég hefi rakið í stómm dráttum ýmis störf Jónasar og sést aö hann hefir komið víða við og alls staðar verið vel Jiðtækur, en eitt er þó óta- lið enn. í mörg ár hefir Jónas haft áhuga á gömlum munum tilheyrandi verslun og viðskiptum. Þá hefir hann safnað munum tilheyrandi skáta- hreyfingunni og náð saman vfsi að safni. Honum var falið að annast safnið. Mesta gæfuspor sitt steig Jónas 12. desember 1942, er hann kvæntist Kristínu Kristjánsdóttur, ættaðri úr Borgarfirði. Þau eignuðust 4 syni: Magnús, f. 15._ júlí 1944, Kristján, f. 4. maí 1947, Ásmund, f. 21. desem- ber 1948, og Jón Ingvar, f. 25. júlí 1958. Bamabömin eru orðin 13. Fyrir nokkrum ámm fékk Jónas sér land við Syðri-Brú í Grímsnesi, þar sem þau hjónin hófu ræktun og byggingu sumarbústaðar, sem þau luku nýlega við. Þar dvöldu þau löng- um og undu sér vel. Þar höfðu þau komið sér vel fyrir og fegrað um- hverfí sitt vemlega. Kristín, kona Jónasar, er mikil mannkostakona sem stóð með manni sínum af miklum dugnaði. Það segir sig sjálft að án Kristínar hefði Jónas ekki getað unnið svo margvísleg störf að félagsmálum, sem ég hefi minnst hér á og ég hefí þó aðeins stiklað á stóru. Ég vil fyrir hönd Kaupmannasam- taka íslands, stjómar ASKÍ og samtaka eldri skáta votta Kristfnu og fjölskyldu hennar innilegustu sam- úð og þakka liðna samvem. Franch Michelsen í lífinu hittum við marga sam- ferðamenn. Sumum kynnumst við betur, öðmm minna og það ekki allt- af tímalengd sem skiptir máli. Sumir standa einfaldlega upp úr sakir sérs- taks persónuleika sem rís yfir meðalmennskuna. Sá sem við kveðj- um nú, Jónas í Dögg, var einmitt slíkur maður. Það var hjá Kaup- mannasamtökunum sem við hjónin sáum Jónas fyrst. Þegar hann birtist lifnaði yfir öllum. Glettni hans og hlýleiki vom smitandi. Margar góðar stundir áttum við með honum, síðast á Hótel Örk á árshátíð samtakanna. Jónas var sem endranær mest lifandi af öllum með sína góðu konu sér við hlið. Þar sagði hann okkur frá vænt- anlegu stórafmæli sínu sem hann ætlaði að halda af stórhug og skyldi veislan standa marga daga, að fom- um sið, í sælureit þeirra hjóna í Þingvallasveit. Það er trú okkar að Jónas muni halda veislu þó staðurinn verði annar en upphaflega var ætlað. Þó við getum ekki verið gestir Jónas- ar þar mun hugur okkar og góðar óskir fylgja honum á nýjum leiðum þar sem sólin að eilífu skín. Helga Mattína og Donald. Elsku afi er dáinn. Góði guð, af hveiju? Blómafi, eins og við kölluðum hann alltaf, fæddist 9. júlí 1917 og hefði því orðið sjötugur í sumar, ef hann hefði lifað. Mikið var hann búinn að hlakka mikið til afmælisins og hafði konu sinni, Margréti Sigurðardóttur, sem er fædd og uppalin hér í borg. Magga er myndarleg og dugleg heið- urskona. Hjónaband þeirra var farsælt og voru þau mjög samrýnd og nægjusöm. Óskar var enginn efn- ishyggjumaður en sá vel fyrir sínu heimili, heiðarlegur og skilvís með afbrigðum, og mátti ekki vamm sitt í viðskiptum vita. Hann var gleðimað- ur í eðli sínu og hugsaði oft á tíðum meira um líðandi stund, en að líta lengra fram á veginn. Meginhluta af sínum búskap bjuggu þau Óskar og Magga á Ásval- lagötu 55, en þá íbúð áttu tengdafor- eldrar hans, en eftir að faðir Möggu dó fluttu þau til móður hennar og bjuggu hjá henni uns þau eignuðust íbúðina sjálf. íbúðin er ekki stór á nútíma mælikvarða en snyrti- mennska og þrifnaður gerir húsa- kynnin vistleg og aðlaðandi. Þau hjón eignuðust eina dóttur sem Margrét heitir, gift Pétri Gunnarssyni húsasmið, og eiga þau þijú böm og búa hér í borg. Dóttur, tengdasyni og bamabömum reyndist Óskar frá- bærlega vel. Fyrstu tlu árin á sínum bflstjóra- ferli keyrði hann mest á sérleyfísleið- um. Mörg sumur á Þingvallaleiðinni hjá Gunnari Guðnasyni og einnig um árabil næturrútuna hjá Norðurleið á milli Reykjavíkur og Ákureyrar. Hon- um hentaði vel að aka á sérleyfisleið- um, ágætur bflstjóri og hafði mjög góða umgengnishæfileika, kurteis og lipur og vildi hvers manns vanda talað um það í marga mánuði og ætlaði þá að hafa heljarmikla veislu í afalandi. Þó svo afi hafi verið veikur í mörg ár kvartaði hann aldrei. Alltaf þegar við komum í heimsókn til hans var hann tilbúinn að grínast og tala við okkur. Það var alltaf mikið um að vera hjá afa og er þá fyrst að nefna sumarbústaðinn, Afaland, þar sem hann og amma voru alltaf þegar þau gátu komið því við. Það er fallegt. Oft sagði hann mér frá uppruna sínum. Er mér það minnisstætt þegar þau komu, afi og amma, að heim- sækja mig á Selfoss og hann fór með mig í bfltúr, sýndi mér og sagði frá öllum býlunum, sem hann þekkti austan við Selfoss. Var þetta ógley- manleg ferð. Afi kom að heimsækja mig ásamt Beggu systur sinni I síðasta skiptið daginn sem hann dó. Ræddi hann þá um allt það sem hann ætlaði að gera. Ekki datt mér í hug að þetta væri síðasta skiptið sem ég sæi afa minn á lífi. Þykir mér því mjög vænt um þessa heimsókn. Afi skilur eftir stórt skarð. Öllum þótti vænt um hann og mjög bar hann umhyggju fyrir okkur öllum. Með þessum fátæklegu orðum mínum kveð ég afa minn, sem mér þótti svo vænt um. Kristín Halldóra Kristjánsdóttir leysa. Þessa eðliskosti hlaut hann í vöggugjöf. Fljótlega eftir 1950 fór Óskar að keyra á BSR, fyrst í ígripum með rútuakstrinum en fljótlega gerði hann leigubifreiðaakstur að aðalatvinnu og stundaði það starf til dauðadags. Þegar Óskar kom á BSR hafði ég starfað þar í nokkur ár, en þó er samleið okkar orðin æði löng þegar litið er til baka. Ég stend í þakkar- skuld við hann eftir þessa löngu samleið og það traust sem hann sýndi mér oft á tíðum þegar mest þurfti með. Honum var eðlilegra að greiða götuna en ýta steini fyrir aðra, þess naut ég oft. Hann var vinsæll á stöð- inni og geymum við, sem þekktum hann best, bjarta og fagra mynd af þessum drengilega félaga. Hann var vandlátur á þá bfla sem hann átti og hirti þá mjög vel og sjálfur var hann sérstaklega snyrtilegur í klæðaburði frá degi til dags og tæpast mátti sjást á honum blettur eða hrukka. Þau hjónin höfðu mjög gaman af að ferðast og ferðuðust mikið bæði innanlands og utan. Oft til sólarlanda þegar aðstæður leyfðu og einnig til Norðurlanda og bemskustöðva Óskars. Þangað hafði hann sérstakt yndi af að koma, þó hann væri að- eins fjögurra ára bam þegar hann flutti þaðan. í einni ferð hér innanlands vomm við hjónin ferðafélagar þeirra. Þá tókum við upp á þeirri nýbreytni á BSR að fara í hópferð í stórum lang- ferðabfl og var ferðinni heitið inn í Þórsmörk, en þangað höfðu fæstir okkar komið. Ferðin tókst með ágæt- um, veður upp á það besta og allt lék í lyndi, smá ævintýri settu svip sinn á ferðina sem gerðu hana aðeins eftir- minnilegri. Allur hópurinn var eins og einn maður og enn í dag gleður það huga okkar að rifja upp minning- ar frá þessari ógleymanlegu ferð. Þórsmörkin er fögur í fullum skrúða á sólbjörtum hásumardegi, hún er ein af þeim fegurstu stöðum sem ég hefi séð hér á landi, og hef ég þó víða komið. Nú er langt um liðið síðan þessi ferð var farin, margir úr hópn- um lagt upp í hinstu ferðina sem engum skilar til baka. Nú er það Óskar sem tilheyrir þeim sem horfnir eru. Blessuð sé minning þeirra. í öllu skemmtanalífí okkar á BSR settu Óskar og Magga svip sinn á samverustundina. Þau létu sig ekki vanta ef þau gátu komið því við. Þau höfðu gaman af að dansa, ávallt eins og einn maður, prúð og glöð, og frá þeim stafaði birtu og yl. I návist þeirra var gott að vera. Fráfall hans bar fyrr að en ætla mátti, þó allir sem best þekktu vissu að hann gekk ekki heill til skógar. Við hjónin vottum eiginkonu, dótt- ur og fjölskyldu hennar dýpstu samúð og biðjum þann sem öllu ræður að veita þeim huggun og styrk I þungri raun. Þökk fyrir langa samfylgd, það sé mín hinsta kveðja. Jakob Þorsteinsson Þorsteinn Egil- son - Minning Fæddur 11. aprfl 1910 Dáinn 3. júní 1987 Tengdafaðir minn, Þorsteinn Egil- son, lést hinn 3. júní sl. sjötíu og sjö ára að aldri. Hann fæddist í Viðey, elstur fimm sona hjónanna Elínar Vigfúsdóttur, Vigfússonar á Kálfár- völlum í Staðarsveit, og Sveinbjamar Egilssonar ritstjóra, sonarsonar Sveinbjamar Egilsonar rektors Lærða skólans I Reykjavík, og Helgu Benediktsdóttur Gröndal. Þorsteinn Egilson fluttist frá Viðey með foreld- mm sínum bam að aldri og ólst upp í Reykjavík, þar sem hann átti síðan heima alla ævi. Hann gekk í Verslun- arskóla fslands og lauk þaðan versl- unarprófi vorið 1932. Nú í vor hélt hann upp á 55 ára útskriftarafmæli sitt ásamt fyrrverandi skólafélögum sínum. Að verslunarprófínu loknu réð hann sig til starfa á skrifstofu hjá Kexverksmiðjunni Frón og vann þar síðan allan sinn starfsaldur, eða til ársins 1978. Árið 1942 kvæntist Þorsteinn eftir- lifandi eiginkonu sinni, Þóm Óskars- dóttur, Halldórssonar útgerðar- manns, hinni ágætustu konu, sem reyndist honum tryggur og ástríkur lífsfömnautur. Heimili þeirra var lengst af í Ingólfsstræti 21, eða til ársins 1984, þegar þau fluttu í Vest- urbæinn. Nokkru áður en Þorsteinn lést fluttu þau aftur og þá í Aust- urbæinn. Þorsteinn Egilson var bókhneigður maður, eins og hann átti ætt til, og safnaði bókum fremur en auði. Hann var hæglátur maður, heimakær og vinur vina sinna. Minni hans á liðna atburði var frábært og oft gat hann minnt fólk á dagsetningar merkisat- burða í lífi þeirra sem það sjálft hafði gleymt. Hann var mjög músíkalskur, spilaði á fíðlu og átti mikið safn af hljómplötum með klassískri tónlist sem hann hlustaði oft á. Þorsteinn var maður „fyrirstríðsár- anna“, þegar hraðinn var minni en nú er, enda kunni hann best við sig ijarri öllum ys og þys. Hann var hlýr í viðmóti og mat allt sem fyrir hann var gert meira en menn almennt gera. Flestir taka. smágreiða sem sjálfsagðan hlut, en hvað lítið sem fyrir hann var gert þakkaði hann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.