Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 67

Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 67 Minning: Sigurður Már Pétursson „Áhrif þín góði aldrei munu hverfa árin þó líði niður í tímans gröf.“ (G.Guttormsson) Það er ómetanlegt í hinu marg- brotna og tilbreytingasama lífi að eiga góða vini, vini, sem maður getur skipst á skoðunum við, farið til þegar gefur á bátinn og eins í meðbyr. Það er mikill auður í eign góðs vegar þegar á ævina líður og vinar sem maður hefir átt samleið með og deilt líkum kjörum. Þannig var með Sigurð. Margt sporið áttum við hvor til annars og margt hand- takið hlýtt og vermandi verður varanlegt í hug og hjarta. Við vor- um góðir grannar og skildum vel orð Hávamála að til góðs vinar liggja gagnvegir. Við höfðum unnið saman á líkum vettvangi, fylgst að og það jók á traustið. Þetta allt rifjast upp og svo margt annað þegar Sigurður kveður nú í biii. Ég kem svo á eftir og þá verður þráður- inn tekinn upp á ný. Ég finn svo vel hversu tómlegt verður eftir að Sigurður er nú ekki lengur til skrafs og ráðagerða og hversu stundimar nú verða fátæk- legri. Sigurður var tengdur fjöl- skyldu minni og þá þegar byijuðu okkar kjmni. Eg mun ekki rekja hans lífssögu, það gera aðrir mér kunnugir, enda er tilgangur þessara orða að minnast hans nú með sér- stöku þakklæti fyrir öll okkar samskipti á liðnum árum, sem ég mun nú í framtíð og á efri árum oma mér við, reyna að lifa í minn- ingunum upp allar gleðistundir okkar sameiginlega. Minnast góðs drengs, sem varð eins og ég og fleiri að vinna hörðum höndum fyr- ir lífinu og nema í skóla lífsins þau gullnu sannindi að til þess að auðga lífið hinum andlegu verðmætum verðum við að hafa sjálfir fyrir því. Vinnan göfgar manninn. Þessu trúðum við og það verður ekki ann- að sagt en þau orð hafi skilað sér fyllilega í okkar daglegu göngu. Sigurður var tryggur og sannur vinur vina sinna. Þannig kom hann mér fyrir sjónir. Ég vil því flytja mínar innileg- ustu þakkir fyrir allt sem hann var mér og mínum og bið guð að blessa hann á akri eilífs lífs. Ég veit að látinn lifir. Og um leið og ég sendi bömum hans og öðmm vandamönn- alltaf fyrir með þeirri eðlislægu kurt- eisi sem honum var í blóð borin. Ég kynntist Þorsteini þegar ég kvæntist Helgu dóttur hans og okkur varð strax vel til vina. Ég fann hversu vænt honum þótti um bamabömin og hversu góður hann var þeim. Miss- irinn er mikill og tómlegt nú, þegar afi er horfinn sjónum þeirra. Böm eiga erfitt með að skilja hið óum- flýjanlega, en við, sem eldri emm, vitum að „þegar kallið kemur kaupir sig enginn frí“. Því getum við aðeins þakkað samfylgdina og blessað minn- ingu góðs manns sem gengið hefur á leiðarenda. Jón Friðrik Kjartansson um samúðarkveðju bið ég guð að blessa minningu hans. Arni Ketilbjamar Saman við stóðum hjá lindinni og sólskin um Borgarfjörð. Hér átti Másgerði að rísa, höll sumarlands- ins. Þetta var ein þeirra vonglöðu stunda með þá drauma skammdeg- is í farteskinu, sem áttu eftir að rætast. Másgerði reis í gróður- skrúði Borgarfjarðar. Þar var gott að dveljast og dunda sér í kyrrð náttúmnnar. Þangað safnaðist líka flölskyldan öll á björtum sumar- kvöldum, þar sem gleði hans skipaði öndvegi. Én hverfum áratugi aftur í tímann. Sigurður Már var borinn og bam- fæddur Þingeyingur, sonur hjón- anna Péturs Sigfússonar og Bimu Bjamadóttur. Hann fæddist á Húsavík 4. apríl 1929, næstyngstur 6 systkina, og lifa þau hann öll. Sex ára fluttist fjölskyldan til Borðeyrar, þar sem Pétur gjörðist kaupfélagsstjóri og gegndi því starfi tæpan áratug. Hann settist að í Borgamesi, en Sigurður Már var á fermingaraldri. í Borgamesi nam Sigurður Már klæðskeraiðn og vann þar síðan í saumastofu kaupfélagsins. Þaðan lá svo leiðin „suður“ í fyllingu tímans þar sem hann settist fljót- lega að í Kópavogi og bjó þar upp frá því. Hann stundaði lengstum vinnu hjá vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli eða um 35 ára skeið, var verkstjóri þar. Er Sigurður Már bjó í Borgar- nesi, var þar honum samtíða gjafvaxta stúlka frá Stykkishólmi, Björg Þorvarðardóttir. Ung felldu þau hugi saman og gengu í hjóna- band. Þeim varð auðið 5 bama, og eru þau ásamt fjölskyldum sínum öll búsett á Snæfellsnesi, flest í Stykkishólmi. Þau hjón slitu sam- vistir. Hinn 29. janúar 1972 giftist hann seinni konu sinni, Steingerði Sigurðardóttur, og áttu þau sér hlý- legt og aðlaðandi heimili við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Hún Iifir mann sinn, og á heimili þeirra óx einnig upp dóttir hennar, en kjör- dóttir Sigurðar Más. Hann var kominn af þingeyskum kjörviði í ættir fram. Verður mér lengi í minni, hve Bima, móðir hans, talaði silfurtæra íslenzku, en fram- burðurinn skýr og hispurslaus. í föðurætt hans er listfengi og sköp- unargáfa áberandi þáttur. Ýmsir þjóðkunnir tónlistarmenn, sumir í fremstu röð, skipa þar sveit, en skáldið og bóndinn Sigurður á Am- arvatni var ömmubróðir hans, svo að einungis eitt nafn sé nefnt í þessari veru. Til þess var tekið, er hann var bam norður á Húsavík, hve söngv- inn hann væri og hefði fagra rödd, og um skeið söng hann í bamakór, er hann stálpaðist. Hann var svo næmur á tónlist, að undmm þótti sæta. í Borgamesi stofnaði hann hljómsveit ásamt nokkmm félögum sínum, og starfaði hún um árabil við góðan orðstír. Þar spilaði hann á harmoniku, en eftir að suður kom lék hann á ásláttarhljóðfæri á heim- ili sínu, og ósjaldan var glatt á hjalla í kringum hljóðfærið í stof- unni hans heima. Oft og einatt var unun að sjá, hvemig hann lifði sig inn í tónaflóð hljóðfærisins, sem í auðsveipni lét að kröfu hans, og hvemig hann lék viðstöðulaust lög, sem áheyranda hans munaði í að heyra og raulaði fyrir hann, en hann sjálfur kannað- ist ekki við áður. Sigurður Már samdi allmörg lög og hafa þau vakið athygli þeirra er á hlýddu. En í hógværð sinni og lítillæti gaf hann því ekki gaum sem skyldi að kynna þau né búa þau í hendur öðmm, því miður. Hér fór skyldurækinn maður, í senn vandvirkur og samvizkusam- ur, er sinnti af alúð hveiju við- fangsefni sem honum var trúað fyrir. En vissulega var hann búinn hæfileikum til að takast á við annað hlutskipti en hann sinnti, og aldrei gekk hann í skóla til að rækta tón- listargáfu sína né afla sér tækni- legrar kunnáttu. En reyndar skipti annað okkur, sem kynntumst hon- um, mestu máli, að það sem hann seiddi af fingmm fram, bar þess svipmót að eiga sér uppsprettu í hjartanu, þessu heita hjarta. Sigurður Már var traustur vinur vina sinna, félagslyndur og félags- Iega hugsandi með afbrigðum. Hann var eldheitur Kópavogsbúi, svo að ekki sé nú minnzt á ung- mennafélagið Breiðablik, sem átti sér í honum hauk í homi. Þar fylgd- ist hann með hveiju einu af lífi og sál. Þeir, sem unnu til afreka, vom ekki einir um hylli hans, heldur líka byijendumir, nýgræðingurinn. Ungliðamir vom ekki síður hans fólk, og ófáar vom þær æfingam- ar, sem hann sótti til að fylgjast með litlu strákunum og hvetja þá. Og í þessu áhugaefni hans tók Steingerður þátt af lífi og sál. Hann hafði ekki búið lengi í Kópavogi, er hann gjörðist virkur félagi í Breiðabliki, og störf fyrir félagið vora hans ær og kýr. En raunar varð það sannmæli hér sem endranær þar 3em hann kom við sögu að hann var heill og óskiptur í hveiju því, sem hann tókst á hend- ur. Hann var um tíma í stjóm knattspymudeildar félagsins og nú seinast í aðalstjóm þess. Allt starf hans og umhyggja á þessum vett- vangi var unnið af áhuga og ósérhlífni, án þess að telja sporin. Gott var til hans að leita og gam- an heim að sækja, enda var gest- risni hans mikil og þeirra hjóna beggja, og allt sem bezt var í búi var reitt fram handa gestum og gangandi, svo sem fagnað væri höfðingjum að fomum hætti. Og þú, sem þekkir hann, vertu viss, að á ókomnum dægmm mun minn- ingin um hann aftur og aftur sækja í draum þinn. Hann var mikill fjölskyldumaður og sinnti heimili sínu af fyrirhyggju og dugnaði. Sjálfur var hann raun- ar liðtækur við marga sýslan innan stokks. Og hann lét sér ekki nægja að sinna bömum sínum, meðan raulað var við þau og þau tekin á kné. Hann hélt áfram að vera fé- lagi þeirra og einlægur vinur eftir að þau uxu úr grasi og höfðu stofn- að eigin heimili. Hann hafði bamslega, blíða lund, og böm yngri kynslóða héldu áfram að laðast að honum. Það þarf svo ekki að koma okkur á óvart um mann með svo heitt hjarta, að lund- in var tilfinningarík og viðkvæm, svo að fyrir kom, að geðblossar hans yrðu honum til ama, en fljótur var hann að rétta fram hönd til sátta. Oft era þær skemmtilegar hetj- umar, sem fara með bumbuslætti. Hetjur í hvunndagsfötum sést okk- ur stundum yfír. En sorgin gleymir engum. Sigurður Már veiktist geig- vænlegum sjúkdómi fyrir röskum 4 ámm. Upp frá því gekk hann enga stund heill til skógar. En hann æðraðist ekki, heldur fór afmarkað- an stig sinn, án þess að hafa orð á nokkmm vanda. Samt var svo kom- ið í fyrrahaust, að hann hlaut að hætta störfum. Það hallaði jafnt og þétt undan fæti, hægt og þungt. Og nú mnnu upp margir sönglaus- ir morgnar. Þá varð honum tíðum hugsað til lindarinnar borgfirzku og alls þess, sem biði hans þar á vordögum og hún vemdaði í ijarvist hans. „Við vomm að tala um það okkar í milli, ég og „hann þama uppi“, og við vomm um það ásáttir, að það væri ekki sanngjamt, að ég fengi ekki að taka þátt í önn vorsins í þetta sinn.“ Lengi, lengi verð ég að leita, unz ég hitti fyrir svo vonglaðan mann. Og kvöldið áður en hann fór af þessum heimi, gladdist hann jrfir því, að bömin hans hefðu tekið til hendi þar efra, þar sem för hans upp eftir virtist ætla að dragast fram yfír vorannir. Þannig hafði „hann þama uppi“ leyst þann vanda, sem þeir höfðu saman haft áhyggjur af seint í einmánuði. En leið hans lá til annars bústaðar á fardögum. Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli Nú þegar sumaríð er komið og við opnum dymar upp á gátt, er þrótturinn í jörðinni svo mikill, að hann gefur lífskraft, hvort sem er lasburða eða heilbrigðu fólki. Gras- ið er orðið grænt og blómin og trén vöknuð af vetrardvalanum. Eftir góða rigningarskúr er ilmurinn end- umærandi. Þetta er einmitt vor- koman sem hann Sigurður Már hlakkaði til. En þess í stað kvaddi hann þennan heim. Sigurður fæddist á Húsavík og vom foreldrar hans hjónin Bima Bjamadóttir og Pétur Sigfússon, síðar kaupfélagsstjóri á Borðeyri og víðar. Með fáum orðum langar okkur hjónin til að minnast góðs vinar. Við kynntumst Sigurði þegar hann giftist Steingerði Sigurðardóttur, sem var seinni kona hans. Hún á tvær dætur, Svönu og Lindu Sif. Gekk Sigurður Lindu Sif í föður- stað. Með fyrri konu sinni átti Sigurður fimm böm, þau Grétu, Eggert, Þorvarð Má, Bimu Elín- björgu og Pétur. Em þau öll búsett á Snæfellsnesi. Það vom fagnaðar- fundir þegar böm og bamaböm komu á Borgarholtsbrautina, því öll vom þau sem einn maður. Margs er að minnast sem við geymum. Ferðalögin um landið okkar, og ekki gleymdist veiði- stöngin, því það var eitt af áhuga- málum hans að renna fyrir fisk, enda fiskinn. Svo tjölduðum við á fallegum stöðum, heist hjá rennandi læk. Það var gaman að sjá Sigurð tjalda, vandvirknin og nákvæmnin eins og öll önnur vinnubrögð hans. Að kvöldi var fiskurinn grillaður og þess notið að vera til úti í guðs- grænni náttúmnni. Þau hjónin vom búin að koma sér upp sumarhúsi í Borgarfirði. Þar undi hann sér vel með íjöl- skyldu sinni í kjarrivöxnu landinu og með útsýni yfír Langá. Þar er mikil fegurð. Sigurður hafði orð á því að þar væri „paradís á jörðu". Það vom orð að sönnu. Þau bættu tijám í landið og var farið vandlega með uppeldi þeirra. Það hefur átt vel við hann að ganga með konu sinni um landareignina á kyrram sumarkvöldum. Þá hefur sjálfsagt orðið til eitthvað af fallegu lögunum hans sem hann spilaði á píanó eða harmonikku á heimili okkar við hin ýmsu tækifæri. Þau hjónin bjuggu til líf og sólskin í kringum sig. Sér- stök stemmning var þegar þeim datt í hug að bjóða til matarveislu. Vom þau þá í eldhúsinu og hjálpuð- ust að við matseldina með gaman- yrði á vömm, Sigurður með kokkahúfu og svuntu. Svo var sest við matarborðið og létt tónlist sett á fóninn. Bar þá maðurinn með kokkahúfuna matinn inn með glæsibrag, enda vom þau hjón höfð- ingjar heim að sækja. Svona stund var sérstök, eins og svo margar aðrar með þeim hjónum. En það dró ský fyrir sólu lífsham- ingju þeirra og fjölskyldunnar allrar þegar Sigurður veiktist, en Guð gaf honum mikla lífsorku og lífsþrá. Annan dag júnímánaðar fór Sigurð- ur á Landspítalann. Steingerður, kona hans, sat hjá manni sínum og þiýsti hönd hans með líknandi hendi sinni og þannig kvaddi hann þetta líf að kvöldi þess sama dags. Góður drengur er genginn en minning hans lifir í vitund okkar svo lengi sem við lifum. Guð veri sálu hans náðugur. Aðstandendum vottum við samúð okkar. Hólmfriður Bjamadóttir, Haukur Sigurðsson Kveðja frá félögum í Breiðabliki Fallinn er einn af okkar dygg- ustu félögum og stuðningsmönnum við íþróttastarfíð í Kópavogi. Flestir foreldrar fylgjast með þátttöku bama sinna í leik og starfi íþróttafélaganna. Sumir em aðeins hlutlausir áhorfendur en aðrir sýna starfi félagsins áhuga og komast þá oft að því að ein hendi í viðbót getur komið að gagni í félagsstarf- inu. Þannig hafa maigar af traust- ustu stoðum félagsstarfsins hjá Breiðabliki komið til starfa. Sigurður Már Pétursson var einn af þeim sem ekki lét sér nægja að vera hlutlaus áhorfandi. Hann vildi líka leggja sitt af mörkum til féiags- starfsins. Það mun hafa verið á 7. áratugnum sem hann var kosinn í stjóm knattspymudeildar og sat hann þar af og til næstu 10 árin. Sigurður Már og eiginkona hans, Steingerður Sigurðardóttir, unnu af miklum áhuga að ýmsum verk- efnum fyrir félagið, svo sem við félagsheimili okkar, Blikastöðum, og veitingasölu á Kópavogsvelli. Síðustu árin var hann varamaður í aðalstjóm félagsins. Ég kynntist Sigurði Má sem leik- maður f meistaraflokki í knatt- spymunni. Við sem vomm virkir um og eftir 1970 minnumst hans fyrir létta lund og jákvæðan áhuga á baráttu okkar fyrir betri árangri. En Sigurður Már fylgdist ekki að- eins með meistaraflokki því að starfið í yngri flokkunum fékk eins mikið af stuðningi hans og yfirleitt kom hann við í Vallargerðinu á leið- inni heim úr vinnu. Við félagar í Breiðabliki söknum góðs félaga og vinar. Við sendum eiginkonu, bömum, bamabömum og öðmm vandamönnum hugheilar samúðarkveðjur. Félagar í knattspymudeild minntust Sigurðar Más Péturssonar með því að leika með sorgarborða í leik gegn Selfossi I 2. deild sl. föstudagskvöld 5. júní sl. Sigurjón Valdimarsson, formaður Breiðabliks. Birting afmælis- og minningargreina Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.