Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 68

Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 fclk f fréttum ) Mabel Sigurjónsson ásamt bandariskri vinkonu sinni. Morgunbiaðið/KGA Aldarafmæli Mabel Signrjónsson MABEL Siguijónsson, fædd Eyers, náði þeim merka áfanga þann 27.mái s.l. að verða hundrað ára. Mabel er fædd í Banda- ríkjunum en fluttist hingað til lands um 1950 ásamt manni sínum, Lárusi Sigurjónssyni sem lést 1967, 96 ára gamall. Mabel Siguijónsson ólst upp í Chicago en faðir hennar var prófessor og rektor við Harvard-háskóla. Mabel lærði óperusöng við háskólann og rak síðar söngskóla í Chicago frá 1924 og fram undir síðari heimsstyijöld- ina. Síðustu árin þar vestra vann hún hjá bandarísku hljómpiötufyrirtæki. Mabel giftist eiginmanni sínum 1928, en Íiau voru bamlaus. Um 1950 fluttust þau til slands til að eyða þar ævikvöldinu og hefur það reynst Mabel Siguijónsson dijúgt. Hún hefur eignast fjölda vina gegnum tíðina, bæði hér á landi og erlendis og alltaf f sérlega auðvelt með að kynnast fóki og þekkt fyrir gestrisni sína. Hún stofnaði V g- ið “Vinahjálp", sem er þýðing á “F dly help>ers“, en tilgangur þess er að stofna til kynna meðal erlendra kvenna á íslandi, sérs- taklega eiginkvenna sendiherra, og hefur sá félagsskapur árlega staðið fyrir umfangsm- iklum söftiunum til styrktar líknarmála. Mabel dvelur nú á öldrunardeild Landsspít alans að Hátúni 10 og var veislan í tilefni 100 ára afmælisins haldin þar að viðstöddu fjölmenni, en þangað komu um 100 gestir. Mabel bárust einnig skeyti víðsvegar að úr heiminum m.a. færði bandaríski sendiherrann henni persónulega kveðju frá forseta banda- ríkjanna, Ronald Reagan og Nancy konu hans. Liðskipan Mezzoforte er sú sama og á siðasta ári; talið frá vinstri: Gunnlaugur Briem, trommuleikari, Jóhann Ásmundsson, bassi, Friðrik Karlsson, gitar, Eyþór Gunnarsson hljómborð, Noel McCalla, söngvari og sitjandi er saxófónleikarinn, David OHiggins. MEZZOFORTE í fullu fjöri Um hundrað manns komu i afmælisveisluna. ÞEIR félagar í Mezzoforte eru nú um það bil að leggja af stað í tónleikaferð um Evr- ópu. Þeir munu koma fram á alls 13 stöðum m.a. í London, Amsterdam, Hamborg, Kaupmanna- höfn og Osló. Á ður en þeir leggja af stað í Evrópuferðina ætla þeir að spila fyrir landa sina í veitingahúsinu Evrópu við Borgartún í kvöld, fimmtudagskvöld. Blaðamaður Morgunblaðsins leit inn á æf- ingu hjá strákunum í Súðavoginum, en þar hafa þeir fengið fastan samastað til æfinga og tónsmíða. “Það hafa ýmsir haldið að hljómsveitin væri hætt en við erum síður e_n svo að leggja upp laupana“sagði Jóhann Ásmundsson, hljóm- borðsleikari, “við tókum okkur stutt hlé en hættum aldrei og erum nú að fara af stað með stíft prógram í sumar. Þessi tónleikaferð er aðeins byijunin á þeirri töm, en síðar munum við væntanlega gefa út “okkar árlegu breiðskí- fu“. Aðspurður um vinsældir Mezzoforte á ís- landi og erlendis sagði Friðrik Karlsson, gítar- leikari, að síðasta breiðskífa þeirra, “No Limit" hefði selst í 120 þúsund eintökum , þar af a.m.k. 25.þúsund í Noregi; en hér heima hafa einungis 700 plötur selst. Undanfarin fjögur ár hefur hljómsveitin leikið á fleiri hundruð tónleikum í Evrópu og Japan og hafa á þeim tíma selst rúmlega 600 þúsund breiðskífur og yfir 300 þúsund smáskífur en til samanburðar má nefna að árleg sala hljómplatna á íslandi er um 250 þúsund eintök. Eftir tónleikana í Evrópu í kvöld heldur Mezzoforte til Sandane í Noregi þar sem þeir leika á Glopprock tónlistarhátíðinni og er að sögn norskra dagblaða búist við mikilli aðsókn enda vinsældir Mezzoforte miklar þar um slóð- ir. Tónleikaferðinni lýkur svo 2.júlí þar sem Mezzoforte kemur fram ásamt ýmsum heims- þekktum tónlistarmönnum á Midfyns-hátíðinni, en þeir hafa áður leikið bæði þar og á Roskilde- hátíðnni. Mezzoforte á 10 ára afmæli nú í sumar og að sögn hljómsveitarmeðlima verður væntan- lega eitthvað gert til að minnast þeirra tímamóta. Þrátt fyrir velgengni á erlendri grund segjast þeir síður en svo vera á förum af landi brott enda nýbúnir að koma sér fyrir í nýju æfingahúsnæði. í kvöld ætla þeir félagar að leika sín vinsæl- ustu og þekktustu lög í gömlum og nýjum útsetningum og hefjast tónleikamir um kl.22. 50 ára stúdentar frá M.R. Þessi fríði hópur hélt upp á 50 ára stúd- entsafmæli á fimmtudaginn var, 4.júní , en þau luku stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík vorið 1937. Með þeim á myndinni er Sigurkarl Stefánsson, fyrrum yfirkennari, en hann er eini kennari ár- gangsins sem enn er k lífi. Myndin var tekin við heimili Þórhalls Ásgeirssonar ráðuneyt- isstjóra að Einimel 6 í Reykjavík. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Ágúst Bjamason, Unnsteinn Beck, Esra Pétursson, Bjami Einarsson, Ámi Hafstað, Sigmundur Jónsson, Sigurður Hafstað, Sigurlaug Bjömsdóttir, Pétur Thorsteinsson, Þórhallur Ásgeirsson, Sigurkarl Stefánsson, kennari, Þorsteinn Amalds.Ásberg Sigurðsson, Margrét Thoroddsen, Jón Skúlason, Sigríður Jónsdóttir.Guðrún Amalds, Geir Reynir Tómasson, Páll A. Pálsson, Jórunn Viðar- Fjeldsted, Ögmundur Guðmundsson og Hallgrímur Dalberg. Morgunblaðið/Einar Falur. }iS \ Kfy,- MMm: ••.' h

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.