Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 69

Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 69 Brigitte NÝJASTA kvikmynd Eddie Murphy,“Löggan í Beverly Hills 2“ þar sem Brigitte Nielsen- Stallone leikur eitt af aðalhlut- verkunum hefur fengið meðtaðsókn í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd 20.maí s.l. í 2.326 kvikmyndahúsum víðs vegar um Bandaríkin. Fyrstu sýn- ingarhelgina komu inn hvorki meira né minna en 26.348.555 dalir sem er meira en nokkur önnur mynd_ hefur halað inn á einni helgi. Á einni viku kom inn um 41 miljón dala í aðgangseyri. Brigitte, sem er 23 ára gömul, fékk sitt fyrsta kvikmyndahlut- verk í ævintýramyndinni Rauða- Sonja. Síðan lék hún í myndum Sylvester Stallone; Rocky IV og Cobra. í “Beverly Hills löggunni" fær hún í fyrista sinn að spreyta sig án aðstoðar eiginmannsins, þar sem hún leikur harðsvírað glæpakvendi og hefur h ún þegar fengið hrós fyrir leik sinn. slær Stallone við Brigitte og Sylvester Stallone Bátasmíði og kveðskapur stundaður af kappi - í heimsókn hjá Elíasi Þórarinssyni á Sveinseyri Sumir bændur telja sig mestu búskussa og segjast ekkert gera almennilega, þótt bátasmíði og kveðskapur sé stundaður af kappi. Sú iðja gerir engan ríkan af peningum, enda er Elías Þórarins- son á Sveinseyri lítill kaupmaður og ríkidæmi hans er ekki ávaxtað í bönkum. Enginn borgar fyrir ball-, þorrablóts- eða sjómanna- dagsljóð um hin ólíkustu efni — og ekki ætlast til þess af þeim sem yrkir. Hlaða sem Elías reisti fyrir nokkrum árum er minnst notuð fyrir hey enda maðurinn ekki við eina fjölina felldur, dverghagur og orðhagur. Hann kveðst aldrei hafa gengið í skóla utan farskóla í Keldudal í tilskilinn tíma. Ýmislegt kann hann þó, það sýna bátamir sem hann hefur smfðað fyrir ætt- ingja sína og fleiri. Hlaðan er notuð sem skipasmíða- stöð og þaðan koma happafley sem flytja afla að landi, hvar sem þeir eru_ staðsettir. Á skáp á veggnum í hlöðunni eru hripaðar nokkrar lausavísur, þ. á m. þessi kveðja til bátsins sem er í smíðum: Nú skal hnoða nagla að ró nökkvar hafflöt skáru. Far þú vei á sollnum sjó sigraðu hveija báru! Bátur þessi ber nafnið Hlyn frá Sveinseyri og er verk Elíasar. Elías Þórarinsson í hlöð- unni við tíunda bátinn sem er í smiðum, þegar undan eru skildir bátar sem hvorki bera menn né flytja afla að landi. Eigandi þessa báts verð- ur sonur hans, Skúli Elíasson stýrimaður á Framnesinu. Við smíðar í kaldri hlöðunni í vetur fékk hann heimsókn: Öldnu bijósti yljar veig engu fram'ar kviðum. Gott að una'öls við teyg og eiga bát í smíðum. Á smíðaferli fleysins: Eftir að gnoð er afsúðuð öll að fomum hætti. Sérhvert unnfar gæði Guð giftu sinni og mætti. í þyngri þönkum: Ei skal greina víl né vol virðum hreinust gæði. Látum reyna á þrek og þol þó að meinin blæði. Margur gæti margt lært af Elí- asi, þótt hann hafí ekkert lært, að eigin dómi. 0g ríkur er hann á það sem hvorki mölur eða ryð fær grandað er samdóma álit þeirra er þekkja manninn. COSPER Tískusýnirtg í Blómasal á morgun á íslenskum fatnaði. Módelsamtökin sýna nýjustu línuna í íslenskum fatnaði í hádeginu alla föstudaga. Fötin eru frá íslenskum heimilisiðnaði og Rammagerðinni. Víkingaskipið er hlaðið íslenskum úrvalsréttum alla daga ársins. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA fB HÓTEL Gott verð. Leitið nánari upplýsinga G.J. Fossberg vélaverzlun hf. Skúlagötu 63 Símar 18560-13027 Útvegum þessar sænsku fræsi-borvél ar beint frá framleiðanda Sýningarvél í versluninni - Hulda Auglýsingastofa Gunnars SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.