Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 74

Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 -I Því nægir honum ekki að tæma ísskápinn og reykja sígaretturnar mínar — eins og hinum köppunum? HÖGNI HREKKVlSI Hæstu launin fyrir gagnlegustu störfin Til Velvakanda. þau smánarlaun sem hinir lægst- Mikil umræða hefur verið um launuðu hér á landi verða að Hvenær verður fíkni- efnamyndin sýnd? Til Velvakanda. Nú í vetur var gerð mynd á vegum borgarinnar um fíkniefni, áfengi og annað því tengt fyrir unglinga. Myndin átti að heita „Þitt er valið“ eða „Ekki ég“. Fjölmargir unglingar léku í mynd þessari og nú langar okkur að vita hvað orðið hefur af mynd- inni, er hún týnd og tröllum gefín? Við og við hefur maður verið að frétta að myndin sé al- veg að verða tilbúin og eigi að fara að sýna hana von bráðar, en þær vonir bregðast ávallt. Miklir erfíðleikar voru í kring- um gerð þessarar myndar, málaferli, reynt var að stöðva tökur á henni o.fl. Því langar okkur að vita hvenær myndin verður sýnd og vonumst til að borgaryfírvöld sjái sér fært að svara því. sætta sig við meðan forréttinda- hópamir maka krókinn. Það undarlega er að þegar láglauna- hópamir fá einhverja leiðréttingu sinna mála ætlar allt vitlaust að verða og hinir vilja þá helmingi meiri kauphækkun eða meira. Það merkilega er að þeir sem gagnlegustu störfín vinna bera að jafnaði minnst úr bítum. Þann- ig er fískvinnslufólk illa launað, en þó er fískiðnaðurinn undir- stöðuatvinnugrein hér á landi. Væri ekki hægt að haga launum fólks eftir því hversu það leggur mikið í þjóðarbúið? Með því móti hefðu þeir hæstu launin sem ynnu gagnlegustu störfín hvort sem þau teldust „fín“ eða ekki. Verkakona Yíkverji skrifar Engu er sennilega logið um frumskóg þann sem fargjöld í millilandaflugi eru. Það er örugg- lega ekki nema fyrir mestu sérfræð- inga að rata þar um slóðir. Fræði þessi eru sannast sagna á tíðum einkennileg, já, reyndar ruglingsleg og órökrétt. Leikmanni, sem ekki hefur neina sérmenntun í faginu, finnst þau á stundum aðeins til fyr- ir flugfélögin eða starfsfólkið en ekki farþegana. Lítil saga um konu nokkra sem þurfti á dögunum að komast fram og til baka milli íslands og Svíþjóð- ar. Sagan snýst þó ekki síður um „grænan apex“: XXX ar sem fullbókað var í flugið til Stokkhólms áætlaðan brott- farardag varð viðkomandi að fljúga til Kaupmannahafnar og þaðan til höfuðborgar Svíþjóðar. Allt gekk það vel. Tveimur dögum fyrir brott- för frá íslandi kom hins vegar í ljós að Flugleiðir höfðu fellt niður Kaup- mannahafnarflugið á hvítasunnu- dag, en þá var heimferð ráðgerð. Að höfðu samráði við skrifstofu Flugleiða í Lækjargötu var nýr far- seðill gefinn út þar sem í stað Kaupmannahafnar var nú komin millilending í Osló á leiðinni heim. Ekkert var heldur yfir sjálfri heim- ferðinni að klaga. Reyndar var vélin góðri klukkustundu of sein, meðal annars vegna þess að flugumferðar- stjórar hérlendir fylgja ný „ýtrustu öryggisreglum" og erlendir starfs- bræður þeirra eiga einnig í kjara- baráttu. Það sem Víkveija finnst ein- kennilegast er það, að um svipað leyti og konan settist í SAS-vélina í Stokkhólmi var Flugleiðavél búin að taka stefnuna á Arlanda-flug- völl við Stokkhólm. Um það leyti sem konan var búin úr tíunda kaffi- bollanum í flugstöðinni á Fomebu við Osló var Flugleiðaþotan frá Stokkhólmi að lenda í Osló. Vélin var hálftóm, en margir farþegar biðu hennar. Enginn þeirra hafði þó fyrr um morguninn komið frá Stokkhólmi til þess eins að taka Flugleiðavélina á leiðinni Stokk- hólmur - Osló - Keflavík nema konan góða, umræðuefni Víkveija. Það þurfti hún að gera út af sínum „græna apex“. XXX Aðeins meira um ferðalög. í samkvæmi á dögunum barst talið að stúdentsútskriftum og þó ekki útskriftinni sjálfri heldur því sem tilheyrir, ferðalögum i lok þessa eftirminnilega áfanga. Afi eins nýstúdents þessa vors hafði farið með skólafélögum sínum til Þingvalla þegar hann brautskráðist og annar minntist þess að vinsælt hafði verið á þeim árum að fara til Akureyrar. Faðirinn sagðist hafa farið til Kaupmannahafnar. Slík langferð var eiginlega hámarkið í þá daga og ferðir innanlands enn algengastar. Nú til dags er algengt að nýstúdentar fari á sólarströndu við Miðjarðarhafið eða kannski til Afríku. Með þessu er ekkert verið að segja um „unga fólkið nútildags", Víkveiji er aðeins að velta því fyrir sér hve allt hefur breyst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.