Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 75

Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 75 L VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGl TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . er ekki aðeins dýrt — það er einn- ig skaðlegt fólki, sérstaklega bömum sem gæta sín ekki sem skyldi þar sem nýlega hefur verið eitrað. Miklar eitranir koma einn- ig niður á fuglalífi og drepa orma sem sinna mikilvægu hlutverki í jarðveginum. Ég vil ráðleggja garðræktarfólki að nota skordýra- eitur í hófi því það skapar stund- um stærri vanda en það leysir." Notið skordýra- eitur í hófi Garðræktarmaður hringdi: „Nú er kominn sá tími er tré hafa Iaufgast og þá fer lúsin á kreik. Eins og allir þekkja, sem fengist hafa við tijárækt, getur lúsin verið mikill skaðvaldur. Margir bregðast við með því að eitra miskunnarlaust og halda þannig plágunni niðri. Ég er þeirr- ar skoðunar að of mikið sé eitrað og þessar eitranir hafi „farið úr böndunum“ hér á landi. Sumir eru að rækta í görðum sínum við- kvæmar trjátegundir sem komast ekki meira en svo af hér á landi og mikið þarf því að eitra gegn þeim skordýrum sem á þær sækja. Þetta væri hreinn óþarfi ef menn héldu sig við þær tijátegundir sem hér þrífast með góðu móti. Eitrið Klassísk músík verður útundan S.Ó. hringdi: „Það hefur mátt sjá deilur um það í Velvakanda að undanfömu hvort leika eigi þungarokk eða venjulega dægurlagamúsík í út- varpi. Ekki tek ég afstöðu til þess þar sem ég hlusta ekki á dægur- lagamúsík af neinu tagi og þykir hún leiðinleg hvaða nafni sem hún nefnist. Fjölmiðlabyltingin svo- nefnda heftir ekki haft góð áhrif á tónlistarsmekk landsmanna þar sem allar þessar nýju stöðvar keppast við að spila dægurlög og popp frá morgni til kvölds, og reyndar allar nætur. Og fólk virð- ist aldrei fá nóg af þessu gauli. Ég vil gera það að tillögu minni að ein útvarpsstöð að minnsta kosti taki sér fyrir hendur að út- varpa eingöngu klassískri tónlist og tónlist eftir nútímatónskáld sem skarað hafa framúr. Þetta væri gott framlag til menningar þjóðarinnar sem hlýtur að vera farin að þreytast á dægurlaga- undanrennunni.“ Litlir möguleikar í Lottó Húsmóðir hringdi: „Ég hef verið með í Lottó 5/32 frá byijun, en er ekki alveg sátt við þær reglur sem þar hafa verið settar. Væri ekki skynsamlegra að skipta fyrsta vinningi til fieiri til dæmis með því að fækka tölun- um í röðinni í fjórar tölur? Eins og þetta er núna er stjamfræði- legur möguleiki á að hljóta fyrsta vinning og mun minni en t.d. hjá happdrættunum. Ef þessu yrði breytt myndu fleiri spila og þann- ig mundi meira verða til skipt- anna.“ íslensk málfræði Nemi hringdi og spurðist fyrir um hvort námskeið í íslenskri málfræði á framhaldsskólastigi fæm fram einhvers staðar í sum- ar. Þessari fyrirspum er hér með komið á framfæri. Ikipshofn ii Norðfirði . Helga Finnsdóttir hnngdi: „í Veivakanda sl. laugardagi birtist mynd sem ólafur ólafsson' kom með af fóður sínum og fleiri mönnum sem hann þekkti ckki. Ég held að þetta sé skipshöfn frál Norðfirði, fyrir miðju er Vigfús Sigurðsson frá Hól í Norðfirði og ég held að til hliðar við ólaf sé (Si sonur Vigfúsar sem lést ung- Hverjir eru mennimir? ólafur ólafsson kom með þessa mynd til Vetvakanda og langar að fá upplýsingar um hveijir menxúmir & myndinni eru, auk föður hans, ólafs Eyjólfssonar frá Kötiuhób f Leirum, en hann er lengst til vinstn á myndinni. ólafur telur að myndin hafí verið tekin f kringum 1910, en faðir hans er 16—18 ára á myndinni. _ Gömul mynd Til Velvakanda. Fyrir rúmlega ári birtist í Vel- vakanda gömul mynd af skipshöfn frá Norðfirði og spurðist Ólafur Ólafsson fyrir um hveijir mennim- ir á myndinni væru, auk föður hans. Helga Finnsdóttir hringdi skömmu síðar í Velvakanda og' vissi hún nöfn þriggja af mönnun- um sem á myndinni eru. Þar sem ég tel mig hafa frekari upplýsing- ar langar mig til að komast í samband við Olaf ef hann hefði tök á að hafa samband við mig f síma 97-7497 eða Velvakanda. Þórður Kr. Jóhannsson Neskaupstað. Skýringar á ferðasöguþulumii Til Velvakanda. Þuluna sem hún Snjólaug var með á föstudaginn kannast ég við frá bemsku. Ekki þori ég að ábyrgj- ast að ég fari rétt með hana en svona yrði hún þá með skýringum: Fór ég að finna frændur mína sólardaginn í sultardyrum. Sól er sunna öðru nafni, fasta er sultur og dyr eru inngangur, — sunnudaginn í föstuinngang. Skundaði ég eftir skipsbotni - skipsbotn er lq'ölur, og kom um bakhlut til kunningjanna. Bakhlutur er að aftan, — hefur komið að aftni — um kvöldið. Hitti ég þá óskerta á hestfæti, heila á hófi, hafði ég þar góðar hjúastöður. Hjúastaða er vist og vistir eru matur. Var þar með réttur af vatni ströngu samnefndur fiskmiði Sunnlendinga. Hér mun átt við miðið Svið og stranga vatnið er trúlega á, svo að sögumaður hefur fengið ærsvið. Fuglaklyflar og fjöldi af skottum. Klyfjar eru baggar og til er fugl sem heitir lundi. Skott heitir rófa. Hér hafa því verið lundabaggar og rófur. og einnig andvana afkvæmi sálar. Hér mun sálin heita önd og vera átt við andaregg. Fékk ég þar síðan ferðlítið pláss og þar þeyttist ég ofarlega. Sögumaður fékk hægt rúm og hraut hátt. Dignuðu menn þá dagsvört litu. Að digna er að vökna og svört hryssa er sögð brún. Menn vöknuðu þegar þeir sáu dagsbrún. Fór ég þá strax í stórar tunnur. Stórar tunnur heita föt. Frændur buðu mér byltu sauðar, sauðarfall en ég hafði ei lyst á öðru en húsum. Kofum. Hélt ég svo þaðan er hafði hlemmað visu minni svo vel sem kunni. Þessi vísa mun vera erindi og sögumaður hafi lokið erindi svo sem hann gat best. Streymdi ég lengi á stórum nagla. Það sem rennur streymir og stór nagli er gaddur. Fann ég svo stóran fataspilli. Sá fataspillir er melur sem oft er þó kallaður mölur. Flýtti sá fyrir ferðum mínum heim að málfæris hinsta rúmi. Hinsta rúm er gröfin og tungan er málfæri og því mætti þetta vera heim að Tungugröf. H. Kr. Hefur ekki verið hirt um öryggi? Til Velvakanda. Á baksíðu Morgunblaðsins í dag, 5. júní, er haft eftir Áma Þorgrímssyni, formanni Félags flugumferðarstjóra, að flugum- ferðarstjórar fari nú eftir ýtrustu öryggisreglum. Ber að skilja þetta svo að flug- umferðarstjórar hafi hingað til ekki unnið samkvæmt ítrustu ör- yggisreglum? Það er ógnvekjandi fyrir flugfarþega og áhafnir flug- véla að sjá þetta svart á hvítu. Hafa þessir menn ekkert skeytt um öryggisreglur hingað til? Fríðrik Einarsson jpAbu Garcia i \feiðivörur íyrir þig g ’Lygilegt.en satt t ZANUSSI K/ELISKÁPUR • Gerð C 23/2 • 190 lítra kælir. • 40 lítra Irystihóll. • Mál: HxBxD 141,5x52,5x59,0 cm. • Sjálfvirk afhríming í kæliskáp. • Frystigeta 5 kg/24 klst. •Góð kjör. LÆKJARGOTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022 DACHSTEHM Fjallaskór Ósvlknir DACHSTEIN með tvöföldum saumum, nlö-sterkum gúmmlsóla, vatnsþéttri reimingu. Framleiddir I Austurrlki og sórstaklega geröir fyrir mikiö álag og erfiðar aósfæður. FALKINN SUÐU RLAN DSBRAUT 8, SÍMI 84670 9WM Fálklnn tr styrktaraðlll lalanska úlymplullAalna I Saoul 1988

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.