Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 79

Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 Hasar að Hlíðarenda Morgunblaðið/Júllus • Jón Grétar Jónsson sækir hór að Baldvini Guðmundssyni markverði Þórs og Ámundi Sigmundsson er við öllu búinn. Sanngjarn sigur Skagamanna „ÉG veit ekki nákvæmlega hvað gerðist. Við hlupum samsíða og allt f einu fókk óg eitthvað f andlit- ið, strákarnir sögðu að það hefði verið olnboginn á Nóa,“ sagði Valsmaðurinn Ámundi Sig- mundsson um atvikið sem menn munu minnast einna helst úr leik Vals og Þórs í 1. deildinni f gær- kvöldi. Nói Björnsson fókk þá að sjá rauða spjaldið og vissu fæstir fyrir hvað. Þórsarar því einum færri í rúmar tuttugu mínúturl Leikmenn Vals voru óragir við að skjóta af löngu færi og fyrra markið kom einmitt með slíku skoti. Sigurjón Kristjánsson skaut þá af löngu færi, Baldvin mark- vörður lagði af stað í hægra hornið, þangað sem boltinn stefndi, en á leiðinni fór boltinn í Júlíus Tryggva- Valur-Þór 2 : 0 Valsvöllur 1. deild, miövikudaginn 10. júní 1987. Mðrk VaU: Siguijón Kríatj&naaon (16.), Njáll Eiðason (86.) Gult spjald: Júllus Tryggvason (61.), Halldór Áskelason (77.) Hlynur Birgis- son (80). Rautt spjald: Nói Bjömsson (68.) Áhorfendur: 1069 Dómarí: Baldur Scheving 8. Lið Vals: Guðmundur Hreiðarsson 2, Þorgrimur Þráinsson 8, Siguijón Kristj- ánsson 8, Magni Blöndal Pétursson 2, Jón Grétar Jónsson 8, Sævar Jónsson 8, Guðni Bergsson 8, Hilmar Sighvats- son 1, Valur Valsson 2, Ingvar Guðmundsson 1, Ámundi Sigmundsson 2, (Njáll Eiðsson vm. á 81. min. lék ot stutt). Samtals: 25. Lið Þóra: Baldvin Guðmundsson 8, Nói Bjömsson 2, Kristján Kristjánsson 1, Einar Arason 8, Halldór Áskelsson 2, Július Tryggvason 2, Ámi Stef&nsson 2, (Guðmundur Valur Sigurðsson vm. á 81. min. lék of stutt), Jónas Róbertsson 2, Hlynur Birgisson 1, Siguróli Kristj- ánsson 2, Sveinn Pálsson 2. Samtals: 22. TRYGGVI Gunarsson tryggði KA sigur með glæsimarki af 25 metra færi eftir að FH hafði komist yfir 1:0, í 4. umferð 1. deildar, á Akur- eyri f gærkvöldi. Leikurinn fór rólega af stað, liö- in sóttu á víxl án þess að skapa sér hættuleg færi. FH komst yfir á 16. mínútu og var það hálfgert klaufamark. Eftir hornspvrnu barst boltinn fyrir markið á Olaf Kristj- ánsson sem spyrnti honum í stöng KA-marksins og þaðan fór boltinn í Steingrím Birgisson og í netið. Eftir markið dofnaði heldur yfir leiknum, en KA-menn þó sprækari fram að leikhléi. Þeir skoruðu mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. FH-ingar voru ákveðnari í upp- hafi seinni hálfleiks og áttu þá meðal annars tvö góð marktæki- færi sem ekki nýttust. Það var því þvert á gang leiksins að heima- menn jöfnuðu á 55. mínútu. Gauti Laxdal fékk þá sendingu frá Þor- valdi Örlygssyni og skoraði gott mark úr nokkuð þröngu færi. Eftir markið komu KA-menn Bikarkeppnin SEX leikir fóru fram f 2. umferð mjólkurbikarkeppni KSÍ f gær- kvöldi. Úrslit urðu þessi: Selfoss-Skallagrímur 5:0 Leiknir-Afturelding (2:2)3:2 e. frl. ÍR-Skotfélagið 1:0 Grótta-ReynirS. 1:2 Augnablik-Stjarnan 1 ;2 Leiftur-Magni 1:0 son, breytti um stefnu og í netið. Svekkjandi fyrir Þór en að sama skapi ánægjulegt fyrir Val. Litlu munaði að Þórsarar gerðu svipað mark í síðari hálfleik þegar Einar Arason skaut af löngu færi, boltinn fór í einn varnarmann Vals og þaðan rétt yfir slánna. Þórsarar sóttu mikið um miðjan síðari hálf- leik og fengu meðal annars þrjár hornspyrnur í röð eftir að Vals- mönnum hafði tekist að bjarga marki á síðustu stundu. Síðan var Nói rekinn útaf og efldust Þórsarar til muna við það og sóttu mikið. Skömmu síðar lentu Halldór Áskelsson og Guðmundur Hreið- arsson, markvörður Vals, í sam- stuði og um tíma var talið að Guðmundur þyrfti að fara á sjúkra- hús. Hann var þó ekki á því, hristi sig og hélt áfram. Njáll Eiðsson kom inná sem varamaður undir lok leiksins og skoraði síðara mark Vals. Sigurjón skaut föstu skoti að marki sem Baldvin varði. Boltinn barst út til Njáls sem var hinn öruggasti er hann sendi hann í netið. Leikmenn Vals eru orðnir mjög vanir og þekkjast greinilega vel. Knötturinn gengur lengstum vel á milli manna þó svo meira hefði mátt sjást af slíku í þessum leik. Leikmenn Þórs reyndu hins vegar of mikið af löngum sendingum sem báru ekki árangur gegn sterkum varnarmönnum Vals. Guðni er eld- fljótur og þeir Þorgrímur og Sævar geysielga sterkir skallamenn sem láta boltann ógjarnan fara inn fyrir sig. Baldur Scheving dæmdi leikinn illa. Hafði litla yfirferð, gerði mikið af mistökum og hafði litla stjórn á leiknum. -SUS meira inn í leikinn og náðu undir- tökunum og áttu góð færi sem ekki nýttust fyrr en Tryggvi skoraði sigurmarkið á 71. mínútu. Það var reglulega vel að þessu marki staðið hjá Tryggva. Hann fékk knöttinn á miðju vailarins, lék á tvo FH-inga og skoraði með hörkuskoti af 25 metra færi sem Halldór, markvörður FH, réði ekki við. R.E. KA - FH 2 : 1 Akureyrarvöllur 1. deild, miðvikudaginn 10. júni 1987. Mörk KA: Gauti Laxdal (65.) og Tryggvi Gunnarsson (71.) Mark FH: Ólafur Kristjánason (16.) Gult spjald: Enginn Áhorfendur: 760 Dómarí: Þðroddur Hjaltalin 7 Lið KA: Haukur Bragason 2, Friðfínnur Hermannsson 1, Gauti Laxdal 2, Araar Freyr Jénsson 2, Erlingur Kristjánsson 2, Þorvaldur Örlygsson 3, Bjami Jóns- son 2, Hinrik Þórhalsson 1 (Ámi Hermannsson vm. 78., lék of stutt), Tryggvi Gunnarsson 8, Steingrímur Birgisson 3 og Jón Sveinsson 2. Samtals: 23. Lið FH: Halldór Halldórsson 2, Grétar Ævarsson 1, Ólafur Kristjánsson 2, Guðmundur Hilmarsson 2, Ian Flemm- ing 2, Þórir Sveinsson 1, Kristján Gislason 2, Guðjón Guðmundsson 2, Kristján Hilmarsson 2 (Henning Henn- ingsson vm. 67., 1), Magnús Pálsson 2, (Viðar Halldórsson vm. 82., lék of stutt) og Pálmi Jónsson 3. Samtals: 21. SIGUR Akurnesinga í gærkvöldi var sanngjarn, þeir lóku mjög góða knattspyrnu í fyrri hálfleik og skoruðu þá öll sfn mörk. Þetta var að mörgu leyti góður leikur og sigurinn var mikilvægur. „Við spiluðum góða knattspyrnu og það hlýtur að vera fagnaðarefni bæði fyrir okkur og eins áhorfend- ur," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Akraness eftir sigur sinna manna og bætti við að þeir ættu erfiða leiki á næstu dögum. Aðalsteinn Vfglundsson geröi fyrsta markið, fór í gegnum vörn Keflvíkinga og skot hans af stuttu færi var óverjandi. Aðalsteinn bætti öðru marki við ekki löngu síðar eftir undirbúning Sveinbjamar. Síðustu mínútur fyrri hálfleiksins voru árangursríkar fyrir Skaga- menn því þá skoruöu þeir tvívegis. Fyrst var það Heimir Guðmunds- son sem skoraöi gott mark eftir vel uppbyggða sókn og tveimur mínútum síðar var Valgeir Barða- son á ferðinni með gott mark eftir frábæran undirbúning Guðbjörns. Keflvíkingar komust meira inn í leikinn er líða tók á síðari hálfleik- inn en samt átti engin von á því að staðan í leiknum myndi mikið breytast. Rauninn varð önnur. Guðbjörn Tryggvason felldi sókn- armann Keflvíkinga og Oli Þór skoraði örugglega úr vítaspyrnunni sem dæmd var og mínút síöar skoraði Ingvar Guðmundsson gott mark. Akurnesingar léku þennan leik mjög vel og verskulduðu stóran sigur. Leikmenn eru nokkuð jafnir að getu og virðast til alls vísir. Olafur Þórðarson og Aðalsteinn Víglundsson voru bestu menn liðs- ins í þessum leik en margir aðrir léku vel. Vert er að minnast á hinn unga leikmann Harald Ingólfsson sem yex með hverjum leik. Um Keflavíkurliðið er það að segja að það mætti ofjörlum sínum f þessum leik. Margir góðir leik- menn er í liðinu en þetta var ekki þeirra dagur. Varnarleikurinn var oft fálmkenndur enda er liðið búið að fá á sig að meðaltali þrjú mörk í leik í þessu móti. Það er langt frá því að vera gott ef lið ætlar sér stóra hluti. -JG. ÍA-ÍBK 4 : 2 Akranesvöllur, l.deild, miðvikudaginn 10 júní 1987. Mörk ÍA: Aðalsteinn Víglundsson (21. og 39.), Heimir Guðmundsson (42.), Valgeir Barðason (44.) Mörk ÍBK: Oli Þór Magnússon (68.), Ingvar Guðmundsson (69.) Gult spjald: Jóhann Júiíusson ÍBK, Sigurður Björgvinsson ÍBK, Ægir Karisson ÍBK, Sveinbjöm Hákonarson ÍA. Rautt spjald: Enginn. Ahorfendur: 703. Dómari: Sveinn Sveinsson 7. Uð ÍA: Birkir Kristinsson 3, Olafur Þórðarson 4, Heimir Guðmundsson 3, Sigurður Lárusson 3, Jón Askelsson 3, Sigurður Jónsson 3 , Sveinbjöm Hákon- arson 3, Guðbjöm Tryggvason 3, Valgeir Barðason 2, Aðalsteinn Víglundsson 4, (Guðmundur Matthías- son vm. á 89. mín. lék of stutt), Haraldur Ingólfsson 3. Samtals: 34. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason 2, Jóhann Júlíussonn 2, Rúnar Georgsson 2, Sig- urður Björgvinsson 2, Gunnar Oddsson 2, Peter Farrell 2, Ingvar Guðmundsson 2, (Einar Kristjánsson vm. á 88. mín. lék of stutt), Oli Þór Magnússon 2, Jó- hann Magnússon 1, Freyr Sverrisson 2, Sigurður Guðnason 1, (Ægir Karlsson vm.á 46. mín. 1) Samtals: 20 Tryggvi skoraði sigurmark KA 79 Klapparstig 40. Á H0RNIKLAPPARSTIGS 0G GRETTISGÓTU S:il7S3 pninr íþrótta- vörur smmmmm JNGOLFS ÓSKARSSONAR Udo Lattek Gervigrasskór á götuna. Með sterkari skóm sem hægt er að fá. Stærðir frá 4'/2-1 OV2. Verð kr. 3086.- Fótboltar Margargerðir. Verðfrá 1094.- íþróttafélög athugið afsláttinn. Mikasa körfuboltar Verðfrákr. 1252.- Póstsendum. Speeder Bláir nælonskór, léttirog x r þægilegir. Stærðirfrá 34-6V2. Verð kr. 1188.- Legghlífar Margargerðir. Verð frá kr. 1.040.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.