Morgunblaðið - 13.06.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 13.06.1987, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 9 Einstaklingsíbúð óskast strax! Reglusamur og snyrtilegur ungur maður óskar eftir íbúð til leigu í Reykjavík i 11-14 mánuði. Allt minna en 4ra herb. kemur til greina. Fyrir- framgreiðsla engin fyrirstaða. Skilvísar greiðslur. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Einstaklingsíbúð — 8434“ eða hringið í sima 691166 á daginn og 42335 á kvöldin. VÖÐVABÓLCA ? nuddstofan ANDDOMIDA l nýUðaprófs radtóama'.örajerður^\kemmtUeR aðferð i sXáSÆÍr. \ s N N N Fjölskylda óskar eftir að taka á leigu gott einbýlishús eða raðhús í Reykjavík eða nágrenni til eins árs eða lengur. Lág- marksstærð: 4 svefnherbergi. Bílskúr þarf að fylgja. Allar nánari upplýsingar í vinnusíma 96-61370 eða heimasíma 96-61365. | Kvikmyndaleikur Okkur vantar fólk... 20 ára og eldri i hópsenu í kvikmyndina „Tristan og Isold“. Því litríkari hóp og ólíkari persónur þvi betra. Upptökudagur er laugardagurinn 25. júli og fer upptakan fram utan Reykjavíkur. Allir sem hafa áhuga á að vera með eru velkomnir á Lindargötu 24, laugardaginn 13. júni kl. 14.00. F.I.L.M. CINEMA ART PRODUCTIOIM. I HESTAMENN Félagsmót hestamannfélagsins Geysis verður haldið á Rangárbökk- um daganna 20. og 21 júní. Keppt verður í A og B flokki gæðinga í yngri og eldri flokki unglinga. Kappreiðar verða í 150 og 250 m skeiði. 250, 350 og 800 m stökki. Skráning fer fram i simum 99-5525,99-8330, 99-8591 og lýkur mánudagskvöldið 15.júní. Einnig verða dæmdar hryssur og stóðhestar á mótinu. Skráningareyðublöð fást hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands og Steinþóri Runólfs- syni, Hellu. Ættfærsla kynbótahrossa verður að vera í lagi svo þau fáist dæmd. Skráningareyðublöð þurfa að berast í síðasta lagi á mánudag til mótsstjóra. Nefhdin i fnrmadur FÍB: ihags KRS3rSi*3 _ Mesti árangur téiagsinsáeinuári Hagsmunir bifreiðaeigenda Hagsmunamál bifreiðaeigenda færðust til betri vegar á síðasta ári að mati Arinbjarnar Kolbeinssonar, formanns Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Hann segir í nýjasta hefti tímaritsins Öku- þórs að sum hagsmunamálin hafi þokast nokkuð fram á við, önnur tekið stór skref og einstaka verið leyst til frambúðar. Með afnámi ofsköttunar af bifreiðum hafi bifreiðaeigendum til dæmis verið færðar „kjarabætur" sem nemi hundruðum milljóna króna. í Staksteinum í dag er vitnað í þessi skrif. Ofsköttun aflétt Arinbjöm Kolbeinsson fjallar í upphafi greinar sinnar í tímariti FÍB um skattlagningu bifreiða: „Á síðasta ári nam inn- flutningur bifreiða 15.851, þar af 13.352 nýj- ar bifreiðir og 2.499 notaðar. Bifreiðaeign landsmanna var um 128.000 bifreiðir i byijun árs 1987. Að meðaltali em 1,9 menn i landinu um hverja bifreið. Hver og einn ibúi notar eða nýtur bifreiðar á einn eða annan hátt. Bifreiðin er orðin algengasta heimilistækið, t.d. al- gengari en eldavélar, kæliskápar, þvóttavélar eða ryksugur, en lækkun á verði þessara heimilis- tækja er talin kjarabót til allra. Lækkun á verði bifreiða og rekstrar- kostnaði þeirra er enn víðtækari „kjarabót". Sfðan segir Arinbjöm: „Vald til þeirra fram- kvæmda, sem hér um ræðir, er f höndum stjómmálamanna, en undirstaðan, og raunar skilyrði jákvæðra fram- kvæmda, er markviss málflutningur og fræðsla fyrir almenning og „aðifa vinnumarkaðarsins", með þeim hætti að stjóm- málamenn sjái sér hag í umbótum. Lækkun á að- flutningsgjöldum bif- reiða kom til framkvæmda 1. mars 1986 í kjölfar kjarasamn- inga, sem gerðir vom með nýju sniði, þar sem f ramtf ðarhagsmunir þjóðarinnar vom hafðir að leiðarljósi, með þeim hætti sem FÍB hefur oft bent á. Verð minnstu og meðalstórra fólksbif- reiða lækkaði um 30%, og komst niður í það verð sem gerist i nágranna- löndunum. f september sl. fóm félaginu að ber- ast fyrirspumir og raunar kvartanir vegna þess að félagsmenn töldu að verð á nýjum bifreið- um (árg. ’87) hefði hækkað meira en eðlilegt gæti talist vegna gengis- breytinga. FÍB gerði lauslega athugun á þessu máli með aðstoð systrafé- laganna á Norðurlönd- um. Málið skýrðist að nokkm leyti vegna verð- hækkana frá verksmiðju á nýjum tegundum. En í surnum tilvikum virtist sem bifreiðaframleið- endur seldu bifreiðir til íslands á hærra verði en tíl nágrannalanda Að beiðni FÍB gerði skrif- stofa verðlagsstjóra allit- arlega könnun á málinu. Skýrði hún marga þætti þess, en ekki alla til fnlls . . . Þetta dæmi sýnir, að allar úrbætur dl hagsbóta þarfnast stöðugrar og nákvæmrar gæslu." Bensínlækkun Arinbjöm Kolbeinsson vfkur sfðan að skatta- lækkun á hjólbörðum (úr 40% f 10%) sem hann tel- ur mikilvægt atriði. Þá ræðir hann lækkun bensins úr 34,00 kr. lítrann í 25,00 kr. „Verð- lækkunin komst ÖU til fslenskra neytenda en slíkt varð ekki f sumum nágrannalandanna,” seg- ir hann. „Þannig varð bensínverð hér á landi sama eða jafnvel lægra en sums staðar f Evrópu. Þá segir Arinbjöm Kolbeinsson frá eftirliti FÍB með gæðinn bensfns hér á landi. Þetta var gert í samvinnu við olíu- félögin. „í (jós kom að olí ufélögin hafa um langt árabil látið rannsaka alla skipsfarma af bensfni, sem koma til landsins. Hins vegar höfðu sýni beint frá dælum yfirleitt ekld verið rannsökuð. Rannsóknir þessar hafa verið gerðar hér á landi á rannsóknarstofu, sem hefur fullkomin útbúnað tíl efnagreiningar á bensfni, en hins vegar skortir aðstöðu til að mæla oktan-tölu með svo- nefndri „motoraðferð". FÍB samdi við Saybolt rannsóknarstofuna í Rotterdam í Hollandi, en hún hefur það megin starf að rannsaka bensfn og aðrar oUuvörur. Sfðastíiðið haust vom tekin sýni hjá öUum oUu- félögum frá dælum bæði f Reykjavík og útí á landi. Þessi sýni vom send til Hollands. Niðurstöður bárust FÍB f október sl. Þær sýndu að öU sýnin uppfylltu skUyrði, sem sett em af viðkomandi rannsóknarstofu f Hol- landi, varðandi bifreiða- bensfn sem góða verslunarvöm f tíltekn- um flokki. Þó var blýmagn bensfnsins við efri mörk. Þetta sfðasta atriði þarfnast sérstakr- ar rannsóknar eins og FÍB hefur oft áður bent á.“ Aðbæta árangnrinn Lokaorð Arinbjaraar Kolbeinssonar em: „Af framtíðarverkefnum má nefna: Fyrst og fremst að gæta og bæta þann árangur sem náðst hefur á sfðasta ári og hefja nýja sókn á öðrum svið- um sem félagið hefur ekki haft nægilegt bol- magn tíl að sinna eins og skyldi hingað til, t.d. fækktm umferðarslysa, Iækkun vátryggingarið- gjalda og bætta þjónustu við bifreiðaeigendur á landsbyggðinni. Áhrif félagsins á gerðir stjóm- málamanna og bolmagn þess til könnunar og fræðslu um hin ýmsu hagsmunamál fer f raun- inni mest eftir félags- mannatölu. Á síðasta ári jókst félagatala verulega og væntum við þess að svo verði áfram á þessu ári, þannig að unnt verði að halda áfram á sömu braut og mörkuð hefur verið undanfarin ár. Ef bifreiðaeigendur standa saman og styðja sitt landsfélag, FÍB, þá næst áframhaldandi árangur á veigamiklum hags- munasviðum bifreiðaeig- enda og þar með þjóðarinnar f heild.“ Landsvirkjun: Tilboð Jarð- borana var of hátt ER VERÐBÓLGAN Á UPPLEIÐ ? Breytingar (%) á vísitölu framfærslukostnaðar í hverjum mánuði Breytingar (%) á vísitölu framfærslukostnaðar hverja síðustu 6 mánuði umreiknað til árshækkunar. 14,1 8,6 6,1 12,1 11,7 12,4 13,0 17,3 18,0 18,7 21,0 19,1 21,7% Vísitalan mælir 26,8% verðbólgu VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 2% í byijun júní, miðað við byrjun maimánaðar. Vísitalan hefur ekki hækkað svo mikið á einum mánuði frá því í ársbyrjun 1986, ef undan eru skildar hækkanir hennar í nóvember og janúar síðastliðnum. Hækkunin nú er litlu minni en algengar hækkan- ir vísitölunnar voru á árinu 1985. FYRSTA og eina ástæða þess að Landsvirkjun skiptir ekki við Jarðboranir hf. á þessu ári, við hreinsun hola á Kröflusvæðinu, er að þeirra tilboð í verkið var 30% hærra en tilboð sem við feng- um frá ísbor hf.“, sagði Knútur Ottested, svæðisstjóri hjá Lands- virkjun, i samtali við Morgun- blaðið. Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins sl. sunnudag þá verða stóru böramir hjá Jarðborunum, Jötunn og Dofri, verkefnalausir í sumar eftir að fyrirtækið missti þetta verkefni og eru Jarðboranir hf. nú að vinna að samningum við Kenýamenn um verkefni fyrir borana. „Járðboranir hf. eru ekki síður hæfur aðili til þess að vinna þetta verk og hafa auðvitað meiri reynslu í þessum efnum en ís- bor hf., sem er tiltölulega nýtt fyrir- tæki, en við töldum muninn á tilboðunum vera alltof mikinn til þess að taka tilboði þeirra", sagði Knútur. Verkið sem um er að ræða er árleg hreinsun á einni holu og viðgerð og hreinsun á tveimur holum sem ekki hafa verið notaðar hingað til. Ef vel tekst til sagði Knútur að önnur hvor holanna, eða báðar, yrðu virkjaðar og lagnir frá þeim lagðar inn á gufu- veitana. Framfærsluvísitalan hefur hækkað um 17,2% síðustu 12 mánuði og hefur ekki sést jafn mikil hækkun hennar á sambæri- legu tímabili frá því í september 1986. Hækkun vísitölunnar í júní samsvarar 26,8% verðbólgu á ári. Hækkun vísitölunnar síðastliðna 3 mánuði samsvarar 20,1% verð- bólgu á ári og hækkun hennar undanfarna 6 mánuði samsvarar 21,7% verðbólgu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.