Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 Bráðabirgðatölur Fiskifélags íslands: Aflimi 18.5001 meiri í maí í ár en í fyrra SJAVARAFLI S maí í ár var um 18.500 tonnum meiri en í maí 1986 samkvæmt _ bráðabirgða- tölum Fiskifélags íslands, og er aflinn það sem af er árinu um 150 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, eða 828.145 tonn. Aukningin S mai stafar aðallega af auknum þorskafla og öðrum bolfiskafla en heildaraukningin á árinu stafar nær eingöngu af mun meiri loðnuveiði en i fyrra. Þorskafli báta í maí í ár var alls 19.378 tonn og togara 5390 tonn eða 24.768 tonn samtals. Alls hafa veiðst 181.135 tonn af þorski það sem af er árinu. í maí 1987 veiddu bátar 12.733 tonn af þorski og togarar 9173 tonn, samtals 21.906 tonn og alls höfðu veiðst 117.875 tonn það sem af var árinu. Af öðrum botnfiski höfðu bátar landað í Vestmannaeyjum í maí eða 5340 tonnum sem er 1000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Næst- ur kemur Hafnarfjörður með 4887 tonn sem er 2870 tonnum meira en ( maí 1986. í þriðja sæti er Grindavík með 4622 tonn. Það sem af er árinu hefur langmestu verið landað í Vest- mannaeyjum eða 122.989 tonnum sem er 20 þúsund tonnum meira en í fyrra. Næst kemur Seyðisflörður með 64.216 tonn, aðallega loðnu, og í 3. sæti er Grindavík með 49.061 tonn. Frá Hvatarfundinum á miðvikudagskvöidinu. Morgunblaðið/KGA Hvatarfundur um stöðu Sjálfstæðisflokksins: Skortir Sjálfstæðisflokk- inn tengsl við kjósendur? Ellert B. Schram flytur framsögu sína á fundinum. Á hægri hönd hans er María E. Ingvadóttir, formaður Hvatar og fundarstjóri, ásamt Sólveigu Hinriksdóttur, fundarritara. veitt 10.708 tonn og togarar 35.275 tonn, samtals 45.983 tonn og alls hafa veiðst 139.790 tonn það sem af er árinu. í maí 1986 höfðu veiðst 130.086 tonn í maílok, þar af veidd- ust 22.851 tonn í maí. Alls veiddust 75.202 tonn af fiski í maí 1987 en í maí 1986 veiddust 56.789 tonn. Af einstökum verstöðvum var mest Börkur rakst á brú Nótaskipið Börkur frá Norð- firði, sem notað hefur verið til flutninga á ísfiski, varð fyrir óhappi þegar skipið var nýkomið úr slipp í Hamborg. Þegar Börkur var að koma úr slipp á miðvikudagsmorgun rakst skutur skipsins í landgöngubrú, sem liggur út í „flotdokkur". Litlar sem engar skemmdir urðu á skipinu og brúin skekktist lítillega. Óhappið tafði ekki för skipsins, sem er nú á heimleið. SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN skortir jarðsamband, hann er ekki í tengslum við hinn almenna kjósenda og honum tekst ekki að koma upplýsingum um það sem hann gerir vel áleiðis til kjós- enda. Þessi atriði meðal annars nefndu frummælendur sem ástæður fyrir tapi Sjálfstæðis- flokksins í síðustu kosningum, á fundi sem Hvöt, félag sjálfstæð- iskvenna í Reykjavík, hélt á miðvikudagskvöld um starfsemi og stöðu Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum. Frummæ- lendur voru þau Ellert B. Schram, ritsíjóri og fyrrum al- þingismaður, Linda Rós Micha- elsdóttir, kennari, Sigurlaug Bjarnadóttir, kennari og fyrr- verandi alþingismaður, og Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarps- stjóri. Ellert B. Schram sagði Sjálfstæð- isflokkinn hafa verið orðin stóran og sterkan en stirðan. Hann hefði ofmetið sjálfan sig og verið of væru- kær. Ekki væri hægt að líta á þennan ósigur sem tilviljun eða slys og skella allri skuldinni á stofnun Borgaraflokksins. Einum manni ætti ekki að vera mögulegt að sporðreisa Sjálfstæðisflokkinn, það væri eitthvað í viðmóti flokksins sem fældi frá. Nefndi Ellert sem dæmi andúð á þeim sem „ekki væru þægir“, værukærð og of mikla fjarlægð frá grasrótinni. Frjálshyggjuumræðuna bæði úr röðum sjálfstæðismanna og þeirra sem vildu koma óorði á frjálshyggj- unna og Sjálfstæðisflokkinn taldi hann einnig hafa haft „verulega neikvæð áhrif“. Ellert sagði mikinn vilja vera hjá kjósendum um ann- arskonar stjómmálamynstur. Vonin lægi að hans mati í stórum, breið- um, borgaralegum, fijálslyndum flokki sem væri án öfga til vinstri og hægri en höfðaði til beggja átta. „Það hlýtur að koma að því að upp úr losinu í núverandi flokkakerfi rísi slíkur flokkur annaðhvort á granni eins af núverandi lýðræðis- flokkum eða við samrana þeirra undir nýju nafni“. Linda Rós Michaelsdóttir sagði sjálfstæðismenn vera „andvara- lausa“ um að koma sínum skoðun- um á framfæri og ekki nógu skipulagða hvað varðaði greina- skrif. Hún minntist einnig á þær miklu þjóðfélagsbreytingar sem hefðu orðið á stöðu kvenna á und- anfömum áram. Þær væra nú betur menntaðar og gerðu hærri kröfur en áður. Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki skírskotað til þessa og því hefði orðið trúnaðarbrestur milli hans og kvenkjósenda. Linda sagði margar konur hafa hafnað Sjálfstæðisflokknum vegna þess hversu fáar konur hefðu átt sæti á framboðslistum hans í síðustu kosningum. Bent hefði verið á að þetta væri ekki vísvitandi held- ur væra framboðslistar flokksins valdir í prófkjörum - en það væri kannski einmitt málið. Það væri kannski almenn skoðun innan Sjálf- stæðisflokksins að konum væri ekki treystandi til trúnaðarstarfa og endurspeglaðist í prófkjöram á þennann hátt. Einnig væri það mismunandi hvemig karlar og konur væra kynntar í prófkjöram. Linda nefndi dæmi úr prófkjörinu fyrir síðustu kosningar þar sem m.a. hefðu tekið þátt karl og kona með svipuð skap- einkenni. Maðurinn hefði fengið á sig orð fyrir að vera „ákveðinn" en konan verið kölluð „frekja". Sigurlaug Bjamadóttir sagði að hvað svo sem væri hægt að segja um þau „mistök, klaufaskap og jafnvel afglöp" sem gerð hefðu ver- ið í sambandi við Albertsmálið væri ekki hægt að skella allri skuldinni á formann flokksins. Varaformað- ur, þingflokkur og miðstjóm bæra einnig ábyrgð. Kjarna málsins sagði hún vera að almenn opin umræða innan flokksins væri á undanhaldi. Of margir ,já-bræður“ væra í þing- flokknum sem hugsuðu mest um eigið endurkjör og í miðstjóm væra of margir sem sætu „af gömlum vana“ ár eftir ár án þess að leggja mikið til málana. Sigurlaug nefndi einnig ftjáls- hyggjuna og sagði hana hafa átt sinn þátt í óföram Sjálfstæðis- flokksins í síðustu kosningum. Einnig hefði „hvert spillingarmálið á fætur öðra dunið á þjóðinni“ sem á einn eða annan hátt hefði tengst einhveijum frammámönnum flokksins. Til þess að koma í veg fyrir slíkt þyrfti að ijúfa „óeðlileg" tengsl flokksins við peningavaldið m.a. annars með því að þingmenn sætu ekki í bankaráðum. Jón Óttar Ragnarsson sagði það „vera ótrúlegt en satt" að ríkis- stjómin sem hefði náð niður verðbólgunni hefði verið felld í síðustu kosningum. Þetta væri vegna þess að skort hefði nægileg almannatengsl. Það virtist hafa „farið fyrir ofan garð og neðan hjá kjósendum að þama væri í fyrsta sinn í langan tíma komin ríkisstjóm sem tæki á virkilegum vandamál- um. Jón Óttar sagði eitt af stóra vandamálum flokksins vera að stefna hans væri ekki nógu skýr, flokkurinn þyrfti að „vera eða vera ekki“. Sumarferð Varðar á Snæfellsnes HIN árlega sumarferð Lands- málafélagsins Varðar verður farin laugardaginn 4. júlí nk. Að þessu sinni verður ekið um Snæfellsnes. Snæfellsnesið varð fyrir val- inu að þessu sinni vegna ein- stakrar náttúrufegurðar og munu eflaust margir fagna því leiðarvali. Sumarferðir Varðar hafa ávallt notið mikilla vin- sælda og er skemmst að minnast ferðar félagsins í Veiðivötn í fyrra en í henni tóku þátt um 800 manns. Leiðarlýsing og aðrar upplýs- ingar um sumarferðina verða auglýstar SÍðar. (Frétt frá Verði) Pétur J. Thorsteinsson ráðinn til að rita sögu utanr íkisþj ónustunnar Á ÁRINU 1990 verður íslenska utanríkisþjónustan fimmtug og hefur utanríkisráðuneytið ákveðið að á þessum timamót- um verði saga hennar gefin út. Pétur J. Thorsteinsson, sendi- herra, hefur verið fengin til þess að vinna verkið en gert er ráð fyrir að bókin muni koma út sumarið 1990. íslenska utanríkisþjónustan varð til á einni nóttu þegar Þjóð- veijar réðust inn í Danmörk árið 1940, en Danir höfðu fram að því farið með utanríkismál íslend- inga. Bráðabirgðalög vora sett „um utanríkisþjónustu erlendis" 8. júlí 1940 en nokkram vikum áður, hinn 10. apríl 1940, daginn eftir að Þjóðveijar réðust inn í Danmörk, hafði Alþingi samþykkt þingsályktun þar sem sagði að „vegna þess ástands, sem nú hef- ur skapast, getur Danmörk ekki rækt umboð sitt til meðferðar utanríkismála íslands". 1941 voru svo sett sett lög um „utanríkis- ráðuneyti íslands og fulltrúa þess erlendis" og voru þau í gildi þar til núgildandi „lög um utanríkis- þjónustu" vora sett 1971. Pétur J. Thorsteinsson er elsti starfsmaður utanríkisþjónustunn- ar en hann hóf störf þar árið 1944. Hann hefur á ferli sínum m.a. verið skipaður sendiherra í Morgunblaðið/Ámi Sæberg Pétur J. Thorsteinsson, sendiherra, hefur verið fenginn til þess að rita sögu utanrikisþjónustunnar í tilefni af fimmtiu ára af- mæli hennar 1990. Washington, Moskvu, Bonn, og París. Hann var ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins á áranum 1969-76 en hefur síðan verið sendiherra í fjarlægum löndum með aðsetur í Reykjavík. Pétur lætur af störfum í utanríkisþjón- ustunni, vegna aldurs, í nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.