Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
Ovissa um lífeyrisréttindi?
Örugg-asta leiðin til að tryggja sér góðan lífeyri
er að koma sér sjálfur upp sínum eigin varasjóði
og spariskírteina ríkissjóðs eru
verðbréfaviðskipti orðin mun ein-
faldari og öruggari en þau voru
áður.
fyrir margvíslegum breytingum og
samræmingu á lífeyrissjóðakerfínu
í heild. Samkvæmt framvarpinu
getur ellilífeyrir frá lífeyrissjóði orð-
ið 58% af jafnaðartekjum fyrri ára
eftir 40 ára aðild að lífeyrissjóði
auk almannatrygginga, sem eins
og áður sagði er töluvert minna en
gert er ráð fyrir í núverandi lífeyris-
loforðum sjóðanna.
eftir Gunnar
Óskarsson
Það eru sífellt fleiri sem hafa
áhyggjur af því að þurfa e.t.v. að
breyta sínum lífsvenjum vegna lé-
legri fjárhags þegar þeir koma til
með að láta af störfum. Þessar
áhyggjur virðast ekki vera ástæðu-
lausar, því samkvæmt nýju frum-
varpi um lífeyrissjóði er gert ráð
fyrir minni lífeyrisréttindum en lof-
að er nú samkvæmt reglugerðum
flestra lífeyrissjóða vegna þess að
eins og nú háttar skortir talsvert á
að iðgjaidstelqur dugi fyrir lífeyris-
loforðum. Þrátt fyrir þessa lækkun
á lífeyrisloforðum er ljóst að lífeyr-
issjóðirnir hafa eflst mikið á síðustu
árum, m.a. vegna jákvæðra raun-
vaxta. Eðli málsins samkvæmt
hiýtur hins vegar alltaf að ríkja
einhver óvissa um hvaða lífeyri sjóð-
imir koma endanlega til með að
greiða út.
Þeir sem eru í vafa um að fá
nægilega góðan lífeyri úr lífeyris-
sjóðunum og tryggingakerfínu
þegar þeir láta af störfum þurfa
einfaldlega sjálfír að koma sér upp
sínum eigin lífeyrissjóði eða vara-
sjóði. í þessari grein verður flallað
um nokkrar leiðir sem fólk getur
nýtt sér til að tryggja sér lífeyri
við hæfí þegar þar að kemur.
Séreign í frjáisa
lífeyrissjóðnum tryggir
viðbótarlífeyri
Frjálsi lifeyrissjóðurinn var
stofnaður 1978 í þeim tilgangi ein-
um að ávaxta séreign sjóðfélaganna
með sem bestum hætti og tryggja
þeim þannig sem bestan lífeyri þeg-
ar þeir láta af störfum. Avöxtun
sjóðsins var 12% umfram verðbólgu
1985 og 14,2% umfram verðbólgu
Gunnar Óskarsson
„Þeir sem eru í vafa um
að fá nægilega góðan
lífeyri úr lífeyrissjóð-
unum og trygginga-
kerfinu þegar þeir láta
af störfum þurfa ein-
faldlega sjálfir að koma
sér upp sínum eigin
líf eyrissjóði eða vara-
sjóði. I þessari grein
verður fjallað um
nokkrar leiðir sem fólk
getur nýtt sér til að
tryggja sér lífeyri við
hæfi þegar þar að kem-
ur.“
á síðastliðnu ári, sem hlýtur að telj-
ast góður árangur samanborið við
aðra ávöxtunarmöguleika. Fijálsi
lífeyrissjóðurinn er ekki eins og
flestir aðrir lífeyrissjóðir, heldur er
hann í veigamiklum atriðum frá-
brugðinn þeim. Hann er séreigna-
sjóður sem hefur það eina hlutverk
að tryggja sjóðfélögum góða ávöxt-
un á séreign sinni, en veitir ekki
rétt til lífeyrissjóðsláns eða láns hjá
Húsnæðisstofnun, og er ekki trygg-
ingasjóður. Séreign sjóðsfélaga í
Fijálsa lífeyrissjóðnum gengur að
fullu í erfðir ólíkt öðrum lífeyrissjóð-
um. Fijálsi lífeyrisgóðurinn er ekki
áhættusjóður og tryggir því sjóðs-
félögum einungis lífeyri á meðan
séreign þeirra endist, en aðrir lífeyr-
issjóðir greiða sjóðsfélögum hins
vegar lífeyri ævilangt í samræmi
við reglur sjóðanna. Aðild að Fijálsa
lífeyrissjóðnum getur verið tvenns
konar, fullgild aðild eða viðbótarað-
ild. Fullgildir aðilar geta þeir einir
orðið sem ekki eru skyldaðir að
vera í öðrum lífeyrissjóðum. Við-
bótaraðild er hins vegar öllum opin,
en með henni geta menn tryggt sér
viðbótarlífeyri umfram það sem
þeir fá úr hefðbundnum lífeyrissjóð-
um og tiyggingakerfinu.
Ýmsar leiðir á verð
bréfamarkaði standa
launþegum til boða
Fijálsi lífeyrissjóðurinn er ein-
ungis ein af mörgum leiðum sem
standa launþegum til boða til að
tryggja sér hærri lífeyri í gegnum
góða ávöxtun. Aðrar leiðir eru til
dmæis Fjármálareikningur Fjár-
festingarfélagsins, Eftirlaunasjóður
einkaaðila hjá Verðbréfamarkaði
Iðnaðarbankans, Lífeyrisbréf
Kaupþings og kaup á verðbréfum,
en með tilkomu bankatiyggðra
skuldabréfa, verðbréfasjóðabréfa
Mjög mikilvægt er
að byrja snemma
Fæstir gera sér grein fyrir þeim
gífurlegu áhrifum sem tíminn hefur
á ávöxtun fjármuna, en það getur
skipt sköpum ef menn vilja tryggja
sér betri lífeyri að byija undirbún-
inginn nógu snemma.
Eftirfarandi er dæmi um hversu
mikinn lífeyri væri hægt að fá í 15
ár frá 67 ára aldri ef byggður væri
upp varasjóður með 5.000 króna
verðtryggðum mánaðarlegum
spamaði til 67 ára aldurs og ávaxt-
aður væri með 2%, 6% eða 10%
meðaltalsvöxtum umfram verð-
bólgu frá upphafi spamaðar þar til
lífeyririnn væri að fullu greiddur út.
Rétt er að benda á, að þar sem
hér er tekið mið af jafnaðartekjum
40 ára starfsævi, getur lífeyririnn
orðið mun lægra hlutfall af launum
síðustu ára áður en menn láta af
störfum, þar sem tekjur manna eru
yfírleitt mjög háar í lok starfs-
ævinnar.
Hér er einungis um tillögur að
frumvarpi að ræða, sem engan veg-
inn er víst að verði samþykktar
óbreyttar, og ríkir því áfram nokkur
óvissa um hversu miklum lífeyri
lífeyrissjóðimir geta staðið undir í
framtíðinni. Auk þess ríkir ávallt
nokkur óvissa um hvort reiknings-
legar forsendur um ávöxtun,
meðalævilengd manna, trygginga-
Sparnaður
hefst við
27 ára
37 ára
47 ára
57 ára
Ekki er hægt að áætla ávöxtun-
ina svona langt fram í tímann, með
neinni nákvæmni, en taflan gefur
hins vegar vísbendingu um annars
vegar hvaða þýðingu það hefur að
hafa ávallt vakandi auga fyrir því
að ná sem bestri ávöxtun á hveijum
tíma og hins vegar mikilvægi þess
að byija nógu snemma að byggja
upp varasjóðinn.
Áframhaldandi óvissa
um reikningslegar for-
sendur lífeyrissjóðanna
í Morgunblaðinu 6. júní sl. var
greint frá tillögum 17 manna nefnd-
ar um nýtt frumvarp um starfsemi
lífeyrissjóða, þar sem gert er ráð
79.674 290.947
40.700 108.133
18.938 37.651
6.786 10.477
skuldbindingar o.fl. hjá lífeyrissjóð-
unum standist.
Þeir sem vilja vera öruggir með
að geta a.m.k. haldið óbreyttum
lífsvenjum þegar látið er af störfum
þurfa því að byija tímanlega að
byggja upp sinn eigin varasjóð sjálf-
ir, annaðhvort með aðild að Fijálsa
lífeyrissjóðnum, reglulegum kaup-
um á verðbréfum eða öðrum þeim
hætti sem tryggir góðan lífeyri þeg-
ar látið er af störfum.
Höfundur er rekstrarhagfræðing-
ur l\já Fjárfes tingarfélagin u og
forstöðumaður Frjálaa lífeyria-
ajóðsins.
Spamaðar- Verðtryfnfður mánaðarlegur lífeyrir í 16 ár miðað við
timi 2% raunávfixtun 6% raunávöxtun 10% raunávöxtun
(40 ár) 23.504
(30 ár) 15.786
(20 ár) 9.455
(10 ár) 4.261
Dagskrá 50. Sjómannadagsins í Reykjavík 13.-14. júní 1987.
Laugardagur 13. júní:
10.00-12.00 Keppni á seglskútum frá
Kópavogi til Reykjavtkur
13.00 Forkeppni í kappróðri í
Reykjavíkurhöfn.
Margar sveitir keppa f karla- og
kvennaflokkum
Sunnudagur 14. júnfí
08.00 Fánar dregnir að húni á skipum
í Reykjavfk.
11.00 Minningarguðþjónusta f Dóm-
kirkjunni f Reykjavfk. Sr. Þórir
Stephensen dómkirkjuprestur
minnist drukknaðra sjómanna og
þjónar fyrir altari. Dómkórinn
syngur undir stjórn Marteins H.
Friðrikssonar, dómorganista.
11.00-12.30 Baujurall á vegum Snar-
fara og siglingaklúbbs út af Kirkju-
sandi og Skúlagötu.
13.00 Skemmtisigling um sundin við
Reykjavfk með hafrannsóknarskip-
um veana 50 ára afmælis Hafrann-
sóknastofnunarinnar.
Börn yngri en 12 ára þurfa
þó að vera í fylgd með fullorðnum.
Farið verður frá Faxagarði f
Reykjavíkurhöfn. Siglingar hefjast
kl. 13.00 og sfðasta ferð verður
farin kl. 16.00. Tvö skip verða f
förum.
Sérstök athygli fólks er vakin á því
að vera f hlýjum fötum. Ferðirnar
geta fallið niður, ef veður verður
mjög slæmt. Bátar frá Snarfara
fylgja skipunum.
Otíhátiðarhöld viö
Reykjavikurhöfn:
13.00-13.30 Sýning og kynning ó'
bátum og búnaði f Reykjavikur-
höfn. Sföan sigla seglskútur inn é
Reykjavikurhöfn.
13.30 Lúðresveft Reykjavikur leikur
iétt sjómannalög, stjómandi er
Oddur Bjömsson.
14.00 Samkoman sett. Þulur og
kynnir dagsins er Harald Holsvik,
framkvaemdastjóri F.F.S.Í.
Ávörp:
a) Fulltrúi rikisstjómarinnar, Halldór
Ásgrimsson, sjóvarútvegsráð-
herra.
b) Fulltrúi útgerðarmanna, Ingvar
Hólmgeirsson, útgerðarmaður frá
HÚ8avik.
d) Fulltrúi sjómanna, Ólafur Þór
Ragnarsson frá Sjómannafélagi
Reykjavikur.
d) Pótur Sigurösson, formaður Sjó-
mannadagsráðs heiðrar aldraða
sjómenn með heiðursmerki Sjó-
mannadagsins.
Skemmtanir dagsins:
14.46 Kappróður f Reykjavikurhöfn,
úrslitakeppni karia- og kvenna-
sveita, sem kepptu f forkeppni á
laugardag.
Björgunarsýningar:
16.30 Fólagar úr björgunarsveit
S.V.F.Í Ingólfi í Reykjavfk, sýna
meöferð björgunartækja. Einnig
munu félagar f Ingólfi verða með
ýmsar uppákomur i Reykjavikur-
höfn ósamt þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar.
Koddaslagur fer fram af ekjubrú
Akraborgar. Þátttakendur gefi sig
fram á staðnum.
16.30 Stefnt aö þvf að útihátfðar-
höldum sé lokið.
Veitingar verða til sölu ó hafnar-
svæðinu ó vegum kvenfélaga
sjómannakvenna.
Einnlg fer fram sala á merkl dags-
ins og SJómsnnadagsblaðinu
1987.
Hrafnista Raykjavik:
13.00 Opnuð sýning og sala á handa-
vinnu vistfólks f föndursal á 4. hæð
C-ólmu.
14.16 Lúðra8veit Reykjavfkur leikur
við Hrafnistu f Heykjavík. Kaffisala
f borð- og samkomusal frá kl.
14.30-17.00.
Allur ógóöi rennur til velferðarmála
heimilismanna á Hrafnistu f
Reykjavfk.
Hrafnista Hafnarfirði:
10.30 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur
við Hrafnistu Hafnarfiröi.
11.00 Sjómannamessa f kapellu
Hrafnistu Háfnarfirði. Prestur
verður séra Sigurður H. Guð-
mundsson.
14.30-17.00 Kaffisala f borð-og sam-
komusal. Jafnframt verður sýning
og sala á handavinnu vistfólks.
Allur ógóði rennurtil velferðarmóla
heimilismanna Hrafnistu f Hafnar-
firði.
Athugiö - athugiA
10.00 fbúasamtök Vesturbæjar efna
til útisamkomu á Stýrimanna-
stfgnum. Þar fara fram margskon-
ar skemmtiatriöi á vegum
ibúasamtakanna.
Sjómenn athugið
Sjómannahóf verður á Hótel Sögu, Súlnasal, í kvöld, og hefst
kl. 19.30. Miðasala og borðapantanir verða á Hótel Sögu í dag
frá kl. 16.00-18.00.