Morgunblaðið - 13.06.1987, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
Dalurinn
Mynt
Ragnar Borg
Er myntbreytingin var í aug-
sýn hér á landi, fyrir 1981, kom
upp sú hugmynd að nýja mynt-
in skyldi nefnd dalur. Þetta var
ekki svo fjarri lagi, því dalurinn
hefur verið ein vinsælasta
mynteining og myntstærð í
heiminum undanfarin 500 ár.
Myntsaga þess tímabils, sem
hér er fjallað um, er mjög sam-
andregin. Á þeim 800 árum,
sem sagan nær yfir, komu auð-
vitað fram þúsundir mismun-
andi peninga, úr fjölmörgum
keisaradæmum, kóngsríkjum
og héruðum hvarvetna í heimi.
Hér er aðeins sagt frá þvi i
stórum dráttum hvernig dalur-
inn varð til, og hvers vegna.
Líklega safna fleiri myntsafn-
arar dölum eða mynt af þeirri
stærð, sem dalurinn er, en
nokkurri annarri myntstærð.
Hvað okkur nútíma íslendinga
áhrærir má nefna 1000 króna
pening Seðiabankans frá 1974,
gamla túkallinn, ríkisdalina og
spesiurnar. Allt voru þetta pen-
ingar, er voru sem næst því að
vera á stærð við einn dal.
Frá því um 800—1300 var den-
arinn hin ríkjandi mynt í Evrópu.
Nafnið hafði myntin frá sam-
nefndri rómverskri mynt, þótt
ekkert væri með þeim sameigin-
legt. Þetta voru litlir, óásjálegir
peningar, um eitt og hálft gramm
að þyngd. Á peningunum voru
grófar myndir en einfaldar. Gengu
þeir undir ýmsum nöfnum, t.d.
denier á Frakklandi, dinero á
Spáni, penny á Englandi, pfenn-
ing í Þýskalandi og peningar hér
á Norðurlöndum.
í upphafi þessa tímabils var
peninga reyndar ekki mikils þörf.
Hvert býli var sjálfu sér nægt.
Smám saman jókst þó vægi versl-
unarinnar, og krossferðir, sem
hófust á 11. öld, ýttu þar undir.
Nýjar verslunarleiðir gáfu við-
skiptum aukinn kraft og stóðu
undir myndun verslunarbæja.
Sérstaklega má benda á snögga
myndun ítölsku hafnarbæjanna á
13. og 14. öld.
Denamum hnignaði samt stöð-
ugt, og er reyndar erfitt að skilja
hvemig hægt var að komast af
með svona ræfílslegar málm-
þynnur í viðskiptum. Það var fyrst
um miðbik 13. aldar að einhver
breyting varð, sem nefna má
myntbreytingu.
Árið 1266 hóf Lúðvfk níundi
(hinn helgi) Frakkakonungur
sláttu silfurmyntar, sem jafngilti
12 denier. Mynt Lúðvíks konungs
var nefnd „Gros Toumois" eftir
myntsláttunni í Tours í Touraine-
héraði.
Önnur ríki öpuðu eftir og
nefndust þeir peningar „Grosc-
hen“ eða „Schilling". I Liibeck var
slegin mynt frá árinu 1340 er var
kölluð „Witten" = 4 pfenninge,
og á Englandi hófst árið 1351
myntslátta á ^Groat", sem jafn-
gilti 4 pence. Á Norðurlöndum hét
nýja myntin „Örtugur" og jafn-
gilti 8 peningum.
ítalir slógu gullmynt frá árinu
1252 í Flórens, „Flórínuna" ogfrá
1284 „Dúkatinn" í Feneyjum.
Gullpeningar þessir urðu geysi-
lega vinsælir í viðskiptum, vógu
3,5 grömm og losuðu menn við
að dröslast með magn silfurs í
stórviðskiptum. Svo liðu um 200
ár, uns stóra silfurpeningamir
komu við sögu.
Ástæðan til þess, að stórir silf-
urpeningar urðu til, var að nýjar
silfumámur fundust. Einfaldasta
leiðin til að losna við silfrið var
að slá úr því peninga, og helst svo
stóra, sem tækni þess tíma leyfði.
Vélar til myntsláttu þekktust þá
ekki. Öll mynt var handslegin.
Fyrsta nothæfa myntsláttuvélin
var sýnd í Augsburg 1551. Fyrsta
valsasláttuvélin kom fram 1567 í
Innsbrack. Á Englandi var mynt
handslegin til 1662, og á Norður-
löndum til ársins 1625.
Friðrik fyrsti
Danakonungur
1522: Husumdalur
Sigismundur erkihertogi af
Tyrol (1439—1490) má kallast
forfaðir þeirrar myntar, sem
gengur undir nafninu dalur. Hann
átti silfumámur og hóf árið 1484
að slá 16 gramma silfurmynt, sem
jafngilti hálfu gullgyllini. Tveim
áðram síðar, eða árið 1486, kom
svo helmingi þyngri peningur,
sem nefndist „Gulldinar". Gulldin-
arínn frá 1486 var 41 mm í
þvermál og 31 til 32 grömm á
þyngd. Fínvigt í silfri var 29,8
grömm. Þegar peningurinn var
31,7 grömm stendur silfur 15 lóð
(eða 937,5/1000). Jafngilti því og
um leið 60 Kreuzer eða jaftivirði
3,5 gramma gullpenings. Auðvit-
að tóku aðrir að slá svona pen-
inga: Hertoginn í Lothringen
(1488), borgin Bem í Sviss
(1490), biskupinn í Sitten í Sviss
(1498), Salzburg (1504) og Ung-
verjaland (1506).
A Spáni kom upp sú einkenni-
lega staða, að peningar af þessari
stærð vora ekki slegnir af Ferdin-
and og Isabellu, þó mikið sé til
af mynt af þeim. Þessa mynt, 8
reales, lét aftur á móti dótturson-
ur þeirra, Karl fimmti keisari, slá,
á áranum 1535—1555, en myntin
er öll án ártals.
Fuggeramir í Augsburg réðu
um þessar mundir öllu í fjármálum
Evrópu og höfðu ekki áhuga á
stóram silfurpeningum, því þeir
áttu gnótt af gulli.
Stóra silfurpeningamir urðu þó
til þess að samtíma listamenn, svo
sem Burgkmair, Cranach og Diir-
er, komu list sinni í gagnið, er
peningamótin vora grafin. Vora
sumir þessir peningar svo vel
slegnir, að þeir vora ýmist notað-
ir sem mynt eða heiðurspeningar.
Frægasta myntslátta þessa
tíma var þó í Joachimstal í Bæ-
heimi. Árið 1516 fundust þar
gjöfular silfumámur, sem greifa-
bræðumir Schlick áttu. Þeir fengu
kunnáttumenn af Saxlandi til að
setja upp myntsláttu, nærri nám-
unum, og hófu að slá silfurpen-
inga, 29,23 grömm, að fínleika
27,20 grömm, eða 931/1000.
Fyrstu 8 starfsárin vora þama
slegnir 2,2 milljónir peninga í
neilum, hálfum eða fjórðungs döl-
um. Schlick-greifamir gerðu
samninga við nágrannaríki sín um
að myntin gengi hvarvetna, og
fengu þannig fótfestu í Evrópu
fyrir mynt sína. Myntin var kölluð
„Joacahimstaler grosser Grosc-
hen“, eða bara „Taler Groschen",
sem fljótlega var stytt í „Taler“.
Þaðan er komið orðið dalur á
okkar máli; „Daadler" á hol-
lensku, amerískur „Dollar" og á
ítölsku „Tallero“. Spánveijar kusu
að kalla mynt sína af þessari
stærð „8 reales", Englendingar
„crown" og Frakkar „Ecu blanc"
eða „Louis d’or“. Pólveijamir „Jo-
achimik" og Rússar „Jefimok".
Hvað okkur íslendinga áhrærir
má geta þess, að Fríðrik fyrsti
Danakonungur lét arið 1522 slá
Husamdalinn, en hinn þekkti
danski myntfræðingur, Georg
Galster, sagði, að á þeim peningi
væri, í fyrsta sinn, hægt að sjá
listræna og vel útfærða bijóst-
mynd af þjóðhöfðingja á Norður-
löndum.
Á myntsafni Seðlabankans og
íjóðminjasafnsins era til sýnis
margir dalir frá mörgum löndum.
Margir listrænir, sjaldgæfír og
sérstakir. Safnið er opið á sunnu
dögum milli klukkan 2 og 4 og
er við Einholt 4.
Á morgun er síðasti uppboðs-
og skiptafundur Myntsafnarafél-
agsins á þessu starfsári. Hefst
hann klukkan 14.30 í Templara-
höllinni. Þeir, sem vilja kynnast
starfsemi félagsins, era velkomnir
á fundinn.
Norðurlandamót yngri
spilara í Eyjafirði
Mánudaginn 22. júní nk. hefst í
Hrafnagilsskóla í Eyjafírði Norður-
landamót í yngri-flokki spilara f.
1962 og síðar.
Níu lið taka þátt í mótinu, tvö
frá hveiju Norðurlandanna utan
Svíþjóðar, sem sendir aðeins eitt
lið. Spiluð verður einföld umferð,
Þrýstimælar í
úrvali-gottverð
G.J. Fossberg
vélaverslun hf.
Skúlagötu 63 - Reykjavík
Símar 18560-13027
Sigismundur af
Tyrol 1486:
Guldiner
Flórína,
úrgulli
Schlick
greifarnir:
Joakoms-
dalur
Ferdinand og
ísabella á Spáni:
8 reales
allir v/alla, 32 spil í leik. Tveir leik-
ir verða á dagskrá á mánudag og
þriðjudag, frídagur á miðvikudegi,
tveir leikir á fímmtudag og föstu-
dag og einn leikur síðan á lokadag,
laugardaginn 27. júní. Eldra lið Is-
lands er þannig skipað: Jakob
Kristinsson, Garðar Bjarnason,
Matthías Þorvaldsson, Júlíus Sigur-
jónsson, Hrannar Erlingsson og
Ólafur Týr Guðjónsson. Yngra liðið
er þannig skipað: Ólafur Jónsson,
Steinar Jónsson, Ari Konráðsson,
Kjartan Yngvarsson, Gunnlaugur
Karlsson og Ingólfur Haraldsson.
Agnar Jörgensson verður aðal-
keppnisstjóri mótsins, en Sigmund-
ur Stefánsson mótsstjóri. Gunnar
Berg, Guðmundur Víðir Gunnlaugs-
son og Stefán Vilhjálmsson sjá um
skipulag mála norðan heiða auk
Péturs Guðjónssonar, sem verður
Agnari innan handar. Auk ofan-
greindra er fjöldinn allur af félögum
sem leggur sitt af mörkum, svo að
vel megi til takast.
Á síðasta Norðurlandamóti, sem
haldið var í Odense í Danmörku,
sigraðu Danir. Þeir sem nú koma
til með að keppa fyrir okkar hönd
hafa verið með í því móti og raunar
hafa aðeins tveir þeirra keppt á
erlendum vettvangi, þeir Jakob
Kristinsson og Júlíus Siguijónsson,
í Budapest á EM 1986. Aðrir era
þvi óreyndir og sér í lagi yngsta
parið á mótinu, bræðumir Ólafur
og Steinar Jónssynir frá Siglufírði.
Þeir era aðeins rétt fermdir, piltam-
ir, en hafa unnið sér gott orð nú
þegar. Mikil efni þar á ferð,
Er það von Bridssambands ís-
lands að félagar á Norðurlandi og
aðrir áhugamenn um brids sjái sér
fært að líta við í Hrafnagilsskóla
og fylgjast með æskublómanum á
Norðurlöndum í keppni.
Lúðvík 9:
Gros tournois
Brids
Karl mikli
— um 800:
denier
Arnór Ragnarsson
W Rggjo ais
InorwayJ (IÍW
BIÁKUJKKAN
- listræn hönnun til sóma hverju heimili
Ný og stórglæsileg útfærsla á hinum vinsæla
FIGGJO-heimilisborðbúnaði. Lítaskreytingin er undir
glerungi og endist því ótakmarkað.
BLÁKLUKKAN hefurfengið gæðastimpilinn V555 sem þýðir:
• Engin hætta á sprungum í glerungi
• Þolir vel alla venjulega meðhöndlun, uppþvottavélar
og örbylgjuofna.
1 ÁRS ÁBYRGÐ
Verður þú svo óheppin(n) að brjóta hlut úr stellinu bætum vjð þér
skaðann þér að kostnaðarlausu - jafnvel þótt sökin sé þín.
'THufulu
Rggl0
UTSÖLUSTAÐIR:
Verslunin KÚNIGÚND, Skólavörðustíg6-Sími: 1 3469
Verslunin RÓM.Tjarnargötu 3, Ketlavík-Simi: 3308