Morgunblaðið - 13.06.1987, Síða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
Er lögmálið óijúfanlegt?
eftir Kristínu
Halldórsdóttur
Þegar úrslit kosninganna voru
kunn, var mörgum ljóst, að myndun
nýrrar ríkisstjómar yrði ekki hrist
fram úr erminni. Sættir ólíkra sjónar-
miða eru alltaf erfíðar, en stærsti
þröskuldurinn er þó viðskilnaður
þeirrar ríkisstjómar, sem hér hefur
setið í 4 ár og lætur sér sæma að
skila af sér ríkissjóðshalla, sem nem-
ur að minnsta kosti 4 milljörðum
króna, þrátt fyrir fádæma hagstæð
ytri skilyrði. Með slíkan vanda í
morgungjöf verða hveitibrauðsda-
gamir engin sæla.
Stærsta verkefnið
Kvennalistakonur höfðu marg-
sinnis varað við þessum ábyrgðar-
lausa hallarekstri og lýst sig
reiðubúnar til samvinnu um tiltekt í
ríkisbúskapnum. Hins vegar munum
við aldrei taka undir þann söng, að
þeir sem alltaf hafa fengið minnstu
bitana af nægtaborðinu, verði áfram
að sætta sig við sultarkjör, þar til
upp er runnin betri tíð með blóm í
haga. (Tíðarfarið hefur raunar sjald-
an verið betra en sprettan er aum.)
Þetta fólk ber síst af öllu ábyrgð á
efnahagsvandanum, og það er til
skammar að láta kjör þess viðgang-
ast í þjóðfélagi, sem veður í vellyst-
ingum.
Að mati Kvennalistans á það að
vera fyrsta og stærsta verkefni nýrr-
ar ríkisstjómar að tryggja öllum
þegnum þjóðfélagsins telqur, sem
duga til framfærslu, jafnframt því
að styrkja stöðu fjölskyldunnar og
bæta kjör og aðstæður kvenna og
bama. Útilokað er að slá slíku á
frest, meðan unnið er að öðru megin-
verkefni, sem er tiltekt í ríkisbú-
skapnum, hagræðing, spamaður og
gagnger endurskoðun tekjuöflunar
ríkissjóðs.
Undir bætt kjör kvenna og bama
heyra að sjálfsögðu lengra fæðingar-
orlof, hærri bamabætur, átak í
dagvistarmálum, samfelldur skóla-
dagur og bætt aðstaða í skólum,
stóraukin réttindi heimavinnandi
húsmæðra og endurmat á dæmigerð-
um kvennastörfum.
Viðræðurnar skiluðu
árangri
Af öðrum áhersluatriðum Kvenna-
listans í viðræðum um stjómarmynd-
un má nefna eflingu menntunar,
menningar-og rannsóknarstarfsemi,
aukna valddreifíngu í stjómkerfínu,
umbætur í umhverfísmálum, aukið
framboð leiguhúsnæðis og stöðvun
hemaðarframkvæmda í landinu, auk
tjölda annarra atriða, sem fínna má
í stefnuskrá Kvennalistans.
Allt þetta höfum við kynnt ítarlega
í viðræðum við fulltrúa annarra þing-
flokka, og þótt flest bendi nú til þess,
að við fáum ekki frekari tækifæri til
að fylgja sjónarmiðum okkar eftir í
ríkisstjóm, emm við þess fullvissar,
að þeirra mun gæta að einhveiju
leyti í verkum næstu ríkisstjómar.
Það er árangur, sem ber að meta.
Allt þetta höfum við kynnt ítarlega
í viðræðum við fulltrúa annarra þing-
flokka, og þótt flest bendi nú til þess,
að við fáum ekki frekari tækifæri til
að fylgja sjónarmiðum okkar eftir í
ríkisstjóm, emm við þess fullvissar,
að þeirrar mun gæta að einhveiju
leyti í verkum næstu ríkisstjómar.
Það er árangur, sem ber að meta.
Sem dæmi má nefna, að ekki verð-
ur stætt á öðm en að bæta kjör
aldraðra og öryrkja, og sennilega
verður með einhveijum hætti reynt
að rétta hlut kvenna í þjóðfélaginu.
Ekki mun skorta stuðning Kvenna-
listans við allt, sem til bóta horfír í
þeim efnum.
Borð og bekkir skulfu
Kvennalistakonur þóttu nokkuð
stífar á sínu í ADV-viðræðunum, og
ýmsum finnst, sem við hefðum mátt
vera ögn sveigjanlegri varðandi lág-
markslaunakröfuna. Þijóska okkar
var þó síður en svo bundin við fáein-
ar Kvennalistakonur, heldur nutum
við stuðnings og hvatningar fjölda
fólks, sem treysti okkur til að knýja
fram einhveijar breytingar á óviðun-
andi ástandi.
A ýmsu gekk í þessum viðræðum,
og jafnvel „sá gamli" blandaði sér í
leildnn og skók borð og bekki í rúg-
brauðsgerðinni. Það var þó ekkert á
við skjálftann í lögmálstrúarmönn-
um, sem sækja rök sín allt aftur til
ástandsins í Mesópótamíu fyrir 3.000
ámm.
Og hver er nú þess mddalega
krafa Kvennalistans?
Afstaða okkar er einfaldlega sú,
að það se'algjör lágmarkskrafa, að
afrakstur fullrar dagvinnu dugi
a.m.k. fyrir brýnustu nauðsynjum.
Því er það tillaga okkar, að fram-
færslukostnaður einstaklings sé
lagður til gmndvallar og jafnvel lög-
bundið, að laun fyrir fulla dagvinnu
séu ekki undir því marki. Sama gild-
ir um heildarlífeyri aldraðra og
öryrkja.
Bæði mildi og
hörku þarf til
Rök lögmálstrúarmanna gegri
sérstakri hækkun lægstu launa em
þau, að slík hækkun muni skila sér
upp allan launastigann og valda óða-
verðbólgu. Vegna trúar sinnar
virðast þeir reiðubúnir til að sætta
sig við það til eilífðar, að stór hópur
fólks hafí tekjur undir framfærslu-
mörkum.
Kvennlistakonur neita að sætta sig
við það, enda er þessi hópur að stór-
um hluta konur. Það kyldi þó ekki
eiga sinn þátt í tregðunni!
Vissulega er sú hætta fyrir hendi,
að sérstök hækkun lægstu launa
skekji allan stigann. Gegn slíku má
þó vinna með ýmsu móti, bæði með
mildi og hörku.
Mildandi aðgerð væri að dreifa
hækkun lægstu launa, þannig að
gætt yrði launamismunar vegna
menntunar og starfsaldurs. Enn-
fremur hækkun skattleysismarka og
fleira í þeim dúr, sem kemur meðal-
tekjufólki vel.
Þá setti Kvennalistinn þá kröfu
frma í stjómarmyndunarviðræðun-
um, að ákveðnu prósentuhlutfalli af
heildarlaunakostnaði ríkisins yrði
varið til að hækka laun ríkisstarfs-
manna í hefðbundnum kvennastörf-
um, en laun fyrir slík störf eru að
stórum hluta í kringum lágmarkið.
Slík aðgerð mundi vissulega draga
úr hættu á stigaskjálfta.
Kristín Halldórsdóttir
„Undir bætt kjör
kvenna og barna heyra
að sjálfsögðu iengra
fæðingarorlof, hærri
barnabætur, átak í dag-
vistarmálum, samfelld-
ur skóladagur og bætt
aðstaða í skólum, stór-
aukin réttindi heima-
vinnandi húsmæðra og
endurmat á dæmigerð-
um kvennastörfum.“
ADV-stjórn hefði
notið velvilja
Ýmsar harkalegri aðgerðir eru
DODGE ARIES LE 4-DYRA 2,2 1987. VERÐ KR. 659.800
DODGE ARIES LE 2-DYRA 2,2 1987. VERÐ KR. 635.200
21
nauðsynlegar til þess að draga úr
þenslu og eftirspum, og ríkisvaldið
yrði að standa fast gegn kröfum um
gegnislækkun eða önnur töfrabrögð,
sem atvinnurekendur sækjast gjama
eftir til þess að fria sig af ábyrgð á
gerðum samningum.
Þannig er á ýmsan hátt hægt að
vinna gegn hinum ógnvekjandi
skjálfta, en vitaskuld verður ábyrgð-
in aldrei tekin úr höndum samnings-
aðila, sem verða að vinna innan
marka þess mögulega og bera fulla
ábyrgð á afleiðingum gerða sinna.
Kvennalistakonur em reiðubúnar
til að lögbinda lágmarkslaun fyrir
fulla dagvinnu og telja, að með sam-
vinnu og góðum vilja mætti koma i
veg fyrir að slík aðgerð leiddi til al-
mennra hækkana og verðbólgu.
ADV-stjóm hefði að margra dómi
notið velvilja og fengið nauðsynlegan
frið til umbóta, og fulltrúar slíkrar
stjómar hefðu að likindum náð betur
til fólks en flest önnur stjómarmunst-
ur. Einmitt það hefði getað tryggt
árangur þessarar aðgerðar.
Aminningin vof ir yf ir
Lögmálstrúarmenn (Mesópótin-
tátar) tóku hinsvegar bakföll í
skrifborðsstólum sínum og tókst með
sameiginlegu átaki að koma í veg
fyrir djarflega tilraun til að ijúfa
3.000 ára lögmálið. Þeir geta vel við
unað um sinn, en umræðan heldur
áfram, og áminningin mun vofa yfir
mönnum í næstu kjarasamningum.
Þeir samningar verða vafalaust
ftjálsir og óháðir lögbindingu lægstu
launa. En frelsið hefur margar hlið-
ar, og Kvennalistakonur meta meira
frelsi fólks til að geta lifað af af-
rakstri vinnu sinnar heldur en frelsi
manna til að semja um laun, sem
duga ekki til framfærslu.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
BiLVANGURse?
HÖFÐA8AKK A 9 SÍMI 687300
ÞYSKAN,
APANSKAN
NIPPARTS
Það er sama hverrar
þjóðar bíllinn er.
Við eigum varahlutina.
EIGUM A LAGER:
KÚPLINGAR, KVEIKJUHLUTI, BREMSUHLUTI,
STARTARA, ALTERNATORA, SÍUR,AÐALLJÓS,
BENSÍNDÆLUR, PURRKUBLÖÐ ofl.
AMERÍSKAN BÍL.
SÆNSKAN EÐA
KREDITKORTA ÞJÓNUSTA
Úrvals varahlutir
Höfundur er þingkona Kvenna-
lista.
Þöra Dal, auglýsingastofa
Um helgina sýnum viö DODGE ARIES LE, árg. 1987.
Framdrifinn AMERÍSKUR lúxusvagn, hlaðinn auka-
búnaði, á ómótstæðilegu verði.
INNIFALIÐ í VERÐI:
Framhjóladrif • Sjálfskipting • Aflstýri • Aflhemlar •
Bein innspýting á vél • Tölvustýrð kveikja • „Central“
læsingar • Litað gler • Fjarstilltir útispeglar •
AM/FM stereo útvarp og kassettutæki með fjórum
hátölurum og stöðvaleitara • Loftkæling (air
conditioning) sem um leið er fullkomnasta og
öflugasta miðstöð sem völ er á • Teppalögð "
farangursgeymsla • Læst hanskahólf • Kortaljós •
Digital klukka • Þurrkur með stillanlegum biðtíma •
Hituð afturrúða • Lúxus velour innrétting með
stólum að framan • Stokkur á milli framsæta • „De
luxe“ hjólakoppar® Hjólbarðar 14” með hvítum
hring • Varahjólbarði í fullri stærð • Og í Aries
Wagon: krómuð toppgrind • Þurrka og sprauta á
afturrúðu
DODGE ARIES LE WAGON 2,2 1987. VERÐ KR. 698.600
OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL.13-17
P- , H
CHRYSLER
HIE$I StlDj AMERÍSKI JÖFUR HF
BILIINN AISLAHDI