Morgunblaðið - 13.06.1987, Side 22

Morgunblaðið - 13.06.1987, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 Kökur á sjó- mannadaginn Nú þegar sjómannadagurinn og 17. júní eru I næstu viku, fýs- ir efalaust marga að baka gómsætar kökur. Það er nú svo, að fínar kökur eiga að vera til hátíðabrigða. Sú tíð er liðin að flestar húsmæður bökuðu til heimilisins í hverri viku, og voru það ekki alltaf fínar kökur, bara eitthvað sætt. Ef ég borða köku, vilég að hún sé góð og talsvert íborin, en alls ekki endilega með ijóma. Ávaxtakökur eru mjög góðar og vel við hæfí að baka nú um hásumarið. Þó að við séum ekki farin að skera upp okkar ber og ávexti, eru komin fersk jarðar- ber í búðir og hvönnin okkar er einmitt á mjög æskulegu stigi til að pýta hana í kökur. Á síðustu öld bökuðu íslenskar húsmæður líka kökur og það með mikilli fyrirhöfn þar sem þær höfðu ekki bakaraofna, en fyrsta eldstóin kom í hús Jakobs Sveins- sonar við Kirkjutorg í Reykjavík árið 1860. Fyrir þann tíma voru kökur bakaðar á svokallaðri lok- pönnu eða tertupönnu, sem var flöt panna með tveimur skáupp- stæðum handföngum, sem stóð á þremur fótum til þess að hægt væri að setja glóð undir hana. Lokið var umfangsmikið, með lóð- réttum kanti sem var um 20 sm, en lokið var neðar inni í pönn- unni. í miðju þess var handfang og stóð reykháfur upp í gegnum það. Á reykháfnum var reyk- spjald. Á lokið var sett glóð þannig að þar myndaðist yfírhiti. Annars var pönnunni sökkt í svarðarglóð, móglóð eða aðra glóð upp til miðs, og var sú glóð endumýjuð eftir þörfum. í þessum pönnum voru jafnvel bakaðar gyðingakökur, 8—10 í einu. Já mikið var haft fyrir hlutunum þá. Já, og hlóðim- ar sem notaðar voru voru yfírleitt lágar, jafnvel niður við gólf, svo að það þurfí að bogra við þær og sitja nærri flötum beinum við bak9turinn. Auk þess var elds- neytið misjafnlega reylq'asælt, og var reykurinn misjafnlega ramm- ur. Var spýtnareykur, einkum ef votur var, stingandi bitur í augu, háls og nef. Spýtur loguðu mjög. piatt. en bær hafa líklega sjaldan_ verið notaðar, þegar bakað var, heldur var það einkum glóð af sverði eða mó sem notuð var. Ostakaka með hvönn 3 mjóir ungir hvannstönglar, u.þ.b. 40 sm hver 2 dl sykur V2 dl vatn 2 dl kókosmjöl 2 msk. flórsykur 30 g smjör 6 blöð matarlím 1 dl sætt hvítvín (nota má ann- að vín) V2 dós rjómaostur án bragðefna (200 g) 2 dl flórsykur 1 dós sýrður rjómi 1 dl venjulegur tjómi 2 eggjahvítur 1. Þvoið hvannstönglana, af- hýðið síðan og skerið í litla bita. 2. Setjið sykur og vatn í pott. Látið sjóða við hægan hita í 10 mínútur. Setjið þá hvannstöngl- ana út í og sjóðið við hægan hita í 20 mínútur. Kælið. 3. Ristið kókosmjölið á þurri pönnu. Gætið þess að það brenni ekki. Kælið. 4. Bræðið smjörið, setjið síðan flórsykur og kókosmjöl út í. 5. Smyijið botn í springmóti, 22 sm í þvermál. Setjið kókos- massann á botninn. Setjið í kæliskáp og látið kólna. 6. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur. Setjið síðan í skál ofan í skál með heitu vatni og látið bráðna. 7. Setjið hvítvínið varlega út í matarlímið. 8. Hrærið saman ijómaost, flór- sykur og sýrðan ijóma. Þeytið síðan ijómann og setjið út í. Hrær- ið síðan hvítvínið með matarlíminu út í. Þeytið hvítumar og setjið út í. . 9. Setjið hringinn utan um botninn á springmótinu. Hellið síðan ostamassanum inn í hring- inn. Setjið í kæliskáp og látið stífna. 10. Setjið síðan sykurleðjuna með hvönninni yfír. Setjið aftur í kæliskáp þar til þaið berið þetta fram. 11. Skerið niður með hringnum á mótinu. Losið botninn frá og setjið kökuna á fat. Þessi uppskrift er úr bók minni 220 gómsætir ávaxta- og beija- réttir. Jarðarberjabaka með vanillukremi Bakan: 50 g smjör eða jurtasmjörlíki V2 dl sykur 1 eggjahvíta 2 dl hveiti V4 tsk. lyftiduft 1. Setjið hveiti, lyftiduft og>- sykur í skál, skerið smjörið smátt út í, blandið eggjahvítunni í. Hnoðið vel saman. Setjið á botn- inn og upp með börmunum á smurðu bökumóti, 22 sm í þver- mál. Setjið mótið síðan í kæliskáp í 1 klst. 2. Hitið bakaraofninn í 190°C, blástursofn í 170°C. Pikkið botn- inn með gaffli, setjið sfðan í miðjan ofninn og bakið í 25—30 ■'mínútur. —— ■—• .. fc. - ...u. . Fyllingin: 2 dl mjólk V2 vanillustöng eða 1 tsk. van- illusykur 1 msk. maizenamjöl (ekki sósu- maizenámjöl) 1 msk. sykur 2 eggjarauður 1 eggjahvíta 1 dl ijómi 250 g fersk eða fryst jarðarber 3. Hrærið eggjarauðumar og hvítuna með sykrinum og maiz- enamjölinu. 4. Hitið mjólkina með sundur- flattri vanillustönginni eða van- illusykrinum. Ef þið notið vanillustöng, skafíð þið vahillu- komin úr henni út í mjólkina. 5. Hellið heitri mjólkinni út í eggjahræruna, setjið á helluna, hrærið stöðugt í þar til þykknar. Skellið pottinum í kalt vatn í eld- húsvaskinn um leið og þið takið hann af hellunni og hrærið vel í þar til kremið fer að kólna. Kælið síðan alveg. 6. Þeytið íjómann og setjið út í kalt kremið. Takið bökuna úr mótinu, hellið kreminu í hana. 7. Skerið jarðarberin í tvennt og raðið ofan í kremið. Látið skoma flötinn snúa upp. Iburðarmikil ávaxtakaka Botnamir. 4 eggjarauður 4 eggjahvítur 2 msk. volgt vatn 3 dl flórsykur (150 g) rifínn börkur af V2 sítrónu 1 dl kartöflumjöl (70 g) IV2 dl hveiti (90 g) 1 tsk. lyftiduft 1. Hrærið eggjarauðumar með helmingi flórsykurs og vatni þar til það er ljóst og létt. 2. Rffíð sítrónubörkinn og setjið út í. 3. Sigtið saman hveiti, kartöflu- mjöl og lyftiduft, setjið síðan út t eggjahræruna með sleikju. 4. Þeytið eggjahvítumar með því sem eftir er af flórsykrinum, setjið síðan varlega út í deigið. 5. Smyijið springmót, 22 sm f þvermál. Setjið deigið í mótið. 6. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C. Setjið kök- una í miðjan ofninn og bakið í 40 mínútur. 7. Takið kökuna úr ofninum, hvolfíð mótinu með kökunni á kökugrind. Látið standa þannig í 10 mínútur. Losið þá úr mótinu, seljið á grind og kælið. 8. Kljúfíð kalda kökuna í þrennt. Notið brauðsög eða Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON tvinna. Gott er að stinga tann- stönglum í kökuna, þannig að hægt sé að fylgja þeim til að skera beint. Ofan á neðsta botninn: 100 g núgga (blöd nougat) fæst víða 9. Setjið núggað á eldfastan disk í 80°C heitan bakaraofninn. Það bráðnar mjög fljótt. Smyijið því síðan yfír neðsta botninn. Ofan á miðbotninn: 100 g fínt malaðar möndiur (nota má marsipan) 2 msk. kirsubeijavín eða líkjör. Nota má annáð vín 1 msk. flórsykur 10. Malið möndlumar fínt, setj- ið flórsykur og vín saman við og smyijið ofan á miðbotninn. Leggið hann síðan ofan á þann neðsta. takið úr þeim steina, setjið síðan saman við hina ávextina. 13. Skerið plómur og ferskjur í litla bita. Takið steina úr, ef þið notið ferska ávexti. Setjið síðan saman við hina ávextina. 14. Leysið Royalduftið upp í 1 bolla af sjóðandi vatni, setjið síðan V2 bolla af köldu vatni út í (ekki heilan). 15. Setjið hiaupið í kæliskáp, og fylgist með því þar til það byijar að hlaupa saman. 16. Setjið ávextina ofan á efsta botninn. Setjið hringinn af spring- mótinu utan um kökuna. Hellið síðan hálfstífu hlaupinu yfír ávextina. 17. Setjið í kæliskáp og látið stífna. Utan á kökuna: 1 dl apríkósusulta eða önnur Ofan á efsta botninn: 1 banani 1 appelsína eða 2 mandarínur 20 græn eða blá vínber 2 epli ferskjur, ferskar eða niðursoðn- ar plómur ferskar eða niðursoðnar 1 pk. Royal hlaup, sú tegund sem ykkur hentar 11. Afhýðið bananann, app- elsínuna og eplin.' Skerið síðan í litla bita. 12. Skerið vínberin í tvennt, góð sulta 150 g möndluflögur, fást til- búnar 18. Ristið möndluflögumar á þurri pönnu. Kælið. 19. Smyijið sultunni utan á kökuna. Þrýstið síðan möndlum { sultuna. Athugið: Mjög gott er að bera ís með þessari köku, einnig þeytt- an ijóma. Ef þið notið niðursoðna ávexti, er gott að leysa Royalhlaupið upp í safanum úr dósinni. ■ 1 * itéai * ' U&UUUii t «I i í i4fi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.