Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
4
BRESKU ÞINGKOSNINGARNAR:
Yfirburðasignr
Ihaldsflokksins
Lundúnum, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
EFTIR yfirburðasigur í nýafstöðnum þingkosningum býr breski íhalds-
flokkurinn sig nú undir stjórnarsetu þriðja kjörtímabilið í röð. Söguleg-
ur sigur í kosningunum á fimmtudaginn tryggði flokknum yfirgnæfandi
meirihluta á breska þinginu og ríkisstjórn Margaret Thatcher er ekk-
ert að vanbúnaði að hrinda í framkvæmd þeim stefnumálum sem
kjósendur hafa nú lagt dóm sinn á. Stjómarandstöðuaflanna bíður
hins vegar það hlutskipti að sleikja sárin í kjölfar þingkosninganna,
átta sig á því hví árangur þeirra varð ekki betri en raun ber vitni.
Það hefur ekki gerst síðan sínum hlut í Mið- og Suður-Englandi
snemma á síðustu öld að breska þjóð-
in hafi veitt sama einstaklingi umboð
til að gegna embætti forsætisráð-
herra þrjú lqortímabil í röð. Margaret
Thatcher hefur því fulla ástæðu til
að fagna úrslitum nýafstaðinna þing-
kosninga og þakka breskum kjósend-
um það traust sem fhaldsfiokknum
var sýnt. Thatcher hefur nú leitt
ríkisstjóm flokksins í átta ár og
framundan er enn eitt kjörtímabil
undir hennar stjóm. Að margra dómi
em úrslit þingkosninganna framar
öðm sigur forsætisráðherrans, sem
verið hefur persónugervingur þeirrar
stefnu sem íhaldsflokkurinn hefur
fylgt undanfarin tvö kjörtímabil.
Enda þótt oft hafi staðið styrr um
þessa stefnu, bæði innan íhalds-
flokksins og utan, hefur Thatcher
aldrei viljað hvika. Nú hefur breska
þjóðin kveðið upp dóm sinn og íhalds-
flokkurinn má vel við una.
Sigur íhaldsflokksins varð stærri
en flestar skoðanakannanir undan-
famar vikur höfðu gefið til kynna.
Þóttu þær benda til þess að Verka-
mannaflokkurinn væri að draga á
íhaldsflokkinn og vildu ýmsir kenna
það illa útfærðri kosningabaráttu
íhaldsmanna. Þegar upp var staðið
kom hins vegar í ljós að slíkar hrak-
spár í garð Ihaldsflokksins áttu ekki
við rök að styðjast. Flokkurinn hélt
því heildarfylgi sem hann hlaut í
þingkosningunum 1983 og sigurinn
var aldrei í hættu.
Það var einkum góð frammistaða
í Mið- og Suður-Englandi sem
tryggði íhaldsflokknum yflrburða-
sigur I þingkosningunum en þessir
landshlutar hafa öðmm fremur þótt
njóta góðs af stjómarstefnu undan-
farinna ára. Öðra máli gegnir hins
vegar um Norður-England, Skotland
og Wales, sem að mörgu leyti hafa
átt erfítt uppdráttar efnahagslega
síðan ríkisstjóm Margaret Thatcher
komst til valda fyrir átta ámm. Þessi
misskipting endurspeglaðist eftir-
minnilega í kosningunum á fímmtu-
daginn var. íhaldsflokkurinn hélt vel
og vann þar raunar nokkur þingsæti
af stjómarandstöðuflokkunum.
Flokkurinn mátti hins vegar þola
mikið fylgistap í ýmsum kjördæmum
í Wales, Norður-Englandi og Skot-
iandi, í rótgrónum iðnaðarhéruðum
sem farið hafa halloka undanfarin
ár með tilheyrandi atvinnuleysi og
versnandi lífskjömm. Er nú til dæm-
is svo komið, að íhaldsflokkurinn á
aðeins 10 af 69 þingmönnum Skot-
lands. Hefur þessi niðurstaða orðið
tilefni mikilla umræðna þar í landi
um þá gjá, sem talað er um að nú
hafl myndast milli þeirra héraða
Bretlands sem hafa goldið stjómar-
stefnu undanfarinna ára og hinna
sem óneitanlega hafa notið töluverðr-
ar grósku að undanfömu.
Vonbrigði Verka-
mannaflokksins
Stjómarandstæðingar segja að
úrslit þingkosninganna í þeim hér-
uðum sem eiga við mest atvinnu-
leysi að glíma sýni að íbúar þessara
héraða séu nú búnir að hafna stefnu
íhaldsflokksins í eitt skipti fyrir
öll, en krefjist tafarlaust aðgerða
til uppbyggingar atvinnulífs og
bættra lífskjara. Neil Kinnock, leið-
togi Verkamannaflokksins, sagði til
dæmis í sjónvarpsviðtali í dag, að
mikilvægasti lærdómurinn, sem
draga mætti af úrslitum kosning-
anna, væri nauðsyn þess að sam-
eina bresku þjóðina á ný, norðrið
og suðrið, þá sem sykkju nú æ
dýpra í örvæntingu atvinnuleysis
og hina sem betur væm staddir og
aflögufærir.
Sjálfur varð Kinnock fyrir von-
brigðum með úrslit kosninganna
líkt og flokksbræður hans. Þótt
Verkamannaflokkurinn bætti
nokkm við það fylgi sem hann hlaut
í kosningunum 1983 varð fylgis-
aukningin ekki meiri en svo að
hverfa verður aftur til fjórða ára-
tugarins til að fínna dæmi um
jafnlítið kjörfylgi flokksins í þing-
kosningum. Þrátt fyrir þessa
dapurlegu niðurstöðu getur Verka-
mannaflokkurinn að sumu leyti
mátt vel við una. Flokkurinn hefur
átt við ýmsa erfíðleika að etja á
undanfömum ámm, sífelldar innan-
flokkseijur hafa síst orðið til að
auka orðstír flokksins meðal al-
mennings og ýmsum hefur vafi
þótt leika á því, að Neil Kinnock
væri nógu sterkur leiðtogi til að
hasla Verkamannaflokknum völl að
nýju í breskum stjómmálum. Kosn-
ingabarátta undanfarinna vikna
hefur hins vegar leitt í ljós að með
Kinnock í broddi fylkingar hefur
flokknum tekist að vinna bug á
ýmsum vandamálum undanfarinna
ára. Flokkurinn þótti heyja af-
bragðs kosningabaráttu og Kinnock
hefur treyst sig í sessi sem ótvíræð-
ur forystumaður flokksins. Á
þessum gmnni hyggst Verka-
mannaflokkurinn nú byggja á
næstu ámm, fullviss þess að lhalds-
Sigurviss hjón
Á myndinni sjást Margaret Thatcher og eiginmaður hennar, Denis, á leið-
inni yfirgefa embættisbústað forsætisráðherrans, Downingstræti nr. 10,
á fimmtudagskvöldið til að fylgjast með talningu atkvæða í lqö dæmi
frúarinnar, Finchley í Norður-London.
flokkurinn verði lagður að velli að
þessu kjörtímabili loknu.
Bandalag í vanda
Verkamannaflokkurinn getur
betur sætt sig við niðurstöðu kosn-
inganna vegna þess að flokknum
hefur nú tekist að treysta sig mjög
í sessi sem helsta stjómarandstöðu-
aflið. Fyrir kosningamar höfðu
ýmsir spáð því að bandalag fijáls-
lyndra og jafnaðarmanna mundi
leysa Verkamannaflokkinn af hólmi
í þessu efni, en raunin varð önnur.
bandalagið náði engan veginn þeim
árangri sem það hafði gert sér von-
ir um, tapaði raunar nokkm fylgi
og þingsætum. Er ljóst að miklar
umræður munu nú fara fram innan
Thatcher óskað til hamingju
Reuter, London.
HELSTU þjóðarleiðtogar heims hafa sent Margr-
éti Thatcher hamingjuóskir i tilefni sigurs íhalds-
flokksins í bresku þingkosningunum.
Bandamenn Thatchers í Evrópu og Bandaríkjunum
telja sigur hennar til góðs fyrir Evrópu og vestrænt
samstarf.
Reagan Bandaríkjaforseti hefur aldrei farið dult
með aðdáun sína á Margaret Thatcher. Hann sagðist
vera mjög ánægður með úrslit kosninganna og óskaði
henni hjartanlega til hamingju.
Það kvað við annan tón hjá sovésku fréttastofunni
TASS. Hún boðaði aukið atvinnuleysi og fleiri félags-
leg vandamál í Bretlandi.
Flestir andstæðingar Tatchers í stjómmálum geta
þó ekki annað en hrifist af henni. Benazir Bhutto,
leiðtogi stjómarandstöðunnar í Pakistan, sagði að sig-
ur Thatcers væri mikil hvatning fyrir konur til að
sýna sömu þrautseigju, stefnufestu og ákveðni og
Thatcher hefði gert.
Jafnvel Kínveijar vom ánægðir enda er stjóm
íhaldsflokksins ákveðin í afstöðu sinni til Sovétríkj-
anna og skrifaði undir samkomulag við Kínveija um
að afhenda þeim Hong Kong árið 1997.
þessa stjómmálaafls um framtíð
þess og leiðir til að vinna Bandalag-
inu álitlegan sess í breskum stjóm-
málum. Em þegar uppi getgátur
um að flokkamir tveir sem mynda
Bandalagið, Frjálslyndi flokkurinn
og Jafnaðarmannaflokkurinn
(SDP), kjósi að sameinast formlega
f einn flokk með einn leiðtoga.
David Steel og David Owen hafa
veitt þessum flokkum forystu og
telja ýmsir að bágborin frammi-
staða í þingkosningunum eigi meðal
annars rætur að rekja til ókosta
þess að hafa tvo leiðtoga í forsvari
fyrir eitt stjómmálaafl.
Bandalagsmenn em kokhraustir
þrátt fyrir allt og segja, að því fari
ijarri að einhvem uppgjafartón sé
að heyra í þeirra röðum. Benda
þeir á að þótt ekki hafl mörg þing-
sæti fallið í þeirra hlut hafí þeir
hlotið fylgi rúmlega 20 af hundraði
kjósenda. Segja þeir það eitt
stærsta verkefni sitt að fá kosn-
ingakerfínu breytt þannig að slíkur
fjöldi kjósenda fái réttláta hlutdeild
í breska þinginu, breyta þurfí kosn-
ingakerfinu, afnema einmennings-
kjördæmi og taka upp hlutfalls-
kosningar. Benda bandalagsmenn
jafnframt óspart á þá staðreynd að
dijúgur meirihluti breskra kjósenda
hafl þrátt fyrir allt greitt atkvæði
gegn Ihaldsflokknum, sem samt
sitji uppi með meirihluta þings í
krafti kosningakerfísins.
^TTSÍ^
2-37'3
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33
Sími62-37-37