Morgunblaðið - 13.06.1987, Side 29

Morgunblaðið - 13.06.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 29 V erkamannaflokkurinn bætti stöðu sina í Skotlandi og Norður-Englandi St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins. ÍHALDSFLOKKURINN sigraði í kosningrinum í fyrradag og verð- ur að líkindum með 102 sæta meirihluta i neðri málstofu breska þingsins, þegar talningu er endan- lega lokið. Það hefur ekki gerst siðan á síðustu öld, að sami leið- toginn sigraði i þrennum kosning- um í röð, en þá sigraði Liverpool lávarður i fernum kosningum, og á 18. öld sigraði William Pitt i þrennum kosningum. Þessi sigur Ihaldsflokksins byggist fyrst og fremst á góðri frammistöðu hans í suðurhluta Englands og i Miðl- öndunum. Honum gekk mun verr i norðurhluta Englands, Skotlandi og Wales. í Skotlandi fékk Verkamanna- flokkurinn 50 þingmenn kjöma, bætti við sig níu, Ihaldsflokkurinn tíu, tapaði 11 sætum, Bandalagið fékk níu þingmenn, bætti við sig ein- um, og Skoski þjóðemisflokkurinn fékk þijá þingmenn, bætti við sig einum. En þótt íhaldsflokkurinn hafi tapað svo illa, var fylgi hans einung- is einu prósenti minna í Skotlandi en í síðustu kosningum. Roy Jenkins, fyrrum fjármálaráðherra Verka- mannaflokksins og einn af stofnend- um Jafnaðarmannaflokksins, tapaði sæti sínu í Hillhead í Glasgow til Verkamannaflokksins, og formaður Skoska þjóðemisflokksins, Gordon Wilson, tapaði sæti sínu í Dundee til Verkamannaflokksins. Heildamiður- stöður kosninganna urðu, að íhalds- flokkurinn fékk 376 þingsæti, tapaði 17, Verkamannaflokkurinn 229, bætti við sig 20 sætum, Bandalagið 22, tapaði fimm. Aðrir fengu 19 sæti. Hlutfallsleg skipting varð þann- ig, að íhaldsflokkurinn fékk 43%, Verkamannaflokkurinn 32% og Bandalagið 20%. í Skotlandi varð 6% sveifla á at- kvæðum til Verkamannaflokksins, í norðurhluta Englands 4% sveifla til Verkamannaflokksins og sömuleiðis f Wales, í Miðlöndunum var 1% sveifla til Verkamannaflokksins, en í Suður-Englandi varð engin breyting á fylgi flokkanna frá síðustu kosn- ingum. íhaldsflokkurinn bætti stöðu sína í London og Miðlöndunum, af því að hann vann þingsæti þar af V erkamannaflokknum. Verkamannaflokkurinn er því Öll von úti VONBRIGÐIN leyna sér ekki í svip Neil Kinnocks, leiðtoga Verka- mannaflokksins , er hann heldur heim til London frá kjördæmi sínu í Wales í gær. stærsti flokkurinn í norðurhluta Eng- lands, Skotlandi og Wales. Skýringin á því, að svona mikill munur er á fylgi fiokkanna eftir landshlutum, er fyrst og fremst sú, að í Norður- Englandi og Skotlandi hefur aðalat- vinna verið í iðnaði, sem hefur verið á niðurleið, stáliðnaði, skipasmíða- iðnaði og námavinnslu. Atvinnuleysi er því tiltölulega meira á þessum svæðum en í Suður-Englandi, og efnahagsbatinn og uppgangurinn, sem sett hefur svip sinn á suður- hlutann, hefur ekki náð norður. Til að skýra úrslitin benda talsmenn íhaidsfiokksins á ýmis batamerki í atvinnulífi norðurhlutans og segja, að boðskapur flokksins hafi ekki komist til skila, en talsmenn Verka- mannaflokksins líta svo á, að fólkið í þessum landshlutum hafi hafnað stefnu Thateher. Þeir staðhæfa jafn- vel, að hún hafi engan siðferðilegan rétt til að stjóma Skotlandi, þar sem íhaldsflokkurinn er í minnihluta. Ekki er talið, að þessar niðurstöð- ur hafi nein áhrif á þær breytingar, sem íhaldsflokkurinn hafði ákveðið um telq'uöflunarkerfi sveitarfelaga í Skotlandi, sem hefur verið eitt hita- málið í kosningabaráttunni. Eitt verkefni íhaldsflokksins á komandi kjörímabili verður, að sögn Norman Tebbit, formanns flokksins, að sjá svo um, að forréttindi fárra verði almenningseign. Liður í því verður að rétta við atvinnulíf í Skotl- andi og Norður-Englandi. Reuter Hér búa tveir andstæðingar prestsins sig undir að fleygja honum út úr hringnum. Prestur í fjölbragðaglímu ÞEIR sem kunna fræðin sín muna eflaust eftir þvi þegar Jakob glímdi við Guð og hlaut nafnið Israel að glímulaunum. Hann er þó ekki einn um það að hafa glímt trúarinnar vegna, þvi að í Mexíkó glímir prestur nokkur vikulega til þess að afla munaðarleysingjahæli, sem hann rekur, fjár. Séra Sergio Gutierrez er 42 ára gamall og hefur nú stundað glímu í rúm 10 ár. Hann segir að fjöl- bragðaglíman sé nú meira til þess að sýnast en að um alvöruofbeldi sé að ræða. „Þetta gengur út á að þykjast fljúgast á, en hinu er ekki að leyna að það er hægt a fá slæmar byltur í hringnum." Presturinn kemur fram með gyllta grímu fyrir andliti, í rauðum buxum og gulum samfestingi, en á bringunni stendur F.T., sem stendur fyrir „Fray Tormenta", eða Séra hvirfilbylur. Að sögn kunna sóknarbömin ágætlega við þessa breytni klerks- ins, enda allt í þágu góðs málefnis. Bandaríkin: 1.24 millj- arðar til baráttu við eyðni Washington. Reuter. RÍKISSTJÓRN Bandaríkjanna mun á næstunni fara þess á leit við þingið að það samþykki 300 milljón dollara (12 milljarðar ísl.kr.) viðbótarframlag næstu tvö ár, til upplýsingamiðlunar og rannsókna á sjúkdómnum, eyðni. Otis Bowen, heilbrigðisráð- herra, sagði í gær að ef þetta viðbótarframlag yrði samþykkt myndi stjómin verja 1.24 milljörð- um bandaríkjadala (tæpl. 50 milljarðar ísl.kr.) árin 1987 og 1988 í baráttu við eyðni. Eftir að í ljós hefði komið hversu erfiður viðfangs sjúkdómurinn væri, hefðu fjárframlög til baráttu við hann að meðaltali tvöfaldast ár frá ári. F EGR K> OG BÆT K> GARDINNMED SANDI0G GRIÚTI! Sandur Sigursteinar Völusteinar Hnullungar Sandur er fyrst og fremst jarðvegs- Sigursteinar eru lagðir ofan á bætandi. Dreifist einnig íca. 5 cm. beq, kæfa illgresi og létta þykku lagi í beð til að kæfa illgresi hreinsun. Sigursteinar eru góðir ogmosa í grasi (ca.3 cm.). Jafnar sem þrifalag í innkeyrslur og hita og raka í jarðvegi. Kjörið Stíga. Stærð ca. 0,8-3 cm. undirlag í hellulagða gangstíga. Völusteinar eru notaðir t.d. til skrauts ó skuggsælum stöðum, þar sem plöntur eiga erfitt uppdróttar, einnig með hellum og timburpöll- um. Mjög til prýði í beðum með stærri plöntum og trjám. Kjörin drenlögn með húsgrunnum. Stærð ca. 3—5 cm. rfnullungarnir eru ósvikið íslenskt grjót, sem nýtur sín í steinahæðum, ílöðnum köntum og með innkeyrsl- um og timburpöllum. Stærð ca. 5—10 cm. BJ0RGUN HF. SÆVARHÖFÐA13 SÍMI: 681833 Afgreiðslan við Elliðaár er opin: mánud.-föstud.: 7.30-18.00 laugard.: 7.30-17.00 Komdu á athafnasvæöi Björgunar hf. á Sævarhöfða og líttu á sandinn, mölina, hnullungana og steinana. Við mokum þessum efnum á bíla eða í kerrur og vagna, fáanlegt í smærri einingum, traustum plastpokum, sem þú setur bara í skottið á bílnum þínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.