Morgunblaðið - 13.06.1987, Side 31

Morgunblaðið - 13.06.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 31 AP í ljónagryfjunni Mike Oosterlaak heldur hér um sjambok sem er eins konar kylfa. Hún var eina varnartæki hans gegn ljónum sem hann gisti hjá i 64 daga. Þijár ljónynjur gutu á meðan á dvölinni stóð og varð áð fjarlægja hvolpana til að vernda Oosterlaak. Markmiðið með dvölinni var að safna fé tíl að kaupa tvær górillur í dýragarð norður af Jóhannesarborg. Ljónavinurinn mun nú hafa gefist upp þar sem fjársöfnunin gekk illa. Filippseyjar: Holland: Hóta sprengjum í jámbrautarlestum Haag, Reuter. HOLLENSKA lögreglan leitaði í fyrradag að sprengjum í jám- brautarlestum. Hryðjuverkahóp- ur, sem kallar sig Gerakan Maluku, hafði tilkynnt að hann hefði komið sprengibúnaði fyrir í sex lestum til að minnast þess að tíu ár eru liðin síðan mólúkk- anskir skæruliðar héldu lest og farþegum hennar í gislingu i 20 daga. Upplýsingar um sprengjumar voru í bréfum sem bárust lögregl- unni og hollensku fréttastofunni Bandaríkin: ANP. Tvær sprengjur fundust fljót- lega og fleiri möguleikar voru í athugun þegar síðast fréttist. Gíslatökunni fyrir tíu ámm iauk með því að hollenskir sjóliðar gerðu áhlaup á lestina og yfírbuguðu skæraliðana. Tveir farþegar og sex skæraliðar féllu. Suður-Mólúkku-eyjar era nú hluti Indónesíu og búa um 40 þús- und Mólúkkar í Hollandi. Margir þeirra beijast fyrir sjálfstæði eyja- klasans frá Indónesíu sem forðum var hollensk nýlenda. Gerðu upptækt kókaín að verðmæti um 240 millj. dollara Miami. Reuter. BANDARÍSKIR tollverðir, sem vinna með starfsbræðrum sínum á Bahamaeyjum, gerðu í fyrra- dag upptæk rúmlega 1000 tonn af kókaíni, að söluverðmæti um 240 miUjónir dollara, um borð í fiskibát um 40 km suður af eyj- unni Bimini. Er það stærsti eiturlyfjafarmur, sem fundist hefur þar um slóðir, að þvi er bandarískir embættismenn sögðu í gær. Aquino hótar kommúnistum hörðu Manila, Reuter. CORAZON Aquino, forseti FiUppseyja, sagðist í gær myndu sýna skæruUðum kom- múnista fyUstu hörku og hefja stríð gegn þeim. Stjórn hennar hefur ásakað skæruliðana um fjölmörg dráp á lögreglumönn- um og hermönnum í höfuð- borginni að undanförnu. Forsetinn sagði skæraliðana vera hugleysingja sem ekki þyrðu að horfast í augu við fjendur sína en réðust á þá úr launsátri. A átta dögum hafa sérþjálfaðir dráps- menn kommúnista vegið 13 lögreglumenn og hermenn í höfuð- borginni Manila. Lögreglan hefur nú , studd her- mönnum og markskyttum, hafíð mikla leit að skæruliðum í borg- inni til að fanga þá eða drepa. í gær gerðu þrír skæraliðar árás á lögregluforingja og tvo aðstoðar- menn hans er þeir vora á leið til stöðva sinna. Lögregluforingjan- um tókst að drepa einn árásar- mannanna en hinir komust undan . Þetta mun vera fyrsti sigur yfír- valda í baráttunni gegn dráps- mönnunum. Aquino forseti hefur lofað að lögfesta umbætur í jarðnæðismál- um áður en nýkjörið þing landsins kemur saman en heimildir innan ríkisstjómarinnar herma að hún muni láta þingið um að útfæra reglur um eignarhald á hinum auðugu sykur-, banana- og kókos- hnetuplantekram landsins. Pat O’Brian, yfírmaður tollgæsl- unnar í Miami, sagði, að sex Bahamabúar hefðu verið hand- teknir, er tollverðir fóra um borð í bátinn, en kókaíninu hafði verið komið mjög haganlega fyrir f leyni- hólfí í eldsneytistanki. Hann sagði, að tollverðimir hefðu fengið gransemdir um, að ekki væri allt með felldu, þegar þeir sáu engin merki um veiðimennsku um borð í bátnum. Bæði kókaíninu og hinum hand- teknu hefur verið komið í hendur yfírvalda á Bahamaeyjum. CITROÉN AXEL ÖRFÁIR BlLAR EFTIR, Á AÐEINS KR. 259.500,- '-5 Lágmúla 5, sími 681555 Umboöiö á Akureyri: Gunnar Jóhannsson, sími 96-25684.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.