Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Götuleikliús í göngugötunni HÓPUR 26 leikara hefur unnið að því undanfarna viku í Dyn- Blásararí Skemmunni Sumartónleikar verða haldnir í Skemmunni á Akureyri á morg- un, sunnudag, 14. júní og hefjast þeir kl. 17.00. D-sveit blásarasveitar Tónlistar- skólans á Akureyri heldur tónleik- ana, en hún heldur einmitt í tónleikaferð til Norðurlandanna 17. júní nk. Henni hefur verið boðin þátttaka í „Jantisjarfestivalin" í Hamar í Noregi sem er alþjóðlegt keppnis- og lúðrasveitamót. Blásarasveitin mun leika keppn- islög og bjóða upp á fjölbreytta efnisskrá, segir í frétt frá henni. Stjómendur verða þeir Roar Kvam og Norman Dennis. Einleikari á trommusett verður Ingvi R. Ingva- son og einleikari á xylofon verður Geir Rafnsson. Aðgangur er ókeyp- is. heimum á Akureyri að setja upp götuleikhús og fengu Ak- ureyringar og aðrir gestir þar í bæ að sjá árangurinn í göngu- götunni hér í bæ í gærkvöldi. Þrettán þátttekendanna koma frá Þýskalandi og hinir frá Leik- klúbbnum Sögu á Akureyri, frá Ólafsfirði, Keflavík og Isafírði. Bandalag íslenskra leikfélaga hef- ur skipulagt götuleikhúsið. Nokkrir leikaranna voru að koma saman búningum, hljóð- færum og öðru tilheyrandi í götuleikhúsið í góða veðrinu þegar blaðamaður átti leið hjá Dyn- heimum. Þau sögðust nota allt sem þau næðu í og hefðu meðal annars farið á öskuhauga Akur- eyrarbæjar til að vita hvað hægt væri að fínna bitastætt þar. Þess má geta að götuleikhúsið treður upp á afmælishátíð Akur- eyrarbæjar þann 29. maí nk. og er það Leikklúbburinn Saga sem mun sjá um þann þátt hátíðar- haldanna. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Róður æfður fyrir sjómannadaginn á Akureyri. Sj ómannadagur- inn hefðbund- inn á Akureyri HÁTÍÐARHÖLD sjómanna- Matthíasson í Glerárkirkju. dagsins á Akureyri verða með hefðbundnum hætti á morgun og útlit er fyrir að öll fiskiskip á Norðurlandi verði í höfn nema ef til vill einn togari Útgerðarfé- lags Akureyringa, Harðbakur. Þ6 hefur sú breyting verið gerð , að kappróðurinn verður haldinn í dag í stað sjómannadagsins sjálfs. Eins og venjulega hefst sjó- mannadagurinn með því að fánar verða dregnir að húni og kl. 11.00 verða messur í kirkjunum. Séra Þórhallur Höskuldsson messar í Akureyrarkirkju og séra Pálmi Dagskrá hefst síðan við sund- laugina kl. 13.00 þar sem lúðra- sveitin leikur. Flutt verða ávörp sjómanna og útgerðarmanna og aldraðir sjómenn verða heiðraðir. Þá verður keppt í hefðbundnum sjómannadagsgreinum svo sem í stakkasundi, björgunarsundi, koddaslag og reiptogi. Dansleikur verður haldinn í Sjallanum undir hljómsveitarstjóm Ingimars Eydal. Kvennadeild slysavamafélagsins mun sjá um kaffísölu bæði í dag og á morgun milli kl. 15.00 og 18.00. Hún verð- ur í Dynheimum í dag og í Laxagötu 5 á morgun. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Vilhjálmur Sigurðsson, skipstjóri á Sigurbjörgu ÓF, við tundurduflið. Dufliðgert óvirkt TUNDURDUFLIÐ, sem Sigur- björg ÓF frá Ólafsfirði, fékk í vörpuna sl. miðvikudag, hefur verið gert óvirkt. Sprengjusérfræðingur Land- helgisgæslunnar, Ingvar Kristj- ánsson, flaug norður með þyrlu Landhelgisgæslunnar um leið og togarinn kom til hafnar um há- degi á fímmtudag. Samkvæmt upplýsingum gæslunnar mun duf- lið hafa verið frá stríðsámnum, að öllum líkindum enskt, og mun hafa verið sökkt með byssukúlum. Duflið var opnað, forsprengjan Qarlægð og duftið brennt út. Hótel Húsavík leig- ir félagsheimilið HÓTEL Húsavík hefur tekið Fé- lagsheimili Húsavíkur á leigu til eins árs fyrir 125 þúsund krónur á mánuði. Ferðaskrifstofan Samvinnuferð- ir/Landsýn tók Hótel Húsavík á leigu á síðasta ári, en leigusamning- urinn rann út þann 1. október sl. Hótelið er í 60% eigu Húsavíkurbæj- ar, 20% í eigu Kaupfélags Suður- Þingeyinga, 10% í eigu Flugleiða og einstaklingar á Húsavík eiga 10%. Húsavíkurbær á aftur á móti 40% í félagsheimilinu, ríkið á önnur 40% og félög í bænum eiga 20%. Pétur Snæbjömsson, hótelstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessar tilfærslur væru fyrst og fremst björgunaraðgerðir fýrir fé- lagsheimilið því nú losnaði það við alla áhættu, en hefði þess í stað fasta leigu á mánuði. Talsverðar breytingar verða á rekstri félags- heimilisins í kjölfar yfírtöku hótels- ins. Víkumausti, sem er danssalur hússins, verður breytt í veitinga- hús, en kaffítería hótelsins verður hvíld um tíma. Boðið verður upp á morgunverðarhlaðborð frá kl. 8 til 10. I hádeginu samanstendur mat- seðillinn af hraðréttum og af og til verður boðið upp á salatbar og sjáv- arréttahlaðborð. Þá verður kaffí- Skákþing ís- lands haldið á Akureyri SKÁKÞING íslands verður hald- ið á Akureyri að þessu sinni í tilefni af 125 ára afmælis bæjar- ins. Það hefst um miðjan septem- ber. Ætlunin var að það hæfíst á sjálfan afmælisdaginn, þann 29. ágúst nk., en ekki gat orðið af því vegna þess að nokkrir stórmeistarar okkar verða þá erlendis, uppteknir í öðmm keppnum. hlaðborð alla sunnudaga eins og verið hefur og á kvöldin er ætlunin að breyta matsalnum í fínt veitinga- hús með góðri þjónustu, að sögn Péturs. Opið verðurtil 23.30. Salur- inn mun taka um 150 manns í sæti. Dansleikjahald verður þó ekki lagt af þrátt fyrir þetta, en hug- myndin er að fækka dansleikjum til muna þar á sumrin, en í staðinn að fjölga þeim á vetuma og sú breyting verður á að nú verða vín- veitingar þar. Pétur sagði að svo virtist sem það væri frekar vilji Áfengisvamanefndar þar sem um- TÓNLEIKAR verða haldnir í Borgarbíói á Akureyri í dag, laugardag, og hefjast þeir kl. 17.00. Einleikari á píanó er Örn Magnússon. Á efnisskránni eru meðal annars ítalskur konsert eftir Bach, sónata op. 27 no. 1 eftir Beethoven, ball- aða eftir Chopin og prelúdíur eftir Debussy. Öm Magnússon fæddist í Ólafs- fírði árið 1959. Átta ára að aldri hóf hann nám í píanóleik við Tón- skóla Ólafsfjarðar og stundaði það uns hann settist í Menntaskólann á Akureyri haustið 1975. Vorið 1979 lauk Öm burtfararprófí frá Tónlist- arskóla Akureyrar. Kennari hans þar var Soffía Guðmundsdóttir. Árin 1980-86 stundaði Öm fram- haldsnám á Bretlandi og í Þýska- landi. Helstu kennarar hans erlendis voru Dennis Mathews, Ir- ina Pawlovna, George Hadjinikos og Louis Kentner. Fyrstu einleikstónleika sína hélt Öm í Borgarbíói á Akureyri í des- gengni yrði betri og ölvun minni heldur en þegar hver og einn kæmi með eigin drykkjarföng að heiman. Bar hótelsins á fjórðu hæðinni verður opinn öll kvöld þótt hann sé nú í meira mæli stílaður upp á hótel- gesti. Skemmtiatriði verða öll færð niður í Víkumaust. Pétur sagði að starfsmenn félagsheimilisins hefðu ávallt verið í tímavinnu og gæfíst þeim öllum kostur á endurráðningu. Starf forstöðumanns félagsheimilis- ins verður hinsvegar lagt niður og þess í stað ráðin manneskja í 60% hreingemingarstarf. Örn Magnússon, píanóleikari. ember 1981. Síðan hefur hann komið fram víða og leikið opin- berlega við ýmis tækifæri. Öm kom heim frá námi sl. sumar og er nú búsettur í Reykjavík. Píanótónleikar í Borgarbíói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.