Morgunblaðið - 13.06.1987, Side 40

Morgunblaðið - 13.06.1987, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 Afmæliskveðja: Karólína Jóhanns- dóttir, Stykkishólmi 90 ára afmæli á f dag Karólína Jóhannsdóttir í Stykkishólmi. Hún er fædd á Narfeyri í Skógarstrand- arhreppi 13. júm' 1897. Foreldrar hennar voru Karitas Lárusdóttir og Jóhann Indriðason. Æskuárin átti hún flest í Helgafellssveit, en mann- dómsárin tilheyra Stykkishólmi. Þar iiggja flest hennar spor. Þjón- usta hefír verið allt hennar líf, þjónusta með sannri gleði yfír að geta gert öðrum til þægðar. Um sjálfa sig hirðir hún minna. Guðs- neistinn hefír jafnan búið í bijósti hennar. Þar hefír hann dafnað vel og með hjálp guðs og góðra manna hefír allt verið yfírstigið. Ef guð er með oss, hver er þá á móti oss. Frelsið í guði og Jesú Kristi hefir gefið henni sól í sál. Hún hefír um áratuga skeið starfað í Hvítasunnu- söfnuðinum og það starf hefír verið henni svo dýrmætt. Fóm hennar fyrir starfið þar hefír tengt hana þeim vegi sem aldrei bregst og safn- að henni þeim auðæfum sem enginn fær grandað. Hún rak hér um árabil gistingu og greiðasölu meðan hér var ekkert hótel og þar bar margan gest að garði og aldrei var spurt um hvenær bankað var uppá hvort það var á nótt eða degi, allt var sjálfsagt og undrunarefni hve hún gat hýst marga í ekki stærra húsnæði. Þetta var allt með svo ljúfu geði, að þeir sem nutu fundu aldrei til annars en alls hins besta og ekki var fund- ið að því þótt ekki væri stundum allt upp á það besta eins og Kar- ólína orðaði það, því það sem hún fór höndum um var eitthvað svo sérstakt að það vakti eftirtekt og bar ljós f hugskot þreytts ferða- manns, en þá var erfiðara að ferðast en nú. Og svo var það undrunar- efni hversu hún gat tekið á móti mörgum í mat, haft marga „kost- gangara" lengri og skemmri tíma og allir fengu nægju sína f góðum mat og atlæti. Ég varð oft undr- andi yfír hversu kraftar hennar voru miklir og oft gekk hún sjálf úr rúmi fyrir þreyttum vegfaranda og naut kannski ekki eins hvíldar og hún hefði þurft. Og ekki var þetta tii að græða og er mér nær að halda að henni hafí alltaf fund- ist nóg fyrir tekið þótt hún væri langt undir lægsta„prís“ á þessum vettvangi. Og auðvitað sáu ferða- menn þetta og leiðréttu stundum reikningana. Þetta blessaðist allt, segir Karólína. Góður guð og bless- aður frelsarinn minn stóðu alltaf við hliðina. Það er rétt og það skal undirstrikað. Ég veit af liðinni tíð að í nafni hans vinnast stærstu sigr- amir og hvað sem á hefir gengið hefír þessi fögnuður í frelsandi anda guðs gefíð Karólínu svo mikið í lffínu að brosið ljómar svo fallega í dag um 90 ára andlitið hennar. Hún Karólína er einstök og á vini um allt land, vini sem alltaf eru að senda henni kveðjur. Ég man að þegar ég kom kom til Stykkis- hólms var það Karólfna sem stóð fyrir flestum veislum sem aðalmenn bæjarins héldu. Hjá Sæmundi Halldórssyni kaupmanni vann hún dyggilega hans heimili og þar bar margan gest að garði. í apótekinu voru mörg hennar sporin að sjá um veisluföngin. Það var alveg eins og hún væri sérfræðingur í öllu þessu, eða í það minnsta rétt kona á rétt- um stað. Margt fleira væri hægt að skrifa um hana Karólínu þó ekki væri nema samfylgdina hér í Hólminum. Það er engin goðgá að tala um Karólínu og Hólminn í sömu andrá, svo mjög eru þau tengd. Og hún á mikið í Hólmurum. Karólína dvelur nú á elliheimilinu hér. Þar hefí ég heimsótt hana öðru hvoru og minnst á liðna tíð: Hér líður mér vel. Bless- uð bömin eru alltaf að heimsækja mig, þau eru mér svo kær. Við eig- um marga góða stund saman. Blessuð bömin, það eru mestu verð- mætin. Þau þarf að rækta eins og annan góðan gróður, rækta það besta, og það er best gert með því að benda þeim á frelsarann. Fyrir honum eru þau móttækileg. Já, það er mikil gleði að ræða við bömin. Það er verið að tala um erfíð- leika. En hvað em þeir í dag með öllum þessum verðmætum og hjálp- artækjum. Líðan manna er góð og allir sem em heilbrigðir þurfa ekki að kvarta. Og þó oft væri þröngt í búi f mínu ungdæmi var mikil gleði að unnum hveijum smáum sigri. Vinnan göfgar manninn. Það er mín reynsla. Og hvað em þessi ver- aldarverðmæti í samanburði við gjafír guðs og handleiðslu. Ég get svo vel tekið undir með Matthíasi þar sem hann segir. Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi ég öllu: lofti, jörðu, sjá. Og brosið hennar Karólínu og fyrirbænir fylgja mér þegar hún réttir mér höndina í þetta sinn. Gleðin yfír genginni braut, hand- leiðslunni og velgengni áranna, sigmm erfiðleikanna. Líf hennar bendir okkur á réttar leiðir til að efla gleði, sigra hel og dauða. Og við emm viss um að eftir erfíðið héma megin bíður okkar fegurri veröld á bak við hel. Ég þakka Karólínu fyrir samskipti liðinna ára og það munu fjöldi vina hennar gera og bið henni allrar blessunar. Heimili mitt hefír notið margra stunda með henni. Það hafa verið sannir sólargeislar. Árai Helgason jHeöóur á morgun Guðspjall dagslns: Jóh. 3.: Kristur og Nlkódemus. Sjómannadagurinn ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Árbaejarkirkju kl. 11.00 árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta kl. 11 í Bústaða- kirkju. (Ath. breyttan messu- stað.) Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. (Ath. breyttan messutíma.) Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson messar. Sóknarnefndin. -feittLANDAKOTSSPÍTALI: Messa í Landakotsspítala kl. 12.30. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þórir Step- hensen. DÓMKIRKJAN: Kl. 11. Minning- arguðsþjónusta um drukknaða sjómenn. Dómkórinn syngur. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgelið. Sjómenn flytja bænir og ritningartexta. Sr. Þórir Step- hensen. 17. júní: Kl. 11.15. Þjóðhátíðarmessa. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Dómkór- inn syngur. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Einsöngur Sólrún Bragadóttir. ELLIHEIMLIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. FELLA— OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir guðfræðinemi prédikar. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag 12. júní: Bach-tónleikar kl. 17. Sunnudag: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Pjetur Maack. Organisti Jón Stefáns- son. Sóknarnefndin. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Ein- söngur Kristján Elís Jónsson. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Miðvikudag: Fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SEUASÓKN: Guðsþjónusta f Ölduselsskólanum kl. 11 árdegis. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fflad- elffa: Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Daniel Jónas- son. Engin kvöldsamkoma vegna sjónvarpstöku. DÓMKIRKJA Krlats konunga, Landakotl: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um, þá kl. 14. MARÍUKIRKJA, Breiðholtl: Há- messa kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam- koma á Lækjartorgi ef veður leyfir kl. 16. Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. KFUM & KFUK, Amtmannsstfg: Samkoma kl. 20.30. Ný fæðing. Upphafsorð. Ræðumaður: Ástríður Haraldsdóttir. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Hámessa kl. 14. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sjó- mannadagsguðsþjónusta kl. 11. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. KAPELLA St. Jósefsspftala: Há- messa kl. 10. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sameigin- leg guðsþjónusta Keflavíkur- og Njarðvíkursókna í Keflavíkur- kirkju kl. 11. Jón Sæmundsson fyrrum skipstjóri flytur hátíðar- ræðuna. Kór Njarðvíkursókna syngur undir stjórn Oddnýjar Þorsteinsdóttur. Sr. Ólafur Odd- ur Jónsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sjó- mannadagsguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Bragi Friðriksson. Sóknarnefndin. ÞORLÁKSKIRKJA: Sjómanna- messa kl. 13. Sr. Tómas Guömundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 10.30. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 14. Fermd verður: Jóna Elín Gunnarsdóttir, Fellsenda. Organleikari Einar Sigurösson. Sóknarprestur. HALLGRÍMSKIRKJA f Saurbæ: Messa kl. 14. Bragi Ingibergsson stud. theol. prédikar. Organisti Kristjana Höskuldsdóttir. Sr. Jón Einarsson. AKRANESKIRKJA: Sjómanna- guðsþjónusta kl. 11. Aldraðir sjómenn heiðraðir. [ messulok gengið á Akratorg og minnst drukknaðra sjómanna. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SIMAR11798 og 19533. Dagsferðir ferðafélagsins 1. 13. |únf (laugardag) kl. 09: Sðguslóðir Njálu. Komið við á sögustöðum Njálu í Rangárvallasýslu og efni Njáls- sögu rifjað upp. Fararstjóri: Dr. Haraldur Matthíasson. Verð kr. 1.000. 2. 13. júnf (laugardag) kl. 11.30: Fjöruferð. Ekið á Hvassahrauni og fjaran skoðuð í Vatnsleysuvík. Hrefna Sigurjónsdóttir og Agnar Ing- ólfsson, höfundar „Fjörullfs" fræðslurits Fi nr 2, verða leiö- sögumenn og kenna þátttakend- um að greina lífverur fjörunnar eftir bókinni, sem verður tii sölu á staðnum og kostar kr. 650. Kafari, Pálmi Dungal, verður með og nær í sjávarlífverur. Þetta er einstakt tækifæri til þess að fræöast um lifið í fjör- unni en þar leynist líf sem blasir ekki við augum hinna ófaglærðu. Verð kr. 400. 3. 14. júnf (sunnudagur) kl. 10.30: Móakarðshnúkar — Trana — Kjós og kl. 13 verður gengið yfir Svfnaskarð. Þetta er fyrsti áfanginn af sex á leiðinni til Reykholts í Borgar- firði, en i tilefni 60 ára afmælis ferðafélagsins verður gengið þangað. Ókeypis happdrættis- miðar fyrir þátttakendur. Verð kr. 600. Brottför frá Umferðar- miöstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bfl. Frítt fyrir börn i fylgd fullorðinna. Ferðafélag Islands. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Almenn lofgjörðar- og bæna- samkoma f kvöld kl. 20.30. Allir' hjartanlega velkomnir. Trú og líf Smidjuvcgl 1 . Kópavogi Samkomur með Ron Robinson, laugardag kl. 10.00 og 14.00. Sunnudag kl. 14.00 og 20.30 á Smiöjuvegi 1, Kópavogi. UTIVISTARFERÐIB Sunnudagur 14. júní. Kl. 08.00 Þórsmðrk — Goða- land. Fyrsta dagsferð sumars- ins. Verð kr. 1.100. Kl. 13.00 Þjóðlelð mánaðarlns: , Skógfellavegur — Sundhnúkur — Bláa lónfð. Lótt og skemmti- leg gönguleið. Hluti gömlu þjóðleiðarinnar frá Vogum tll Grindavíkur. Verð kr. 600. Frítt fyrir börn með fullorðnum. Brott- för frá B.S.I., bensínsölu. Sjáumst. Útivist. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.