Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
í ÞINGHLÉI
STEFÁN
FRIÐBJARNARSON
Burtfluttir - aðf luttir:
Er atgervis-
flótti frá
Islandi?
Aðstreymi úr öllum heimshornum
FÓLKSFLUTNINGAR
TIL OG FRÁ
ÍSLANDI
1975-85
Taflan sýnir burtflutta
og aðflutta árin
1975 til 1985 og
„jöfnuð íslands út á við"
í búferlaflutningum fólks.
Þau svörtustu í
þessum jöfnuði voru árin
1976 og 1977 enþá
voru burtfluttirumfram
heimflutta rúmlega
I.OOOmannshvortárið.
Til betri vegar
horfði árin 1981-83
en þá fluttu fleiri
heimen utan.
umfr*1"
Rúmlega ellefu þúsund ein-
staklingar fluttu lögheimili
milli sveitarfélaga hér á landi
árið 1985: 5,600 manns frá höf-
uðborgarsvæðinu, 6,400 manns
til þess. Á árabilinu 1981-1985
var þessi búferlaflutningur inn-
anlands óhagstæður stijálbýli
um 4,300 einstaklinga, eða sem
svarar íbúatölu tveggja til
þriggja kauptúna á lands-
byggðinni.
Ef við litum á ísland sem lítið
atijálbýlis-sveitarfélag í sam-
félagi þjóðanna sætir það sama
hlutskipti í búferlaflutningum
og landsbyggðin okkar. Landið
á í vök að verjast. Þau eru of
mörg árin sem fleiri flytjast
úr landi en heim aftur. Hins-
vegar flytzt fólk úr öllum
heimshornum til íslands. Þann-
ig eignuðumst við 59 nýja
Islendinga, fædda í 26 ríkjum,
með lögum um veitingu rikis-
borgararéttar í vor er leið.
Sex tugir aðfluttra ís-
lendinga
Á hverju ári, eða svo til, sam-
þykkir Alþingi frumvarp um
veitingu ríkisborgararéttar. Eitt
síðasta verk Alþingis í vor er leið
var að veita 59 aðfluttum ein-
staklingum úr flestum heims-
homum íslenzkan ríkisborgara-
rétt. Veri þeir velkomnir.
Þeir tæpir 60 einstaklingar,
sem hér um ræðir, vóru fæddir í
26 Iöndum: 9 hér á landi, 9 í
Póllandi, 8 í Bandaríkjunum, 3 í
Þýzkalandi, 3 í Júgóslavíu, 2 í
Hollandi, 2 á Indlandi, 2 í Egypta-
landi, 2 í Englandi/Skotlandi, 2 í
S-Kóreu, 2 á Spáni og einn í eft-
irtöldum ríkjum: Tyrklandi,
Sri-Lanka, Frakklandi, S-Afríku,
Færeyjum, Nýja-Sjálandi, Alsír,
Danmörku, Austurríki, Svíþjóð,
Pakistan, Víet-Nam, Filippseyj-
um, Sovétríkjunum og Kanada.
Eitthvað af þessu fólki er
íslenzkt að ætt og uppruna, þó
að fætt sé erlendis, en stærstur
hluti hinna nýju íslendinga á ræt-
ur á framandi slóðum.
Óhagstæður, jöfnuð-
ur“
Frá árinu 1975 talið hafa ár-
lega flutzt úr landi fímmtán
hundruð til tvöþúsund og fjögur
hundruð manns. Sumt af þessu
fólki flytur tímabundið til náms
eða starfa en fjölmargir ílendast
með öðrum þjóðum.
Árið 1985 fluttu til dæmis
2,335 manns úr landi. Árin 1977,
1979 og 1980 fluttu lítið eitt fleiri
héðan. Frá 1975 talið hefur flutn-
ingur úr landi aðeins fjórum
sinnum farið niður fyrir 2,000
manns á ári: 1975, 1981, 1982
og 1983.
Á sama tímabili hafa flutzt til
landsins á ári hverju frá rétt rúm-
lega eitt þúsund manns (1976)
upp í 2,293 (1982). Á þessu 11
ára tímabili hafa þijú ár haft
„hagstæðan" jöfnuð (fleiri flutt
hingað en héðan): 1981,1982 og
1983. Öll önnur ár tímabilsins
flytja fleiri frá landinu en til þess.
Tvö ár eru burtfluttir umfram
aðflutta yfír eitt þúsund: 1976 og
1977. Árið 1985 vóru burtfluttir
umfram aðflutta rúmlega 500.
Ef við lítum til áranna
1976-1980 vóru burtfluttir flestir
í aldursflokkunum 20-24 ára (27
af þúsundi) og 25-29 ára (26 af
þúsundi). í þessum aldursflokkum
var hlutfall burtfluttra kvenna
hærra en karla. í fyrri aldurs-
flokknum fluttu 30,4 af þúsundi
kvenna en 23,8 af þúsundi karla.
í síðari aldursflokknum 28,5 af
þúsundi kvenna en 24,8 af þús-
undi karla.
Auðlegðin er fólkið
Auðlegð fámennrar þjóðar, eins
og íslendinga, felst fyrst og
fremst í mannfólkinu, menntun
þess, starfshæfni og framtaki.
Það er því meir en verðugt íhug-
unarefni, ef atgervisflótti frá
landinu á sér stað, jafnvel þó að
straumurinn sé ekki stríður.
Ef við ætlum að spoma gegn
landflótta á raunhæfan hátt þurf-
um við að og byggja betur upp
þá aðbúðarþætti, sem fólk sækist
eftir annars staðar. Við suma
þeirra, eins og veðurfar, ráðum
við að vísu ekki.
íslenzkt samfélag þolir, sem
betur fer, samanburð við önnur
um flest. En alltaf má samt betur
gera.
Og „betur má ef duga skal“ segir
máltækið.
Vandamál í grannríkj-
um
Minnihluti mannkyns og þjóða
heims býr við velmegun og mann-
réttindi (lýðræði) sömu gerðar og
Vesturlandaþjóðir hafa þróað í
sínum samfélögum. Þetta veldur
því með öðru, að mikið fólks-
streymi er frá svokölluðum þriðja
heimi, sem og sósíalistaríkjum, til
V-Evrópu, ísrael og Ameríku.
Víða f V-Evrópu hafa skapast
vandamál af þessum sökum, m.a.
vegna víðtæks atvinnuleysis. At-
vinnuleysi og sambúðarárekstrar
af þessu tagi eru okkur fram-
andi. Rétt er engu síður að gefa
gaum að reynslu grannríkja, eink-
um Norðurlanda, á þessu sviði
sem öðrum.
Enginn þjóð er annarri æðri og
allir menn hafa sama rétt til lífsins
gæða og sömu „kvaðir" um ná-
ungakærleika. Okkur ber engu
að síður að leitast við að þróa öll
mál hér á ströndu hins yzta hafs
þann veg, að sigla megi milli skers
og báru árekstra og vandamála,
inn á kyrran sjó framtíðarfarsæld-
ar.