Morgunblaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 48
e*
48
mi Ivtfri .81 ÍIUDAOHAOU/ 1 OTOAJaMUDHOM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
Elenora Þórðar-
dóttir - Minning
Fædd 9. september 1907
Dáin 3. júní 1987
„Nú er hún Ella frænka farin til
hans Magga," sagði litla dóttir mín,
með tárin í augunum, þegar ég
sagði henni að Ella frænka væri
dáin.
Hún andaðist 3. júní 1987 á af-
mælisdaginn minn.
Ella frænka eins og við kölluðum
hana alltaf, hét fullu nafni Elenora
Þórðardóttir og var móðursystir
mín og nafna. Ég hef alltaf verið
hreykin af því að hafa verið skírð
i 'höfuðið á henni, ekki vegna nafns-
ins, heldur vegna þess að vera skírð
í höfuðið á manneskjunni sem bar
þetta nafn, því hún Ella frænka var
alveg einstök kona. Hún var svo
ung í anda og létt í lund, þótt árin
væru tæp áttatíu.
Hún fæddist 9. september 1907
á Akureyri, dóttir Olínu Sigríðar
Ólafsdóttur og Þórðar Brynjólfsson-
ar. Hún ólst upp í Reykjavík, en
giftist ung Margeiri Sigurðssyni frá
Sauðárkróki, sem ég var einnig
skírð eftir. Þau byrjuðu búskap á
Sauðárkróki og áttu heima þar í
allmörg ár.
11 ára flutti móðir mín til þeirra
eftir að þær höfðu misst móður sína
og reyndust þau Ella og Maggi
henni vel þótt kröpp væru kjörin á
þeim árum.
FVá Sauðárkróki fluttu þau til
Sandgerðis og bjuggu þar í rúma
tvo áratugi og síðustu æviárunum
eyddu þau í Reykjavík, þar sem flest
af bömum þeirra búa, en þau urðu
níu talsins.
Það em svo ótalmargar minning-
ar um hana Ellu og allar góðar en
erfítt að koma þeim á blað. Alltaf
birtir í huga mínum þegar ég hugsa
um hana.
Hún var lengi búin að vera veil
fyrir hjarta, en engan hefur grunað
hvað hún raunverulega var veik,
því alltaf var viðkvæðið ef maður
spurði um heilsuna, „heilsan er
ágæt“.
Ég held að ég hafi haldið að hún
yrði eilíf þessi granna netta kona
sem alltaf var svo fín í tauinu,
klæddi sig eins og „ungpía". Sem
dæmi um það fór systir mín einu
sinni með hana til að kaupa skó.
Systir mín benti henni á eina, en
henni fannst þeir alltof kerlingar-
legir og það endaði með því að
systir mín keypti þá fyrir sig.
Það verður mikið tóm í hjörtum
okkar þegar við áttum okkur á að
við höfum hana ekki lengur hjá
okkur. Nú er hún komin til hans
Magga, því ekki liðu nema níu
mánuðir á milli þeirra og ég trúi
að þeim líði nú vel saman.
Þessi fátæklegu orð set ég á blað
af þörf frekar en getu.
Minningin um hana verður alltaf
björt í hugum okkar systkinanna
og foreldra okkar.
Hvíli hún í friði.
Elenóra Margrét Jósafats-
dóttir.
Kallið er komið
komin er nú stundin,
vinarskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja í friðarskaut.
V. Briem
í dag, laugardaginn 13. júní,
verður móðuramma okkar borin til
grafar. Elsku amma sem alltaf var
til að hugga og styrkja okkur er
nú horfín.
Amma og afí eignuðust 9 böm,
27 bamaböm og 16 bamabama-
böm. Fjölskyldan var þeim mikils
virði og kenndu þau okkur að
standa saman og hjálpa hvert öðm.
Þó að amma hafí verið orðin 79
ára gömul var hún alltaf svo ung.
Lífsgleðin geislaði af henni og þrátt
fyrir erfíðleikana og sorgir á
lífsleiðinni stóð hún ávallt sterkust
og duglegust af öllum.
Amma talaði stundum um hvem-
ig það var þegar þau afí vora ung
og byijuðu sinn búskap á Sauðár-
króki. Lífíð var erfítt á þeim tímum
og dvaldist afí langdvölum að heim-
an vegna vinnu sinnar. Þá var
amma ein með bömin. Þrátt fyrir
fátækt og erfíðleika gat amma allt-
af séð björtu og skemmtilegu
hliðamar á ölium málum. Sumarið
var hennar uppáhaldstími og á sum-
ardaginn fyrsta arkaði hún af stað
með bamahópinn sinn eitthvað út
í náttúruna og söng, full af þakk-
læti og gleði til lífsins. Söngur var
hennar líf og yndi. Hún söng í
kirkjukómum á Sauðárkróki og
þegar þau fluttust til Sandgerðis
þá söng hún í kirkjukór Hvalsnes-
kirkju.
Allir leituðu til hennar með sín
vandamál og það var sama hvort
það var elsta bamið hennar eða
yngsta bamabamabamið, alltaf
skildi amma allt. Það era aðeins
10 mánuðir síðan afí, Jón Margeir
Sigurðsson, dó. Þá var það amma
sem veitti öllum styrk og huggun.
Nú hafa afí og amma hist á ný.
Með þessum fáu orðum kveðjum
við nú afa og ömmu. Sú ást, um-
hyggja og kærleikur sem þau
umvöfðu okkur með verður styrkur
okkar nú.
Blessuð sé minning þeirra.
Helga Ingibjörg,
Helena og Doddi.
Elskuleg amma mín, Elenora
Þórðardóttir, til heimilis í Þórafelli
10 í Reykjavík, lést í Vífílsstaða-
spítala þann 3. júní sl. Hún hafði
ekki gengið heil til skógar í mörg
ár og við sem þekktum hana vel
vissum oftast hversu veik hún var
en hún var hörð af sér og lét sem
lítið væri, enda var oft sagt við
mig: „Mikið lítur hún amma þín
alltaf vel út.“ Já, það er næsta ótrú-
legt að hún hefði orðið áttræð þann
9. september nk.
Fyrstu minningar mínar um hana
ömmu era frá Túngötu 7 í Sand-
gerði, en þar bjuggu hún og afí,
Jón Margeir Sigurðsson, lengst af
en hann lést þann 7. ágúst sl. eftir
langvarandi veikindi. Það var alltaf
hægt að stinga sér inn til ömmu
ef eitthvað bjátaði á eða til að fá
sér kökubita svo ég tali nú ekki um
að fá að leika sér smá stund í „norð-
urherberginu" og þá var nú oft líf
í tuskunum. Það var ómögulegt að
láta stóra gamla dívaninn í friði,
hann var alveg kjörinn til hossa og
hoppa á þar til við (bamabömin)
voram að niðurlotum komin. Ekki
má gleyma rigningardögunum uppi
á hanabjálka, þar sem við lékum
okkur í dúkkulísuleik með stór og
lítil hús úr pappakössum, uppbúin
af heimatilbúnum „mublum" úr eld-
spýtustokkum og tilheyrandi. Þetta
vora góðar stundir og munu ávallt
tengjast minningunni um ömmu og
afa á Túngötu 7.
En það hefur mikið vatn rannið
til sjávar síðan og nú hin síðari ár
þegar bamarbömin hennar era flest
orðin fullorðin og komin með fyöl-
skyldur þá fylgdist hún samt alitaf
með okkur og mundi eftir öllum
okkar afmælisdögum og bama okk-
ar. Ég veit hversu mikils virði það
var henni að gleyma nú engum úr
„hjörðinni sinni".
Amma var söngelsk mjög, hvort
sem um einsöng eða samsöng var
að ræða, sjálf söng hún með kirkju-
kómum í yfír 37 ár og hafði mikla
ánægju af.
Það var sama hversu veik amma
var, alltaf vildi hún vera hugguleg
til fara og það var ávallt mikil reisn
yfír henni. Ef eitthvað stóð til þá
langaði ömmu helst að fá sér nýja
blússu, pils eða kjól, svona var hún.
Við áttum saman margar
ánægjulegar rabbstundir, amma og
ég, um alla heima og geima, því
hún var svo ung í anda og fylgdist
vel með öllu. Hún veitti mér mikinn
styrk þegar ég þurfti á því að halda
á sínum tíma. Þá sátum við saman
langt fram á nótt og spjölluðum
um lífið og tilverana, tilviljanir þess
og forlög.
Ammi og afí eignuðust 9 böm,
bamabömin urðu 27 og bama-
bamabömin era orðin 16 að tölu,
þar af á hún fímm nöfnur og sú
yngsta, dóttir mín, nýlega orðin 5
ára gömul.
Fyrir mína hönd og fjölskyldu
minnar langar mig að þakka ömmu
minni innilega fyrir allt og allt og
kveð hana með miklum söknuði.
Ég enda þessar línur með sumar-
kvæði sem ég veit að var henni svo
kært.
Dýrðlegt kemur sumar með sól og blóm,
senn fer allt að vakna með lofsöngsróm,
vængjaþytur heyrist í himingeim,
hýmar yfír landi af þeim fuglasveim.
Blessuð sumardýrðin um láð og lá
lífsins færir boðskap oss himnum frá:
„Vakna þú, sem sefur, þvi sumar skjótt
sigrað kuldann hefur og vetramótt."
(Friðrik Friðriksson)
Hildur Guðmundsdóttir
í dag, laugardaginn 13. júní,
verður amma okkar jarðsungin frá
Hvalsneskirkju. Við viljum með
nokkram fátæklegum orðum fá að
þakka ömmu okkar fyrir þær gleði-
stundir sem við áttum með henni.
Oft heimsótti hún okkur í Garð-
inn og gisti hún þá eina eða fleiri
nætur og þeim stundum gleymum
við aldrei þegar amma og við sátum
og töluðum saman en oftast hlu-
stuðum við á ömmu segja okkur
sögur frá því er hún og afí vora
ung. Ekki var lífíð hennar ömmu
alltaf dans á rósum, en ávallt var
hún lífsglöð og hress.
Mest hafði amma gaman af því
að syngja. Söngurinn veitti henni
mikla gleði. Amma söng í kirkju-
kómum á Sauðárkróki á meðan hún
átti heima þar og síðan söng hún
í Kirkjukór Hvalsneskirkju eftir að
hún flutti til Sandgerðis. Hún sá
aldrei eftir þeim tíma sem fór í
sönginn, því að hann var hennar
eina áhugamál fyrir utan fjölskyld-
una sem hún fómaði öllu fyrir.
Þótt amma hefði orðið áttræð í
haust ef hún hefði fengið að lifa,
var hún aldrei gömul fyrir okkur.
Hún var ávallt ung í, anda hún
skildi okkur unga fólkið svo vel og
það var hægt að snúa sér til ömmu
með hvaða vandamál sem var.
Það era aðeins tíu mánuðir síðan
afí okkar dó, og viljum við trúa því
að elsku amma og afí séu saman á
ný-
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þeirri tregatárin stn'ð.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning þeirra beggja.
Jónas, Elenora,
Addi og Björg.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(H. Pétursson.)
í dag, laugardaginn 13. júní,
verður amma okkar jarðsungin frá
Hvalsneskirkju. Það er skrítið að
amma skuli ekki vera héma hjá
okkur lengur. En það er staðreynd,
hún er farin. Okkur langar til að
þakka henni fyrir allt og allt, en
orð segja svo lítið, en hún gaf svo
mikið. Það er dásamlegt að hafa
kynnst ömmu, og allri hennar
manngæsku, hjartahlýju og skiln-
ingi.
Við geymum minningu hennar og
afa í hjörtum okkar, en hann er líka
nýfarinn. Við trúum að núna hafí
þau hist á ný.
Veri elsku amma kært kvödd.
Lúlli, Maggi, og Birna Ósk.
mótið
í golfi
í Grafarholti laugardaginn 13. júní og
sunnudaginn 14. júní.
Mótið gefur stig til landsliðs. Leiknar
verða 72 holur, 36 hvorn dag.
Ræst verður út frá kl. 8 báða dagana.
Þátttökurétt hafa kylfingarsem hafa 8
eða lægra í forgjöf.
Sjáið alla bestu kylfinga landsins berjast
um landsliðssætin í golfi.
Olíufélagið hf
HIML'WMJWL
Höfum fengið ítölskuDino
barna og unglingareið-
hjólin. Margar gerðir,
stærðir og litir. Mjög
gott verð. Komið
og sjáið sjálf.
TOmSTUnDflHÚSIÐ
Laugavegi164-Reykjavík-S: 21901