Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 64
VZterkur og
k J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
ffjgtui&Ifttöfe
Viðlaga
þjónusta
LAUGARDAGUR 13. JÍJNÍ 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Líklegt að frysti-
húsin muni semja
um fast fiskverð
LÍKLEGT er að nú þegar al-
mennt fiskverð hefur verið
gefið frjálst muni frystihús
semja við sína viðskiptabáta
um fast verð í einhvem ákveð-
Siglufjörður:
Stálvík-
inmeð
risaþorsk
Siglufirði.
TOGARINN Stálvík fékk risa-
þorsk í síðustu veiðiferðinni.
Slægður vó þorskurinn 44 kg,
sem bendir til þess að hann
hafi vegið hátt í 60 kg upp
úr sjó og verið 15—20 ára
gamall.
-ijt Stálvík kom til Siglufjarðar í
gærmorgun og var verið að
landa úr henni í gær. Stapavík
fékk líka nokkra óvenju stóra
þorska, allt upp í 40 kg slægða,
í Nesdýpi. Svona stórir þorskar
hafa verið fáséðir að undanf-
ömu, þó ekkí þættu þeir tíðindi
hér áður fyrr. Virðist þetta
benda til þess að þorskurinn sé
eitthvað að rétta við.
— Matthías
inn tima, frekar en að verðið
breytist frá degi til dags.
Morgunblaðið spurði Sigurð
Einarsson, forstjóra Hraðfrysti-
stöðvar Vestmannaeyja, sem
jafnframt gerir út skip til veiða,
hveiju hann vildi spá um þróun-
ina með fijálsu fiskverði. Sigurð-
ur sagðist telja að í stórum
dráttum yrði fískverðið í sama
farvegi og verið hefur þótt verðið
yrði sjálfsagt eitthvað misjafnt
eftir landshlutum og stærð og
tegund físksins.
Sigurður sagði að Hraðfíysti-
stöðin keypti aðeins físk af sínum
eigin bátum og sagðist hann
reikna með að samið yrði um
ákveðið fast verð nú frá 15. júní
þegar fískverðið verður fíjálst og
fram til 1. ágúst þegar stöðin
lokar vegna sumarleyfa. Þetta
væri að vísu óþægileg staða, þar
sem stöðin væri að semja við
sjálfa sig, en sennilega yrði miðað
við hvað annars staðar væri
greitt fyrir sambærilegan afla.
Sigurður sagði að talsvert
hefði verið um yfírborganir á lág-
marksverð Verðlagsráðs í
Vestmannaeyjum, og eðlilegt
væri að þær færu inn í verðið
þegar það er orðið frjálst. Hann
vildi þó engu spá um hvað verðið
kæmi til með hækka mikið frá
því sem nú er í gildi.
Margar bifreiða-
gferðir uppseldar
SALA Á bifreiðum hefur verið
mjög mikil það sem af er árinu
og eru margar tegundir bif-
reiða af árgerðinni 1987 með
öllu uppseldar, biðlistar langir
og nýjar bifreiðir eru ekki
væntanlegar aftur fyrr en með
haustinu. „Við erum búnir að
selja allt sem hægt er að selja,“
sagði sölumaður í einu bif-
reiðaumboðanna við Morgun-
blaðið.
Sem dæmi má nefna að Toy-
ota-umboðið hefur selt 991 bifreið
það sem af er árinu, Hekla 945
bíla og Jöfur liðlega 840. Þetta
eru allt mun hærri tölur en á
síðasta ári og var það þó metár
hvað varðar bifreiðasölu.
Hjá þessum umboðum fengust
þær upplýsingar að vinsælustu
bifreiðategundimar væru nú upp-
seldar og að í mörgum tiivikum
gæti orðið bið á nýjum bflum fram
í september en þá eru flestar
1988-árgerðimar væntanlegar.
# Morgunblaöið/Júlíus Siguijónsson
Grmdavíkurbáturinn Goði með litla bátinn á dekki á leið til Grindavíkur í gærkvöldi.
Ungs sjómanns saknað,
bátur hans mannlaus
Hátíðahöld sjómannadagsins í Grindavík felld niður
Grindavfk.
VÍÐTÆK leit var gerð á svæð-
inu frá Geirfugladrangi austur
að Vestmannaeyjum að opnum
plastbáti frá Grindavík með
einum manni innanborðs. Þyrla
Landhelgisgæslunnar, TF-SIF,
fann síðan bátinn mannlausan
laust fyrir kl. 5 í gær 26 mílur
suður af Krísuvíkurbjargi. Goði
GK 24 frá Grindavík tók bátinn
um borð og fór með hann til
Grindavíkur { gærkvöldi.
Vegna þessa atburðar falla nið-
ur öll hátíðahöid f Grindavík í
tilefni sjómannadagsins, nema
skrúðganga til kirkju og sjó-
mannadagsmessa.
Maðurinn fór til handfæraveiða
austur undir Krísuvíkurbjarg um
hádegisbilið á fimmtudag. í gær-
morgun þegar hann var enn
ókominn úr róðrinum var farið
að óttast um hann og var slysa-
vamasveitinni Þorbimi gert
viðvart. Björgunarbátamir Oddur
V. Gíslason frá Grindavfk og
Sæbjörg frá Sandgerði ásamt
Landhelgisgæsluþyrlunni TF-SIF
hófu strax leit, en síðan bættust
við fískibátar frá byggðarlögun-
um á svæðinu og voru þeir
rúmlega 20 þegar leit stóð sem
hæst. Einnig aðstoðaði Herkules-
vél frá vamarliðinu við leitina.
Leitað var allt vestan frá Geir-
fugladrangi og austur til Vest-
mannaeyja miðað við 30 mflur frá
landi. Leitinni á sjó var stjómað
úr stjómstöð í Grindavík af félög-
um úr slysavamasveitinni Þor-
bimi í nánu samstarfí við
Landhelgisgæsluna, sem stjómaði
leitinni í lofti.
Eftir að báturinn fannst mann-
laus var hafíst handa við að
skipuleggja leitarflokka og í gær-
kvöldi gengu slysavamasveitar-
menn fjörur frá Selatöngum
vestur á Reykjanes.
Kr.Ben.
Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokks í dag:
Stjórnarmyndun og
staða flokksins rædd
ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda I og staða Sjálfstæðisflokksins í
þingflokksfund Sjálfstæðis- Ijósi yfirlýsinga tveggja ráð-
flokksins kl. 10.30 fyrir hádegi herra flokksins undanfama daga
í dag þar sem stjórnarmyndun I verða til umræðu.
Vöttur SU í Grimsby:
Tapaði milljón á sölu aflans
Útkoman lakari en við heimalöndun
„ÚTGERÐIN tapaði að minnsta kosti einni milljón á þessu
ævintýri og hlutur áhafnarinnar verður minni, en við heima-
löndun. Við fengum aðeins 43,50 krónur fyrir kílóið af fyrsta
flokks línufiski í Grimsby, meðan togarafiskur fór á tæpar 60
krónur í Hull. Það er eitthvað athugavert við þetta og verður
bið á þvf, að ég komi aftur með fisk til Grimsby,“ sagði Ingvar
Gunnarsson, útgerðarmaður, í samtali við Morgunblaðið.
milljónir króna fyrir aflann, en
að meðaltali 43,50 á hvert kíló.
„Miðað við eðíilega sölu hefðum
við örugglega fengið milljón í við-
Vöttur SU er skip Ingvars.
Hann seldi í upphafí vikunnar 51
lest af þorski og 7 af steinbít í
Grimsby. Alls fengust um 2,5
bót,“ sagði Ingvar. „Að frádregn-
um kostnaði, töfum frá veiðum
og rýrnun afla, töpum við á dæm-
inu miðað við heimalöndum því
fískur eins og þessi hefði örugg-
iega farið á 35 krónur kflóið
heima. Þessi sala hefur klikkað
einhvem veginn. Togarafískurinn,
sem er slakari að gæðum, fer á
tæpar 60 krónur, en línufískurinn
á 43. Þetta er sama markaðs-
svæðið svo ljóst er að eitthvað er
að. Á sama tíma og ég fæ 43,50
á kflóið í Grimsby er verið að
kaupa físk í Neskaupstað á 45
krónur kflóið og það með réttri
vigt. Þar er fískurinn seldur á
fostu verði og það er orðið tíma-
bært að við endurskoðum aðferðir
okkar við sölu á ferskum físki
erlendis. Það er til dæmis stað-
reynd, að meira kemur upp úr
skipunum við heimalöndun en er-
lendis. Mismunurinn er meiri en
nemur eðlilegri rýmun og hann
skiptir vemlegu máli," sagði Ingv-
ar Gunnarsson.
„Það verður þingflokksfundur kl.
hálfellefu í fyrramálið, þar sem til
umræðu verður stjómarmyndun og
staða Sjálfstæðisflokksins," sagði
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisfíokksins, í samtali við
Morgunblaðið í gærkveldi. Hann
sagði að staða fíokksins yrði rædd
„í ljósi yfírlýsinga ráðherra flokks-
ins undanfama daga".
Undimefnd sú sem skipuð var
af Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki
og Framsóknarflokki í fyrradag, til
þess að gera úttekt á því hvaða
aðgerðir væm nauðsynlegar að ráð-
ast í við upphaf starfstíma nýrrar
ríkisstjómar til viðnáms verðbólgu,
starfaði í gær. Nefndina skipa þeir
Geir H. Haarde, fyrir Sjálfstæðis-
flokk, Jón Sigurðsson, fyrir Al-
þýðuflokk og Bolli Héðinsson, fyrir
Framsóknarflokk. Ekki er búist við
að neftidin skili niðurstöðum fyrr
en á morgun eða mánudag.
Það er fyrst eftir að niðurstöður
nefndarinnar liggja fyrir, sem búist
er við því að skriður geti komist á
stjómarmyndunarviðræðumar á
nýjan leik.